Tíminn - 02.11.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.11.1993, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 2. nóvember 1993 Tíminn 13 Frú samlestri i Evu Lunu. Jólaverkefni Leikfélags Reykjavíkun Eva Luna efftir Isabel Allende Æfingar eru nú hafnar á jólaverkefni Leikfélags Reykjavíkur, Evu Lunu, leikriti með söngvum. Frumsýning verður á stóra sviði Borgarleikhússins milli jóla og nýárs. Þetta verður viðamesta sýning leikársins og í henni taka þátt á fjórða tug leikara, dansara og hljóðfæraleikara. Höfundar leikritsins, sem unnið er upp úr skáldsögu Isabel Allende, eru þeir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson. Tónlistina semur Egill Ólafsson, en útsetningar eru eftir Ríkarð Öm Pálsson, sjö hljóðfæraleikarar annast undirleikinn. Óskar Jónasson gerir leikmynd, en búningagerð verður í höndum Guðrúnar S. Haraldsdóttur og Þór- unnar E. Sveinsdóttur; alls munu um 250 búningar verða í sýningunni. Lýsingu hann- ar Lárus Bjömsson, en hreyfingar og dansa semur Mikhaela von GeggenifeldL Hljóm- sveitarstjóri í sýningunni er Ami Scheving. Aragrúi hlutverka er í verkinu og fara margir leikarar með fleiri en eitt hlutverk. Titilhlutverkið er í höndum Sólveigar Am- ardóttur, en í öðmm aðalhlutverkum em þau Edda Heiðrún Backman, Þór Tulinius, EHert Ingimundarson, Egill Ólafsson og Pétur Einarsson. Kjartan Ragnarsson setur Evu Lunu á svið. Skáldsaga Isabel Allende var gefin út í íslenskri þýðingu Tómasar R. Einarssonar árið 1989 og hefur síðan komið út í fjölda prentana á íslensku. Bækur hennar hafa reynst einstaklega vinsælar meðal fslenskra lesenda, en alls hafa fjögur af verkum hennar komið út á íslandi. Nýlega var Hús andanna kvikmynduð og á liðnu sumri var sú saga leikgerð fyrir enskt leiksvið. Fátítt er að Isabel heimili sviðsgerðir af sögum sínum og er það mikill heiður fyrir Leikfélag Reykjavíkur að hún skuli hafa heimilað þessa leik- gerð. Eva Luna er kynblendingur og alin upp á trúboðsstöð. Hún missir ung móður sína og er komið fyrir í visL Sagan rekur síðan hrakninga hennar um samfélag í Suður-Amer- íku og kynni hennar af ógleymanlegu fólki af háum stigum og iágum og kostulegum uppátækjum þess. Allstaðar skín hlýleg kímni í gegnum frásögnina, náttúran blómstr- ar þótt hún sé barin með lurk og Isabel kann að semja sögu sem heldur áhorfandanum í spennu uns yfir lýkur. Kjartan Ragnarsson og félagar hafa unnið að undirbúningi Evu Lunu í hartnær ár og væntir Leikfélagið að þessi litríka og spennandi saga öðlist langlífi á sviði Borgarleik- hússins á nýju ári. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Leshópur um Sturlungu kl. 17 í dag í Risinu. Sigvaldi stjómar þriðjudags- hópnum kl. 20 f kvöld. Kvenfélag Bessasta&ahrepps heldur fund kl. 20.30 í kvöld í íþrótta- húsinu. Fyrirlestur, græna fjölskyldan, kaffiveitingar. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 á kirkjuloftinu. Kynntar verða vörur ffá Klassý og kaffi drukkið. Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. Opinn fundur um ffamboðsmál: Ungt fólk krefst árangurs! Á morgun, miðvikudaginn 3. nóv., mun verða haldinn opinn fundur með fulltrú- um þeirra stjómmálaafla sem nú þegar hafa boðað framboð til borgarstjómar, gegn meirihluta Sjálfstæðisflokksins. A fundinum verður afstaða manna til sameiginlegs framboðs rædd og leitað leiða til að tryggja raunverulegan árang- ur félagshyggjuaflanna. Til fundarins er boðað af vaxandi hópi ungs fólks, sem að undanfömu hefur lát- ið til sín taka í framboðsmálum til borg- arstjómar og vinnur að sameiningu framboða gegn Sjálfstæðisflokknum. Ungt fólk er sérstaklega velkomið á fundinn, en hann er opinn öllum og hefst klukkan 20.30 á Komhlöðuloftinu, bakhúsi veitingahússins Lækjarbrekku við Bankastræti. Byttingarmynd Eisensteins sýnd 7. nóvember „Október", hin fræga kvikmynd Sergeis Eisenstein um verkalýðsbyltinguna í Rússlandi 1917, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag 7. nóv- ember kl. 16. Kvikmyndin var gerð f til- efni 10 ára afmælis byltingarinnar, byggð á frægri bók eftir bandaríska blaðamann- inn John Reed, „Tíu dagar sem skóku heiminn", og frumsýnd í ársbyrjun 1928. Þetta var þögul kvikmynd, en síðar var hún hljóðsett og samdi þá Dimitri Sho- stakovitsj tónlist við hana. Er myndin sýnd í þeirri útgáfú í MÍR og með skýr- ingum á dönsku. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill. Astkær systir okkar Málfríður Þorkelsdóttir dvaiarheimilinu Höfða áöur Háholti 30, Akranesi sem lést 23i október verður jarðsungin frá Safnaöarheimilinu Vinaminni fimmtudaginn 4. nóvember kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, eru beönir aö láta dvalarheimiliö Höföa njóta þess. Sigríður Þorkelsdóttir Jón Þorkelsson -----------------------------------------------------------/ Hún var vinkona Grace Kelly — er nú heimilislaus Hún var ein nánasta vinkona Grace Kelly, ein sex brúðarmeyja þegar brúðkaup Grace og Rainiers fursta var haldið í Mónakó 1956. Grace skírði eldri dóttur sína í höfuðið á henni, elstu vinkonu sinni, Caroline. Og Grace var guð- móðir eldri dóttur hennar. Carolyn Scott Reybold var fræg, falleg og dáð fyrirsæta sem birtist reglulega á forsíðum tískublaða og allir vildu vera með henni. Undan- farin 20 ár hefur Carolyn Reybold hvergi átt heima. Núna heldur hún til í skýli fyrir heimilislausa í New York. Hún hefur sjálf valið þennan kost eftir að hafa orðið fyrir ýms- um áföllum í lífinu, konan sem virtist fá bandaríska drauminn uppfýlltan í vöggugjöf. Carolyn fór frá heimabæ sínum, smábæ í Ohio, eftir að hafa unnið verðlaun í fyrirsætukeppni, og kom sér fyrir á hóteli fyrir ungar konur sem voru að feta sig áfram á framabraut. í þeim hópi var ung og efnileg Ieikkona, Grace Kelly, og þær urðu bestu vinkonur. Þær Carolyn í fínum félagsskap á frumsýningu á Broadway 1954. Lengst t.v. er maöur hennar, Malcolm Reybold, tískuhönnuöurinn Oleg Cassini sem var tm- lofaöur Grace Kelly um skeiö, þáverandi filmstjarna og veröandi furstynja Grace Kelly og Carolyn Scott Reybold, eftirsótt fyrirsæta og feguröardís. v ‘ urðu nokkuð samferða á framabrautinni og sólin skein í heiði. Carolyn giftist auglýsingaforstjóranum Malcolm Reybold 1949. Hann var næstum 20 árum eldri en hún, en sagði aldursmuninn ekki vera nema 12 ár. Þetta var upphafið að óheilindum hans, sem hún átti sífellt verr með að þola og leit Ioks svo á að hann hefði bara viljað nota sér vináttu hennar við prinsessu. Þau skildu fyrir um 30 árum. Dætumar í hjónabandinu urðu þrjár, en ein þeirra fórst uppkomin í bflslysi. Þá var móðir þeirra þegar orðin altekin trúarrugli, hafði tapað öllu sínu fé á hlutabréfamarkaði; reyndar grunaði fjölskyldu hennar að hún hefði gefið það útvarpstrúboðum. Heilsan versnaði og Carolyn ákvað að hætta að búa hjá dóttur sinni og leita skjóls í skýli kaþólikka fyrir heimilis- lausa. Þá leituðu dæturnar til furstynjunnar í Món- akó. „Hún bauðst til að gera allt sem í hennar valdi stæði. En þá dó hún,“ segir önnur dóttirin. Carolyn fæst ekki til að snúa aftur til fyrra lífs. En hún heldur góðu sambandi við dætur sínar og önnur brúðarmeyjanna í Mónakó hefur þær fréttir af henni að hún fylgist vel með menningarviðburðum í New York og kvarti aldrei undan örlögum sínum. Carolyn Scott Reybold eyðir miklum tíma í skrúð- görðum New York-borgar og kirkj- 120 árhefur um- Hún er engum háð og hefur Carolyn Scott fundið frelsi í veröld sem krefst þess Reybold ráfaö ekki af henni að hún lagi sig að við- um göturnar tekinni hegðun góðborgarans. meö því sem næst aleiguna f .... , pinklum sínum. Hún viröist ekki hafa áhuga á að snúa aftur til fyrra lífs. Carolyn Scott var ein besta vinkona Grace Kelly. Hér þarf brúöurin Grace Kelly aö laga hatt brúöarmeyjar sinnar, Carolyn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.