Tíminn - 27.10.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.10.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 27. október 1993 Framsóknarfélag Sandgerðis heldur aðalfund (Verkalýðshúsinu 28. okt W. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. ðnnur mðl. Sgtfmto Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjamamess Aðalfundur Framsóknarfélags Seltjamamess veröur haldinn föstudaginn 29. okt nk. Id. 20.30, að Melabraut 5, Seltjamamesi. Á dagskrá eru venjuleg aöalfundarstörf og kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. Framsóknarfélag SeMjatnamess Miðstjómarfundur SUF verður haldinn 5. nóvember og hefst klukkan 18.00. Fundarstaður og dagskrá fundaríns veröa auglýst slðar. Framkvæmdasyóm AðaHundur miðstjómar Aðalfundur miðstjómar Framsóknarflokksins verður haldinn dagana 5. og 6. nóvember 1993. Fundarstaöur er Borgartún 6 I Reykjavlk og hefst fundurínn föstudaginn 5. nóvember kl. 20.30. FramsóknarHokkurinn 34. kjördæmisþing framsóknarmanna á Austuríandi Haldiö ð Fðskrúðsfiröi dagana 29.-30. október 1993. Dagskrð: Föstudagur29. október Kt 20.00 Þingsetning Kl. 20.05 Kosning þingforseta og rítara, kosning kjörbréfanefndar og nefndanefndar. Kl. 20.15 Skýrslur og reikningar. a) Skýrsla stjómar KSFA. b) Skýrsla Austra. c) Frð aöildarfélögum KSFA. d) Umræður um skýrslur. Kl. 21.45 Avörp gesta. Kl. 22.10 Stjómmálaviöhorlið: Steingrfmur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson, Jón Kristjánsson. Almennar umræöur. Laugaidaaur 30. október Kl. 09.00 Alit nefndanefndar. XI. 09.05 Mál lögð fyrír þingið. a) Drög að stjómmálaályktun. b) Drög að flokksmálaályktun. c) Framtfð (slenskrar matvælaframleiðslu. Framsögumenn: Jón Guðmundsson framkvæmdastjóri, Jón Þóröarson deildarstjórí og Jón Erlingur Jónasson fulltrúi. Kl. 10.30 Nefhdastörf. Kl. 12.00 Matarhlé. XI. 13.30 Nefndir skila álití - umræður - afgreiðsla. Kl. 16.00 Kosningar. W. 17.00 Þingslit Gestír þingsins: Steingrímur Hermannsson, form. Framsóknarfl. Siguröur Sigurðsson, formaður SUF. Egill Heiðar Gislason, framkv.stj. Framsóknarfl. Kristjana Bergsdóttír, formaður LFK. jflú' Félag framsóknar J1 WtimS'mH kvenna í Reykjavík I * Sigmn Slv Munið fundinn mánudagskvöldið 1. nóvember kl. 20.301 flokksskrífstofunni við Lækjartorg. Fundarefni: Hvað er framundan? Sigrún Magnúsdóttír, borgarfulltrúi I Reykjavfk, og Siv Fríðleifsdóttír, bæjarfulltrúi ð Seltjamamesi, ræða sveitarstjómarmál á breiðum grunni. Takið með ykkur gestí. Stjómki Mosfellsbær — Félagsvist — 3ja kvölda keppni Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur félagsvist I samkomusal félagsins að Há- holtí 14, Mosfellsbæ, föstudagana 29. okL, 5. nóv. og 12. nóv. Id. 20.30 hvert kvöld. Verðlaun veitt eftír hvert kvöld. Heildarverðlaun: Iríandsferð. Spilastjóri: Agúst Óskarsson. Stjórrki Ragnar V. Björgvinsson Valgerður Sveinsdóttir HISnHMltMOmil Langholl II • 801 Selfoss • lceland Tel: 354 (9)8-21061 Fox: 354 (9)8-23236 - HESTAFERDIB - SALA TOURS- 70 ára: Jón Hjörleifur Jónsson Ég frétti um daginn að í þessum mánuði verður Jón Hjörleifur Jóns- son kennari 70 ára. Þótt ég geti ekki rakið ætt hans og uppruna, langar mig til að skrifa fáein orð til að minnast gamals og góðs vinar og fyrrverandi kennara. Jón Hj., eins og hann er venjulega kallaður, er ætt- aður af Norðurlandi. Ungur að árum fór hann „suður" og settist að á Suð- vesturlandi. Hann stundaði nám við Kennaraskóla íslands. Hann fór líka til frekara náms í Bandaríkjunum og var þá á Atlantic Union College í Massachusetts-ríki á austurströnd landsins. Þegar hann var þar, kynnt- ist hann eiginkonu sinni, Sólveigu Ásgeirsson, en faðir hennar var bróðir Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrver- andi forseta íslands. Enda þótt Sól- veig væri borin og uppalin í Banda- ríkjunum, var hún íslensk í allar ættir og hinn besti kvenkostur sanns íslendings sem Jón Hj. er. Þau giftust og fluttust til íslands. Varð Jón stundakennari á Hlíðardalsskóla í Ölfusi í Árnessýslu. Kenndi hann m.a. tungumál og málfræði og krist- in fræði. Sólveig kenndi vélritun og var hún einnig hjúkrunarkona skól- ans, en hún er hjúkrunarfræðingur að mennt. Hún spilaði einnig undir fyrir kórinn, sem Jón venjulega stjómaði, en hann hefur alltaf verið í tónlist af ýmsu tagi og er hann af- bragðs tenórsöngvari. Ég kynntist Jóni fyrst 1958, þegar ég fór fjórtán ára gamall í gagn- fræðaskólann að Hlíðardal. Mér leist vel á Jón frá því við fyrstu sýn. Þar var smávaxinn, kraftalegur og snaggaralegur maður, sem var snöggur í hreyfingum, og manni fannst að hann vissi alltaf hvert halda skyldi. Hann var dálítið ráð- ríkur, eins og margir íslendingar eru, og vildi jaftian fara sínu fram. Ég man vel eftir þegar hann sat stundum yfir nemendunum í lestr- arstund í kennslustofunum og var að gæta að því að þeir gerðu heima- verkefnin sín. Stundum var hvíslast á, en því lauk fljótlega þegar Jón, sem sat við kennaraborðið, þrum- aði: „Þögn á salnum please." Fyrsta árið mitt á Hlíðardalsskóla var það ánægjulegt að deila herbergi með fjómm öðmm strákum niðri í kjallara í kennarabústað Jóns og Sólveigar. Það er vel hægt að ímynda sér að fimm 14-15 ára strák- ar, sem em í sama herbergi, geta braskað í hinu og öðru, sem ekki er í frásögur færandi. Man ég nöfn þeirra vel, enda þótt það séu yfir 35 ár síðan. Kumpánamir vom þeir Jón Holbergsson sem býr nú í Hafn- arfirði, Heiðar Reykdalsson sem býr í Seattle, Washington, USA, Henrý Stefánsson sem býr í Florida, USÁ, Guðni Friðbergsson sem býr í Ósló, Noregi, Karl Vignir Þorsteinsson sem býr í Reykjavík, og ég. Þau vom ófá skiptin, sem Jón þurfti að koma niður í kjallara og þagga niður í okkur og þá dugði: „Þögn í herberg- inu please.“ Þeir okkar sem vom á HDS, eins og Hlfðardalsskóli er venjulega kallað- ur, minnast ömgglega með mikilli ánægju okkar kynna við Jón Hj. og Sólveigu. Jón var alltaf framfara- samur og leit alltaf fram í tímann. Einu sinni var hann að spekúlera í þvf að ef það væm nokkurs konar járbrautarteinar, sem væri hægt að setja upp á veggina hringinn í kennsiustofunni, þá gæti hann haft nokkurs konar sófa sem hann gæti legið á og ferðast svona um alla kennslustofuna, heldur en ganga milli borða nemenda. Já, dagar mín- ir á HDS em alltaf geymdir í minn- ingunni með tregablandaðri ánægju. Þar fór maður í skóla með unglingum, sem létu seinna til sín taka á Islandi. Get ég minnst á Garð- ar Cortes ópemsöngvara og Hákon (Konna) Waage, sem seinna varð leikari. Minnist ég einnig annarra kennara, sem kenndu með Jóni, þeirra Sig- urðar Bjarnasonar, Theódórs Guð- jónssonar, séra Helga Sveinssonar, Björgvins Snorrasonar og fleiri. Ég á persónulega Jóni Hj. og hinum kennumnum mikið að þakka frá fjögurra ára dvöl minni á HDS. Jóni og Sólveigu varð fjögurra bama auðið, 3 stúlkna og 1 drengs. Em þau öll uppkomin og hin mann- vænlegustu í hvívetna, eins og þau eiga kyn til. Jón starfaði mestan sinn starfsald- ur í þágu aðventistasafnaðarins á ís- landi, ekki aðeins sem kennarí f Hlíðardalsskóla heldur einnig sem skólastjóri, safnaðarprestur og í ýmsum öðmm mikilvægum og ábyrgðarríkum safnaðarstörfum. ÖIl þessi störf leysti hann af hendi með sóma, eins og venjulega. Á síðari ár- um hafa Jón og Sólveig átt sitt heimili á Reykjavíkursvæðinu. Ég hefi heyrt að venjulega sé mann- margt hjá þeim, enda er norðlensk og íslensk gestrisni í hávegum höfð. Ég óska ykkur báðum, Jón og Sól- veig, hjartanlega til hamingju með þennan kafla lífs og tíma og Guðs ríkulegu blessunar á komandi ámm. Ég tek svo undir með vestur- ís- Ienska skáldinu honum K.N. Júlíus, „Káinn", sem sagði eftirfarandi: Engum leiðist, þó égþagni, þörf er ekki meira að segja; fáum varð mín fyndni að gagni, flestir vilja sjá mig þegja. Óðum þverrar andans kraftur, eftir langar nœturvökur; bráðum verð ég ungur aftur, yrki fleiri og betri stökur. Númi, í Moberley, Missouri, USA Kennslubók í manntafli Skák og mát! nefnist ný kennslu- bók í manntafli, sem Fjölvi gefur út. Hún hefur inni að halda alhliða leið- sögn í skáklistinni, og telur höfund- urinn Jón Þ. Þór að hún eigi að vera nokkuð jafnt gagnleg fyrir alla ald- ursflokka, því að þar er greint jafnt frá einföldustu undirstöðuatriðum og farið út í að útskýra ítarlega margvíslegar byrjanir og fléttur. Höfundur kveðst hafa samið bók- ina, þar sem nú sé nokkur vöntun á slíkri bók í tómstundastarfi og nám- skeiðum, því að eldri bækur em uppseldar. Saman við kennsluna er blandað ýmsum upplýsingum um sögu skák- íistarinnar, sýndar og útskýrðar skákir fremstu meistara á ýmsum tímum, gerð yfirlit yfir heimsmeist- arakeppni og Ólympíuskákmót frá upphafi og sagt frá þátttöku íslend- inga í þeim, sem og yfirlit yfir ís- landsmeistara frá upphafi. Bókin Skák og mát! er 144 bls. og skiptist í 35 kafla. Auk ítarlegra lýs- inga á skákbyrjunum, baráttu um miðreiti, sóknum og yfirburðum á væng og hinum ólíku endatöflum, er þar að finna skákasöfn og skák- þrautir. í bókinni eru um 125 stöðu- myndir, unnar með nýrri tækni í Jón Þ. Þór. tölvum, miklu skýrari en venjulegt er. Bókin er unnin í G.Ben Prent- stofu. Kápu gerði Jean Posocco, frankur listamaður búsettur hér á landi. (Fréttatilkynning) Ný kennslubók í efnafræði Mál og menning hefur gefið út bókina Almenn efnafræði II — Efnahvörf, eftir Hafþór Guðjóns- son. Bókin er ætluð til efnafræði- kennslu í framhaldsskólum og er sjálfstætt framhald af bókinni Al- menn efnafræði — Efriin og um- hverfið, sem Mál og menning hef- ur áður gefið út. Megininntak bókarinnar er efría- hvörf og útreikningar sem þeim tengjast. Höfundur leitast við að tengja efnafræðina sem best við atriði úr nánasta umhverfi nú- tímafólks. Grunnhugtökin, sem bókin fjallar um, eru iðulega skýrð í sögulegu ljósi, þannig að nem- endur fá nokkra innsýn í sögu efnafræðinnar. Bókin er búin ara- grúa verkefna og lausnimar em birtar í bókarlok. Með því að leysa verkefnin jafnóðum geta nemend- ur sjálfir sannreynt hvort þeir hafi náð tökum á efninu. Fjölmargar skýringarmyndir em í bókinni og ýmsar gagnlegar töflur er að finna í sérstökum viðauka. Bókin er 204 bls., unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Þorgerður Hlöðversdóttir vann flestar skýr- ingarmyndirnar. (Fréttatilkynning)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.