Tíminn - 11.06.1993, Side 3
Föstudagur 11. júní 1993
Tíminn 3
Frítekjumark tekjutryggingar almannatrygginga
hækkar frá næstu mánaðamótum:
Frítekjumark
hækkar um 3%
Heilbrigöis* og tryggingamálaráöherra hefur lagt til aö fritekjumark
tekjutryggingar almannatrygginga hækki um 3% þann 1. júlí n.k..
En þann dag ár hvert skal frítekjumarkið hækkað í samræmi við al-
mennar hækkanir bóta og annarra tekna milli ára.
Frá 1. júlí mega elli- og örorku-
lífeyrisþegar hafa 18.110 kr. eigin
tekjur á mánuði (217.300 á ári), án
þess að tekjutrygging skerðist Frí-
tekjumarkið hjá hjónum verður
25.350 kr. á mánuði (304.350 kr. á
ári) eftir hækkunina.
Frítekjumarkið er þó hærra hjá
þeim elli- og örorkulífeyrisþegum
sem hafa eigin tekjur eingöngu úr
lífeyrissjóðum. f þeim tilfellum
miðast frítekjumark við 26.310 kr.
á mánuði (315.700 á ári) hjá ein-
hleypum og 36.830 kr. á mánuði
(441.980 á ári) hjá hjónum — þ.e.
áður en tekjutrygging skerðist
Tekjumark vegna skerðingar á
grunnlífeyri hækkar einnig um
3% frá 1. júlí. Tekjumark ellilífeyr-
is verður 72.390 kr. á mánuði
(868.730 kr. á ári). En tekjumark
örorkulífeyris hækkar í 73.920 kr.
á mánuði (887.060 kr. á ári).
Þá hefúr heilbrigðisráðherra sett
reglugerð um að lífeyrisþegar fái,
fjórða árið í röð, greiddan tekju-
tryggingarauka í tengslum við ein-
greiðslur þær sem um hefur verið
samið í kjarasamningum, svo sem
orlofsuppbót, desemberuppbót og
láglaunabætur.
í júlí og desember n.k. verður
greiddur 28% tekjutryggingarauki
á upphæðir tekjutryggingar, heim-
ilisuppbótar og sérstakrar heimil-
isuppbótar vegna launabóta.
í ágúst n.k. verður greiddur 20%
tekjutryggingarauki á sömu bætur
vegna orlofsuppbótar, eða 7.140 kr.
í desember n.k. verður greiddur
30% tekjutryggingarauki á sömu
bótaupphæðir, eða 10.710 kr.
vegna desemberuppbótar kjara-
samninganna.
Reglugerð hefur einnig verið sett
um greiðslu uppbótar á atvinnu-
leysisbætur í júlí og desember á
þessu ári. Fjárhæð uppbótanna
skal fundin með sama hætti og
fjárhæð láglaunabóta samkvæmt
kjarasamningum. Uppbót greiðist
einungis þeim sem við lok viðmið-
unartímabils hafa notið bóta í 87
bótadaga eða lengur síðustu 12
mánuði.
Fréttir
á ensku
í sumar verða fréttir á ensku á
rás 1 frá Fréttastofu Útvarps á
hveijum degi kl. 8.30 að loknu
fréttayfirliti. Þar verður sagt frá
helstu atburðum af erlendum og
innlendum vettvangi, greint frá
veðurhorfum á landinu næsta
sólarhring, veðri á hálendinu,
þegar hálendisferðir hefjast og
færð. Einnig verða í þessum
fréttatímum hagnýtar upplýs-
ingar fyrir erlenda ferðamenn.
Fréttatíminn verður á dagskrá
fram í lok ágúsL Ágrip af fréttun-
um verður lesið inn á símsvara
91-693690, einu sinni á dag. Að-
alumsjónarmaður frétta á ensku
verður Oliver Kentish tónlistar-
maður og honum til aðstoðar
verður Jeffrey Cosser.
- HEI
Atvinna fyrir alla — mannréttindi sem stjórnvöldum ber að tryggja. Styðja
þarf af alefli þróun nýrra framleiðslugreina. Rafiðnaðarsambandið:
Bjartsýni gegn sí-
auknu atvinnuleysi
12. þing Rafiðnaðarsambands ís-
lands vsntir þess að nýgerðir kjara-
samningar leiði til þess að snúið verði
af braut síaulrins atvinnuleysis til
meiri bjartsýni í framkvæmdum.
Jafnframt er það skoðun þingsins að
atvinna fyrir alla sé hluti af mannrétt-
indum sem stjóravöldum beri að
tryggja.
Múlafoss
Eimskip hefur gengið frá leigu-
samningi á gámaskipinu Helgu til
strandsiglinga, en félagið hefur haft
skipið á leigu að undanfömu í Amer-
íkusiglingum. Skipinu hefur verið
gefið nafnið Múlafoss. Það kemur í
stað leiguskipsins Esperanza, sem
verið hefur í strandsiglingum ásamt
Reykjafossi. Múlafoss getur borið
258 gámaeiningar. Það verður skip-
að íslenskri áhöfn. GS.
Þetta kemur m.a. fram í ályktun um
atvinnu- og kjaramál 12. þings Rafiðn-
aðarsambands íslands sem haldið var
ekki alls fyrir löngu.
Þar kemur einnig fram að hægt sé að
koma tugum iðnaðarmanna til vinnu
innan mánaðar frá því ákvörðun er
tekin um viðhaldsframkvæmdir á hús-
um og mannvirkjum hins opinbera,
sem mörg hver liggja undir skemmd-
um. Að mati rafiðnaðarmanna er hægt
að sýna fram á að fjármagn sem varið
er til viðhalds bygginga, skapi mun
fleiri störf en vegaframkvæmdir.
Niðurstöður rannsókna benda ótví-
rætt til þess að hagkvæmt sé að stofna
til orkufreks iðnaðar, hvort sem um er
að ræða með jarðgufu, varmaafli eða
rafmagni. Meðal annars er um að ræða
lífefnaiðnað, gróðurhús, saltfram-
leiðslu o.fl.
Jafnframt er hægt að nýta innlenda
orkugjafa mun betur en gert hefur
verið og ma. með landtengingu flot-
ans, aukinni rafvæðingu loðnu-
bræðslna og með því að veita afslátt á
orku til nýrra iðnaðarfyrirtækja. Hvatt
er til aðgátar við gerð samninga um
stórfelldan orkuútflutning og gagn-
rýnd er sú stefna stjómvalda að beina
sjónum sínum um of að stórfyrirtækj-
um. Þess í stað ætti að laða til landsins
smærri fyrirtæki m.a. með hag-
kvæmri orku og aðstöðu. í þeim til-
gangi mætti t.d. nýta fjárfestingar-
sjóði lífeyrissjóðanna.
Þingið telur að styðja þurfi af alefli
þróun nýrra framleiðslugreina þar
sem tækniþekking, hugvit og verk-
menntun nýtist til verðmætasköpun-
ar. Herferð verkalýðsfélaga fyrir auk-
inni markaðshlutdeild íslenskrar
framleiðslu sýni ótvírætt að hægt sé
að skapa mun fleiri atvinnutækifæri í
iðnaði og hvetur þingið til áframhald-
andi aðgerða á þessu sviði. -grii
Borgin leitar til Atvinnuleysistryggingasjóðs eftir sammvinnu:
Færanlegar
skólastofur fyrir
um 30 millj. kr.
Samvinna borgar og Atvinnuleysistryggingasjóðs gæti leitt til
þess að byggöar yrðu 5 færanlegar skólastofur fyrir um 30 millj. kr.
sem veita myndu smiðum á atvinnuleysisskrá atvinnu.
Borgarráð samþykkti nýlega tillögu greiða laun smiðum sem eru á at-
skólamálaráðs um að byggingadeild vinnuleysisskrá.
borgarverkfræðings verði falið að Gert er ráð fyrir að efniskostnaður,
annast smíði á fimm færanlegum umsjón og aðstaða geti numið u.þ.b.
kennslustofum fyrir grunnskóla 14.3 millj. kr. samkvæmt áætlun
borgarinnar. Samþykkt borgarráðs byggingadeildar en launakostnaður
. er skilyrt því að framlag fáist frá At- er áætlaður álíka mikill.
vinnuleysistryggingasjóði til að
Frjódagatal
gefið út
Frjódagatalið hefur verið útbúið
og er nú fáanlegt á heilsugæslu-
stöðvum og í apótekum.
8-9% íslendinga þjást af ofnæmi
fyrir frjókomum í andrúmsloftinu
og sýnir dagatalið hvenær búast
megi við helstu ofnæmisvaldandi
frjókomum hér á landi. Auk þes er
í dagatalinu sagt frá frjónæmi, ein-
kennum þess og hvað sé til ráða.
Ofnæmi fyrir frjókomum grasa er
algengast en þau eru í andrúms-
loftinu frá miðjum júní og fram í
september. Frjókom birkis geta
aftur á móti verið í loftinu frá 20.
maí og fram í júní og frjókom
súm í júní, júlí og ágúst. -GKG.
Félagsheimilið að Kvennabrekku vígt
Félagsheimilið að Kvennabrekku í
Dölum verður vígt á morgun, laugar-
daginn 12. júní, og má búast við fjöl-
menni því öllum íbúum í Haukadals-
og Suðurdalahreppi, brottfluttum
Suður-Dalamönnum og velunnumm
hefur verið boðið til vígsluhátíðar.
Bygging hússins var hafin árið 1990.
Margir hafa lagt þar hönd á plóginn og
bæði einstaklingar og félagasamtök
gefið vinnu og peninga til að sjá fé-
lagsheimilið rísa.
Tilkynnt verður við vígsluathöfnina
hvaða nafh hefur verið valið á félags-
heimilið en óskað var eftir tillögum að
nafni. í kvöld leikur harmonikkufélag-
ið Nikkólína fyrir dansi fram á rauða
nótt. -GKG.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
©
Sjúklingar sem orðið hafa fýrir umtalsveröum
útgjöldum vegna læknishjálparog lyQa
Samkvæmt nýsettum lögum (nr. 74/1993) geta sjúkra-
tryggðir með umtalsverð útgjöld vegna læknishjálpar og
lyfja átt rétt á endurgreiðslu kostnaðar aö hluta eða aö
fullu. Mikilvægt er því að sjúklingar geymi allar kvittanir
fyrir kostnaði við læknishjálp og lyf. I samræmi við reglur,
sem settar hafa verið um þessar endurgreiðslur, kemur
eingöngu til skoðunar kostnaður sjúklings hér á landi
vegna læknishjálpar og lyfja, sem Tryggingastofnun ríkis-
ins tekur almennt þátt í að greiða.
Sjúklingum, sem orðið hafa fyrir umtalsverðum útgjöldum
fyrstu sex mánuði ársins 1993, er bent á að snúa sér til
Tryggingastofnunar ríkisins eða umboða hennar eftir 1.
júlí n.k. og sækja um endurgreiðslu á þar til geröum eyðu-
blöðum. Umsókn þurfa að fylgja kvittanir vegna útgjalda
fýrir læknishjálp og lyf. Kvittanir þurfa að bera með sér
nafn útgefanda, tegund þjónustu, fjárhæð greiðslu sjúk-
lings, greiðsludag, nafn og kennitölu sjúklings. Ef til end-
urgreiðslu kemur verður endurgreitt fyrir hálft ár í hvert
sinn. Öllum umsóknum verður svarað.
Við mat á því hvort umsækjandi eigi rétt á endurgreiðslu
er tekið tillit til heildarútgjalda vegna læknishjálpar og lyfja
auk tekna hlutaðeigandi.
Nánari upplýsingar hjá Tryggingastofnun ríkisins, sími 91-
604400.
Tryggingastofnun ríkisins
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram ellefti útdráttur húsbréfa í
1. flokki 1989, áttundi útdráttur í 1. flokki
1990, sjöundi útdráttur í 2. flokki 1990 og
fimmti útdráttur í 2. flokki 1991.
Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1993.
Öll númerin verða birt í næsta
Lögbirtingablaði og í Morgunblaðinu föstud.
11. júní. Auk þess liggja upplýsingar frammi í
Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis-
skrifstofunni á Akureyri, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
113
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
í 1 . HÚSBRÉFADE.1 ID • SUÐURLANDSBRAUT 24.* 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00