Tíminn - 09.07.1993, Page 6
6 Tíminn
Föstudagur 9. júlí 1993
rm.:. : , ■■■■.....................\
... Lalknir frá Reykjavfk, sem
spilar (4. deildarkeppninni (
knattspyrnu, hefur ekki yfir miklu
æfingaplássi að ráða, vegna
mikilla framkvæmda sem standa
nú yfir á Leiknisvellinum. Á völl-
inn á að koma gervigras. Meist-
araflokkur félagsins hefur leyst
þetta vandamál með þv( að æfa
á grasbalanum fyrir framan
blokkirnar (Vesturberginu (
Breiðholti. Án efa hafa aldrei eins
margir áhorfendur verið á æfing-
um félagsins, þv( Ibúar blokk-
anna fylgjast spenntir meö og
jafnvel horfa fleiri á æfingarnar
heldur en á leiki félagsins!
... DrengJalandsllAIA (knatt-
spyrnu hefur lokið keppni á
Olympluleikum æskunnar og
lenti (5. sæti eftir stórsigur á Ge-
orgíu 8-3. Mörk Islands skoruðu
Þorbjörn Sveinsson 3, Arngrlmur
Arnarson 2, Lárus Long 2 og
Rúnar Ágústsson 1.1 riðlakeppn-
inni sigruðu (slendingar Lúxem-
borgara 6-0, en töpuðu fyrir Hol-
lendingum 0-2 og Úkralnu 1-2.
... LandsliA Kamerún, sem
þekkt er fyrir að standa sig vel á
HM (knattspyrnu, gæti lent (erf-
iðleikum mað aö komast til
Bandaríkjanna á HM næsta ár.
Kamerún, sem sigraöi Argentínu
(fyrsta leik HM 1990 1-0, er nú (
ööru sæti (slnum riðli (Afrlku-
keppninni, stigi á eftir Gabon
þegar tveir leikir eru eftir. Það eru
tólf riölar (Afrlkukeppninni og
efsta liöið úr hverjum riðli kemst
áfram I úrslitakeppnina. Kamerún
hefur tvisvar unnið Afríkutitilinn.
._ Benflca frá Portúgal, sem oft
hefur verið Ifkt við stórlið eins og
AC Milan, Real Madrid, Barcel-
ona og Manchester United, er nú
(miklum fjárhagskröggum og lík-
legt er að liöiö þurfi að selja alla
s(na bestu menn til aö komast
hjá gjaldþroti. Benfica hefur varla
getað borgaö leikmönnum laun
og t.d. hefur Paulo Futre verið
seldur frá félaginu eftir aðeins
sex mánaða veru hjá fólaginu, en
hann kom frá Atletico Madrid.
... Hökkvi Mir Jónsson,
körfuknattleiksmaðurinn snjalli,
hefur skrifað undir samning við
UMFG, en eins og við greindum
frá á þriðjudaginn, þá voru miklar
Kkur á þvl að svo myndi fara. Ivar
Ásgrlmsson og Einar Einarsson
hafa skrifað undir samninga við
nýliða Akraness 1 körfunni, eins
og kom einnig fram (blaðinu á
þriðjudag. Það má segja að and-
stæöingar lA verði teknir á sál-
fræðinni, þv( Ivar er langt kominn
meö nám (sálarfræði I Háskólan-
um!
... Vésteinn Hafsteinsson
náði s(num besta árangri (
kringlukasti (ár, þegar hann
kastaði 63.52 metra. Mótið fór
fram I Helsingborg, en lágmarkið
fyrir HM I Stuttgart er 63 metrar.
Frjálsar íþróttir:
Lið íslands í
fjölþraut valið
Lið íslands, sem tekur þátt í
Evrópubikarkeppni í Qölþraut
10. og 11. júlí í Belgíu, hefur
verið valið. Karlarnir taka þátt í
tugþraut og þeir sem keppa
eru: Ólafur Guðmurtdsson Sel-
fossi, Auðunn Guðjónsson
HSK og Friðgeir Halldórsson
USAH. Konumar, sem keppa í
sjöþraut, eru Þuríður Ingvars-
dóttir Selfossi, Sunna Gests-
dóttir USAH og Ingibjörg ívars-
dóttir HSK.
Karlalíðið mætir liðum Búlg-
aríu, írlands, Portúgals og Sló-
veníu. Kvennaliðið mætir lið-
um frá Belgíu, írlandi og SI6-
veníu. Hvert lið er skipað
þremur einstaklingum og gild-
ir samanlögð stigatala þeirra
sem lokaútkoma iiðsins. Þjálf-
ari liðsins í ferðinni verður
Gfsli Sigurðsson.
Mjólkurbikarkeppnin 16-liða úrslit:
Valsmenn í kröppum dansi
— mörðu sigur á UBK, 1-0 í framlengingu
Valur-UBK 1-0 (0-0)
Eftir jafnan leik náðu Valsarar að
tryggja sigur sinn í framlengingunni
þrátt fyrir að þeir léku einum færri í
síðari hluta framlengingarinnar.
Bikarmeistarar Vals voru meira með
boltann í upphafi leiksins en samt
fengu Blikar fýrsta færi leiksins þegar
Willum Þór Þórsson skallaði rétt
framhjá eftir homspymu Kristófers
Sigurgeirssonar. Willum Þór Þórsson
var aftur á ferðinni um miðbik hálf-
leiksins þegar hann átti ágætis skot að
marki Vals en Bjami Sigurðsson
markvörður varði vel. Stuttu síðar
varði Cardaklija vel fyrir UBK eftir
skot Kristins Lárussonar. Amljótur
Davíðsson átti hættulegasta færi Vals-
manna í fyrri hálfleik þegar hann
skallaði boltann í þverslá Blikanna eft-
ir að Steinar Adolfsson hafði skallað
inn í teiginn.
Agúst Gylfason átti fyrsta verulega
tækifæri seinni hálfleiks fyrir Val en
skot hans úr miðjum vítateignum fór
yfir. Sigurjón fékk hættulegasta færi
UBK undir lok venjulegs tíma en
Bjami Sigurðsson henti sér eins og
köttur út í homið og varði glæsilega
og var þetta síðasta færi leiksins. Leik-
urinn fór því í framlengingu.
Steinar Adolfsson skoraði þá eina
mark leiksins með skalla og þá má
segja að bikarheppnin hafi fleytt Vals-
mönnum í 8-liða úrslit. Valsarinn
Gunnar Gunnarsson fékk að Ifta rauða
spjaldið í leiknum.
Blikar voru ekki langt frá því að kom-
ast áfram og frammistaða þeirra var
mjög góð miðað við að Amar Grétars-
son lék ekki með og Valur Valsson fór
út af í fyrri hálfleik.
ÍBK-Þór 1-0 (0-0)
Fyrri hálfleikur ÍBK og Þórs var ekki
vel leikinn. Liðin voru meira í því að
sparka knettinum sín á milli heldur
en á milli samherja og því urðu gæði
spilamennskunnar lítil. Leikmenn
tóku sig saman í andlitinu í seinni
hálfleik og Páll Gíslason fékk fyrsta
færið fyrir Þór á 52. mínútu þegar Ól-
afur Gíslason hafði farið of langt út úr
markinu en skot Páls fór framhjá. En
það voru heimamenn úr Keflavík sem
náðu forystunni á 63. mínútu. Gunnar
Oddsson var þá staddur upp við víta-
teig Þórs og lék þar á einn Þórsara og
sendi boltann á Óla Þór Magnússon
sem renndi boltanum undir Lárus
Sigurðsson markvörð sem kom hlaup-
andi út úr markinu. Þórsarar voru
næstum búnir að gera sjálfsmark
stuttu síðar en náðu að bjarga á línu
og í hom. Þórsarar komu meira inn í
leikinn eftir þetta og fengu tvö tæki-
færi til að gera mark en Ólafur Péturs-
son markvörður varði í bæði skiptin.
Á 71. mínútu vildu Þórsarar fá víti
þegar þeir héldu að einn vamarmaður
Keflvíkinga hefði varið boltann á línu
en Gylfi Orrason dæmdi ekki neitt.
Hinum megin fékk Kjartan Einarsson
dauðfæri á 80. mínútu eftir hræðileg
vamarmistök vamarmanna Þórs en
skot hans fór framhjá.
Gunnar Oddsson var langbestur í liði
ÍBK. Hann átti upphafið að flestum
Valsmenn náAu að merja sigurá UBK f gærkvöldi. Ágúst Gylfason sem sést
á myndinni átti ágætan leik fyrir Valsmenn. Timamynd Pjetur
Háttvísiverðlaun KSÍ og VISA:
IA og Valur prúðustu liðin
— Kostic og Ragnheiður prúðustu leikmennirnir
Knattspymusamband íslands hefur
ákveðið, í samráði við VISA ísland,
að veita þeim liðum og þeim leik-
mönnum viðurkenningu, sem sýnt
hafa framúrskarandi prúðan og
drengilegan leik í fyrsta hluta ís-
landsmótsins 1993 í Getraunadeild-
inni og í 1. deild kvenna. Verðlaunin
verða einnig veitt eftir miðbik móts-
ins og svo eftir lokaumferðina.
Að þessu sinni hlutu íslandsmeist-
arar Skagamanna viðurkenningu
fyrir prúðastan leik í liðakeppni
karla, en Valsstúlkur í kvennaflokki.
Luka Kostic ÍA og Ragnheiður Vík-
ingsdóttir urðu fyrir valinu sem
prúðustu leikmennimir. Ekki er nóg
að vera prúður inni á vellinum til að
hljóta einstaklingsverðlaunin, held-
ur skiptir framkoma utan vallar líka
miklu máli.
Þessi mynd var tekin þegar verðlaunin voru afhent í gær. Frá vinstrí eru Þórður Jónsson frá VISA,
Guörún Sæmundsdóttir Val, Luka Kostic ÍA, Ragnheiður Sæmundsdóttir Val, Guðjón Þórðarson ÍAog
Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Tímamynd Ámi Bjama
sóknarlotum ÍBK en aðrir leikmenn
voru ekki áberandi. Sveinbjöm Há-
konarson var stórhættulegur í Þórs-
liðinu og sá eini sem eitthvað gat í að-
komuliðinu.
Margrét Sanders
ÍBV-KA 4-0 (1-0)
Strekkingsvindur og rauð spjöld ein-
kenndu þennan leik. Tveir leikmenn
KA fengu að líta rauða spjaldið í síðari
hálfleik og Vestmannaeyingar tryggðu
öruggan sigur í kjölfarið. KA-liðið fær
því varla háttvísiverðlaun næst þegar
þau verða afhent.
Vestmannaeyingar léku undan sterk-
um vindi í fyrri hálfleik og réðu þá að
mestu ferðinni en náðu ekki að gera
mark fyrr en á iokamínútum fyrri
hálfleiks þegar Steingrímur Jóhann-
esson skoraði eina mark hálfleiksins
eftir góðan undirbúning Inga Sigurðs-
sonar og var það vel eftir gangi leiks-
ins þar sem ÍBV hafði verið ágengt upp
við mark KA í töluverðan tíma þar á
undan.
Bjami Sveinbjömsson átti síðasta
skot fyrri hálfleiksins en Haukur
Bragason kom í veg fyrir að ÍBV bætti
marki við fyrir leikhlé með góðri
markvörslu.
Það bar helst til tíðinda í upphafi
seinni hálfleiks að Jóni H. Einarssyni
var vikið af leikvelli eftir brot á Bjama
Sveinbjömssyni sem var kominn einn
í gegn. Fljótlega eftir þetta áttu KA-
menn þrumuskot sem fór rétt yfir
Eyjamarkið og hefði boltinn ekki þurft
að vera mikið neðar til að hafna í net-
inu. Ingi Sigurðsson bætti öðru marki
ÍBV við á 76. mínútu eftir að hafa
fengið stungusendingu. Ormarr Ör-
lygsson hjá KA fékk síðan rauða
spjaldið og þar með voru úrslitin end-
anlega ráðin. Vestmannaeyingar voru
þó ekki hættir og Steingrímur Jó-
hannesson skoraði þriðja mark Eyja-
manna og annað mark sitt í leiknum
og Bjami Sveinbjömsson skoraði það
fjórða og tryggði stórsigur ÍBV.
ÍÞRÓTTIR
UMSJÓN: KRISTJÁN GRÍMSSON
Bikarkeppni kvenna:
Stjarnan
fékk Dalvík
Það má segja að kvennalið
Stjömunnar úr Garðabæ hafi
dottið í lukkupottinn, þegar
dregið var í undanúrslit í bikar-
keppni kvenna. Stjarnan dróst
á móti Dalvík, sem leikur f 2.
deild, og Stjaman ætti að vera
örugg í úrslitaleikinn, en leik-
urinn fer fram á Dalvík. Hinn
undanúrslitaieikurinn er viður-
eign stórliðanna UBK og ÍA,
sem fer fram f Kópavogi. Leik-
irnir eru áætlaðir þann 28. júlí.
í kvöld Knattspyma 2. deild karla ÍR-BÍ k!.20
2. deild kvenna
Reynir S.-BÍ kl. 20
3. deild karla
Selfoss-Völsungur kl. 20
Haukar-Skallagrímur kl. 20
Dalvík-Reynir S. kl. 20
4. deild karla
Ægir-Hafnir kl. 20
Njarðvík-Leiknir R. kl. 20
Þrymur-KS kl. 20