Tíminn - 11.06.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.06.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. júní 1993 Tíminn 9 BJörg Sigurðardóttir, ritstjóri Nýrra eftiriœtisrétta, dregur nöfn hinna heppnu fé- laga i matreiðsluklúbbi Vöku-Hdgafells. Vmningshafar í ferðagetraun Nýrra eftirlætisrétta Dregið hefur verið í ferðagetraun Nýrra eftirlætísrétta, matreiðsluklúbbs Vöku-Helga- fells. VUborg Jóhannsdðttir á Höfn f Homafirði hlaut aðalvinninginn, ferð fyrir tvo tíl Parísar á vegum Úrvals-Ctsýnar. Að auki vom dregin út nöfn tíu stofnfélaga, sem fá bók að gjöf frá Vöku-Helgafelli. Það er listaverkabók í stóm broti um líf og starf hollenska listmálarans van Gogh. Hinir heppnu vom: Anna Mikaelsdóttir, Holtagerði 8, Húsavfk; Berta Pálsdóttir, Litlagerði 2, Húsavfk; Eria Þórðardóttir, Háholtí 33, Akranesi; Guðný Hallgrímsdótt- ir, Flúðaseli 20, Reykjavfk; Helga Kriatúi Stefánsdóttir, Hafnarstrætí 77, Akureyri; Kári Valur Hjörvarsson, Kjarrmóum 3, Garðabæ; Klara Þórðardóttir, Hraðastöðum m, Mosfellsbæ; Slgrún Halldórsdóttir, Vesturströnd 15, Seitjamamesi; Svava V. Guðnadóttír, Hraunbrún 25, Hafnarfirði; og Vordís Geirsdóttír, Heiðarholti ÍA, Kefla- vík. Félag eklri borgara Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverfis- götu 105, kl. 10 á morgun. Ekið f Skíða- skálann og gengið um nágrennið, veit- ingar f skálanum að göngu lokinni. Komið verður aftur í bæinn um kl. 13. Skráning f s. 28812. Frá Hana nú f Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Félag ekfei borgara Kópavogi Félagsvist og dans að Auðbrekku 25 f kvöld, föstudag, kl. 20.30. Þ.K. TWÓ og Hjördfs leika fyrir dansi. Húsið opið öll- uml Kammertónleikar á Kirkju- bæjarklaustri í ágúst Árlegir kammertónleikar á Kirkjubæjar- klaustri verða f sumar helgina 20.-22. ágúst. Þá verða þrennir tónleikar, ftá fostudegi til sunnudags, á mismunandi tfmum. Að venju em flytjendur kunnir lista- menn, bæði innlendir og erlendir, en þeir em m.a. Auður Hafsteinsdóttír fiðluleikari, Bergþór Pálsson baritón- söngvari, Bryndfs Halla Gylfadóttír selló- leikari, Edda Erlendsdóttir píanóleikarí og Zoltan Toth sem leikur á lágftðlu. Þau munu flytja verk eftir Haydn, Hum- mel, Beethoven, Schubert, Brahms, Griejg, Duparc, Chausson, Fauré, Ravel, Pál ísólfsson, Emil Thoroddsen og fleiri. Þeim, sem hyggjast sækja þessa tón- leika, er bent á að tryggja sér gistingu tfmanlega á KirkjubæjarkJaustri, þvf reynslan hefur sýnt að þessa helgi er oft erfitt að fá hana nema með góðum fyrir- vara. Ásmundur Svemsson í Perhmni Á morgun, laugardag, kl. 14 verður opn- uð í Perlunni við öskjuhlfð sýning á 6 höggmyndum eftir Ásmund Sveinsson, en á þessu ári em 100 ár liðin frá fæð- ingu hans og er sýningin sett upp af þessu tílefni. Ásmundur Sveinsson ér einn af okkar þekktustu myndhöggvumm á þessari öld og var allan sinn feril einn fremstí myndlistarmaður þjóðarinnar. Hann faéddist að Kolsstöðum í Dalasýslu þann 20. maf 1893 og hleyptí fyrst heimdrag- anum 22 ára gamall. Hann nam tréskurð í Reykjavík hjá Ríkharði Jónssyni 1915- 1919. í Kaupmannahöfn dvaldi hann 1919-1920 og í Stokkhólmi 1920-1926 þar sem hann var nemandi hjá fremsta myndhöggvara Svía á þeim ámm, Carl Milles. Sfðar dvaldi Ásmundur nokkum tíma í París, en tíl íslands var hann al- kominn 1929 og starfaði hér á landi allt til dauðadags 1982. í Ásmundarsafni við Sigtún stendur nú yfir sýningin Jfáttúran í list Ásmundar Sveinssonar", sem opnuð var 20. maí s.l. Þar er reynt að sýna hvað náttúran var mótandi á list Ásmundar. Jafnframt sýn- ingunni hefur verið gefin út vönduð og ríkulega myndskreytt sýningarskrá, með grein um náttúruna og list Ásmundar eftir forstöðumann Listasafns Reykjavík- ur, Gunnar B. Kvaran. Sýningin í Perlunni stendur til sunnu- dagsins 29. ágúst, en Perlan er opin alla dagafrákl. 9-23.30. Nýtíndir, flörugir og spriklandi laxa- og silungsmaðkar vilja komast f kynni við hressa veiöi- menn. Verð aðeins 15 og 20 krónur stk. Uppl. í s. 672822. Einlægar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og utför mannsins mfns, föður okkar, tengdaföður og afa Daníels Friðriks Guðmundssonar fyrrverandi bónda og oddvtta Efra-Seli, Hrunamannahreppi Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki Sjúkrahúss Suöur- lands fyrir ómetanlega aðstoð og hlýju i veikindum hans. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Ásiríður Guömundsdóttir Heigi Erting Daníelsson Ásdfs DanieisdótUr Slgurjón Guóröóarson Ástríður Guöný DanfetsdótUr Halldór Elfs Guðnason Jóhanna Sigriður DanfelsdótUr og bamaböm r> Jackie og Sunnie Mann fóru I skemmtisiglingu í fyrrahaust til Spánar, Glbraltar og Portúgal. ,Ég haföi aldrei fariö I skemmtisiglingu fyrr, ’ segir Jackie. örfáum mánuöum síöar var Sunnie liöiö llk. Gömul stríðshetja og síðar gísl í Beirút: Jackie Mann býr nú einn með minn- ingunni um Sunnie Á Kýpur býr gamall, einmana maður. Sú var tíðin að hann var tíður gestur í fjölmiðlum, ekki þó í eigin persónu. Jackie Nann var haldið í gíslingu í Beirút í 865 daga og aílan þann tíma var kona hans, Sunnie, óþreytandi að gæta þess að hann gleymdist ekki umheiminum og leitaði allra ráða til að fá hann lausan. Jackie Mann — gamla stríðs- hetjan, flugmaðurinn sem var skotinn niður sex sinnum í síðari heimsstyrjöld og skað- brenndist á andliti og fótleggj- um svo að hann varð að gang- ast undir víðtækar lýtaaðgerð- ir, maðurinn sem hafði fengið berkla í eina tíð og var al- mennt ekki við sérlega góða heilsu — hafði ásamt konu sinni valið að dveljast um kyrrt í Beirút eftir að styrjald- arátök brutust þar út. Þau tóku þátt í samkvæmislífinu og voru stolt af því að vera síð- ustu bresku hjónin sem buðu átökunum þar byrginn. Þar til dag einn þegar hann átti er- indi í banka. Úr þeirri ferð kom hann ekki fyrr en 865 dögum síðar. Sunnie Mann fluttist til Kýp- ur og settist þar að í litlu húsi með fallegum garði sem henni var annt um. En hugur henn- ar var allur hjá Jackie og hún leitaði allra ráða til að fá mannræningjana til að gefa manni hennar frelsi. Barátta Svefnherbergi Sunnie er yfirleitt lokaö. Þar er allt eins og hún skildi viö þaö og gleraugun hennar meö bláu umgjöröunum, einkennismerki hennar, liggja á snyrtiboröinu viö hliöina á mynd afEugenie, dóttur hertogahjónanna af York, en vinátta myndaöist meö Sunnie og Sarah hertogaynju. Þaö er svo sem ekki mikiö viö aö vera I einsemdinni á Kýpur eftir aö Sunnie dó. Þaö var hún sem alltaf geröi llflegt I kringum sig. En Jackie getur þó dundaö viö aö snyrta rós- irnar I garöinum milli þess sem hann situr viö sjónvarpstækiö og horfir á gamlar myndir frá þvlSunnie barö- ist fyrir frelsi hans. hennar varð fræg og dáð og með tíð og tíma þekktu flestir Sunnie Mann og stóru, bláu gleraugun hennar. Hún kynnt- ist mörgu fólki á þessum tíma, m.a. Sarah hertogaynju af York, en dætur hennar köll- uðu Sunnie „ættleiddu ömmu“. Síðustu dagar Jackies í prísundinni haustið 1991 voru Sunnie erfiðir, þegar fréttir bárust sífellt um að „í dag yrði Jackie Mann gefið frelsi", en síðan kom einhver kengur í málið. Jackie komst til Sunnie sinn- ar heill á húfi, þau hjónin voru alls staðar aufúsugestir og mörgum þurfti að þakka. Sunnie var skjól og skjöldur manns síns, og þegar hann veiktist illilega haustið 1992 skipulagði hún skipsferð til Spánar, Gíbraltar og Portúgal. Enginn tók eftir að henni var sjálfri brugðið, en þegar ferð- inni var Iokið var hún lögð inn á spítala á Kýpur og þar lokaði hún augunum í hinsta sinn 30. nóv. sl. Síðan hefur Jackie helst kos- ið einveruna í húsinu á Kýpur og hugsað um garðinn sem Sunnie var svo kær. Nú hefur hann þó þekkst boð skipstjór- ans, sem þau sigldu með forð- um, um að fara í siglingu til Skandinavíu í júnímánuði, en þá á hann 79 ára afmæli og þau Sunnie hefðu haldið upp á gullbrúðkaup um svipað leyti. Það er tómlegt hjá Jackie Mann núna, en vonandi verð- ur ferðin honum upplyfting. Hann ætlar að koma við í Eng- landi og heilsa upp á gamla fé- laga. Og kannski líka Söruh hertogaynju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.