Tíminn - 12.10.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.10.1993, Blaðsíða 4
lOTíminn Þriðjudagur 12. október 1993 íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í tvígang með tíu mörkum fýrír rússneska risanum: „Þokkalega ánægð með árangurinn" — sagði Erla Rafnsdóttir þjálfari Laufey Slgurðardóttir úr Gróttu stóð sig best í íslenska landsliðlnu I lelkj- unum gegn Rússlandi um helglna. Hún skoraöl samanlagt tfu mörk úr leikj- unum tvelmur. Á myndlnni nær Laufey aö skjóta yflr háan vamarvegg rúss- neska liðslns og skora þrátt fyrir góö tllþrif Raissu Verakso (nr. 15). Tfmamynd Pjetur Það er ekki ofsögum sagt að rúss- neska kvennalandsliðið í handknatt- ieik sé geysisterkt Það fengu ís- lensku stelpumar að fmna fyrir í tveimur leiigum um helgina, en þeir fóru báðir fram hér á landi vegna Evr- ópukeppninnar. Rússar sigruðu í báðum leikjunum tnjög öruggiega, en þrátt fyrir það sýndi íslenska Uðið oft á tíðum góða takta. Þess má geta að rússneska Uðið sigraði það ítalska ekki aUs fyrir löngu með tuttugu marka mun, þannig að ísland getur vel við unað. Seinni leikur liðanna, sem fór fram í Laugardalshöll á sunnudag, byrjaði ekki gæfulega fyrir íslenska liðið. Rússar skoruðu fyrstu fimm mörkin eða öllu heldur línumaður liðsins, Na- talia Deriouguina, sem gerði öll mörkin, þar af tvö víti. Inga Lára Þór- isdóttir kom íslenska liðinu loksins á blað með marki úr vítakasti þegar um ellefú mínútur voru liðnar af leiknum og var þetta reynda eina mark Ingu Láru í leiknum. Rússneska liðið jók forystuna f sjö mörk skömmu sfðar og var það fyrst og fremst gífúrlegur hraði þeirra f sókninni, auk fjölda hraðaupphlaupa sem íslenska liðið réð ekki nógu vel við, sem skóp þá for- ystu. Staðan í hálfleik var 4-11 fyrir Rússland. Síðari hálfleikur var jafnari og var það mjög góð markvarsla Hjördísar Guðmundsdóttur, sem gerði gæfu- muninn, en hún varði m.a. þrjú víta- köst og fjögur skot af Ifnunni. Það hafði líka sitt að segja að fslenska Iiðið var aðeins þolinmóðara og lét boltann ganga mun lengur í sókninni heldur en í fyrri hálfleik og náði þó oft að teygja á rússnesku vöminni og skora td. úr homunum, en það hafði ekki tekist í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á um að skora f seinni hálfleik og það var reyndar ekki fyrr en undir lok leiksins að rússneska liðið náði að auka muninn og sigra með tíu marka mun 14-24. Vamarleikur fslenska liðsins var aðall ísland byrjar þátttöku sína í Evr- ópukeppninni í handknattleik ekki vel. Fyrsti leikur landans fór fram á sunnudaginn og var leikið gegn Finnum á útivelli. Finnar hafa ekki verið hátt skrifaðir á afrekalista handboltans, en náðu þó öðru stig- inu af íslendingum. Lokatölur urðu 23-23 eftir að íslendingar höfðu leitt með einu mariri í hálfleik 12- 13. Finnar skoruðu fyrsta mark leiks- ins, en íslendingar náðu fljótlega Annað íslandsmótið í einmenningi í bridge var haldið sL helgi með þátttöku 96 einstaklinga. Keppnin var nokkuð jöfn og spennandi, en eftir tvær lotur af þremur leiddi Gissur Ingólfsson mótið, en Magnús Magnússon, íslands- meistari í einmenningi 1992, var í ððru sæti. Það var svo Gissur sem hafði betur á endasprettinum, en Magnús gaf eftir í síðustu spilun- um og Þröstur Ingimarsson skaust upp í annað sætið í síðustu umferð. Spilað var í sex riðlum, 16 manns þess í þessum leik og svo að sjálfsögðu markvarsla Hjördísar Guðmundsdótt- ur, sem kom inn á undir lok fyrri hálf- leiks og varði 13 skot, mörg þeirra stórglæsilega, og er ekki erfitt að gera sér það í hugarlund hver munurinn hefði orðið ef Hjördís hefði ekki varið svona vel. „Ég fann mig vel í þessum leik og var staðráðin að standa mig forystunni og létu hana ekki af hendi fyrr en í blálokin. Sterkur vamarleikur Finnanna kom ís- lensku leikmönnunum á óvart, þar sem þeir lokuðu alveg hornunum, og það hafði í för með sér að foryst- an í fyrri hálfleik varð aldrei meiri en tvö mörk. íslendingamir rifu sig upp úr meðalmennskunni í upphafi síðari hálfleiks og mörkin komu eft- ir öllum mögulegum leiðum. For- ystan jókst jafnt og þétt og það virt- ist stefna í talsvert ömggan sigur, en í riðli og var hver lota 30 spil. Spil- uð vom sömu spilin samtímis inn- an sérhvers riðils og síðan var skor- ið umreiknað með samanburði við hina riðlana. Allir spiluðu sama kerfið, sem búið var að útbýta til þátttakenda með nokkrum fyrir- vara. Sigur Gissurar var nokkuð sann- færandi og vann hann sinn riðil f tveimur fyrstu lotunum og náði öðru sæti í þeirri sfðustu. Hann og Magnús háðu einnig harða baráttu í fyrra, en í það skipti lauk viðureign- inni með sigri Magnúsar, en Gissur vel, enda vomm við að keppa við eitt besta lið f heimi og gaman að standa sig vel gegn þeirn," sagði Hjördís eftir leikinn. Það var ljóst að íslensku stelp- umar bám enga virðingu fyrir þeim rússnesku, þó að þær séu með eitt af bestu liðum heims, og tóku hraust- lega á móti þeim í vöm, sem kostaði það að ísland var utan vallar í heilar undir lok Ieiksins kom hin hefð- bundni „slæmi kafli“ hjá íslenska liðinu. Þennan slæma kafla nýttu Finnar sér vel og náðu að minnka muninn jafnt og þétt og jafna leik- inn þegar aðeins ein mínúta var eft- ir, 23-23. íslendingar vom í sókn alla síðustu mínútuna, en tókst ekki að nýta sér það til framdráttar. Eitt stig gegn Finnum varð staðreynd og er óhætt að segja að þar hafi farið dýrmætt stig í súginn. Guðmundur Hrafnkelsson mark- varð í öðm sæti. Þröstur Ingimars- son náði feikilega háu skori f síð- ustu lotunni og það tryggði honum annað sætið, þrátt fyrir að Magnús hefði haft rúmlega 100 stiga forskot á hann eftir fyrri daginn. Ákveðið var í fyrra að íslandsmót- ið í einmenningi yrði árlegur við- burður og víst er að bridgespilarar hafa tekið þeirri ákvörðun fagn- andi. Mótið gekk hnökralítið fyrir sig og höfðu spilarar fyrst og fremst gaman af og prúðmennskan var í hávegum höfð. Spilað var í hús- næði BSÍ og keppnisstjóri var 16 mínútur, á meðan Rússar vom að- eins utan wllar í 4 mínútur. Hjördís var best f íslenska liðinu og Laufey Sigvaldadóttir gerði mikilvæg mörk fyrir utan teig. Una Steinsdóttir kom inn á í síðari hálfleik og stóð sig vel í sókn, en þarf aðeins að laga sóknar- leikinn hjá sér. Herdís Sigurbergs- dóttir og Guðný Gunnsteinsdóttir vom mjög góðar í vöminni. Rúss- neska liðið var nokkuð jafnt, en Gal- ina Kolotilova varði mjög vel í fyrri hálfleik eða alls 12 skot, en var hvíld mestan hluta seinni hálfleiks og þar gátu íslensku stúlkumar prisað sig sæiar. Gangur leiksins: 0-5, 2-5, 2-9, 3-10, 4-114-12,6-13,7-15,9-16,10-18,12- 21,13-22,14-24. Mörk íslands: Laufey Sigvaldadóttir 4/1, Una Steinsdóttir 3, Halla Maria Helgadóttir 3, Inga Láía Þórisdóttir 1/1, Heiða Erlingsdóttir 1, Auður Her- mannsdóttir 1, Hulda Bjamardóttir 1. Varin skot: Hjördís Guðmundsdóttir 13/3 og Fanney Rúnarsdóttir 1. Utan vallar: 16 mín. Möik Rússlands: Natalia Deriouguina 7/3, Irina Gorichnia 4, Larissa Kissele- va 3, Olga Evtaherenko 3, Raissa Ver- akso 3, Lina Neoudakhina 2, Svetlana Motgovaia 1, Janna Sagadach 1. Gal- ina Kolatilova varði 16 skot, þar af 12 utan teigs. Liubov Korotneva varði 4 skot Utan vallar: 4 mín. FYRRI LEIKURINN Leikurinn á föstudagskvöldið var keimlíkur þeim fyrri. Rússar náðu ör- uggu forskoti í byrjun leiks og höfðu yfir 14-5 í leikhléi. Islenska liðið sýndi hins vegar mikla baráttu í seinni hálf- leik og endaði leikurinn eins og sá fyrri með tíu marka mun, 26-16, en þessi leikur taldist heimaleikur Rúss- lands. Vömin var góð, þegar á heildina var litið, en þó alls ekki nógu stöðug, vörður var bestur í íslenska liðinu, varði 18 skot. Héðinn Gilsson var góður í fyrri hálfleik. Gangur leiksins: 1-0,3-3,6-8,8-10, 10-12, 12-13, 12-14, 13-17, 15- 19, 21-23,23-23. Mörk íslands: Gústaf Bjamason 6, Héðinn Gilsson 5, Patrekur Jóhann- esson 4, Valdimar Grímsson 4, Dag- ur Sigurðsson 2, Gunnar Beinteins- son 1, Einar Gunnar Sigurðsson 1. Guðmundur Hrafnkelsson varði 18 skot Utan vallar 6 mínútur. Kristján Hauksson. Lokastaða 10 efstu spilara íslands- mótsins í einmenningi 1993 varð þessi: 1. Gissur Ingólfsson......2479 2. Þröstur Ingimarsson....2410 3. Magnús Magnússon.......2398 4. -5. Sveinn Rúnar Eiríkss. ..2346 4.-5. Sigurður Vilhjálmsson 2346 6. Aðalsteinn Jörgensen...2344 7. Ingi Agnarsson.........2328 8. Stefán Guðjohnsen......2306 9. Hallur Símonarson......2268 10. Gísli Hafliðason........2236 - BÞ td. áttu íslensku stelpumar í miklum vandræðum með að hemja hraðaupp- hlaup Rússanna. Fanney Rúnarsdóttir var ágæt í markinu, en Laufey Sig- valdadóttir var best útispilara. Herdís Sigurbergsdóttir stóð sig vel í vöm- inni. Gangur leiksins: Rússl.-ísl.: 2-0, 5-4, 11-5,14-5- 15-5,18-9, 23-12,26-16. Mörk íslands: Laufey 6, Auður Her- mannsdóttir 4, Guðný 3, Hulda 1, Ragnheiður Stephensen 1, Inga Lára 1/1. Fanney Rúnarsdóttir varði 8/1 skot. Utan vallar: 10 mín. Mörk Rússa: Vydrina 5/3, Kissileva 4, Deriougina 4/2, Tchemychva 3, Sab- adach 3, Gorichninaia 2, Neoudakhina 2, Raenko 1, Mozagovia 1 Verakso 1. Varin skot: Korotneva 10/1 og Mo- ussieva 6. Utan vallar 4 mín. Dómarar í báðum leikjunum vom Horst og Petersen frá Danmörku. Þeir stóðu sig sæmilega. Erla Rafns- dóttir þjálfari: J4ér fannst koma í ljós í leikjun- um að áherslumar em aðrar en ég hélt hjá rússneska liðinu. Þær leggja ekki eins mikið upp úr sókn- arleiknum eins og þessar sterku A- þjóðir, t.d. Noregur, heldur byggist allt á hraðaupphlaupum þar sem þær em geysisterkar. Það sýndi sig að þegar við náðum að komast f vömina, þá áttu þær fullt í fangi með að skora framhjá okkur. Eg bjóst sem sagt við þeim sterkari í sókninni, en á móti kemur að þær em geysilega snöggar. Ég er þokkalega ánægð með árangurinn, en ég hefði viljað sjá fimm marka mun í fyrri leiknum, því rússneska liðið var þá að koma úr erfiðu ferðalagi. Það, sem mér fannst að í síðari leiknum, var að við vomm ekki nógu skynsamar í sókninni. Við vomm að „slútta" of snemma og skjóta að marki í þröngum fær- um. Það, sem hélt okkur á floti í gær, var markvarsla Hjördísar Guðmundsdóttur. Vömin hjá okk- ur var ágæt, þegar við komumst í hana. Laufey Sigvaldadóttir var spræk og gefst aldrei upp og síðan vom Una Steinsdóttir og Halla Helgadóttir góðar í seinni Ieikn- um.“ HRÆDD UM STÖÐNUN Hvemig þarf að standa að málum til að íslenskur kvennahandbolti standi jafnfætis þeim bestu? „Það þarf að halda áfram þeirri upp- byggingu sem hafin er hjá félögun- um, þ.e. halda undir yngri flokka starfið og það þurfa fleiri konur að gefa sig í stjómunarstörf hjá félög- unum, því ég er svolftið hrædd um það að ef við fáum ekki fieiri konur til starfa, þá verði ákveðin stöðnun. Við konur bemm hag kynsystra okkar betur fyrir brjósti. Það er bú- inn að vera fi'nn uppgangur, en maður hefur það á tilfinningunni að félögin hugsi með sér að þetta sé orðið fínt Það gerist ekkert nema við konur gemm eitthvað sjálfar. Það virðist einnig vanta svolítið upp á áhugann hjá þeim stúlkum sem em að spila f deild- inni. Þær koma varla að horfa á leikina. Við segjum oft að það sé aldrei gert neitt fyrir okkur, en það gerist ekkert nema við gemm eitt- hvað sjálfar." Hvað þarf að bæta f leik íslenska liðsins? „Það þarf náttúrlega meiri æfingu og fleiri verkeftii. Einsog fyrir þessa Evrópukeppni þá höfúm við bara spilað tólf Ieiki á sfðast- liðnu einu og hálfú ári og reyndar ekki neinn æfingaleik fyrir Evr- ópuleikinn gegn Portúgal í júní. Við spiluðum síðast æfingaleiki í október í fyrra. Það vantar fjár- magn. Ef við bemm okkur saman við strákana, þá skipta þessir leik- ir tugum hjá þeim.“ ísland náði aðeins jöfnu gegn Finnlandi í fýrsta leik Evrópukeppninnar: Dýrmætt stig í súginn íslandsmótið í einmenningi í bridge: Gissur Ingólfsson sigraði — endurtók einvígið við Magnús Magnússon frá í fyrra, en hafði betur nú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.