Tíminn - 27.10.1993, Qupperneq 5

Tíminn - 27.10.1993, Qupperneq 5
Miðvikudagur 27. október 1993 Tíminn 5 Gunnlaugur Júlíusson: Sameining sveitarfélaga Aft undanfornu hafa komift fram í dagsljósið tillögur umdæmisnefnda um sameiningu sveitarfélaga vítt um land. TUlögur þessar eru byggftar á þeirri grunnvinnu sem fram fór í svoköUuðum sveitarfélaganefndum, sem skipaöar voru af félagsmálaráftherra á sínum tíma. Ákveðið er aft ganga til kosninga um fyrrgreindar tiUögur þann 20. nóvember n.k. Umræða hefur verið lítil Umræða um þessi mál í fjölmiðl- um og á opinberum vettvangi hef- ur verið fremur lítil fram til þessa, en fer þó vaxandi, enda stutt til kosninga. Hér er þó um afar stórt mál að ræða, sem varðar hags- muni og umhverfi mikils hluta þjóðarinnar. Þegar verið er að tala um að gjör-, bylta öðru stigi stjómskipunar hérlendis, sveitarstjómarstiginu, þá hlýtur þess einhverstaðar að sjást merki. Skipan sveitarfélaga hefur mótast eftir landfræðilegum aðstæðum og félagslegum í gegn- um aldimar. Það liggur Ijóst fyrir að allvíða hafa þær forsendur breyst, sem núverandi skipan sveitarfélaga byggðist á, td. vegna bættra samgangna. Því hafa þau verið sameinuð á nokkmm stöð- um, þar sem íbúamir hafa verið sannfærðir um að breytt skipan þjónaði hagsmunum þeirra betur. Það hefur þó verið grunntónninn í skipan sveitarfélaga til þessa að þéttbýli hefúr verið skilið frá dreif- býli, þorp og bæir frá sveitum. Það helgast fyrst og fremst af því að íbúar í þéttbýli gera aðrar kröfur til þjónustu sér til handa en íbúar í dreifbýli, til dæmis er varðar dag- heimili, leikskóla, öldmnarþjón- ustu, íöggæslu, samgöngur og ýmsa félagslega þjónustu. Hvað hefur samein- ing í för með sér? Tilgangur hins opinbera með sameiningu sveitarfélaga er að efla sveitarstjómarstigið á þann hátt að það geti tekið við auknum verk- efnum frá ríkinu. Það er í sjálfu sér gott markmið og gagnlegt, en að- ferðin verður að ganga upp til að settum markmiðum verði náð. Þegar lögð er til stórfelld samein- ing sveitarfélaga, eins og til dæmis að Skagafjörður verði eitt sveitar- félag eða Eyjaljörður allur, Suður- Þingeyjarsýsla eða Fljótsdalshér- aðið, þá kemur í Ijós að hlutimir em kannske ekki svo einfaldir. Til viðbótar kemur að enn munu standa eftir sveitarfélög, sem yrðu áfram svo lítil að þau gætu vart tekið við meiri verkefhum en þau annast í dag. Gmnnmarkmið sveitarfélaga- nefndar var að við sameiningu sveitarfélagayrði það ráðandi sjón- armið að sveitarfélagið yrði eitt at- vinnusvæði og fjarlægð íbúanna frá þeirri þjónustu, sem veitt væri af hálfu þess, yrði innan hóflegra marka. Það þekkja hins vegar allir sem vilja vita að á íslandi er ein- faldara að ferðast á summm en vetmm. Það, sem er innan seiling- ar á sumrin, getur verið torsótt á vetuma. Má nefna Óshlíðina milli ísafjarðar og Bolungarvíkur sem dæmi um það. Fjölmörg önnur slík dæmi má tína til ef vill. Því er það afskaplega teygjanlegt hvað hægt er að skilgreina sem eitt atvinnu- og þjónustusvæði sam- gangnalega séð. Er miðað við sól- skinsdag á sumri eða vetrardag? Mismunandi staða íbúanna Eins og áður hefur verið minnst á, þá er íbúunum veitt mismun- andi þjónusta eftir því hvort þeir búa í sveitahreppum eða þéttbýlis- stöðum. Það helgast bæði af því að þarfir íbúanna em misjafnar og geta sveitarfélaganna sömuleiðis. Því kemur upp í hugann sú spurn- ing hvemig þessum málum verður háttað eftir að þéttbýlisstöðum og sveitahreppum hefur verið steypt saman í eina sæng. Munu allir íbú- ar sveitarfélagsins eiga rétt á sömu þjónustu af hálfu þess, og má til dæmis líta á Fljótsdalshérað í því sambandi og Eyjafjörð? Verður íbúunum skipt í fyrsta flokks og annars flokks íbúa eftir því hvar þeir búa? Munu allir greiða sama útsvar, en eiga rétt á mismunandi þjónustu? Munu íbúamir sætta sig við það? Ólík fjárhagsstaða sveitarfélaga Fjárhagsleg staða sveitarfélaga er allmisjöfn. Sum sveitarfélög, fyrst og fremst útgerðarbæir, hafa verið tilneydd að leggja mikið fjármagn í rekstur útgerðarfélaga og em iðu- lega illa stödd fjárhagslega. Sveita- hreppar em hins vegar oft tiltölu- lega betur staddir fjárhagslega, enda umsvifm og áhættan minni. Maður veltir fyrir sér hvemig verði tekið á þessum málum, sérstaklega þar sem fleiri en eitt bæjarfélag, með afar misjafna fjárhagsstöðu, sameinast í einu og sama sveitarfé- lagi. Réttarstaða einstakra sveitarfélaga Nú liggur það fyrir að íbúar ein- stakra sveitarfélaga hafa misjafnan aðgang að ýmsum gögnum og gæðum landsins. Veiðilendur, veiðiréttur, upprekstrarlönd og hitaréttindi em dæmi um slík at- riði. Það vaknar því spuming um hvemig yrði farið með slík mál eft- ir stórfellda sameiningu sveitarfé- laga, þar sem allt valdajafnvægi yrði annað eftir en áður og þéttbýl- isstaðimir réðu í raun því sem þeir vildu ráða. Er til annar valkostur? Það er eðlilegt að spurt sé eftir framangreindar vangaveltur, hvort sameining sveitarfélaga sé eini möguleikinn til að flytja verkefni frá ríki til héraðanna. Þegar litið er til Norðurlandanna, þá kemur í ljós að þau hafa öll komið á fót þriðja stjómsýslustiginu, millistigi á milli sveitarfélaga og ríkis, svo- kölluðu héraðavaldi. Til þess er kosið beinni kosningu, því reynsl- an hefur leitt í ljós að héraðs- nefndafyrirkomulagið, þar sem sveitarstjómir tilnefna fulltrúa til setu, reyndist ekki sem skyldi, var bæði þungt í vöfum og áhrifalítið. Sveitarfélögum hefur ekki fækkað um neitt sem nemur í Noregi og Finnlandi á liðnum áratugum, en aftur á móti nokkuð í Svíþjóð og Danmörku. Við fækkun sveitarfé- laga í þeim löndum var þriðja stjómsýslustigið jafnframt eflt vemlega. Það vekur nokkra furðu í þessari umræðu allri að ekki skuli hafa verið í störfum sveitarfélaganefnd- ar skoðuð til hlítar sú leið, sem ná- grannalöndin hafa valið til að flytja völd og áhrif frá ríki til héraða. Þessi aðferð er í einni skýrslunni afgreidd í tveim setningum á þann veg að líklega yrði hún flókin og gæti orðið dýr vegna fámennis þjóðarinnar. Það er varla hægt að segja að það séu mjög gild rök, þegar um er að ræða valkost við að umbylta sveitarfélagastiginu á þann veg að innan einstakra sveit- arfélaga yrði erfitt ef ekki ómögu- legt að ná fram félagslegri einingu og jafhffamt óframkvæmanlegt að ná fram viðunandi jafnvægi í stærð þeirra. Að hverju er stefnt? Það hafa komið fram hugmyndir um að þar sem sveitarfélög myndu ná yfir víðáttumikil svæði, eins og í Eyjafirði og Suður-Þingeyjar- sýslu, yrðu stofhaðar staðbundnar „heimastjórnir" til að fara með af- mörkuð verkefni í „gömlu“ sveit- arfélögunum. Til þeirra yrði kosið pólitískri kosningu. Það er því í raun og veru verið að stofna þriðja stjómsýslustigið með sameiningu sveitarfélaga, enda þótt það hafi aldrei verið ætlunin. Hér er því um nokkurs konar afturfótafæðingu að ræða. Það er afar slæmt að nákvæm út- færsla á því sem við tekur, verði sameiningarhugmyndimar sam- þykktar á hverjum stað, liggi ekki fyrir. Fólk virðist vera ráðvillt, þar sem erfitt er að taka afstöðu á efn- islegum gmnni. Þetta er kannske ekki síst áhyggjuefni þegar verið er að beita beinum og óbeinum hót- unum, eins og komu nýverið fram hjá félagsmálaráðherra í sjónvarp- inu í umræðuþætti um þessi mál, þegar hún sagði að ffamkvæmdir í vegamálum myndu taka mið af því hvar sameiningin yrði samþykkt. Óþæga fólkinu yrði nógu gott að skrölta á malarvegunum áfram. Höfundur er hagfræðlngur og formað- ur Byggðahreyfingarinnar Útvarðar. Amnesty International: Akall um hj álp! Brasilía Sjö „götubörn" og ungur maður, sem með þeim bjó, voru skotin til bana — að því er sagt er af lögregl- unni — í miðborg Rio de Janeiro hinn 23. júlí sl. Að minnsta kosti 328 böm og unglingar féllu í val- inn í fylkinu Rio de Janeiro á fyrstu sex mánuðum ársins. í dagrenningu hófu byssumenn skothríð á hóp 50 bama og ung- linga, sem sváfu undir bemm himni nálægt Candelaria-kirkju. Fimm þeirra voru drepin á staðn- um, öðmm tveimur var banað á lóð Nýlistasafnsins. Áttunda fóm- arlambið lést af sámm sínum fjór- um dögum síðar. í kjölfar háværra mótmæla frá innlendum og erlendum aðilum gegn Candelaria-blóðbaðinu, ein- sog það er nefnt, hafa fjórir menn — þeirra á meðal þrír lögreglu- þjónar — verið ákærðir fyrir glæp- inn; aðrir, sem gmnaðir em, er leitað. Þeir, sem létu lífið, vom: Paulo Roberto de Oliveira (11 ára), Anderson Thome Pereira (13 ára), Marc- elo Candido de Jesus og Vald- erino Miguel de Almeida (báðir 14 ára), Gambazinho og Nogento (báðir 17 ára), Paulo José da Silva (18 ára) og Marcos Antonio Alves da Silva (22 ára). Aftökur án dóms og laga á full- orðnu fólki jafnt sem bömum eiga sér stað í þéttbýli Brasilíu og em framkvæmdar af „dauðasveitum", sem oft em borgaralega búnir lög- regluþjónar. Þessar sveitir em fjármagnaðar af kaupsýslumönn- um, sem hafa hug á að „hreinsa“ nágrenni sitt af félagslega óæski- legu fólki, ræningjum og smáþjóf- um, sem og götubömum sem sjálf kunna að hafa leiðst út á glæpa- braut. Dómsmálaráðuneytið hefur til- kynnt að alríkislögreglan sé að rannsaka ffamferði „dauðasveita" í Rio de Janeiro og öðmm fylkjum. Hingað til hafa yfirvöld í Brasilíu ekki lokið þvflíkum rannsóknum né sótt sökudólga til saka. Sendið kurteislegar áskoranir og látið í Ijós ánægju með ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að rann- saka Candelaria-morðin, og hvetj- ið til þess að allt verði gert til að vemda bömin sem bera vitni í málinu. Ennfremur að öll slík mál verði rækilega rannsökuð og söku- dólgar sóttir til saka. Utanáskriftin er: President Itamar Franco Palácio do Planalto Brasflia D.F. Brazil Egyptaland Sa’d al-Din al-Shazli, 71 árs gam- all fyrrverandi sendiherra og yfir- maður egypska hersins, var hand- tekinn 14. mars 1992 á flugvellin- um f Kaíró eftir 14 ára sjálfvalda útlegð í Líbýu og Alsír. ókunnugt var um dvalarstað hans í allmargar vikur eftir handtökuna. Að sér fjarverandi hafði Sa’d al- Din al-ShazIi verið dæmdur árið 1983 í þriggja ára fangelsi fyrir að gera uppskátt um hernaðarleynd- armál varðandi stríð Araba og Isra- ela 1973 í bók sem gefin var út 1981. í ágúst 1992 úrskurðaði Hæsti- réttur öryggismála, að dómurinn frá 1983 skyldi vera skilorðsbund- inn. En fáum dögum eftir þann úr- skurð staðfesti Æðsti herréttur að dómurinn skyldi standa óbreyttur. Æðsti stjómlagadómstóll hefúr haft þessa tvo ósamhljóða dóma til rannsóknar, en ekki enn getað lagt fram úrskurð sinn. Meðan þessu fer fram er Sa’d al-Din al-Shazli haldið í algerri einangmn á spítala herfangelsis fyrir utan Kaíró. Amnesty Intemational hefur verulegar áhyggjur af sanngirni úrskurðarins frá 1983. Starfshætt- ir réttarins vom ekki í samræmi við viðteknar alþjóðlegar reglur um hlutlausa dómsmeðferð eins og þær em skráðar í Alþjóðasamn- ingnum um borgaraleg og stjóm- málaleg réttindi, sem Egyptaland staðfesti árið 1982. Sa’d al-Din al- Shazli var dæmdur að sér fjarver- andi og var að sögn synjað um rétt til að áfrýja máli sfnu. Auk þess vom réttarhöldin haldin fyrir lukt- um dymm og lögmanni sakbom- ings meinað að koma í réttarsal- inn. Egypsk stjómvöld skrifuðu Amnesty Intemational f lok júlí 1992 og fullyrtu að réttarhöldin 1983 hefðu verið óhlutdræg og að sakborningurinn hefði áfrýjað málinu, en áfrýjun hans verið synjað. Sendið áskoranir og hvetjið til þess að mál Sa’ds al-Dins al-Shazl- is verði þegar í stað tekið upp að nýju í samhljóðan við alþjóðlegar reglur um óhlutdræga dómsmeð- ferð, eða hann verði að öðmm kosti látinn laus án tafar. Utanáskriftin er: \ . His Excellency Muhammad Hosni Mubarak President of the Arab Republic of Egypt ‘Abedine Palace Cairo Egypt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.