Tíminn - 11.06.1993, Page 7

Tíminn - 11.06.1993, Page 7
Föstudagur 11. júní 1993 Tíminn 7 Samkeppnisstofnun segir framboð hjólreiðahjálma hafa nærri því þrefaldast á tveim árum: Eiga völ á um 32 tegundum hjálma Alls 32 tegundir hjólreiðahjálma finnast á markaðnum, allar með öryggisviðurkenningu frá fram- leiðslulandl, samkvæmt verð- kðnnun sem Samkeppnisstofnun hefur nýlega gert að beiðni Um- Skólaslit Vélskóla íslands: NÝJAR TÖLVUR 34 nemendur útskrifuðust frá Vél- skóla íslands í ár. Nemendum hefúr fjölgað í skólan- um frá sfðasta skólaári og stunduðu 195 nám á haustönn og 185 á vor- önn. Ýmsar nýjungar eru fyrirhugaðar innan skólans. Má þar nefna endur- nýjun tölvubúnaðar og verið er að setja upp nýtt kælikerfi, sem nota á við kennslu í kælitækni. Á næsta vetri er í bígerð að koma á öflugu námskeiðahaldi í samvinnu við Vélstjórafélag íslands. -GKG. ferðarráðs, í sambandi við herferð fyrir aukinni hjálmanotkun. Þama er um hátt í þreföldun að ræða frá ámóta könnun tvelm ár- um áður. Þá voru 13 tegundir hjálma á markaðnum, hvar af tvær voru án öryggisviðurkenn- ingar. Samkeppnisstofnun telur það einnig koma í Ijós að aukin samkeppni skili sér í lækkuðu verði. Af þeim fimm tegundum hjálma, sem voru á markaði fyrir tveim ár- um og eru það enn, hefur verðið lækkað í þrem tilfellum og staðið í stað á hinum. Verð hjálma nú var á bilinu frá 1.590 krónum og upp í 5.420 krónur. Athygli vekur að fimm ódýrustu tegundimar eru framleiddar í Noregi og Svíþjóð. Flestir dýrustu hjálmamir koma hins vegar frá Bandaríkjunum, Austurríki og Þýskalandi. Samkeppnisstofhun tekur fram að samanburður er eingöngu gerður á verði hjálmanna, en ekki lagt mat á gæði þeirra. Verðið sé í sumum tilfellum háð stærð. Einn- ig sé misjafnt hve mikið sé lagt í útlit hjálmanna. Móttaka ferðamanna við Sögutorg í sumar: Sögufróður riddari, nikka og kraftakarl íslensk listahátíð í Bonn í Þýskalandi: Kjarval, bækur og kvikmyndir íslenskir listamenn flykkjast von bráðar til Bonn I Þýskalandi þar sem umfangsmesta listahátíð, sem Islendingar hafa staðið að þar í landi, verður hleypt af stokkunum. Lífi verður hleypt í Sögutorg í Hafnarfirði í sumar, en við það standa Byggðasafn Hafharfjarðar, Sjóminjasafn íslands, Ferðamálaráð Hafnarfjarðar og veitingahúsið A Hansen. Þessi fyrirtæki hafa sam- einast um kynningarstarf og mót- töku ferðamanna í sumar. Á sunnudögum í júní verður reynt að koma á sannri kaupstaðarferða- stemningu með tilheyrandi uppá- komum. Fólki stendur til boða að selja ýmsan varning í stóru tjaldi á torginu, Bjami nokkur riddari segir sögur, kraftakarl skorar á fólk í sjó- mann og harmonikka verður þanin. Þetta var reynt í fyrsta sinn á sjó- mannadaginn og þá var einnig opn- uð sýningin „Fiskur og fólk“ í Sjó- minjasafhinu. -GKG. Meðal þess, sem boðið verður upp á, er sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals sem Markús öm Antons- son opnar, en borgarstjóri Bonn hef- ur boðið honum í opinbera heim- sókn. Reykjavíkurborg stendur fyrir Kjarvalssýningunni sem og sýningu á verkum sex íslenskra listakvenna. Meðal þeirra em þær Rúrí, Hulda Hákon, Steinunn Þórarinsdóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir. Jafnframt stendur Reykjavíkurborg fyrir upplýsingasýningu um borgina f samvinnu við Ferðamálaráð. fslenski dansflokkurinn sýnir upp- færslu sína á Evridís eftir Nönnu 01- afsdóttur og Þorkel Sigurbjömsson og dansverk eftir William Soleau. Sveinn Einarsson stjómar leiksýn- ingunni Bandamannasögu og Dans- leikhúsið Svalan sýnir „Ertu svona kona“ eftir Auði Bjamadóttur. Rithöfundamir Steinunn Sigurðar- dóttir, Sjón og Einaramir Heimis- og Kárason kynna verk sín og kvik- myndir eftir fslenskar konur verða sýndar. Meðal þeirra tónlistarmanna, sem leika munu fyrir Þjóðverja, eru þau Bryndís Halla Gylfadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Elísabet Waage og Sigurður Bragason. Hátíðin er haldin í boði Bonnborg- ar og verður 12.-27. júní. -GKG. Hetjur hversdagslífsins vinna sín störf í kyrrþey. Vélstjórar á sjómannadegi: Sveittir, skítugir og útjaskaðir í fimm sólarhringa þrotlausri vinnu í vélarrúmi Skaftafells vann vél- stjórinn ásamt áhöfn þrotlaust í fimm sólarhringa, bundinn vift rennibekk efta aöalvél í 12 vindstig- um og veltingi við aft smíöa öxul og bjól í aftalvél skipsins, sem var afl- vana og rak fyrir veftri og vindi. Skítugir, sveittir og útjaskaðir biðu mennimir í ofvæni við verklok. Tekst það, tekst það ekki, var kannski allt puðið og svitinn til einskis? En með þrautseigjunni, tæknikunnáttu og hagleik tókst næstum hið óframkvæmanlega, miðað við aðstæður, og skipið gat haldið leiðar sinnar með dýrmætan farminn á áfangastað, eftir að hafa rekið 300 sjómílur þá fimm daga sem viðgerðin tók. Þetta dæmi um þrautseigju, kunn- áttu og leikni vélstjóra á íslenska flotanum kom m.a. fram í ræðu Helga Laxdals, formanns Vélstjóra- félags íslands, sem hann hélt á nýaf- stöðnum hátíðisdegi sjómanna, sjó- mannadeginum. í ræðu sinni sagði Helgi að hlutur vélstjóra og félaga þeirra um borð í flotanum vildi býsna oft gleymast þegar fregnir eru fluttar af vélarbil- un skipa, sem tefjast í hafi af þeim sökum. Oft á tíðum sé aðeins sagt frá því að bilun hafi átt sér stað og skipið hafi verið svo og svo lengi á reki. Síðan sé klykkt út með því að segja að tekist hafi að gera við bilun- ina og skip, áhöfn og farmur séu úr allri hættu. -grh Alexandre de Paris. Alexandre de París á leið til landsins: Greiddi Grace Kelly Franski hárgreiftslumeistarinn Alexandre de Paris, sem mótaft hefur hártískuna í heiminum í gegnum árin, kemur til landsins 17. júní nk. Hann kemur fram á Hótel Sögu og sýnir þar eina af sínum heims- frægu brúðargreiðslum. Alexandre de Paris hefur rekið hárgreiðslustofu í París í 30 ár og jafnframt unnið m.a. hjá tískuhús- um Chanel, Yves Saint Laurent og Givenchy. Þess má geta að stórstjömur á borð við Grace Kelly og Elizabeth Táylor hafa sest undir hárþurrk- una hans. -GKG. Nígeríumenn reyna að svindla á íslenskum fyrirtækjum: Alþjóðlegt vandamál í viðskiptaheiminum 28TH 1 1993- Forráöamönnum íslenskra fýrírtækja hafa boríst bréf frá nígerísk- um aðilum að undanförnu þar sem þeir eru beðnir um númerín á bankareikningum sínum og heimild til aö færa peninga í gegnum reikninginn. Tálsverðum fjárupphæðum er lof- að fyrir greiðann, en sjaldan sjást þeir peningar. Nígeríski aðilinn tæmir venjulega bankareikninginn, ef eitthvað er inni á honum. Þetta gerist af og til í Bretlandi. Herbert Guðmundsson hjá Versl- unarráði íslands segir þetta vera al- þjóðlegt vandamál: „Þetta tíðkast í mörgum löndum, en Nígería sker sig úr, enda er ástandið í viðskipta- lífinu þar mjög slæmt og menn reyna að bjarga sér með svindli og braski." Herbert segir að fyrir skömmu hafi verið sagt frá því í tímariti Alþjóð- lega verslunarráðsins að nokkur bresk fyrirtæki, sem látið höfðu glepjast af gylliboðum Nígeríu- manna, hafi gert sendimann út af örkinni til að athuga málið og stormaði hann til Lagos í Nígeríu. IIIu heilli var maðurinn drepinn á hótelinu sínu og kom þar af leiðandi aldrei til baka með neinar fréttir af nígcrískum verslunarháttum. Alþjóðlega verslunarráðið hefúr hvað eftir annað varað við umrædd- um bréfum og beðið menn um að svara þeim ekki. -GKG.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.