Tíminn - 30.06.1993, Síða 4

Tíminn - 30.06.1993, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 30. júní 1993 Tíminn MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Skrtfstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Slml: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kratar formlega klofnir Sundrungin í stjórnarliðinu vex nú dag frá degi og virð- ist haldast nokkurn veginn í hendur við þörfina á sam- stöðu og eindrægni í ríkisstjórn, sem líka vex dag frá degi. Þó á ríkisstjórnin torfærustu fúafenin enn fram- undan og úr því samkomulagið á stjórnarheimilinu er ekki betra í dag en raun ber vitni, er næsta víst að hver höndin á eftir að verða uppi á móti annarri, þegar herð- ir að í fjárlagavinnunni síðar í sumar. Nýjasta uppákoman á stjórnarheimilinu snertir for- ystukreppu Alþýðuflokksins, eri stjórnarflokkarnir hafa skipst á um að bera forustuvandamál sín á torg og tor- velda samhent starf í ríkisstjórn vegna innbyrðis átaka forystumanna í stjórnarflokkunum. Sú staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra grípur til þess ráðs að segja af sér embætti varaformanns Alþýðuflokksins vegna ágreinings við for- mann flokksins er stórfengleg birtingarmynd ágrein- ings, sem er allt að því einsdæmi í íslenskri stjórnmála- sögu. Slíkur ágreiningur æðstu forystumanna stjórn- málaflokks hefur ekki fyrr orðið svo bráður að ekki hafi verið hægt að bíða eftir landsfundi, flokksþingi eða ann- arri þeirri samkomu í stofnunum flokka þar sem ætlast er til að ólíkar fylkingar takist á um forystu og móti stefnuna. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, hljóm- ar því óhjákvæmilega hjáróma og hálf-hlægilegur þegar hann reynir að sannfæra landslýð um að afsögn varafor- mannsins skipti ekki máli vegna þess að ágreiningur hans við Jóhönnu sé persónulegur. Og ekki urðu rök formanns Alþýðuflokksins merkilegri þegar hann bætti við að þetta væri nú allt í stakasta lagi, því varafor- mannsembætti í stjórnmálaflokki væri hvort sem er svo lítilfjörlegt að hann þyrfti meira að segja að hugsa sig um til að muna hverjir væru varaformenn flokkanna! Jóni Baldvin hefði sjálfsagt ekki dottið í hug að bera slíka stjórnmálafræði á borð fyrir kennara sína í Edin- borg fyrir 30 árum, þó að hann kunni að halda að hann komist upp með að bjóða íslensku þjóðinni slíkan moð- reyk í dag. Sannleikurinn er hins vegar sá að engum dylst hversu alvarleg kreppa Alþýðuflokksins er og ör- væntingin í stjórnmálafræði formannsins færir fólki að- eins heim sanninn um að hann er tilbúinn að grípa hvaða hálmstrá sem er til að halda höfði og breiða yfir vandamálið. En vitaskuld veit formaður Alþýðuflokksins fullvel hver staðan er og varaformaðurinn fyrrverandi hefur líka verið óþreytandi við að minna formanninn á það nú síðustu dagana. Hún margítrekar gagnrýni sína á verk- lag og vinnubrögð formannsins sem og þá pólitísku áherslur sem lagðar hafa verið af Alþýðuflokknum und- ir stjórn hans. Jóhanna hefur með afsögn sinni gert ágreining sinn við formanninn opinberan og í raun skorað hann á hólm. Kreppan í Alþýðuflokknum hefur lengi kraumað undir niðri, en það er þó fyrst nú að upp úr sýður. Þar með hafa báðir stjórnarflokkarnir með formlegum og yfir- lýstum hætti klofnar forystusveitir, þar sem samkomu- lags- og tjáskiptaerfiðleikar einkenna með áberandi hætti innbyrðis samstarf manna úr sama flokki jafnt sem fólks í öðrum stjórnarflokknum við fólk úr hinum. Slíkt ástand er vissulega ógæfulegt. Síðasta áratuginn hefurþess orðið várt hve heláur gæðalegir og yfírleitt friðsamir forvígismenn máttugri lýðræðisríkja heimsins eru femir að hræðast vinsældakannanir. Sjálísagt er hér auðveldara um að tala en í að komast, því engirrn dregur í efe að tii dæmis embætti Bandaríkjaforseta eða forsætisráðherra Breta sé nokk- ur byrði að bera. Flokkar þeirra heimta að þeir láti almenning elska síg, en lýðhyllin er reikult þing, svo þessi krafe er ekki endilega auöupp- Vís leið til vinsætda En þótt virða megi hinum miklu mönnum þetta til vorkunnar er hitt verra að þeir eru nú æ ofen í æ tekiv ir að grípa til sama vandræðaúrræð- isins er þeir sýnast vera að missa vin- sældir haö er að senda landgöngu- flokka eða sprengjuflugvélar út og suður að gera einhvem andsk... óskundaaf sér. Þannig hefúr breski íhaldsfiokkur- inn lifeö á því fram á þennan dag er jámfrúin lét sverfe til stáls við Falk- landseyjar og Bush mun vísast eiga ævarandi þakklæti heimsins fyrir Flóastríðið — þótt ekki entist það honum þó til endurkjörs, þvf það var ekki nógu nýtt lengur. Þótt bæði þessi stríð bæri svo að höndum að hemaðaríhiutun var heidur auðréttíætanleg, þá duldist hvorki bandarískum né breskum stjórmálamönnum að það gengi sem þeir nutu í kjölferið var ekki vegna gieði manna af að sjá réttlætið ná fram að ganga. Þeir vissu vel að ástæöan var þakklæti iaungrimms I •• ^1''' aimennings tyrir að fö tilbreytingu. Eða hvaða vanalegum breskum „Tom“ skyldi ekki hafe staðið að mestu á sama um Falklandseyjar og þá bæri nýrra við ef hinn bandaríski ,Joe" missti svefti af áhyggjum út af því hvort einhverjir arabar suður f Kuwait væru dauðir eða lifendi... Þeir höföu aftur á móti bráðgaman af byssuhvellunum eins og skrfll ailra tíma hefúr haft... Og byssu- braukernú orðið að óbrigðuiu hús- Táöi forystumanna nútíma stórvelda meðal lýðræðisríkja sem lesa um sig ' uggvænlegar töiur í skoðanakönn- unum. Illur kostur Hinn nýkjömi Bandarikjafbrseö' er nýjasta dæmið hér um. Hvorki sax- ófónieikur hans, fríðieikur né kyss- ingar sem hann hefúr iðkaðánegra- bömum fékk hjálpað upp á síminnk- andi gengi í vinsældakönnunum f Bandaríkjunum. Hann þótti orðinn litlrtil] og ekki sem skörulegastur. En eftir næturfiug nokkurTa orrustu- véla hans yfír Bagdad, sem bar þann árangur að heiminUm gafst feeri áað sjá nokkrar skælandi kerlingar stumra yfir limlestum bamslíkum, hafe vinsældir hans þeyst upp á við eins og þegar kamparínstappi flýgur úr Böskustút: Útvaipið greinir frá því í gær að 66% landa hans séu himin- lifendi. Hinn pervisni fÖTsætísráð- herra Breta lýsir einiægri velþóknun og Rússar gelta með í von um betra gengi í peningasníkjurn sínum. Hver sem kærir sig um, veit að Bandaríkin áttu tuga kosta völ til að þjarma aðkvaiara þeirra íraka, Hus- sein, aðra en þennan. Nætutheim- sóknín til þessa eins hins volaðasta lands í heimi var andstyggð og sem verst var — ferin í nafni hégóma- skaparins. GARRl Islenska leiðin Allt frá því að Hafrannsóknar- stofnun gaf út sína fyrstu svörtu skýrslu um þorskstofhinn 1877 hefur þeirri reglu verið fylgt dyggilega að veiða talsvert meira en fiskifræðingar lögðu til. Núna sætta allir sig við tiilögumar um hámarksafla vegna þess að ekki veiðist hvort sem er upp í kvótann. Minnkandi fiskgengd er mætt með stækkun flotans bæði hvað snertir fjölda skipa og þó sér í lagi með gróflegum rúmmálsstækkun- um. Þegar hann gefur sig ekki fyr- ir því er bætt við nokkrum millj- örðum í rafeindatækjum sem finna fisk og veiða. Þá er bætt við stærð veiðarfæra og þau gerð tæknilega fulikomnari til að ná því sem eftir er í sjónum. Með markvissri þróun hefur tek- ist að ná veiðanlegu þorskmagni úr háifri milljón tonna á ári niður í hundrað og fimmtíu þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, ef guð iofar. Til að það megi takast er flotinn stækkaður með skipakaupum frá útlöndum og gjaldþrota útgerðir endurreistar í gríð og erg því hvorki má skipum fækka né sú óhæfa spyrjast að þau liggji að- gerðarlaus við bryggju. Ekki dugir að stækka flotann nema smíða margar og stórar fisk- verkunarstöðvar í landi og tækni- væða þær til hins ítrasta með flæðilínum og sjálfvirkni og öðru því sem tengist töfraformúlu þróttmikils og arðgefandi athafna- lífs, GÆÐASTJÓRNUN. Þcir sem eiga Jafnframt því að stækka flotann er hátæknivædd fiskvinnsla flutt um borð í verksmiðjuskipin sem liggja við á heimamiðum og veiða og flaka og frysta og sigla svo tii útlanda með snyrt og frosin flök og þar fæst gott verð fyrir þara- þyrskiinginn. Enda veitir ekki af því, það þarf að borga skipin og vinnslu- og frystigræjumar og alla olíuna sem það kostar að halda þeim úti. Hvað það er sem skilar sér upp á landið af svona verksmiðjuútgerð, er aldrei kalkúlerað enda kemur manni það ekkert við. Þeir sem eiga kvótann eiga fiskinn í sjónum og kemur einum við hvað um hann verður. Skuldimar og fallíttinn em aftur á móti þjóðareign. Fyrirgreiðslu- pólitíkusar og sjóðastjórar taka að sér að borga skuldimar af al- mannafé og það sem ekki næst með góðu er hrifsað af almúgan- um með vaxtaokri og gengisfell- ingum þegar svo ber undir. Minni skipum fjölgar gríðarlega og tekur enda aðeins nokkrar mínútur að gerast útgerðarmaður hjá næsta Vitt og breitt kaupleigufyrirtæki. Þar fæst ein útgerð með öllu bara fyrir að skrifa nafnið sitt undir plagg. Eftirleikurinn getur aftur á móti orðið svolítið tafsamari. Kækur Þegar heidlarþorskaflinn er kom- inn niður í það magn sem var á skútuöldinni umhverfisvænu og markaðsverðið hríðfellur jafn- framt, horfa menn ábúðarfullir hver framan í annan eða út í blá- inn og komast að þeirri niður- stöðu að nú verði að fara að draga saman og spara. Samt ekki með því að fækka í flotanum eða draga úr fiskvinnslunni sem ekki hefur hráefni að vinna, heldur með því að loka spítaladeildum og draga úr íramlögum til menntamála. Það er kækur stjómvalda að felia gengið til að „bæta hag útgerðar- innar“ og er þá jafnan vísað til þess að gengið sé þegar fallið þar sem verðbólgan sé búin að éta upp síð- ustu gengisfellingu, sem gerð var til aðstoðar sjávarútvegi og fisk- vinnslu. En nú hefur engin verð- bólga verið milli gengisfellinga og er ekki nokkur leið að kenna henni um hve hræmulega krónuvesal- ingurinn okkar er leikinn. En fyrst ekki er verðbólga til að rétt- læta gengisfall þá er það fiskieysið og væri það ekki fiskleysið félli gengið af einhverri annarri orsök, kannski þeirri hve mikið forráða- menn útgerða, fiskvinnslu, sjóða og lánastofnana taka til sín í laun og fríðindi. Eins og allir vita er út- gerðin undirstöðuatvinnuvegur og byggist annað bruðl í þjóðfélag- inu á henni. Það er manni að minnsta kosti sagt. Því verður sjávarútvegurinn að vera stór og öflugur til að standa undir bákn- unum uppi á landinu þar sem at- vinnu- og verslunarhúsnæði mundi duga fimm milljón manna þjóð og fimmtíu fermetrar á mann í íbúðarhúsnæði dugir hvergi nærri og er allt kapp lagt á að hvert mannsbam fái að minnsta kosti sjötíu fermetra til umráða. Þegar svona árar er mikil blessun að eiga að forsætisráðherra sem þakkar guði fyrir að við erum ekki eins og aðrir menn og lýsir yfir á rústum efnahagslífins að hann sé ekki að fara Færeyjaleiðina. Hvenær skyldu gæjamir frétta af ítölsku leiðinni? OÓ mmmI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.