Tíminn - 11.06.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 11. júní 1993 Guðmundur Gylfi Guðmundsson, fulltrúi ASÍ í Sjömannanefnd, vísar á bug fullyrðingum Guðna Ágústssonar um að Stofnlánadeild verði gjald- þrota á 10 árum, komi tillögur Sjömannanefndar til framkvæmda: Vextir verði endur- metnir árið 1998 Guðmundur Gylfi Guðmundsson. fulltrúi ASÍ í Sjömannanefnd, segir aö sú staöhæfing Guöna Ágústssonar, formanns stjómar Stofnlánadeildar landbúnaöarins, aö Stofnlánadeíld verði gjald- þrota á 10 árum ef tillögur Sjömannanefndar komi til framkvæmda, sé gjörsamlega út í hött því aö hugmyndir nefndarinnar gangl út á að vaxtaákvarðanir verði endurmetnar áríö 1998 sem þýddi að vextir myndu breytast sem næmi afnámi jöfnunargjaldanna. Guö- mundur Gylfi vísar því algjöríega á bug að nefndin hafi ekki gert sér grein fyrir áhrífum tillagnanna á deildina. Nefndin hafi gert ítar- lega útreikninga á áhrífum tillagnanna. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra hverfur úr stólnum án þess að tilvísunarkerfið hafi tekið gildi: Tilvísaðá Guðmund Árna Guðni Agústsson gagnrýndi tillög- ur Sjömannanefndar harðlega í Tímanum í gær og sagði að þær hefðu í för með sér gjaldþrot deild- arinnar á 10 árum. Guðmundur Gylfi sagði að nefndin hefði lagt af stað í þessa vinnu með það að meg- inmarkmiði að rýra ekki eigið fé deildarinnar. Guðmundur Gylfi sagði það alrangt hjá Guðna að Sjömannanefnd hefði ekki gert sér grein fyrir áhrifum til- lagna sinna á Stofnlánadeild. Nefnd- in hafi látið gera marga útreikninga á áhrifum tillagnanna út frá mis- munandi forsendum. Hann sagðist telja að Guðni hafi ekki áttað sig á þeirri megintillögu nefndarinnar að frá og með 1. janúar 1998 verði út- lánsvextir deildarinnar endurmetn- ir. „Nefndin gerir ráð fyrir að deildin skoði sfna stöðu að fjórum árum liðnum og í því felst að hún endur- meti útlánsvexti," sagði Guðmund- ur Gylfi. Guðmundur Gylfi sagði það rangt hjá Guðna að breytingin kæmi til með að leiða til hærra vöruverðs. Breytingin mun ekki hafa áhrif á vöruverð til skamms tíma Jjví að hækkun vaxta og niðurfelling sjóða- gjalda jafni hvort annað úL Guð- mundur Gylfi benti á að með niður- fellingu jöfnunargjalda muni greiðslur til bænda hækka sem næmi gjöldunum. Til lengri tíma mun vöruverð lækka því fjárfesting- ar verði hagkvæmari. Guðmundur Gylfi sagði það rétt hjá Guðna að ef tillögur nefndarinnar kæmu til framkvæmda þá væri verið að afnema hinn félagslega þátt í starfsemi Stofnlánadeildar. Hann sagði hins vegar að allar aðrar at- vinnugreinar búi við það að þeir sem komi nýir inn í greinina þurfi sjálfir að fjármagna kaup á eignum auk annarra fjárfestinga. „Okkur finnst að þeir sem reka sín bú á þann hátt að þeir þurfa ekki að taka mikil lán eigi að fá að njóta þess en séu ekki að greiða niður lán fyrir aðra,“ sagði Guðmundur Gylfi. f Tímanum í gær velti Guðni fyrir sér því siðferði að hækka vexti af þegar teknum lánum. „Þetta er nokkuð sem bankarnir eru að gera alla daga. Þeir eru alltaf að hækka vexti af teknum lánum. Munurinn á því sem bankamir gera og því sem við leggjum til er að á móti vaxta- hækkun leggjum við til að jöfnunar- gjöldin verði afnumin í áföngum og bændur fái greiðslurnar til sín. Gagnvart bændastéttinni sem heild kemur þetta því slétt út,“ sagði Guð- mundur Gylfi. Guðmundur Gylfi sagði að þrátt fyrir að Stofnlánadeildin taki upp markaðsvexti, verði áfram þörf fyrir deildina. Bankakerfið hafi hingað til ekki verið tilbúið til að veita bænd- um fjárfestingalán. Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda og nefndarmaður í Sjö- mannanefnd, sagði að það kunni að vera rétt hjá Guðna að efnahagur Stofnlánadeildar komi til með að versna árið 1998 þegar sjóðagjöldin falla alveg niður, ef ekkert er gert til að varna því að svo fari. Nefndin geri hins vegar ráð fyrir því að brugðist sé við því. Hákon sagðist gera ráð fyrir að fulltrúar bænda muni í næstu búvörusamningum gera þá kröfu til ríkisins að það komi með fjármagn inn í deildina, eins og rík- inu ber raunar að gera lögum sam- kvæmt. Eftir þeim lögum hefur ekki verið farið. -EÓ Þeir sem leita til sérfræðinga án til- vísunar heimilislæknis þurfa að greiða sama gjald og áður. Þeir sem hafa tilvísun þurfa að greiða veru- lega mikið minna þegar tilvísunar- kerfíð tekur gildi, að sögn Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra sem vill ekki greina nánar frá upp- hæðum þar sem ekki sé búið að kynna málið fyrir læknafélaginu. Það kemur því í hlut Guðmundar Árna Stefánssonar að fylgja tilvís- unarkerfínu úr hlaði. Þeir sem leita til sérfræðinga þurfa að greiða fyrstu 1.200 krónumar að fullu og 40% af því sem umfram er. Að meðaltali hefur þessi kostnaður verið allt að 2.200 kr. Með tilkomu tivfsunarkerfis munu þeir sem leita fyrst til heimilislæknis og fá þar til- vísun á sérfræðing, þurfa að greiða miklu lægra gjald. Sighvatur hefur áður sagt að fyrir- hugað sé að koma tilvísunarkerfinu á í júní eða byrjun júlí en þar sem hann hverfur brátt úr stól heilbrigð- isráðherra mun eftirmaður hans ákveða gildistöku tilvísunarkerfis- ins. Sighvatur segir að þegar sé búið að semja reglur um framkvæmd til- vísunarkerfisins. „Það er búið að gera ráð fyrir því hvað sjúklinga- gjöldin geta lækkað mikið, fari fólk til sérfræðinga eftir tilvísun heimil- Trúnaðarmenn SVR hafa sent frá sér tilkynningu þar sem lýst er yf- ir óánægju með fyrirhugaðar breytingu á rekstrarformi SVR í hlutafélag. Telja þeir þetta fyrirkomulag ekki islæknis," segir Sighvatur en vill ekki greina nánar frá upphæðum þar sem ekki sé búið að kynna regl- umar fyrir Læknafélaginu. Að sögn Sighvats skipaði hann sér- staka nefnd til að undirbúa tilvísun- arkerfið með aðild sérfræðinga sem hafi náð fullu samkomulagi um framkvæmd tilvísunarkerfisins. Sérfræðingar hafa gagnrýnt tilvís- unarkerfið og m.a. bent á að það brjóti í bága við stefhu Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar og EES- samninginn. „Við höfúm fengið svar frá Alþjóða heilbrigðismálastofnun- inni og utanríkisráðuneytinu um að þessar fullyrðingar séu hreint rugl,“ segir Sighvatur. -HÞ Alvarlegt bflslys í Hvalfirði Alvarlegt bílslys varð í Hvalfirði um miðjan dag í gær. Slysið varð við Brunná í botni Hvalfjarðar. Tveir bfl- ar sem komu úr gagnstæðri átt rák- ust harkalega saman. Þrír menn slösuðust Einn þeirra var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borgarspítalann með alvarleg inn- vortis meiðsl. -EÓ vera til nokkurra bóta og segir í tilkynningunni að starfsmenn ætli að halda áfram að reyna að fá borg- aryfirvöld til að falla frá þessari fyr- irætlan. -GKG. Trúnaðarmenn SVR senda frá sér ályktun: Yfirvöld á aðra skoöun Úttekt á stöðuveitingum Alþýðuflokksráðherra á kj^rtímabilinu: Allir fá embætti Embættlsveitingar Alþýöuflokksmanna í tengslum viö breytingar þeírra á ráöherraskipan sinni hafa vakiö talsveröa athygli og um- tal. I kjölfar þessara ákvaröana hafa vaknað spumingar, td. meö hvaða rétti Alþýöuflokksmenn telji sig geta ráöstafað stórum emb- ættum í stjómkerfinu og einnlg hvernig embættisveitingum Al- þýðuflokksmanna hafl yflríeitt veríð háttað á þessu kjörtímabili. Þau ráðuneyti sem Alþýðuflokk- urinn hefúr á sinni könnu eru ekki síst mikilvæg í pólitísku tilliti vegna yfirráða yfir stöðuveitingum í stór og valdamikil embætti og einnig fiölmörg smærri. Tíminn fékk í lið með sér nokkra minnuga menn til þess að rifja upp stöðuveitingar krataráðherra á kjörtímabilinu. „Gengdarlaus spilling," voru orð sem einn viðmælandi Tímans not- aði í þessu sambandi, „siðlaust", sagði annar. Þingmenn fá embætti Eins og kunnugt er hafa þrír þing- menn AJþýðuflokks ákveðið að hætta afskiptum af sjómmálum, þeir Eiður Guðnason, Jón Sigurðs- son og Karl Steinar Guðnason. Það hefur vakið mikla athygli að við þessar ákvarðanir var gengið út frá því sem vísu að þingmennimir gætu óhindraðir tyllt sér í aðra stóla, jafnvel þótt enn sem komið er sitji aðrir menn í þeim. Menn hafa bent á það að núverandi forstjóri TVyggingastofnunar ríkis- ins hafi ekki gefið út formlega yfir- lýsingu um það að hann sé að hætta. Samt sem áður er það liður í uppstokkun Alþýðuflokksmanna að Karl Steinar taki við því embætti fljótlega. Reyndar hafa Alþýðu- flokksmenn svo að segja „átt“ TYyggingastofnun frá því hún var stofnuð. Þar hafa kratar ávallL með einni undantekningu, setið í for- stjórastóli. Umsóknarfrestur í embætti Seðla- bankastjóra er ekki mnninn út og telja því margir ákaflega óeðlilegt að þegar sé búið að ákveða að Sighvat- ur ráði Jón Sigurðsson í stöðuna. Þá em litlar líkur taldar á því að Eiður Guðnason mæli götumar eft- ir að hann hættir f pólitík. Helst er rætt um að Eiður verði sendiherra í Osló. Eftir þessar breytingar hafa allir þeir 10 einstaklingar sem tóku sæti á þingi fyrir Alþýðuflokk eftir síð- ustu kosningar hlotið embætti, inn- an þings eða utan. Þrír halda áfram að vera ráðherrar, Össur hlýtur ráð- herraembætti, Rannveig verður þingflokksformaður, Sigbjöm for- maður fjárveitinganefndar, Gunn- laugur varaforseti Alþingis, Karl Steinar forstjóri, Eiður sendiherra og Jón seðlabankastjóri. Og við þessar hrókeringar eykst einnig vegur varaþingmannanna. Guð- mundur Ami Stefánsson tekur sæti á þingi og verður ráðherra, Gísli Einarsson verður þingmaður og Petrína Baldursdóttir einnig. Magnús Jónsson, fyrsti varaþing- maður Alþýðuflokksins í Reykjavík, hefur einnig notið stjómarsetu flokksins. Aðrir umsækjendur um stöðu veðurstofústjóra sögðust súpa seyðið af því að vera ekki í réttum flokki á réttum tíma þegar umhverf- isráðherra skipaði Magnús f stöð- una. Aðstoðarmenn fá embættí Ráðherrar skipa sér iðulega að- stoðarmenn úr sínum flokki og það virðist vera að það starf sé prýðilegt stökkbretti í hærri stöður. Bjöm Friðfinnsson lögfræðingur var aðstoðarmaður Jóns Sigurðs- sonar 1987-89, eða þar til Jón skip- aði hann ráðuneytisstjóra í við- skiptaráðuneytinu. Auk þess var hann skipaður ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá 1990. Og frami Bjöms er skjótur, - á næst- unni mun hann líklega hreppa há- launastöðu innan EES. Stefán Friðfinnson, bróðir Bjöms, var aðstoðarmaður Jóns Baldvins í síðustu ríkisstjóm. Hann var síðan skipaður af Jóni í stöðu fram- kvæmdastjóra íslenskra aðalverk- taka. Birgir Árnason hagfræðingur og fyrrum formaður Sambands ungra jafiiaðarmanna, var aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar. Árið 1990 var hann ráðinn til starfa hjá EFTA og starfaði þar þangað til í fyrra að hann hlaut stöðu hagfræðings hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Wash- ington. Guðmundur Einarsson var fram- bjóðandi Alþýðuflokks á Austur- landi í kosningunum 1987. Hann náði ekki kjöri en var ráðinn að- stoðarmaður Jóns Sigurðssonar. Hann starfar nú á skrifstofum EFTA í Genf. Aðrir fá líka Fleiri Alþýðuflokksmenn hafa hlot- ið starf í Genf í utanríkisráðherratíð Jóns Baldvins. Kjartan Jóhannsson, fyrrv. formaður Alþýðuflokksins, var skipaður sendiherra íslands hjá EFTA árið 1989 og verður líklega ráðinn framkvæmdastjóri EFTA á næstunni. Bráðlega mun því sendi- herrastaðan í Genf verða laus, ásamt öðmm sendiherrastöðum sem em að losna. Bíða sjálfsagt margir spenntir eftir því að sjá hverja Jón skipar í stöðurnar. Einn viðmælenda Tfmans fullyrti að Jón Baldvin hefði ráðið til sín hirð Alþýðuflokksmanna í utanrík- isráðuneytið. Arni Páll Ámason mun vera einn þeirra sem gekk til liðs við Alþýðuflokkinn ásamt öss- uri Skarphéðinssyni á sínum tíma. Hann sinnir nú sérverkefnum í ut- anríkisráðuneytinu. Einnig hafa þeir Þorbjöm Jónsson, iðnrekstrar- fræðingur og sonur Jóns Sigurðs- sonar, og Finnbogi Rútur Amarson, sem er frændi Jóns Baldvins, verið ráðnir í utanríkisráðuneytið. Varðandi stöðuveitingar utanríkis- ráðherra má að lokum geta ráðn- ingar Jakobs Magnússonar í nýja stöðu menningarfulltrúa í London. Jakob vann mikið starf fyrir Alþýðu- flokkinn í síðustu kosningum. TMAYOUT\EMBATTI.BKI Alþýðuflokksmenn hafa einnig ver- ið ráðnir í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið. Jón Sæmundur Sigur- jónsson, þingmaður Alþýðuflokks 1987-91, varð formaður TVygginga- ráðs árið 1991 og var einnig ráðinn sérfræðingur í ráðuneytinu það sama ár. Hann er nú titlaður deild- arstjóri. Arni Gunnarsson féll út af þingi f seinustu kosningum og fékk þá stöðu hjá Náttúmlækningafélaginu. Létu sumir viðmælendur Tímans að því liggja að Sighvatur hafi haft eitt- hvað með þá ráðningu að gera, en ekkert skal fúllyrt um það hér. Hins vegar er fullvíst að þegar nýr bflstjóri var ráðinn í heilbrigðis- ráðuneytið í upphafi kjörtímabilsins þá stóð ráðherra þar að baki. Ráð- herra fannst engum öðmm betur treystandi til að keyra bflinn en trúnaðarmanni Alþýðuflokksins á Patreksfirði. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.