Tíminn - 30.06.1993, Page 2

Tíminn - 30.06.1993, Page 2
2 Tfminn Miðvikudagur 30. júní 1993 Háskólarektor telur tíma til kominn að huga að skynsamari skipan skóla á háskólastigi: Um 80% hvers árgangs verða stúdentar og sækja í háskóla Sveinbjöm BJömsson hiskólarektor. „Margir erlendir gestir furða sig á þeim stórhug okkar að reka hér há- skóla, og er þá ekki minnst á aðra 12 skóla okkar á háskólastigi," sagði há- skólarektor, Sveinbjöm Bjömsson, við brautskráningu kandídata frá H.í. s.l. laugardag. Hann segir allt benda til að innan skamms muni 8 af hverj- um 10 í árgangi stunda nám í fram- haldsskólum til tvítugs og Ijúka stúd- entsprófi af einhverri gerð. Stór hluti þeirra muni síðan leita eftir háskóla- námi til starfsmenntunar. Þessar breytingar ættu „að verða okkur til- efni til að huga að skynsamri skipan skóla á háskólastigi, áður en bylgja INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 1.FLB. 1986 Hinn 10. júlí 1993 erfimmtándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr.15 verður frá og með 10. júlí n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,-kr. skírteini = kr. 4.812,30 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1993 til 10. júlí 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 3282 hinn 1. júlí 1993. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.15 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 12. júlí 1993. Reykjavík, 30. júní 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 1.FL.B.1985 Hinn 10. júlí 1993 er sautjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í l.fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 17 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr. 538,30 " " 10.000,-kr. " = kr. 1.076,60 " " 100.000,-kr. " = kr.10.766,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1993 til 10. júlí 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 3282 hinn 1. júlí 1993. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiöa breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.17 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 12. júlí 1993. Reykjavík, 30. júní 1993. SEÐIABANKI ÍSLANDS stúdenta brotnar á skólunum." Rektor sýnist meðmæltur því að skemmri námsbrautir og starfsmenntun sem byggi meira á verkfæmi og þjálfum en fræðilegri undirstöðu, verði látin fag- skólum eftir. Sveinbjöm sagði ágæta umræðu um mótun menntastefnu og málefni skóla hafa farið fram á þessu árí. Mest hafi þó verið rætt um gmnnskóla og fram- haldsskóla. Gn minna hafi veríð fjallað um háskólastigið og hvemig H.í. og aðrír háskólar landsins eigi að þjóna vaxandi fjölda stúdenta. Þar sem ald- ursárgangar hafi nú náð hámarki í fjölda, muni breyting á aðsókn að há- skólum landsins fara eftir því hve stór hluti hvers árgangs ljúki stúdents- prófi og leiti síðan efÚr námi á há- skólastigi. Þar sem aðrír skólar á há- skólastigi en H.í. taki aðeins við mjög takmörkuðum fjölda (nemendur nú samtals um 2.000) verði flestir (þeirra 80% hvers árgangs sem ljúka munu stúdentsprófi) að sækja til Háskóla ís- lands (þar sem nemendur em um 5.000) ætli þeir að stunda háskólanám hér á landi. ,d>ess munu engin dæmi með öðmm þjóðum að svo stór hluti árgangs stundi hefðbundið fræðilegt háskóla- nám.“ Ætti H.í. að sinna öllum þess- um fiölda, yrði hann að taka upp margvíslegar námsbrautir, sem veittu ítarlega starfsþjálfun en bæm með sér mun minni fræðilegar kröfur en þær brautir sem nú tíðkast .Æskilegra væri að slíkar starfs- menntabrautir væm starfræktar við framhaldsskóla eða fagháskóla, sem tækju við stómm hluta þeirra, sem brautskráðir em úr framhaldsskóla. Margar þjóðir hafa komið á fót slíkum fagháskólum við hlið hefðbundinna háskóla til að mæta þessum þörfum. Sumir þeir skólar sem nú starfe hér á háskólastigi geta talist vfsir að faghá- skólum, en þeir em enn of smáir og veikburða til að valda sambærílegu hlutverki og slíkir skólar gegna með öðmm þjóðum,“ sagði Sveinbjöm. Hann segir eitt fyrsta verkeftiið sem sinna þyrfti við mótun og endurskipu- lagningu háskólastigsins, að skil- greina með löggjöf þær kröfur sem gerðar em til skóla til þess að hann teldist gildur sem háskóli og greina milli tegunda háskóla eftir eðli starfs þeirra, t.d. milli almennra háskóla og fegháskóla. „Mé virðist sú stefna eiga töluvert fylgi innan Háskóla íslands, að hann ætti að leggja áherslu á 3—4 ára gmnnnám með traustum fræðilegum gmnni, en láta fegháskólunum eftir skemmrí námsbrautir og starfs- menntun," sagði rektor. Ofen á traust fræðilegt gmnnnám ætti H.í. að leggja áherslu á rannsóknartengt framhaldsnám til meistaraprófs og starfstengt sérfræðinám. í nokkrum tilvikum gæti orðið kennt til doktors- prófs. Þótt Háskólinn hafi orðið að draga vemlega úr kennslu vegna takmark- aðra fjárveitinga og þyrfti í raun að fækka verkefnum, sagði rektor ástæðu til að geta nokkurra nýmæla sem upp verða tekin eða em framarlega í for- gangsröð. Guðfræðideild muni hefja nám fyrir djákna á næsta kennsluári. Ætlunin sé að skipuleggja þetta nám að mestu leyti samkvæmt gildandi reglum um 90 eininga BA nám í guðfræði. Auk þess er gert ráð fyrir að fólk - sem lok- ið hefúr öðm háskólaprófi, Ld. hjúkr- unarfræðingum eða kennumm - geti tekið 30 einingar f guðfræði til þess að fá viðbótarréttindi sem djáknar. Rektor sagði viðræður hafe ferið fram milli Samskiptamiðstöðvar heymarlausra og heymarskertra, menntamálaráðuneytis og Háskólans um kennslu í táknmálstúlkun. Heimspekideild hafi mikinn áhuga á að koma á námi fyrir þýðendur og bjóða námskeið í erlendum tungu- málum fyrir nemendur í lögum og viðskiptagreinum. Með nánari Evr- ópusamskiptum vaxi kröfur til þekk- ingar starfsmanna. Þá sé stefnt að því innan verkfræði- og raunvísindadeild- ar að efla kennslu í framleiðslu- og matvælaiðnaði til að þróa vinnsluað- ferðir, sjálfvirkar vélar og vinnslulínur til að nota í íslenskum matvælaiðnaði og til útflutnings. Og enn nefndi rektor, að komið hafi til umræðu hvemig Háskólinn gæti stuðlað að háskólanámi í kvikmynda- fræði. - HEI Athugasemd frá borgarbókaverði: Ritsafnið aldrei komið í bókasafnið Blaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þórdísi Þorvalds- dóttur borgarbókaveröi, dagsett 25. júní, vegna fréttar í blaöinu af því aö Borgarbókasafniö hafi ekki keypt eintök af nýútkomnu rit- safni Indriöa G. Þorsteinssonar: „Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur aldrei pantað 4 eintök af ofannefndu ritsafni frá bókaforlaginu Reykholti svo sem fúllyrt er í blaðinu, þar af leiðandi hefur bókasafnið aldrei hafnað þeim. Enginn sölumaður frá þessu bókaforlagi hefur boðið bóka- safninu þessi 4 eintök og enginn sölumaður hefur þar af leiðandi ver- ið „endursendur með þau þegar hann hugðist fá ritsafnið greitt“, eins og haldið er fram í blaðinu 22. júní. Þessu umtöluðu 4 eintök af rit- safninu hafa sem sé aldrei í safnið komið. Það er því fullkomin Ijar- stæða sem blaðið slær upp í fyrir- sögn laugardaginn 19. júní að staðið hafi til „að henda Indriða G. út“. Hér er rétt að komi fram að Borg- arbókasafhið hefur keypt verk Indr- iða G. Þorsteinssonar jafnóðum og þau hafa komið út. Því eru verkin sem ritsafnið geymir - að undan- teknu myndbandi - þegar til í bóka- safninu í eintakafjölda frá 10 upp í 80 og hefur ekki orðið vart að fleiri eintaka sé þörf eins og er. Breytist það mun safnið að sjálfsögðu ráða bót á því. Borgarbókasafn Reykjavík- ur hefur ávallt kostað kapps um það að þar sé jafnan að finna ritverk ís- lenskra rithöfunda, Indriða G. Þor- steinssonar jafnt sem annarra." Athugasemd fréttastj. Ekki verður komist hjá því vegna þessara ummæla að geta þess að frá- sögn borgarbókavarðar stangast á við frásögn sölumannsins sem tók að sér að selja fyrir Reykholt og er þar orð gegn orði. Samkvæmt upp- lýsingum Tímans hefur borgarbóka- safnið keypt ritsöfn annarra ís- lenskra höfúnda óháð því hvort safnið eigi einhver eintök af bókum sama höfundar fyrir, og í frétt Tfm- ans var ekki dregið í efa að safnið ætti fyrir bækur eftir Indriða G.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.