Tíminn - 29.06.1993, Side 3
Þriðjudagur 29. júní 1993
Tíminn 9
sson á laugardaginn.
Grindavík-ÍR 0-2 (1-2)
ÍR-ingar komnst upp fyrir Grindvíkinga þegar þeir
sigruðu þá á föstudagskvöldið í miklum baráttuleik.
ÍR-ingar eru nú við topp 2. deildar og haía þeir vel
mannskap og getu til að halda sér þar.
ÍR hafði undirtökin í leiknum til að byrja með og náði
liðið forystunni strax á 4. mínútunni. Bragi Bjömsson
sá þá um að koma knettinum í net Grindvíkinga. ÍR-
ingar héldu síðan áfram að sækja og bættu öðm marki
sínu við um miðbik fyrri hálfleiksins. Tómas Bjöms-
son gerði það eftir aukaspymu ÍR.
í síðari hálfleik snérist dæmið við og Grindvíkingar
sáu nú um að sækja og sóttu þeir fast. Eina mark
þeirra kom á 70. mínútu þegar Páll Bjömsson skoraði.
Grindvíkingar áttu síðan skot í markstöng ÍR-inga, en
allt kom fyrir ekki og ÍR vann því annan sigur sinn í
röð og eru vafalaust ánægðir með að hafa náð í sex stig
í síðustu leikjum sínum við KA og Grindavík. Grind-
víkingar em ekki nógu sannfærandi þessa dagana og
hafa td. tapað tveimur af fjómm heimaleikjum sínum
í sumar, en á því hefur lið ekki efni sem ætlar sér að
vera í toppbaráttu.
KA-Þróttur Nes. 2-3 (1-1)
Það er ekki hægt að segja annað en að KA-liðið, sem
féll úr fyrstu deild í fyrra, komi á óvart, því árangur
þeirra í 2. deild er vægast sagt mjög slakur. Þeir em
með ágætis mannskap, en virðast ekki ná saman. Nú
sfðast töpuðu þeir fyrir Þrótti Neskaupstað og em enn-
þi í fallsæti. Þróttarar náðu hins vegar að sýna hvað
þeir geta og unnu sinn fyrsta sigur eftir þrjá tapleiki í
röð. KA virtist ætla að taka gestina í karphúsið, því
Birgir Amarson náði forystunni fyrir Akureyringa
strax á 13. mfnútu. Þróttarar náðu þó að jafna á loka-
mfnútu fyrri hálfleiks þegar Þráinn Haraldsson skoraði
gott mark. Þráinn var aftur á ferðinni á 48. mínútu og
Kári Jónsson kom Þrótturum í 1-3 eftir 50 mínútna
leik. KA sótti stíft undir lokin, en uppskar aðeins eitt
mark sem Ormarr Örlygsson gerði. Fjórði tapleikur
KA var því orðin staðreynd.
Getraundeildin:
Forusta Akraness eykst
- eiga nú 4 stig á næsta lið
Leikur Fylkis og ÍA á rennblaut-
um Fylkisvellinum síðastliðinn
fostudag var fjömgur og
skemmtilegur aUt frá fyrstu mín-
útu.
Luka Kostic fékk fyrsta færi leiks-
ins á annarri mínútu en skalli hans
fór hátt yfir markið. Fjórum mín-
útum síðar fengu Fylkismenn
besta færi hálfleiksins er Baldur
Bjamason, besti maður liðsins, átti
fast skot í stöng. Boltinn hrökk
þaðan út til Aðalsteins Víglunds-
sonar sem skaut rétt yfir markið.
Eftir þetta reyndu bæði lið að spila
sóknarleik enda „teknískir" og létt-
leikandi menn í báðum liðum.
Skagamenn voru öllu meira með
boltann en færi Fylkismanna voru
þó engu verri.
Seinni hálfleikur fór rólegar af
stað en sá fyrri en það reyndist vera
lognið á undan storminum.
Skagamenn voru sem fyrr meira
með knöttinn og á tíundu mínútu
hálfleiksins var Alexander Högna-
son ekki langt frá því að bæta við
fimmta marki sfnu f deildinni en
Fylkismenn náðu að komast fyrir
skot hans á síðustu stundu. Fylkis-
menn áttu líka sín færi og stuttu
eftir færi Alexanders átti Finnur
Kolbeinsson þrumuskot rétt fram-
hjá marki ÍA.
Á sextugustu mínútu átti Ólafur
Þórðarson mjög gott færi er hann
komst einn inn fyrir vöm Fylkis en
Páll Guðmundsson varði glæsi-
lega.
Fyrrum Skagamaðurinn, Aðal-
steinn Víglundsson, átti skalla að
marki sinna gömlu félaga nokkr-
um mfnútum síðar en hann fór
beint á Kristján í markinu. Aðal-
steinn fékk nokkur ágætis færi í
leiknum og var óheppinn að skora
ekki.
Liðin skiptust svo á að sækja án
þess að koma tuðrunni í netið
þangað til Haraldur Ingólfsson
braut ísinn á 66. mínútu. Hann
fékk sendingu frá Þórði Guðjóns-
syni og þrumaði knettinum frá
vítateigshomi í markhomið fjær.
Stórglæsilegt mark og Páll í mark-
inu átti enga möguleika á að verja.
Þremur mínútum síðar bætti
Þórður svo við öðru marki Akur-
nesinga. Hann skaut föstu skoti
rétt fyrir utan vítateig og boltinn
skaust með jörðinni undir Pál og
hafnaði í netinu. Árbæingum hætti
að lítast á blikuna og staðráðnir f
að lenda ekki f sömu málum og
Víkingar í síðustu umferð, lögðu
þeir allt kapp á að svara fyrir sig-.
Aðeins tveimur mínútum eftir
mark Þórðar tókst þeim það. Send-
ing kom í átt að markinu og Salih
Porca lét boltann renna framhjá
sér til Aðalsteins sem sendi á Krist-
in Tómasson sem skilaði knettin-
um fallega í þaknetið.
Eftir þessar líflegu mfnútur skipt-
ust liðin á að sækja.
Fylkismenn fengu gott tækifæri
til að jafna þegar Salih Porca var
felldur á vítateigslínu en Finnur
Kolbeinsson skaut knettinum
beint í varnarvegg Skagamanna.
Rétt fyrir leikslok skoraði Mihajlo
Bibercic síðasta mark leiksins eftir
góðan undirbúning Ólafs Þórðar-
sonar.
Þrátt fyrir að sigur ÍA verði að
teljast sanngjam léku Fylkismenn
oft á tíðum mjög vel og með smá
heppni hefðu þeir getað náð í stig í
leiknum. Bestir í annars jöfnu liði
Akumesinga vom Sigursteinn
Gíslason og Sigurður Jónsson en
hjá Fylki var Baldur bestur. Greini-
legt var að Fylkismenn söknuðu
Þórhalls Dan Jóhannssonar sem
var í leikbanni.
Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leik-
inn, sem var niðurrigndum áhorf-
endum ágætis skemmtun, en eins
og áður segir var völlurinn mjög
blautur eftir gríðarlega rigningu í
höfuðborginni.
Guðjón Svansson
Polla-Shellmótið í Eyjum:
Einkunnagjöf
Tímans:
1=mjög lélegur
2=slakur
3=í meðallagi
4=góður
5=mjög góður
6=frábær
Fylkir-ÍA 1-3 (0-0)
Einkunn leiksíns: 5
Uð Fylkis: Páll Guðmundsson 4,
Helgi Bjamason 4, Baldur
Bjamason 5, Salih Porca 4, Har-
aldur Úlfarsson 2, Zoran Micovic
2 (Ólafur Stígsson lék of stutt),
Aðalsteinn Víglundsson 3, Finn-
ur Kolbeinsson 4, Gunnar Þór
Pétursson 4, Kristinn Tómasson
Llð ÍA: Kristján Finnbogason 4,
Luka Kostic 4, Sturlaugur Har-
aldsson 4, Sigurður Jónsson 5,
Óiafur Adolfsson 4, Þórður Guð-
jónsson 4, Alexander Högnason
4, Sigursteinn Gíslason 5, Mi-
hajlo Bibercic 4, Ólafur Þórðar-
son 4, Haraldur Ingólfsson 4.
Dómjufi: Ólafur Ragnarsson 5.
Gul spjöld: Bergþór Ólafsson
Fylki og Sturlaugur Haraldsson
Rúmlega 900 mörk skoruð
Tíunda Pollamótinu lauk með
pompi og pragt á sunnudaginn þeg-
ar leiknir voru úrslitaleikir utan-
húss. Innanhússmótinu lauk á
fostudag, þar sigruðu Þróttur R. og
Fylkir, en ekki var keppt innanhúss
í keppni C- liða.
Nýtt met var sett í markaskorun,
því 922 mörk voru skoruð. Hjá A-
liðum voru skoruð 352 mörk, 321
hjá B-liðum og 249 hjá C-liðum.
f keppni A-liða utanhúss sigraði
Fylkir lið Þróttara frá Reykjavík 2- 0.
Þetta var því annað árið í röð sem
Fylkir sigrar í þessum flokki. Ólafur
Ingi Skúlason og Þórir Bjöm Sig-
urðsson skoruðu sigurmörkin.
Þróttumm gekk betur í B- liða-
keppninni, en þar sigmðu þeir FH 3-
2. Sigurgestur J. Rúnarsson gerði
tvö mörk fyrir Þrótt og Þorvaldur D.
Kristjánsson eitt mark. Hilmar Þór
Guðmundsson gerði bæði mörk FH-
inga. Leiknir úr Reykjavík sigraði
Fylki í úrslitaleik C-liða 2-1. Gústaf
S. Bjömsson og Magnús M. Þor-
valdsson skomðu mörkin fyrir
Leikni, en Bogi Hauksson fýrir
Fylki.
Sætisröðun varð eftirfarandi:
A-lið B-lið C-Uð
1. Fylkir Þróttur R. Leiknir
2. Þróttur R. FH Fylkir
3. FH ÞórV. Fjölnir
4. ÍBK UMFA FH
5. Fjölnir KA KA
6. Valur Fylkir ÞórV.
7. Haukar Valur ÍBK
Knattspyrna — 1. deild kvenna:
mm ■ ■ ■■■■■■ jt
Meistaratitill i
Frostaskjólið?
Ætlar það að takast hjá KR-ingum að vinna loksins meistaratitil í knatt-
spymu í meistaraflokki eftir margra ára bið? Það lítur allt út fyrir það því
KR-stúlkumar í meistaraflokki em nú langefetar þegar langt er liðið á
mótið en aðeins verða spilaðar tólf umferðir þar sem ÍBV hefur sagt sig
úr keppni. KR hefur átta stiga forskot á næstu lið og hefur liðið ekki tap-
að stigi það sem af er sumri. Um helgina sigraði KR Stjömuna 5-3 eftir
að hafa verið undir í hálfleik, 2-3.
Leikurinn var mjög fjörugur og bauð upp á góða skemmtun fyrir áhorf-
endur. KR komst tveimur mörkum yfir í upphafi leiks með mörkum
Hrafnhildar Gunnlaugsdóttur og Guðrúnar Jónu Kristjánsdóttur.
Stjaman svaraði með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik lauk. Heiða
Sígurbergsdóttir og Elfeabet Sveinsdóttir gerðu þau. En KR- stúlkur
sýndu meistaratakta í seinni hálfleík og skomðu þá þrjú mörk í kjölfar
brottrekstrar einnar Stjömustúlkunnar. Hrafnhildur bætti við öðru
marki sínu níu mínötum fyrir leikslok og mínútu síðar kom hún KR yf-
ir og gulltryggði þrennu sína. Ásdfe Þorgilsdóttir bætti fimmta marki KR
undirblálokin.
Skagastúlkum gengur ekki sem skildi í 1. deildinni og eru þær í þriðja
neðsta sæti. Erfitt er að gera sér grein fyrir slöku gengi þeirra en á laug-
ardaginn gerðu þærjafntefli við Þrótt Nes. á heimavelli sínum þrátt fyr-
ir að eiga fjölmörg dauðafæri í sfðari hálfleik. Inga Bima Hákonardóttir
náði foryshinni fyrir gestina en Júlía Sigursteinsdóttir jafnaði fyrir ÍA.
Valsstúlkur sigruðu UBK 3-2íbaráttuleik. Krist^örg higadóttir gerði
Óttarsdóttir gerðu mörk UBK.
8.KR Fjölnir Valur
9. Þór V. Týr KR
10. UMFA Þór A. UMFG
11. KA UMFG Týr
12. Týr KR Víkingur
13. Fram Grótta ÞórA.
14. Víkingur UBK ÍR
15. Leiknir R. ÍBK Þróttur
16. Grótta Fram Fram
17. HK ÍR UMFA
18. Þór A. Haukar Haukar
19. UMFG Selfoss Selfoss
20. Stjaman ÍA Stjaman
21.UBK Leiknir R.
22. ÍA Stjaman
23. Selfoss Víkingur
24. ÍR HK
Markakóngar Pollamótsins urðu
þessin A-Iið, Ólafur Skúlason og
Viktor B. Amarson Víkingi, 12
mörk. B-lið, Haraldur I. Sóshan Tý,
17 mörk, og Davíð Örn Hlöðversson
Val 12. í C-liðum varð Þórarinn
Þrándarson Fylki efstur með 11
mörk og Eyjólfur Kári Friðjónsson
Fram 9 mörk. Besti leikmaður
mótsins var kjörinn Sigmundur
Kristjánsson úr Þrótti Reykjavík.
Besti vamarmaðurinn var ElvarÆg-
isson FH og besti markmaðurinn
Helgi Már Helgason UMFG og hlutu
þeir allir verðlaun frá sportvöm-
versluninni Spörtu. Einnig vom
kjörin prúðustu liðin og urðu Grótta
og KA fyrir valinu. Háttvísustu liðin
vom UMFG, Leiknir R. og Selfoss.
Það var ekki einungis keppt í knatt-
spymu, heldur ýmsum öðmm
óhefðbundnum keppnisgreinum og
er óhætt að segja það að þar hafi
fjörið ekki verið minna. Það var td.
keppt í kappáti, körfuhittni, húla-
hoppi, pflukasti, boðhlaupi, hvað lið
var sterkast og einnig var limbó-
keppni. í tilefni 10 ára afmælis
mótsins var boðið uppá risastóra af-
mælistertu handa öllum og þurfti
m.a. 400 egg í þessa stóm tertu! Þar
með lauk þessu móti og án efa
minnast drengimir mótsins lengi,
enda fjörið mikið.
9 Stórmót Gogga galvaska:
Urslit í liðakeppninni
- FH yfirburðasigurvegari
í síðustu viku birtum við úrslit í ein-
stökum greinum á stórmóti Gogga
galvaska í frjálsum íþróttum hjá
báðum kynjum.
Allir keppendur vom að sjálfsögðu
fulltrúar einhverra íþróttafélaga og
hér á eftir fara úrslitin f liðakeppn-
inni. Eins og sést á töflunum þá em
FH-ingar mjög sterkir í öllum flokk-
um.
Efstu fimm liðin í hverjum flokki
urðu eftirfarandi:
Heildarstigakeppni
Liðakeppni hnokka og hnáta
(lOáraogyngri)
1. FH..............138
2. UMFA............109
3. ÍR...............88
4. UMFÓ.............72
5. UMSS.............39
Uðakeppni stelpna og stráka
(11-12 ára)
1. FH..............141
2. UMFA............107
3. UBK ............103
4. UMSS.............79
5. ÍR...............56
Lið 1. FH Stig 449 (13-14 ára) l.FH 170
2. UMFA 255 2 USVH 77
3. ÍR 187 3 HSK 66
4. UMSS 184 4 UMSS 66
5. UBK 138 5. Ármann 65