Tíminn - 20.05.1993, Qupperneq 7

Tíminn - 20.05.1993, Qupperneq 7
Fimmtudagur 20. maí 1993 Tíminn 7 Kengúruhópurinn, þverpólitísk samtök fulltrúa á EB-þinginu, með fund á íslandi. Rætt við þrjá alþingismenn sem sátu fundinn: Island og Evrópusamstarf í gær lauk tveggja daga fundi Kengúruhópsins svokaliaöa, þver- pólitískra samtaka þingmanna á þingi Evrópubandalagsins. Hópur- Ínn var stofnaður áríö 1979 og er markmiö hans að vinna að fram- gangi aukins samruna Evrópubandalagsríkjanna. Fundurínn á fs- landi var fyrsti fundur Kengúruhópsins utan ríkja EB. Auk Evrópu- bandalagsþingmannanna sátu fundinn þingmenn og fyrírtækjastjómendur frá EFTA-ríkjunum. Fulltrúar Tslands vom þingmennimir Guðrún Helgadóttir, Eyjólfur Konráð Jónsson, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, Páll Pétursson, sem eiga sæti i EFTA- nefnd Alþingis, og Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndarinnar. Páll Pétursson „Umræðumar á fundinum voru yf- irleitt nokkuð hreinskilnar, en þær snérust um stækkun Evrópubanda- lagsins í norður. Menn sögðu mein- ingu sína og létu í ljós væntingar sínar og langanir. Það kom fram hjá einum ræðumanni að útþensla bandalagsins kæmi ekki til af góðu, því það hefði verið siður Evrópu- þjóða að þegar allt var komið í kiessu heima hjá þeim að fara þá í land- vinninga og reyna að leggja eitthvað undir sig. Nú eru þeir að reyna að leggja undir sig norðrið. Hópurinn, sem hingað kom, kennir sig við kengúru sem hoppar yfir allar hindr- anir, en ég held að réttara væri að kalla hann jarðýtuhópinn sem ýtir öllu á undan sér.“ — Kom eitthvað nýtt fram á þing- inu um framtíðarsamskipti íslands og Evrópubandalagsins? „Iðnaðarráðherra og sjávarútvegs- ráðherra töluðu fyrir íslands hönd. Hjá þeim kom fram þessi venjulega varfæmi; að það væri ekki á dagskrá að ísland sækti um aðiid að Evrópu- bandalaginu. Það var svo sem ekki mikið nýtt í því sem þeir sögðu. Á hinn bóginn kom fram áköf þrá hjá Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eim- skipafélagsins, að við ættum að stefna að umsókn. Þannig að Kol- krabbinn er sjálfsagt fýsandi aðildar. Við ímynduðum okkur nú einu sinni að ef af Evrópsku efnahagssvæði yrði, þá myndu Evrópusinnar láta sér það nægja. En það kemur nú í ljós, sem við höfum óttast margir, að svo er nú aldeilis ekki.“ — En hvað kom fram í máli þeirra, sem situ fundinn fyrir hönd Evr- ópubandalagsins? „Það kom mjög ákveðið fram að við ættum engan kost á aðild með öðr- um hætti en að undirgangast sjávar- útvegsstefnu EB. Einn af starfs- mönnum Evrópubandalagsins í Brussel hélt því fram að íslendingar ættu ekki alltaf að vera að hugsa um þennan fisk. Það væri tóm vitleysa að binda okkur við fiskinn, við ætt- um fyrst og fremst að einbeita okkur að bankaviðskiptum og móttöku ferðamanna. Hann benti á að Lúx- emborg hefði náð mjög góðum ár- angri með fjölþjóðabankaviðskipti, og það ættum við að geta líka. Og sfðan ættum við góða möguleika á að fá fleiri túrista, ef við hættum að ræna ferðamenn, eins og hann orð- aði það, og fullyrti að hér væri þre- falt dýrara að lifa fyrir ferðamenn heldur en í löndum EB. Þetta var svo sem ekkert nýtt, en menn sögðu þann hug sinn og það er nauðsyn- legt að vita hvað Evrópubandalags- menn eru að hugsa. Stjómmála- mennimir sýna okkur yfiríeitt meiri skilning varðandi sérstöðu okkar heldur en embættismennimir. Það kom mjög sterklega fram hjá mörg- um þeirra að ísland ætti að gerast Evrópubandalagsþjóð og þeir lýstu EB reiðubúið til að hjálpa okkur að nýta fiskimiðin." — Hvað með aukið samstarf við Evrópubandalagið? „Ég sé ekki að bandalagið breyti sér með þeim hætti að við getum átt þar nokkra samleiða. Ég tel ekkert vit fyrir okkur að tengjast því meir, ég tel þau tengsl þegar orðin of mikil." Guðrún Helgadóttir „Þingið var fróðlegt um margt og margar ágætar ræður haldnar, en það er nú einhvem veginn svo að því meira sem maður setur sig inn í þessi mál því meira fjarlægist maður þau, að mínu mati. Þessi samtök eru sá hópur sem hefur mestan áhuga á sameiningu Evrópu, einfaldlega vegna þess að þessir menn halda því fram að þeir séu að sækjast eftir frjálsri samkeppni. Að mínu viti er sannleikurinn sá að þeir em að koma í veg fyrir alla samkeppni. Vllhjðlmur Egllsson. Þetta em stórfyrirtæki sem vilja tryggja sinn hag og sitja ein að kjöt- kötlunum undir þessum formerkj- um að þau séu að stuðla að sam- keppni. Það nægir t.d. að benda á að enginn þorir að tala um samkeppni í olíuiðnaðinum. Norðmenn minnast ekki á samkeppni, þegar kemur að olíunni." — Hvað kom helst fram um sam- skipti EB og íslands á fundinum? „Það er alltaf sama sagan. Það er sama hvort það er EES-samningur- inn eða önnur samskipti við Evrópu- bandalagið. Stuðningsmenn auk- inna tengsla íslands við bandalagið telja alltaf að við getum fengið allt fyrir ekkert Menn halda því fram að Guörún Helgadóttir. við getum gengið frá heildarsamn- ingnum og fengið síðan einhverja sérsamninga á eftir. Auðvitað er þetta algjör blekking. Annað hvort erum við með eða ekki. Menn verða bara að gera þetta upp við sig og hætta svo öllu nöldri." — Kom eitthvað það fram á fund- inum sem kom þér á óvart? „Eiginlega ekki. Þó var það einna helst það sem breski Evrópuþing- maðurinn Titley sagði. í máli hans kom fram að á Evrópuþinginu væri hver höndin upp á móti annarri. Það kom líka fram að menn töldu út í hött að íslendingar fengju einhverja niðurfellingu tolla án þess að láta eitthvað á móti.“ — Hvað með aukið samstarf við Evrópubandalagið? „Evrópubandalagið byggir ekki á hugsjón og ég hef enga trú á að nokkur samtök geti hangið saman á fjármagninu einu. Þannig að ég held að þessi Evrópuhugmynd sé dauða- dæmd. Mér finnst vanta í þetta grundvallarhugsun. Þetta er einung- is pressa frá stórfyrirtækjum til að tryggja sig sjálf og halda samkeppni frá bandalaginu." Vilhjálmur Egilsson „Fundurinn var mjög gagnlegur fyrir okkur íslendingana, sem á hon- um vorum. Það kom margt fram, sem gefúr okkur góða innsýn í það sem aðrir eru að hugsa varðandi Evrópubandalagið og stækkun bandalagsins yfir í EFTA." — Hvað fannst þér athyglisverðast af því sem fram kom á fundinum? „Mér fannst mest áhugavekjandi það sem Dinkelspiel, Evrópumála- ráðherra Svía, sagði um aðild ríkja Mið- og Austur-Evrópu að Evrópska efnahagssvæðinu. Hann sér það fyrir sér að þegar EFTA-ríkin verða aðilar að EB, þá taki gömlu austantjalds- ríkin sæti þeirra í EES. Hann taldi eitt erfiðasta verkefni bandalagsins í framtíðinni að jafna bilið milli aust- ur- og vesturhluta Evrópu. Svíar vilja fyrir alla muni fá aðild að EB 1995 og taka þátt í ríkjaráðstefnunni 1996, þegar taka á ákvarðanir um framtíðarskipulag Evrópubanda- lagsins. Hughes, sendiherra EB í Noregi og á Islandi, sagði það tiltölu- lega auðvelt að koma Svíþjóð og Finnlandi inn í bandalagið, en Nor- egur væri erfiðari. Stjómmálamenn þar væru líka famir að tala þannig, að það væri ekki á þeim að skilja að þeir væm á leið inn í bandalagið. Hughes gat þess líka að stuðnings- menn Evrópusammnans á Norður- löndum svertu oft Evrópubandalag- ið að ósekju. Þeir stunduðu það að útskýra óvinsælar efnahagsaðgerðir með bandalaginu. Þetta eða hitt væri nauðsynlegt vegna tilvonandi aðild- ar að EB. Eðlilega fer almenningur að efast um ágæti bandalagsins, þeg- ar svona er talað.“ — Kom eitthvað það fram í máli ræðumanna, sem snerti ísland með óvæntum hætti? „Það urðu margir til að benda okk- ur á að hætta að einblfna á fiskinn. Það væri sama hvort við stæðum fyr- ir utan eða innan EB, við yrðum að skapa fjölbreyttara atvinnulíf, ef við ætluðum að lifa af. Það, sem mér þótti þó athyglisverðast í þessu sam- bandi, var það sem Rieke, formaður alþjóðadeildar þýska seðlabankans (Bundesbank), sagði. Hann taldi sjálfstæði bankans byggjast á því að Þýskaland væri sambandsríki fylkja og því ekki hægt að miðstýra seðla- bankanum með sama hætti og t.d. í Frakklandi og þá væntanlega einnig hér.“ — Hvað með aukið samstarf ís- lands og Evrópubandalagsins? „Ég tel að rétt sé að skoða þá kosti sem eru í boði. Mér finnst aðiid ís- lands að Evrópubandalaginu hvorki óhugsandi né sjálfsögð." Samstaða með landsfund á laugardaginn: Samstaða telur hlut- verki sínu ekki lokið Samstaöa um óháð island heldur landsfund 22. maí næstkomandl. Á fundinum veröur rætt um störf og verkefni samtakanna á kom- andi starfsárí, kosin stjóm og flutt eríndi. Guðmundur H. Garðarsson, fyrr- verandi alþingismaður, flytur er- indi á fundinum um EES-EB og íslenskan sjávarútveg. Hákon Sig- urgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, ræðir um íslenskan landbúnað og Evr- ópska efnahagssvæðið, og Bjami Einarsson hagfræðingur talar um ísland og umheiminn. Samstaða hefur til þessa einkum beitt sér gegn aðild íslands að Evr- ópsku efnahagssvæði, m.a. með söfnun undirskrifta undir kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. Samstaða telur að æ betur sé að koma f ljós að fullyrð- ingar talsmanna samningsins um fjárhagslegan ávinning íslendinga af honum séu langt frá réttu Iagi. Þá séu einnig að koma fram ný at- riði, m.a. varðandi innflutning Iandbúnaðarvara, sem séu okkur afar óhagstæð. Fram hafa komið raddir hér á landi um að ísland eigi að ganga f Evrópubandalagið. í ljósi þessa telja talsmenn Samstöðu að hún hafi enn mikilvægu hlutverki að gegna til að stilla saman strengi þeirra, sem varðveita vilja sjálf- stæði þjóðarinnar og koma í veg fyrir að hún sogist inn í evrópskt stórveldi. Landsfundur Samstöðu er hald- inn að Borgartúni 6 í Reykjavík og hefst næstkomandi laugardag kl. Leikfélag Dalvíkur: Fer suður með Strompleikinn Leikfélagi Dalvíkur hefur verið boð- kvöld, uppstigningardag, og hefst kl. ið að sýna Strompleikinn eftir Hall- 20.30. Strompleikurinn var frum- dór Laxness á þingi Bandalags ís- sýndur í Þjóðleikhúsinu haustið lenskra leikfélaga í Vestmannaeyj- 1961. Ellefu árum síðar var hann um, sem haldið verður dagana 20.- sýndur hjá Leikfélagi Akureyrar. 23. maí. í leiðinni verður komið við Einn leikenda á Akureyri, Þráinn á höfuðborgarsvæðinu og leikurinn Karlsson, er leikstjóri uppfærslu sýndur í Félagsheimili Kópavogs í Dalvíkinga á verkinu. GS. Fjárfesting í íslenskri ferðaþjónustu Samgönguráðuneytið og Byggðastofnun boða til ráð- stefnu um fjárfestingar í íslenskri ferðaþjónustu á Hótel KEA, Akureyri, mánudaginn 24. maí nk. kl. 09.00-17.00. Fjallað verður m.a. um offjárfestingu, bætta nýtingu fjár- festingar, bætta áætlanagerð, markaðssetningu og hlut hennar í stofnkostnaði, á hvaða sviðum vantar fjárfest- ingu, framtíðarhorfur ferðaþjónustunnar á (slandi, nýjar leiðir við fjármögnun o.fl. Ráðstefnugjald verður kr. 2.000 og innifelur hádegisverð, kaffi og með því og ráðstefnugögn. Samgönguráðuneytið — Byggðastofnun. POSTFAX TIMANS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.