Tíminn - 02.11.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.11.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími Tímans er 618300 NYTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VOLVUFELL113-SlMI 73655 POSTFAX TIMANS Ritstjóm: 61-83-03 Auglýsingar: 61-83-21 Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓV. 1993 jr Samkomulag að nást í deilum Islands og EB um landbúnaðarmál Islandi heimilt að leggja verðjöfnunargjöld á kjöt Að mestu hefur veríð gengið frá samkomulagi milli EB og fslands um landbúnaöarkafla EES-samningsins. Samkvæmt samkomulag- inu verður islandi heimilt aö leggja verðjöfnunargjöld á unnar kjöt- vörur. Halldór Blöndal landbúnaöarráðherra segist vera ánægður með gang viðræðnanna og segist gera ráö fýrír að lausn finnist á þeim ágreiningsefnum sem enn eru óleyst. Landbúnaðarráðherra u pplýsti þetta á Alþingi í gær í svari við fyrirspum frá Jóni Helgasyni al- þingismanni. Utanríkisnefiid Al- þingis fjallaði um málið f morg- un og gerði ekki athugasemdir við gang viðræðnanna. Eitt helsta ágreiningsefni í við- ræðum íslands og EB um land- búnaðarmál hefur verið hvort ís- lendingar mættu leggja verð- jöfnunargjöld á unnar kjötvörur sem fluttar yrðu inn til landsins. EB hefur haldið því fram að við mættum ekki leggja þessi gjöld á vegna þess að þau hafa ekki verið lögð á þessar vörur fyrir 1. janú- ar 1992. ísland hefur aldrei lagt verðjöfnunargjöld á unnar kjöt- vörur, einfaldlega vegna þess að bannað hefur verið að flytja þær inn til landsins. EB hefur boðist til að slá nokkuð af kröfu sinni gegn því að EFTA-ríkin fallist á þessa viðmiðunardagsetningu að öðru leyti. Landbúnaðarráð- herra sagðist telja að hagsmunir okkar væm tryggðir hvað þetta varðaði, en hann tók þó fram að endanlegur texti lægi ekki fyrir. Annað deilumál er hvort heim- ilt verði að leggja verðjöfnunar- gjöld á vömr sem innihalda tak- markað magn af kjöti. EB vildi ekki sætta sig við að EFTA-ríkin hefðu heimild til að leggja slík gjöld á nema að kjötinnihaldið næmi a.m.k. 10% af viðkomandi vöm. ísland og Noregur hafa viljað halda sig við 1% viðmiðun. Nú hefur talsmaður EFTA lagt til 4% mörk, en það mun samsvara 2-3% kjötinnihaldi samkvæmt eldri reiknireglu. Landbúnaðar- ráðherra sagðist telja að íslend- ingar ættu að geta sætt sig við þessa málamiðlunartillögu að því tilskildu að heimild okkar til Ríkið á um 6,2ja milljarða eign í bókhaldi en... Úr hægri vasa í þann vinstri „Sérstök athygli skal vakin á því að meðal eigna ríkissjóðs eru færðar kröfur (alls 6,2 milljarð- ar) sem líklegt má telja að ríkis- sjóður gefi eftir á komandi ár- um... Segja má að ríkissjóður færi í reynd til eignar kröfur á sjálfan sig þar sem ljóst er að við- komandi aðilar geta ekki greitt umræddar skuldir nema með framlagi úr ríkissjóði," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ársreikninga. Umræddar kröfur eru vegna lána til ferjukaupa Herjólfs hf., Skallagríms hf., Flóabátsins Baldurs hf., Djúpbátsins hf., Hríseyjarhrepps og svo síðast en ekki síst til flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar. í heild nema þessar kröfur um 6,2 milljörðum króna. Ríkisendurskoðun telur að óeðlilegt sé að færa slíkar kröfur til eignar hjá ríkissjóði þó svo að fyrirhugað sé að greiða þær með sérstökum framlögum á fjár- lögum. - HEI verðjöfnunar vegna kjötinni- halds yrði ótvíræð og engum skilyrðum háð að öðru leyti. ísland hefur gert þá kröfu að við útreikning verðjöfnunar mjólk- urafurða skuli miðað við niður- greitt eða óniðurgreitt verð á mjólkurfitu og mjólkureggja- hvítu eftir því sem við á hverju sinni. Þetta hefur enn ekki feng- ist viðurkennt, en EB hefur hins vegar lagt til að heimilt verði að nota tvenns konar verð á smjöri og segir landbúnaðarráðherra það gefa vísbendingu um að lausn náist um þetta atriði sem hafi mikla þýðingu fyrir íslenska hagsmuni. -EÓ Vinningstölur 30. okt 1993 (t) '37)( 29)(É?f (8) VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 | 1 2.262.803 O C 2. 4af5>®A 5 78.613 3. 4al5 71 9.549 4. 3al5 3.150 502 Heildarvinnirsqsupphæö þessaviku: kr. 4.915.153 BIRGIR upplýsingar:Símsvari91 -681511 lukkulína991002 ERLENDAR FRETTIR... DENNI DÆMALAUSI SARAJEVO — Stjómartier Bosnfu- múslima sagöi friöargæsluliöum S.þ. I gær aö deildir úr hemum heföu skotiö til bana 19 hermenn Króata sem geröu flóttatilraun eftir aö þeir voru teknir til fanga I bardögum I miöhluta Bosnlu. Sameinuöu þjóöirn- ar hófu aftur hjálparflutninga I lofti til Sarajevo eftir aö hafa lagt þá niöur vegna árásar á áhafnir sem vom aö lesta flugvél. Alþjóöa Rauöi krossinn skýrði frá eyöileggingu og ringulreiö á Vares-svæöinu, sem aöallega er byggt Króötum, en þar em flótta- menn svo þusundum skiptir, aö mestu leyti múslimar, aö reyna aö bjarga llfi slnu með flóttanum. BRUSSEL — Maastricht-samningur Evrópubandalagsins um nánari ein- ingu Evrópu tók hljóölega gildi I gær. Samningurinn markar nýtt tímabil I sögu EB, þar sem með honum er nýr „evrópskur borgararéttur" I reynd kominn á og fram sett ný metnaöar- full markmiö um aö stofna til eins gjaldmiöils fyrir aldariok og sameigin- leg utanrikis- og öryggisstefna veröi tekin upp. DJAKARTA — Rússneski skák- meistarinn Anatoly Karpov vann hinn opinbera heimsmeistaratitil I skák I gær meö jafntefli 121. skákinni gegn Jan Timman ftá Hollandi. Hann gagnrýndi slöan landa sinn Gany Kasparov og Nigel Short frá Eng- landi, en óopinbert heimsmeistara- einvlgi þeirra hefur klofiö skákheim- inn I tvennt. CAPE CANAVERAL, Flórlda — Geimskutlan Kólumbía lenti I gær i Kalifomiu meö sjö geimfara og farm af tilraunarottum eftir 14 daga leiö- angur til læknisfræöilegra rannsókna, en þaö er lengsta úthald Bandaríkja- manna úti I geimnum. TBILISI, Georgíu — Stjómvöld Ge- orglu sögöu I gær aö stjómartierinn heföi rekiö uppreisnamienn úr bæn- um Senaki I vesturhluta landsins, frá mikilvægum vegi og jámbrautamiót- um, og Eduard Shevardnadze þjóö- arieiötogi aftók aigeríega málamiölun viö óvini slna til aö binda enda á borgarastyrjöldina. BELFAST — Irski lýöveldisherinn (IRA), sem hefur barist gegn yfirráö- um Breta á Noröur-lrlandi, sagöist I gær standa aö baki þvl aö særa lög- reglumann, en myndi ekki grlpa til hefndarráöstafana eftir aö mótmæl- endur drápu 7 kráargesti á hrekkja- vöku. RÓM — Italir voru sorgmæddir I gær, þegar þeir hófu undirbúning aö þvl aö kveöja hinstu kveöju kvikmynda- leikstjórann Federico Fellini, stór- menni i kvikmyndaheiminum sem andaöist á sunnudaginn. KAÍRÓ — Herskái múslimahópurinn Jihad sór i gær aö drepa átta eg- ypska foringja I hemum fyrir aö dæma 38 múslimska aögeröasinna til dauöa á liönu ári fyrir aö reyna aö steypa ríkisstjóm Hosni Mubarak for- seta. MOGADISHU — Robert Oakley, sér- stakur sendiboöi Bandarikjanna, var væntanlegur til Sómallu I gærtil aö reyna aö finna sameiginlegan gnjnd- völl fyrir Mohammed Farah Aidid strlösherra og Sameinuöu þjóöimar og 28.900 manna her þeirra til aö tryggja aö vopnahlé haldist. TÚNIS — Frelsissamtök Palestlnu- manna og Egyptar fyrirhuga aö gera sameiginlegan fluqvöll á Gaza-svæö- inu undir hemámi Israela meö flug- brautum I Slnai-eyöimörkinni I Egypta- landi, aö sögn embættismanna PLOI gær. TABA — Israelar hófu á ný viöræöur viö PLO um smáatriöi I sögulegu sam- komulagi þeirra og lögöu I gær fram uppdrætti þar sem dregnar em llnur um brottflutning ísraelskra hermanna sem á aö hefjast eftir sex vikur. TÓKÝÓ — Michiko, keisaraynja Jap- ans, gat I gær ekki enn talaö, 12 dögum eftir aö hún var slegin tor- kennilegum sjúkdómi sem sagöur var stafa af „djúpri sorg“, aö sögn hallar- lækna. X n „Það getur vel veríð að hann meini það sem hrós, en ég kærí mig ekkert um að vera kölluð fröken Alvitur. “

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.