Tíminn - 27.11.1993, Qupperneq 1

Tíminn - 27.11.1993, Qupperneq 1
Laugardagur 27. nóvember 1993 77. árgangur Verð í lausasölu 125 kr. FREKAR ÁSTKONA EN RITSTJÓRI - HELGARVIÐTAUÐ -sjá síðu 3 ÓENDANLEGT BASL AÐ KÓMA YFIR SIG ÞAKI - HÚSALEIGUBÆTUR ERU KRAFA UNGS FÓLKS -sjá síðu 5 ÍTALSKA KNATTSPYRNAN -sjá síðu 6 ÚTGERÐIN HUNS- AR ÁTAKK) JSLENSKT, JÁ TAKK" OG FLYTUR SKIPA- SMÍÐAR ÚR LANDI -sjá síðu 7 SKANDIA KEYPTI STOLIN HLUTABRÉF ÚR DÁNARBÚI -sjá baksíðu LOGNIÐ UNDAN STORMINUM - ÓVEÐRIÐ -sjá baksíðu ÚTFLUTNINGS- LEIÐIN, NÝ LEHE) í ATVINNUMÁLUM RÆDD Á ELLEFTA LANDSFUNDI ALÞÝÐUBANDA- LAGSINS -sjá síðu 4 Nú er rétt vika þar til spilavíti með spilakössum Háskóla Islands verða opnuð. Veitingamenn hafa lagt út í miklar og kostnaðarsamar breytingar þrátt fyrir að enn sé nart deilt um hvort vítisvélarnar séu löglegar eða ekki. Tímamynd Ámi Bjarna Samningur um skiptingu hagnaðarins ólöglegur Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður segir að samningur Há- skóla íslands annars vegar og Rauða krossins og annarra samtaka hinsvegar, standist ekki lög um happdrætti Háskóla íslands. Þá segir hann rekstur spilakassanna bijóta gegn hegningarlögum. Háskólaráð hefur leitað eftir lögfræðiáliti um hvort dómur sem féll árið 1949 hafi fordæm- isgildi í þessu máli, en Svein- bjöm Björnsson háskólarektor segir rekstur spilakassanna byggðan á breytingu á lögum um Happdrætti Háskólans frá 1986. Lagagreinin hljóðar svo: „Dómsmálaráðherra er ennfrem- ur heimilt að veita Háskóla ís- lands einkaleyfi til rekstrar skyndihappdrættis með peninga- vinningum og peningahapp- drættis sem ekki yrði rekið sem flokkahappdrætti. Ágóða af rek- stri þessa skal varið tU starfsemi Háskóla íslands svo sem segir í E-Iið fyrstu málsgreinar.' Hróbjartur Jónatansson hrl. segist ekki geta séð að spUakass- arnir samræmist almennri skil- greiningu happdrættis. Hann segir að túlka verði happdrættis- lögin þröngt og þá út’frá ákvæð- um hegningarlaga. „Fjárhættu- spil er bannað skv. hegningar- lögum og ég get ekki séð að starfsemi spilakassana samrýmist 183. grein hegningarlaganna um fjárhættuspU.' Hróbjartur segir ennfremur að Háskólinn hafi einkaleyfi til reksturs peningahappdrættis í landinu og það sé samkvæmt lögunum ekki framseljanlegt. Því sé samningur Háskólans við önnur félög um skiptingu ágóð- ans ólöglegur. „Ágóðinn á allur að fara tU Há- skólans og hann getur ekki gert samning við hvern sem er um framsal hans. Þá má spyija hvort öU fjársöfnun, hvaða nafni sem hún nefnist, falli undir happ- drættislög.' -PS Byggðastofnun vill 300 millj. í atvinnulíf á Vestfjörðum Rfkisstjómin tekur afstöðu til tiUagna Byggðastofnunar á þriðjudaginn Byggðastofnun hefur farið fram á það við ríkisstjórnina að hún veiji 300 mUljónum króna tU að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. Ríkisstjómin ræddi málið á fundi sínum í gær. Stefnt er að því að stjómin taki formlega afstöðu tU málsins á þriðjudaginn. Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar, segir að Byggðastofnun hafi enga mögu- leika á að bregðast við vanda at- vinnulífs á Vestfjörðum án at- beina stjórnvalda. Þess vegna hafi stjóm stofnunarinnar skrifað ríkisstjóminni bréf þar sem staða málsins sé skýrð og beint á tUlög- ur til úrbóta. Hann vildi ekki upplýsa hvað fælist í bréfi Byggðastofnunar, en samkvæmt ömggum heimildum Tímans fer Byggðastofnun fram á að ríkis- stjómin veiti 300 mUljónir tU að styrkja atvinnuh'f á Vestfjörðum. Atvinnuh'f á mörgum þéttbýlis- stöðum á Vestfjörðum á í mikl- um erfiðleikum. Nægir að minna á BolungarvUc, BUdudal, Flateyri, Þingeyri, Tálknafjörð og fleiri staði. Tillögur Byggðastofnunar ganga út á að veija atvinnulíf á þessu stöðum frekari áföUum. í bréfi Byggðastofnunar er bent á þá staðreynd að frá árinu 1971- 1992 hafa 3.152 menn flust frá Vestfjörðum umfram aðflutta, en þessa flutninga megi beint og óbeint rekja til erfiðleika í at- vinnumálum. Atvinnuleysistölur, en atvinnuleysi á Vestfjörðum hefur lengi verið um eða innan við 1%, gefi því ekki rétta mynd af stöðu atvinnulífs á Vestfjörð- um. Lítið sé um atvinnulaust fólk á Vestfjörðum einfaldlega vegna þess að það flytjist burt þegar það missi vinnuna. -EÓ ifi TÍMANS W RÁS f SIÐA 2 BAKSVIÐ SIÐA 12-13 0 ÚTVARP SÍÐA 16-17 Fsakamál 9 SIÐA 9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.