Tíminn - 27.10.1993, Page 9

Tíminn - 27.10.1993, Page 9
Miðvikudagur 27. október 1993 Tíminn 9 DAGBÓK Karlakórinn Fóstbræóur í tónleikaferó um Vesturland Karlakórinn Fóstbræður heldur í tónleikaferð um Vesturland um naestu helgi, 29.-31. október. Kórinn mun halda fema tónleika á nokkmm stöðum á Vesturlandi þessa daga. Fyrstu tónleikar kórsins verða í Dalabúð, Búðardal, föstudaginn 29. október kl. 20.30 og á laugardag 30. október syngur kórinn í Ólafsvíkurkirkju kl. 15 og í Stykkishólms- kirkju kl. 20.30. Síðustu tónleikar kórsins á þessari söngferð verða í Logalandi, Borgarfirði, kl. 16 á sunnudag, en þeir tónleikar eru á vegum Tónlistarfélags Borgaríjarðar. Stjómandi Fóstbræðra er Ámi Harðarson píanóleikari, en hann hefúr stýrt kómum undanfarin ár. Undirleikari kórsins í ferðinni er Bjami Þ. Jónatansson, píanóleikari og tónlistarkennari við Nýja Tónlistarskólann. Að þessu sinni er einnig með í för kórsins Þorgeir J. Andrésson óperusöngvari, en hann syngur einsöng með kómum og einnig flytur hann nokkur einsöngslög við undirleik Bjama. Auk Þorgeirs syngja nokkrir kór- félagar einnig einsöng með kómum. Efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt, bæði af sígildum íslenskum karlakórslögum sem og af efni eftir erlenda höfunda. Kórinn mun m.a. flytja nokkur lög úr kvikmynd- inni „Karlakórinn Hekla", en Fóstbræður lögðu til allan söng „kórsins" í myndinni. Breiðfhröingafélagiö Félagsvist á morgun, fimmtudag 28. október, kl. 20.30 f Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir. Áttunda Náttúruvemdarþing Athygli er vakin á að áttunda Náttúru- vemdarþing verður haldið á Hótel Loft- leiðum 29. og 30. október. Á þinginu verður lögð fram skýrsla um störf Nátt- úruvemdarráðs 1991-1993 og drög að stefnu f náttúruvemd, sem Náttúm- vemd Ieggur fram sem umræðugrunn á þinginu. Þingsetning er kl. 9 f.h. þann 29. októ- ber og að henni lokinni (kl. 9.15) mun umhverfisráðherra flytja ávarp. Þá er vakin athygli á ræðu formanns og fram- kvæmdastjóra Náttúruvemdarráðs og gestafyrirlesara. Fyrirfestur viö KHÍ Fimmtudaginn 28. október kl. 16.30 mun Keith Humphreys, lektor við Uni- versity of Northumbria í Englandi, flytja fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnun- ar Kennaraháskóla íslands. Fyrirlestur- inn nefnist JVppraisal: Evaluating the practlce and development of teachers". Þar fjallar Humphreys um mat á starfi kennara til mats á eigin starfi og leggur þær niðurstöður til grundvallar í fyrir- Iestri sínum. Fyrirlesturinn verður í stofu M-201 í Kennaraháskóla íslands og er öllum op- inn. Tónleikar í Borgarneskirkju Fimmtudaginn 28. október heldur TVio Borealis tónleika í Borgameskirkju. Flutt verður tríó op. 11 eftir Beethoven, klarínettusónata eftir Francis Poulenc, Adagio og allegro fyrir selló og píanó eft- ir Schumann og tríó op. 115 eftir Brahms. TVio Borealis skipa þau Einar Jóhannes- son klarínettuleikari, Richard Talkowsky sellóleikari og Beth Levin píanóleikari. Þau hafa nú leikið saman f þrjú ár og haldið tónleika á íslandi, meginlandi Evrópu og Bandaríkjum Norður-Amer- fku við ágætan orðstír. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Fyrsti ráösfundur ITC m. Ráð ITC á íslandi heldur fyrsta ráðs- fund starfsársins laugardaginn 30. okt nk. kl. 10 árdegis á Hótel Sögu, A-sal. ITC-deildin Eik Reykjavík skÍDuleggur fúndinn, sem er öllum opinn. Á dagskrá er m.a. athyglisverð kynning á nýrri tækni, „Alexanderstækni". Forseti III. Ráðs starfsárið 1993-1994 er Jóm'na Þ. Stefánsdóttir ITC Fífu og í III. Ráði eru starfandi sex deildir. Upplýsingar veitir umsjónarmaður fundarins, Svava Gísladóttir, eftir kl. 17.30 í sfma 682352 og Jónína Amdal í síma 687275. Listasafn íslands: Tvehn sýningum lýkur um helgina Sýningum á grafíkverkum Braga Ás- geirssonar og safni Markúsar ívarsson- ar, sem nú standa yfir í Listasafni (s- lands, lýkur sunnudaginn 31. október. Aðsókn að sýningunum hefur verið mjög góð og hafa fjölmargir nýtt sér kynningu félaga f íslenskri grafík, samtökum ís- lenskra grafíklistamanna, sem annast sýnikennslu á hinum ýmsu hliðum graf- fldistarinnar í fyrirlestrasal safnsins á sunnudögum. f veitingastofu safnsins hefur verið komið fyrir nýjum grafíkverkum eftir Braga, og em þar á boðstólum fjöldi nýrra smárétta og gómsætar tertur. Listasafn íslands, sýningarsalir og veit- ingastofa, er opið kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. Bókasafn Listasafnsins er opið frá þriðjudegi til föstudags kl. 13- 16. Eina eiginkona Raymonds Burr skildi viö hann: Hann var hommi! Nýlega dó Raymond Burr, sá sem frægastur varð fyrir að leika Perry Mason áratugum saman, og var þá auðvitað farið að gramsa í 76 ára fortíð hans. Þar kom fram að hann hefði verið þrígiftur og eignast einn son. Fyrsta og þriðja konan hefðu dá- ið, en skilnaður bundið enda á hjónaband nr. 2. Eftirlifandi fyrrum eiginkona Burrs er Isabella Ward, 73ja ára. Hún býr í Delaware ásamt 100 ára gamalli móður sinni. Isabella Ward kynntist Raymond í Hollywood þar sem hún var að leita frægðar í kvikmyndum rétt eins og hann. Frægðin lét hins vegar ekki sjá sig og hún fór aftur til heimahaga eftir misheppnað hjónaband sem henni er óljúft að tala um. „Það var strax eftir að við gift- um okkur,“ segir Isabella. „Hann átti ungan vin og það var augljóst hvernig í pottinn var búið.“ Á þeim tíma gekkst Ieikari á frama- braut ekki við því að hann væri samkynhneigður. Síðar á ævinni fór Raymond ekki dult með það og síðustu 30 ár ævinnar bjó hann með Robert Benavides. En brúðurin unga gat ekki sætt sig við að deila brúðguma sínum með öðrum og það karlmanni, svo að hún yfirgaf mann sinn með það sama. Isabella segist hafa verið eina eiginkona Burrs. Hinar tvær, sem nefndar eru til sögunnar, nafn- greindar og ártöl talin upp til sönnunar, hafi verið hugarfóstur kvikmyndafélaganna. En sá til- búningur hafi tekist vel og nú sé haft fyrir satt í ævisögum Raym- onds Burr að hann hafi gifst fyrstu eiginkonunni, Annette Sutherland, sem síðar týndi lífi í flugvél við Portúgal sem nasistar skutu niður 1943 (breski leikar- inn Leslie Howard á að hafa verið í sömu flugvél) og þau hafi eign- ast saman son. Þriðja eiginkon- an, Laura Morgan, hafi dáið úr Raymond Burr. krabbameini 1955. En hann hafi skilið við eiginkonu nr. 2, leik- konuna Isabellu Ward. Isabella Ward er oröin 73 ára og hefur þagað yfir skammvinnu hjónabandi sfnu og Raymonds Burr (Perry Mason) 145 ár. Nú hefur hún fengist til aö segja frá ástæðu skiln- aöarins. 10. janúar 1948 voru þau gefin saman í hjónaband, Isabella Ward og Raymond Burr. Athöfnin var látlaus, fór fram á heimili systur Raymonds, og gestirnir fáir. Hjónabandiö var skammvinnt og 1952 gekk löglegur skilnað- urígildi. ÞÆR SETTU SVIP Á 20. ÖLDINA MARIA CALLAS Maria Callas, hin fræga óperu- stjarna, fæddist í New York 1923. Foreldrar hennar voru grískir. Hún stundaði nám við tónlistarháskólann í Aþenu og kom fram í La Gioconda í Ver- ona 1947 þar sem hún vann þegar stórsigur. Þaðan hélt hún áfram að heiila óperuunnendur um allan heim með gallalausri kólóratúrrödd og fjölbreyttu efnisvali. Hún sameinaði ein- staka sópranrödd og tilfinningu fyrir því harmræna, og átti sínar stórkostlegustu stundir í sýn- ingu La Scala á La Traviata 1955. Því miður tóku kröfúmar um einkalíf fyrir opnum tjöld- um, endalausar söngæfingar og megrunarkúrar allt saman toll af rödd hennar og stöðvuðu á endanum tónlistarflutning hennar. Maria Callas dó 1977. A myndinni er „La Callas" í sjón- varpsupptöku árið 1959. í speoli Timans

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.