Tíminn - 11.06.1993, Page 5
Föstudagur 11. júní 1993
Tfminn 5
RENNILASINN
Tvær raðir af
málmhökum, fast-
ar á tveim ræmum
af efni. Eitthvað sem
má draga upp og niður.
Algengasti hlutur í heimi
— rennilás. í ár eru 100
ár liðin síðan hann var
fundinn upp og við erum
enn jafnhissa á því
hvernig hann starfar.
Rennilásinn er kynæs-
andi. Þó ekki sé nema
hljóðið, hljóðláti smellur-
inn þegar málmur kræk-
ist í málm. Eða hraða
hvissið þegar mikið
liggur á. Rennilásinn
lokar og opnar fyrir
eitthvað. Hann gerir
aðgengilegt og
segir orðalaust:
Ég er hér inni í
efninu og það
tekur ekki lang-
an tíma að
taka umbúð-
irnar af.
Konur hafa alltaf beitt bragð-
inu. Rita Hayworth varð fræg af
þvl 1946 I myndinni Gilda þar
sem hún hvlslar að mönnunum
I kring: „Ég á svo erfitt með
rennilása. Er nokkur sem getur
hjálpað mér?" Það er alltaf ein-
hver tilbúinn.
Bestu rennilásamir eru á bak-
inu á kjólum, næstum því frá
hálsmáli og niður úr, og það er
hægt að ráöa við þá með svo-
litlum fimleikum, en það er svo
ótrúlega miklu betra að fá ein-
hvem til að hjálpa til.
Tískubransinn hefur lika alltaf
vitað um töfra rennilássins. Á
seinni árum hafa rennilásamir
alltaf orðið fleiri og fleiri, þvers
og kruss, m.a.s. aftan á sokk-
um, þröngum legghlífum, háum
hönskum. Ófeimnir krakkar af
báðum kynjum vilja þá helst á
leðri, hrátt og svart og kynæs-
andi, skrokkinn I brynju sem má
kippa af meö einu handtaki.
Þ.e.a.s. ef rennilásinn verkar.
Rennilásar ero nefnilega þeirrar
náttúru að þeir geta fariö I
sundur. Þeir eiga þaö til að
krækja sig fasta f ónefnda lík-
amsparta og þá þarf aö velja
hvort best sé að rykkja fast I og
vona þaö besta eöa lempa
hann variega niöur á við þegar
maður stendur hálfboginn i
hreinlega auðmýkjandi stell-
ingu. Það síöamefnda er ráð-
legra, þvi að rennilásar eru við-
kvæmir fyrir ofbeldi. Yfirieitt
hefria þeir sín með því að
gliöna neðan frá og upp og
þegar svo er komið er ekki
margt til hjálpar. Töframir horfn-
ir, litlu málmkrókamir geta ekki
lengur mæst og fötin, sem þeir
áttu að halda saman, eru þar
með ónothæf. Það er nefnilega
næstum þvf enginn til lengur
sem getur leyst gátuna um
hvemig eigi aö setja nýjan
rennilás f, það er kúnst sem dó
út með kúnststoppinu og sokka-
viögeröunum.
Einkaleyfið
YKK stendur á þeim flestum.
Japanskt risafirma auðvitað og
eins sjálfsagt er það að upp-
finningamaðurinn var Amerík-
ani. Hann hét Whitcomb Leon-
ard Judson og fékk árið 1893
einkaleyfi á rennilás á skó.
Á undan honum höfðu um
1000 aörír uppátækjasamir
hausar reynt fyrir sér, en annað
hvort höfðu þeir ekki ráð á að
taka einkaleyfið út eða þá að þá
vantaöi peninga til aö setja
framleiðslu í gang. Hvemig sem
þaö var I pottinn búiö, fengu
þeir aldrei heiðurinn af uppfinn-
ingunni og heiðurinn var líka
það eina sem mr. Judson fékk,
þvf að hann seldi einhverjum
Walker ofursta einkaleyfið. Of-
urstinn framleiddi rennilása ffá
1905 og seldi þá undir slagorð-
inu: „Einn dráttur og þaö er full-
komnað".
Þá kom sænskur Ameríkani til
sögunnar, Gideon Sundback
verkffæðingur, og hann varð
fyrstur til að verða margfaldur
milljónamæringur af rennilás-
um. Fyrri heimsstyrjöldin lagði
sitt lóð á vogarskálamar. (upp-
hafi fengu hermennimir bara
rennilása á vasana, en þegar
1918 var 10.000 búningum
flugmanna haldið saman með
þessum töffatækjum og 1923
kom svo fram á sjónarsviöiö
það eina rétta sölunafn, „zip-
pef, orð sem á sér nú fastan
sess I orðaforöa Amerikana og
lífsmáta þeirra. Og rennilásinn
hefur orðið rithöfundum tilefrii
umfjöllunar, sá sem alltaf stend-
ur opinn til að flýta fyrir þegar
nauösynin knýr á.
En það er bara það sem ekki
má. Rennilásinn má ekki
standa opinn. Kariar eru svo
hræddir við það ástand að nfu
af hverjum tíu lita aftur eftir þvf
til öryggis á leiðinni af salem-
inu. Opinn rennilás er vand-
ræðalegur, skrftlumar um fýrir-
brigðið eru enn vandræðalegri;
dauður fugl fellur ekki úr hreiðr-
inu er meðal þeirra vægustu.
Margar sögur af rennilásum fá
hárin til aö rísa á höfði þeirra
sem í hafa lent. Og það er
nokkum veginn vfst að renni-
lásar litilla bama neita aö hreyf-
ast þegar þau þurfa aö kasta af
sér vatni strax og tafaríaust.
Nú er reyndar f tisku að hafa
tölur á karimannabuxum. Lífs-
reyndir athugunarmenn hafa
ekki mikla trú á þvf fyrirbæri,
a.m.k. ekki til lengdarl