Tíminn - 13.07.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.07.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 13. júlí 1993 Umsækjandi óhæfur til að kjósa í úthlutunarnefnd „Stjómarmaður Kvikmyndasjóðs, sem ákveðið hefur að sækja um fé úr sjóðnum, er ekki hæfur til þess að taka þátt í kosningu manna í út- hlutunamefnd Kvikmyndasjóðs." Þetta er ein af niðurstöðum í álits- gerð varðandi starfsreglur um út- hlutanir úr Kvikmyndasjóði ís- lands, sem samin var á vegum Lög- fræðistofnunar H.í. að ósk fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs. Lagastofnun fól þeim Birni Þ. Guð- mundssyni prófessor og Páli Hreinssyni, aðstoðarmanni um- boðsmanns Alþingis, að semja álit- ið. í niðurstöðum eru raktar ástæð- ur sem koma í veg fyrir að Iq'ósa megi menn í úthlutunamefndina og sömuleiðis ástæður sem geta gert nefndarmann vanhæfan til veitingar fjár úr sjóðnum. Ríkis- endurskoðun vitnar til álitsgerðar- innar í skýrslu sinni um Hrafn Gunnlaugsson. Álitsbeiðnin varðar nefnd þá sem úthlutar fjármunum Kvikmyndasjóðs, sem fjallað er um í 6. gr. laga frá 1984 um kvik- myndamál. Lagagreinin er svo- hljóðandi: „Úthlutun úr Kvikmyndasjóði ann- ast þriggja manna nefnd, kosin af stjóm sjóðsins, og mega nefndar- menn ekki eiga hagsmuna að gæta við úthlutunina. Nefndarmenn skulu kosnir árlega og nánari reglur settar um kosningu þeirra og starfs- svið í reglugerð." Þetta er eina lagaákvæðið um út- hlutunamefndina. Og nánari reglur vantar ennþá því reglugerðina sam- kvæmt iagaákvæðinu hefur ráð- herra aidrei sett. Um atriði sem álitsgjafar segja að komi í veg fyrir kjörgengi í úthlut- unamefndina segir svo: Ekki má kjósa í úthlutunamefndina menn sem: a) vitað er að muni sækja um fé úr sjóðnum. b) sem em skyldir eða tengdir þeim sem vitað er að muni sækja um fé úr sjóðnum. c) að öðm leyti hafi einstaklegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af úthlutun úr sjóðnum. Óvináttan skal sann- anleg............... Um ástæður vanhæfis segir svo: Nefndarmaður er vanhæfur til með- ferðar máls og ákvörðunar um veit- ingu fjár úr sjóðnum, ef hann: a) er skyldur eða mægður umsækjanda svo náið sem systk- inabam eða nánar. b) er fyrirsvarsmaður umsækjanda. c) er óvinur umsækjanda. d) hefúr einstaklegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af fjárveitingu úr sjóðnum. Hvað óvináttu við umsækjanda varðar segir að svo óvinátta valdi vanhæfi verði að vera um að ræða einhverjar sannanlegar hlutlægar ástæður sem almenn verði taldar til þess fallnar að draga megi óhlut- drægni nefndarmanns í efa. Að um- sækjandi álíti úthlutunarnefndar- Kálfur snaraöur með relöhjólsdekkl. Úr heimlldakvlkmyndlnnl Kúrekar noröurslns. mann sér fjandsamlegan sé ekki næg ástæða. Síðan segir: „Verði neftidarmaður úthlutunamefndar vanhæfur ber honum að víkja sæti við úthlutun umrætt ár og varamaður hans að taka sæti." Uthlutunamefnd skuli úrskurða um sérstakt hæfi nefndar- manns og megi hann taka þátt í at- kvæðagreiðslu þar sem afl atkvæða ráði úrslitum. í álitinu segir jafriframt, að í gild- andi lögum sé æskilegt að hæfis- reglur verði settar í reglugerð. Verði lög um Kvikmyndasjóð endurskoð- Bruni í Mosfellsbænum: Maðurléstaf reykeitrun Kl. 19:23 að kvöldi sunnudags barst slökkviliðinu í Reykjavík til- kynning um að reyk legöi úr húsinu Sótvöllum við Reykjaveg I Mosfellsbæ. Þaö er steinhús á einni hæö með kjallara. Þegar að var komið var húsið orðið fúllt af reyk. Nágranni kom með lykla og hleypti slökkviliðinu inn í húsið. Reykkafarar komu fljótlega að fúllorðnum manni liggjandi á gólf- inu og bám hann út þar sem læknir úrskurðaði hann látinn. Eldur var ekki verulegur og virðist hann hafa komið upp í frystikistu í kjallara og borist þaðan í vegg og loft. Var eldurinn slökktur og húsið reykræst. -GKG. uð væri til bóta að setja nánari ákvæði um hæfnisskilyrði nefndar- manna í lögin sjálf. Hæfnisreglur og Óskráð regla Við úrlausn þessa verkefnis segja álitsgjafar fyrst og fremst reyna á hæfisreglur um stjómsýsluhafa (stjómvald) samkvæmt stjómsýslu- rétti. En þær fjalli um hin lagalegu lágmarksskilyrði sem starfslið stjómsýslunnar þurfi að uppfylla til þess að fara með opinbert vald. f lög- um finnist einnig neikvæðar hæfis- reglur. Og einnig almenn óskráð regla, sem í áliti umboðsmanns Al- þingis sé þannig orðuð: „Ganga verður út frá því, að sú grundvallarregla gildi um almennt hæfi nefndarmanna í opinberum nefndum, að ekki skuli skipa þá menn til nefndarsetu, sem annað hvort er fyrirsjáanlegt að verði oft vanhæfir til meðferðar einstakra mála eða gegna stöðu, sem vegna ákveðinna tengsla við nefndina veld- ur sjálfkrafa að þeir geta ekki talist hæfir til að fjalla um sömu mál í báðum störfum." Áberandi hvað Hrafn varðar... í niðurstöðum Ríkisendurskoðun- ar segir m.a.: „Fyrir liggur að ein- stakir stjómarmenn í Kvikmynd- sjóði hafa tekið þátt í skipun manna í úthlutunarnefnd þrátt fyrir að þeir hafi sótt um eða ætlað sér að sækja um styrki úr sjóðnum. Þetta er áberandi hvað Hrafn varðar, sem þarf reyndar ekki að koma á óvart í ljósi þess hve oft hann hefur sótt um styrki til sjóðsins á sama tíma og hann sat í stjóminni....". Hrafn Gunnlaugsson hefur setið í stjóm Kvikmyndasjóðs síðan 1984. í skýrslunni kemur fram að Hrafn hefúr fengið úthlutað styrkjum úr sjóðnum til stærri verkefna á hverju ári frá því að úthlutanir hófust árið 1979, að undanskyldum þrem ámm, 1989, 1991 og 1993. Tvö þau fyrr- nefndu þessara ára (1989 og 1991) fékk Hrafn þó smærri styrki úr sjóðnum, ferðastyrki og styrk til námskeiðs í kvikmyndagerð. Sam- tals nema styrkir Hrafns um 91,5 milljónum kr. reiknað á verðlagi þessa árs. Verðkönnun á framköllun, stækkun Ijósmynda og Ijósmyndafilmum: numið allt MikfU munur er i verði á fram- köllun og stækkun Ijósmynda á mllli fyrirtækja sbr. könnun sem Samkeppnisstofnun hefur gert á verði bjá 29 fyrirtækjum i höfuðborgarsvæðinu og 5 á landsbyggðinnL Bónusframköllun Depluhólum 5 er með lægsta verðið á fram- köllun og stækkun en híesta verðið var hjá Framköllun á stundinni, Ármúla 30 og og verslunum Hans Petersen, Lita- seli, Austurstræti 6 og Mynda- smiðjunni. Framköllun á 12 mynda filmu og stækkun mynda miðað við 10 x 15 cm kostar 763 þar sem hún er dýrust en 435 þar sem hún er ódýrust Munurinn nemur 75%. Bónusframköllun er jafnframt með lægsta verðið á eftirtökum eða 145 kr. fyrir hverja mynd sem er 13x18. Ljósmyndabúðin Sunnuhlíð Akureyri er raeð hæsta verðið eða 250 kr. Munur- inn er 72%. 38% munur er á lægsta og hæsta verði á 24 mynda Kodak Gold ljósmyndafilmu. Ódýrust er filman hjá Radíóvirkjanum, Borgartúni 22, þar sem filman kostar 370 kr. en í Kyrr-mynd Höfðabakka 1 kostar hún 510 kr. -GKG. Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastdæmi býður bömum upp á: Sumar- búöir í borg Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastdæmi býður upp á sumarbúðir í borg fyrir böm á aldrin- um 6-12 ára, dagana 19.-29. júlí. Sumarbúðimar verða haldnar í Ár- bæjarkirkju en undanfarið hafa þær verið haldnar f Heiðarskóla í Borgar- firði. Meðal þess sem á dagskrá verður í búðunum em leikir, söngur, fræðslaa, smíði og helgihald. Auk þess verður farið í sund og í stuttar ferðir. -GKG. Alþjóðlegt kvenskátamót í Danmörku: Tekist á við breytt- an heim Alþjóðlegt kvenskátamót var sett 1. júlí í Danmörku og sitja rúmlega 500 skátar mótið frá 112 löndum. Aðalverkefni mótsins er að móta stefnu fyrir starfið næstu 3 árin og er lögð áhersla á fræðslu og þjálfun til að takast á við breyttan heim. Frá Bandalagi íslenskra skáta fóru þrír þátttakendur á mótið, þær Anna Sverrisdóttir, Hafdís Ólafsdóttir og Guðrún Nikulásdóttir. -GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.