Tíminn - 09.07.1993, Side 2
2 Tíminn
Föstudagur 9. júlí 1993
Stórfellt landbrot í Vík í Mýrdal. Frá árinu 1971 hefur sjórinn fært sig
uppá skaftið sem nemur 300-400 metrum:
Sjórinn nálgast nú
kauptúnið óðfluga
Frá árinu 1971 hefur átt sér stað
stórfellt landbrot í Vík í Mýrdal. Á
þessum 22 árum nemur landbrotið
um 300-400 metrum og á síðustu
2-3 árum hefur sjórinn tekið um
100-150 metra af landi. Síðustu
mánuði virðist þó landbrotið hafa
hægt verulega á sér og hefur sjór-
inn meira að segja skilað slatta til
baka í formi mikillar sandfjöru.
„Það, sem sjórinn hefur skilað til
baka, er þó í miklu þynnra lagi en
það sem hann tók. Með sama áfram-
haldi og verið hefur síðustu ár, þá
verður ekki lengt í það að sjórinn
fari að nálgast kauptúnið. Það er til
að mynda orðið fjandi stutt í fjöruna
frá athafnasvæði Vegagerðar ríkis-
ins,“ segir Hafsteinn Jóhannesson,
sveitarstjóri f Vík.
Eins og gefur að skilja er þetta stór-
fellda landbrot af völdum sjávar
verulegt áhyggjuefni meðal heima-
manna í Vflc. En áhyggjur manna
vegna landbrots eru þó ekki stað-
bundnar við Vík, því verulegt land-
brot hefur og á sér stað um nær
gervalla suðurströndina og nægir í
því sambandi að minna á ágang sjáv-
ar við brúna við Jökullónið og á
Höfn í Homafirði.
Að mati þeirra, sem gerst þekkja,
stafar landbrotið fyrst og fremst af
langvarandi sunnan- og suðvestan-
áttum. Sem dæmi um ágang sjávar
má nefna að sandnámur við Vík,
sem voru til þess að gera langt uppá
landi, eru svo til horfnar í sjó fram.
„Við fengum um tveggja milljón
króna fjárveitingu í þetta á þessu ári.
Það er verið að gera mælingar og
rannsóknir á þessu hjá Vita- og
haíharmálastofnun. Meðal annars er
verið að athuga hvaða möguleika við
eigum og hvar eigi að draga vamar-
Iínuna og þá hvernig eigi að bregð-
ast við, ef þetta heldur áfram. Hins-
vegar virðist landbrotið hafa stöðv-
Sjávarútvegurinn hefur gjaldfrjálsan aðgang að mikil-
vægustu auðlindinni og þolir af þeirri ástæðu hærra
gengi en ella. 45. Iðnþing:
Stórfelídur
ast síðustu mánuðina og á þeim
tíma hefur bætt aftur í sandinn,"
segir Hafsteinn Jóhannesson.
-grh
Vík í Mýrdal.
Talsvert atvinnuleysi á Króknum og í Skagafirði, þótt gefið sé í skyn
að atvinnulífið sé í góðu horfi. Verkamannafélagið Fram:
Bótagreióslur nema 15,6
millj. kr. frá áramótum
Alls fengu 70 manns greiddar atvinnuleysisbætur frá fjórum verka-
lýðsfélögum vegna fyrrihluta júnímánaðar, en alls hafa verið
greiddar út 15,6 milljónir króna í atvinnuleysisbætur frá áramótum
á Sauðárkróki og í Skagafirði.
1 ályktun verkamannafélagsins
Fram á Sauðárkróki um atvinnu-
mál kemur m.a. fram að þrátt fyrir
að í opinberri umræðu sé gefið í
skyn að atvinnulíf og atvinnu-
ástand sé í góðu horfi á Króknum
og í Skagafirði, þá sé það staðreynd
að atvinnuleysi er og hefur verið
talsvert. Hinsvegar sé því ekki að
leyna að vöxtur hefur verið í ein-
stökum atvinnugreinum og þá
einkum þeim sem tengdar eru
sjávarútvegi. Aftur á móti sé það
umhugsunarefni hvaða áhrif afla-
samdrátturinn muni hafa á atvinn-
ustigið og fækkun starfa.
Stéttarfélagið lýsir yfir áhyggjum
sínum vegna stöðu skinnaiðnaðar
hér á landi og þá sérstaklega eftir
gjaldþrot íslensks skinnaiðnaðar á
Akureyri. Að mati félagsins er mik-
il hætta á að fyrirtækið Loðskinn
verði einnig gjaldþrota, sem yrði
verulegt áfall fyrir atvinnustigið.
Stjórn verkamannafélagsins
Fram skorar því á alla hlutaðeig-
andi aðila að gera allt, sem í þeirra
valdi stendur, til að tryggja áfram-
haldandi starfsemi fyrirtækisins
og minnir á að eitt starf í grunn-
framleiðslu leiðir a.m.k. til tveggja
starfa í þjónustu. -grh
innflutningur
á atvinnuleysi
„Með innflutningi iðnaðarvöru fyrir u.þ.b. 20 milljarða króna, sem
væri hægt aö framleiða innanlands, er í raun verið að flytja inn at-
vinnuleysi á þúsundum atvinnutækifæra. Hér verður þróun að taka
við af öfugþróun," segir í ályktun 45. Iðnþings íslendinga, sem
haldiö var ekki alls fyrir löngu.
í ályktun þingsins kemur m.a.
fram sú skoðun að aldrei fyrr í 49
ára sögu lýðveldisins hafi verið
þrengt eins mikið að íslenskum
vinnumarkaði og almennri af-
komu og þvf aldrei fyrr verið jafn
augljós nauðsyn þess að byggja
upp sterkan iðnað.
Iðnþingið hvetur stjómvöld og
alla landsmenn til að snúa bökum
saman og standa einhuga að upp-
byggingu atvinnulífs 21. aldarinn-
ar. Þá þurfi að skapa iðnaðinum
skilyrði til að taka við drjúgum
hluta þeirra 20 þúsund nýrra at-
vinnutækifæra, sem talið er að
þurfi að skapa á næstu sjö árum.
Jafnframt er lögð áhersla á að ís-
land sé og verði samfélag smáfyrir-
tækja og nauðsynlegt að stjórn-
málamenn og aðrir viðurkenni þá
staðreynd.
45. Iðnþing íslendinga leggur
þunga áherslu á jafnrétti atvinnu-
veganna og telur það löngu tíma-
bært að látið verði af þeirri áráttu
að „mismuna atvinnugreinum eft-
ir ímynduðu mikilvægi".
Þingið telur einnig æskilegt að
festa sé í gengismálunum, en jafn-
framt sé löngu tímabært að viður-
kenna að sjávarútvegurinn þolir
hærra gengi en ella, sökum þess að
hann hefúr gjaldfrjálsan aðgang að
mikilvægustu auðlind þjóðarinn-
ar.
í ályktun þingsins er lögð þung
áhersla á að efla þurfi iðnmennt-
unina og auka almennan skilning
á iðnnámi. Sömuleiðis þurfi að efla
rannsóknir og nýsköpun f iðnaði
og viðurkenna f verki að iðn-
menntun sé lykill að aukinni hag-
sæld, eins og í öðrum tæknisamfé-
lögum.
-grf»
Stofnfundur samtaka sjúklinga með myasthenia gravis:
Stofnað MG-félag á íslandi
Þann 29. maí síðastliðinn var hald-
inn stofnfundur MG félags íslands,
en það eru samtök sjúklinga sem
þjást af myasthenia gravis (vöðva-
slensfár), aðstandenda þeirra og vel-
unnara. Fundurinn var haldinn í
húsnæði Öryrkjabandalags íslands
og var nokkuð vel sóttur, en stofnfé-
lagar voru 38 talsins. Á fundinum
flutti dr. Sigurður Thorlacius fyrir-
lestur um sjúkdóminn, sem er
dæmigerður sjálfsofnæmissjúkdóm-
ur.
Ólöf Eysteinsdóttir var kjörin for-
maður félagsins og önnur í stjóm
voru kjörin þau Guðrún Þorgeirs-
dóttir gjaldkeri og séra Hjalti Guð-
mundsson ritari, auk Steinunnar
Guðmundsdóttur sem er varamaður.
Stjóm MG félags fslands. Frá vlnstri: Séra Hjaltl Guðmundsson, Ólöf
Eystelnsdóttlr formaður og Guðrún Þorgeirsdóttir. Á myndina vantar
Steinunni Guðmundsdóttur, sem er varamaður í stjóm.
Mörk gaf
plöntur
að Bjark-
arási
Gróðrarstöðin Mörk færði Styrktar-
félagi vangefinna plöntur að gjöf í
tilefni af 25 ára afmæli Markar.
Plöntunum var valinn staður við
hæfingarstöðina Bjarkarás í
Stjörnugróf og gjöfin formlega af-
hent um miðjan júní, sama dag og
gróðurhús við Bjarkarás var tekið í
notkun.
Gréta Bachmann, forstööukona
Bjarkaráss, og Pétur N. Ólason frá
Gróörarstöðinni Mörk.