Tíminn - 09.07.1993, Page 12

Tíminn - 09.07.1993, Page 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELU 13-SlMI 73655 abriel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GJvarahlutir Hamarshöfða 1 Mikil eftirspum eftir húsnæði í Kópavogi: Land í Kópavogi bráðum uppurið Sala íbúða í Smárahvammslandi í Kópavogi gengur mjög vel og eru fáar lóðir eftir. Birgir Sigurðsson, skipulagsstjórí hjá Kópa- vogsbæ, segir að úthlutað hafi veríð jafnmiklu jarðnæði í landi Kópavogsbæjar og allra hinna sveitarfélaganna á Stór-Reykjavík- ursvæðinu til samans. í Smárahvammslandi eru tvö hverfi, annað í Kópavogsdal en hitt á Nónhæð. Engar lóðir eru á lausu í Kópavogsdalnum en á Nónhæð eru innan við 10 lóðir enn eftir. Nokkur fyrirtæki keyptu land í Kópavogi á sínum tíma: Hagkaup, Ikea og Byko keyptu eitt landsvæði, Frjálst framtak keypti annað og Toy- ota það þriðja. Hagkaup, Ikea og Byko hafa frestað framkvæmdum á lóð sinni sem er 10 hektarar en eins og kunnugt er var ákveðið að Ikea skyldi flutt í hús- næðið þar sem Miklagarður var áð- ur. „Þetta kemur sér illa fyrir alla en svona er bara þjóðfélagið í dag. Það eru viðræður í gangi við þessa aðila um hvemig þeir ætli að haga fram- kvæmdum og það er til samningur milli bæjarins og þessara aðila um að framkvæmdum skuli lokið árið 1995,“ segir Birgir. Hann hyggst halda fund með eig- endum fyrirtækjanna þriggja um framkvæmdir á landinu um miðjan þennan mánuð. Vegna þess hve sala jarða hefur gengið vel hjá Kópavogsbæ er þegar hafin skipulagning svæðis austan Reykjanesbrautar við hesthúsin. „Þar sjáum við fyrir okkur 3500 manna byggð. Hönnun gatna hefst líklega í haust og ekki er útilokað að úthlutun fari fram öðru hvoru meg- in við áramót. Kópavogsbær er satt að segja að verða lóðalaus sem er náttúrulega slæmt," segir Birgir. Að undanförnu hefur Frjálst framtak auglýst til sölu skrifstofuhúsnæði í tveimur húsum í Miðjunni sem fyr- irtækið hefur byggt í samstarfi við Faghús hf. „Það hefur komið okkur skemmti- lega á óvart hvað það er mikill áhugi á þessu húsnæði miðað við það kreppuástand sem ríkir. Þegar hafa borist nokkur tilboð og einn eða tveir samningar frágengnir," segir Magnús Hreggviðsson hjá Frjálsu framtaki. Húsin eru tvö og er annað þeirra þegar tilbúið en hitt er ennþá í smíðum. -GKG. FOSSINN EIÐROFI er allsérstæður foss. Hann gín yfir Djúpuvík á Ströndum sem eltt sinn var mikið sfldarpláss og athafnastaöur en lagðist í dvala þegar síldin hvarf. Nú er hins vegar farið að lifna yfir Djúpuvfk þvf hún er undir það sföasta farin að seiða til sín feröamenn. Agætt hótel er nú rekiö f „Kvennabraggan- um“ sem eitt sinn hýsti sfldarstúlkur. Timamynd GKG Síldarverksmiðjur ríkisins orðnar að hlutafélagi. Ríkið á allt hlutaféð: SR verður SR-mjöl Stofnað hefur verið nýtt hlutafélag á Siglufirði um rekstur Síldar- verksmiöja ríkisins og heítir það SR-mjöl hf. Félagið tekur viö rekstrí verksmiöjanna 1. ágúst nk. Allt hlutafé SR-mjöls, 650 millj- ónir króna, verður í eigu ríkisins og sjávarútvegsráðherra fer meö eignarhlut þess í félaginu. SR-mjöl yfirtekur rekstur Síldar- verksmiðja ríkisins sem er á fimm stöðum á landinu; Skagaströnd, Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði auk vélaverkstæðis á Siglufirði. Heimili og vamarþing nýja félagsins verður á Siglufirði. Hlutafélagið er stofnað í sam- ræmi við Iög sem samþykkt vom á Alþingi sl. vor. Fastráðnir starfs- menn SR hafa samkvæmt lögun- um rétt til starfa hjá SR-mjöli og skal bjóða þeim sambærileg störf sem þeir áður gegndu. Á stofnfundi SR-mjöls vom kosin í stjórn þau Amdís Steinþórsdóttir Reykjavík, Arnar Sigurmundsson Vestmannaeyjum, Hermann Sveinbjörnsson Reykjavík, Pétur Bjarnason Akureyri og Þórhallur Arason Reykjavík. Á fyrsta stjóm- arfundinum var Arndís Steinþórs- dóttir kosin formaður stjórnar. —sá IfTTi Vinn ngstölur , — miövikudaqinn: 7. júlí 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING El 63,6 2 / á (slandi 0 25.154.000.- BV 5 af 6 LÍB+bónus 0 1.126.080.- 3 5af6 3 99.611.- H 4af6 293 1.622,- n 3 af 6 fj+bónus 953 213.- Aðaltölur: Heildarupphæð þessa viku: 27.257.148.- áísi : 2.103.148.- UPPLVSINGAR, SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 -TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR .ERLENDAR FRETTIR... DENNI DÆMAL AUSI TÓKÝÓ 3 milljarðar dollara til Rússa Auöugar iðnaöarþjóöir hafa sett á fót 3 milljarða dollara sjóð til aö létta und- ir meö einkavæöingu stórra rlkisfyrir- tækja I Rússlandi og hraöa umbreyt- ingu efnahagslifsins frá kommúnisma til kapitalisma, aö sögn háttsettra bandarlskra embættismanna I gær. TÓKÝÓ —Bóris Jeltsin forseti kom til Tókýó til aö taka viö boöum um lán frá leiötogum heimsins, en sagði aö Rússland myndi sjálft vinna til stööu sem „stórrlki" I heimsmálum. TÓKÝÓ — Franski utanrlkisráöherr- ann Alain Juppe sló á sæluvlmu við- skiptafélaga sinna meö þvl aö itreka aövörun um aö ný lota GATT-viö- ræöna I Genf þýöi að brjóta veröi upp viöskiptasamning Bandarikjanna og Evrópubandalagsins um landbúnaö- arvörur. BELGRAD Tíminn að renna út Tlminn fyrir málamiölunarsamninga um borgarastrföiö I Bosnlu er aö renna út og takist ekki aö ná samn- ingum gætu bardagamir oröiö grimmi- legri, sagöi Thorvald Stoltenberg, al- þjóölegur friðarsáttasemjari, I gær. TÓKYÓ — Leiötogar helstu iönrlkj- anna sjö (G7) hótuöu ótilgreindum strangari aögeröum gegn Serbum og Króötum ef þeir búta niöur Bosnlu án samþykkis múslima. GENF — Heilbrígöisstofnun Samein- uöu þjóöanna (WHO) sagöi aö sjúkra- húsþjónusta I Sarajevo væri I þann veginn aö hrynja saman og varaöi viö þvi aö hörmuleg ógæfa blasti viö borginni I þeim mæli sem ekki heföi sést I Evrópu „siöan á dimmum dög- um sföari heimsstyrjaldar'. SARAJEVO — Sarajevo er I þann veginn að veröa hörmungum aö bráö og ekkert annaö getur komiö til bjarg- ar en skjótar aögeröir S.þ. til að koma aftur á orkuflutningi til höfuöborgarinn- ar, aö sögn fimm alþjóölegra hjálpar- stofnana. KAlRÓ Sjö herskáir múslimar hengdir Sjö herskáir múslimar, sem herdóm- stóll I Egyptalandi sakfelldi fyrir árásir á erienda feröamenn og samsæri um að steypa rikisstjóminni, vom hengdir I gær I fangelsi I Kalró. Þetta er stærsti hópur fólks sem tekinn er af llfi fyrir stjómmálaglæpi I landinu nú á tlmum. TBLISI Þyrla með flóttamönnum skotin niður Frá ráöamönnum I Georgfu bámst þær fréttir I gær að 20 farþegar og þriggja manna áhöfn heföu látiö lífiö þegar uppreisnarmenn Abkhaza skutu niöur þyriu sem flutti flóttamenn I aðskilnaöarhéraöinu við Svartahaf. KATLEHONG, Suöur-Afriku Inkatha og ANC reyna að stöðva blóðbað Hatrömmu andstæöingamir Inkatha frelsisflokkurinn og Afríska þjóóarráö- ið tóku I gær höndum saman og reyndu aö stööva ofbeldi vegna stjómmála I bæjum blakkra I grennd viö Jóhannesarborg, þar sem 95 manns hafa veriö drepnir á viku. LAGOS Lífið gengur aftur sinn vanagang í Lagos Llfiö gekk aftur sinn vanagang I Lag- os I gær eftir aö stjómmálamenn komu sér saman um bráöabirgöarlkis- stjóm til aö binda enda á óeiröir sem lömuöu stærstu borg Nígeríu I þrjá daga. Óháö dagblöö hermdu aö 75 manns heföu látiö llfiö og miklu fleiri hlotið meiösl I berserksganginum. BAGDAD írakar hafa lokið förgun efnavopnaútbúnaðar Irösk yfirvöld hafa loks hlýtt kröfum Sameinuðu þjóöanna og lokiö við aö eyöileggja útbúnaö til aö búa til efna- vopn aö sögn háttsetts vopnaeftiriits- manns S.þ. I gær. Jkf hverju eru allir lögregluþjónar I eins fötum?“ „Það er til þess að þeir handtaki ekki hver annan þegar þeir brjóta lögin.u

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.