Tíminn - 27.11.1993, Síða 3
Laugardagur 27. nóvember 1993
Konur við
stjórnvölinn
,Við, konur, viljum stýra og
stjóma. Pótt við séum
útivinnandi vUjum við jafnframt
hafa alla þræði heimilislífsins í
hendi okkar.' Petta segir Jóhanna
Vigdís Hjaltadóttir fjölmiðlafræð-
ingur. Jóhanna Vigdís stundaði
meistaranám í blaðamennsku og
fjölmiðlafræði við háskólann í
Freiburg í Sviss. Lokaritgerð henn-
ar sem fjallaði um sjálfsmynd ís-
lenskra fjölmiðlakvenna vakti at-
hygli í landi þar sem fæstar konur
á barneignaaldri vinna úti. Fyrir
ritgerðina fékk Jóhanna Vigdís
verðlaun frá svissnesku kvenna-
samtökunum og var fyrsti útlend-
ingurinn til að fá þau verðlaun.
„Pessi verðlaun’era veitt árlega í
Sviss. Það era prófessorar við há-
skólana sem velja ritgerðir frá sín-
um nemendum og leggja þær fyrir
dómnefnd. Hún velur síðan eina
ritgerð sem fær verðlaunin. Ég
fékk þessi verðlaun árið 1992 og
það var sérstaklega stór áfangi af
því að ég var útlendingur. Þetta
var mikill heiður fyrir mig og
ánægjuleg viðbót við námið.'
Fjölmiðlakonur
óánaegðar
Ritgerð Jóhönnu Vigdísar fjaUar
um starfsstöðu og viðhorf til starfs
meðal íslenskra blaða- og frétta-
kvenna. ,Ég sendi um 260 konum
spurningalista en fékk svör frá
tæplega helmingi þeirra. Það olli
mér hálfgerðum vonbrigðum því
ég hélt að íslenskar konur væru
svo samviskusamar að þær myndu
strax setjast niður og svara mér.
Það gekk ekki alveg eftir.
Spurningamar voru margar og
mismunandi. Til dæmis spurði ég
um viðhorf þeirra til starfsins,
hvort starfið samræmdist vænting-
um þeirra, um mismunun gagn-
vart körlum, togstreitu á milli
starfs innan og utan heimilis og
fleira í þeim dúr.' Niðurstöður
rannsóknar Jóhönnu Vigdísar era
að langflestar íslenskar blaða- og
fréttakonur eru óánægðar með
starfsstöðu sína og með íslenska
fjölmiðla almennt. Þeim finnst að
of oft sé talað við sömu karlana
um sömu málefnin og að skilin á
milli einkalífs og starfs séu ekki
nógu skýr.
Togstreita milli starfa
,Það kom í ljós mikil togstreita
vegna vinnu utan heimilis og inn-
an. Við verðum að hafa í huga að
fjölmiðlar eru starfsvettvangur þar
sem konur ruddu sér braut í hefð-
bundnum karlastörfum. Stærsti
hópurinn sem ég talaði við hóf
störf eftir árið 1985 þannig að við
sjáum að þetta er ung stétt meðal
kvenna. Mikið af mínum niður-
stöðum á samt við um mörg önn-
ur störf. Það eru ákveðin vanda-
mál sem aUar útivinnandi konur
standa daglega andspænis. Stærsta
málið er auðvitað umönnun bam-
anna. Heilsdagsskólinn var mikil
framför en samt er ástandið engan
, veginn viðunandi. Það vakti mikla
athygli í Sviss að tæp 80% af kon-
unum sem tóku þátt í rannsókn-
inni eru mæður. í Sviss hætta
flestár konur að vinna úti ef þær
eignast börn og vinna ekki úti í
um tuttugu ár. í sambærilegri
svissneskri könnun vora innan við
15% af konunuin jafnframt mæð-
ur.'
Fréttamat karla
ræður
Jóhanna Vigdís segir að óánægja
kvennanna með íslenska fjölmiðla
hafi komið henni mest á óvart.
,Það var afdráttarlaus skoðun
flestra þeirra að þær væru ekki
ánægðar. Ég var spurð af því í
Sviss af hverju þær gerðu ekkert
til að breyta þessu fyrst þær væra
svona óánægðar en það er auðvit-
að ekki svo einfalt. Aðeins um
15% af konunum era yfirmenn á
sínum vinnustað og þær verða að
lúta ákveðnum vinnureglum. Rit-
stjóramir og fréttastjóramir era í
langflestum tilfeHum karlar og þeir
ráða hvað er fjallað um. Ein konan
sagði að uppástungur kvenna um
fréttaefni fengju oft lélegar viðtök-
ur hjá ritstjórunum. Þess vegna
væru margar konur hættar að
stinga upp á efnum sem þær hefðu
sjálfar áhuga á.'
Frekar ástkona
en ritstjóri
Þrátt fyrir þetta sýndu fjölmiðla-
3
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Tímamynd Ámi Bjarna.
inu Fróða en vinnur nú hjá Vöku-
HelgafeUi þar sem hún veitir for-
stöðu matarklúbbi fyrirtækisins,
Nýjum eftirlætisréttum. .Starfið
felst meðal annars í því að ritstýra
klúbbritinu og því nýtist námið
mér mjög vel.'
Verðum að velja
og hafna
Undanfarin ár hefur mikið verið
talað um bakslag í kvennabarátt-
unni. Talað er um að ungar konur
séu áhugalausar og að staða
kvenna hafi lítið batnað. Jóhanna
segir að nauðsynlegt sé að styrkja
sjálfsímynd kvenna tU að þær nái
lengra. ,Það er mín skoðun að
konur séu smámunasamari en
karlar. Þær era haldnar fullkomn-
unaráráttu á meðan karlar eru
ósmeykari við að vaða áfram.
Þetta kemur meðal annars fram í
því að jafnvel þar sem tiltölulegt
jafnræði er inni á heimilum vilja
konumar hafa alla þræði í sínum
höndum. Þær vUja stjóma uppeldi
barnanna og heimilunum. Þessu
hugarfari er auðvitað erfitt að
breyta en konur verða sjálfar að
reyna að vega og meta mikUvægi
verkefnanna til að geta skipulagt
vinnu og einkalíf. Við getum ekki
búist við að ná langt ef við verðum
að ná fullkomnun á öUum svið-
um.'
-GuSfinna B. Kristjánsdóttir
konurnar ekki mikinn áhuga á að
komast í hærri stöður innan fjöl-
miðlanna. Um þriðjungur sagðist
ekki vilja komast í stjórnunarstöðu
og um 70% telja karla vera frama-
gjarnari en konur í þessari stétt.
„Skýringar flestra eru að þær ótt-
ast að fjarlægjast blaðamennskuna
sjálfa. Þær eru ánægðar í faginu
þótt sama sé ekki hægt að segja
um starfsstöðu þeirra. Það kemur
meðal annars fram í því að konur
virðast sjaldan hætta í faginu. Þær
fara frekar á milli miðla.
Ein konan sagði í bréfi sem ég
fékk að ef hún væri barnlaus væri
hún löngu orðin ritstjóri! Þetta er
samt ekki einfalt mál því það kom
fram að að metnaður hennar
beindist frekar að því að vera góð
móðir og ástkona en ritstjóri. Hug-
takið metnaður getur þannig tekið
á sig aðra mynd í hugum kvenna
en karla.'
Þurfum konur
ó toppana
Jóhanna Vigdís segir að sér hafi
ekki komið á óvart að konunum
fyndist þær tala við sömu karlana
aftur og aftur. „Þetta er svo lítið
þjóðfélag að endurtekningar eru
óhjákvæmilegar. ímyndaðu þér
hvað það yrði mikil framför ef
konur kæmust í stöðu fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasam-
bandsins, forseta ASÍ og formanns
BSRB. Það er talað við einhvern af
þessum þremur körlum í einhverj-
um miðli svo tíl daglega. Það hlýt-
ur því að vera eitt helsta baráttu-
mál okkar að koma konum í þess-
ar toppstöður í valdapíramítan-
um.'
Heit sumur og
góðir vetur
Jóhanna kom heim úr námi árið
1992. Hún er eini íslendingurinn
sem hefur numið við blaðamanna-
deUd háskólans í Freiburg en lætur
mjög vel af skólanum og dvölinni
ytra. „Það var mjög gott að vera í
Sviss. Þar fær maður heit sumur
og góða vetur. Húsaleigan er
stærsti útgjaldaliðurinn þar en
þegar maður kemur frá íslandi
finnst manni ekkert vera dýrt. Það
era tvö opinber mál í kantónunni
Freiburg; þýska og franska, og fóUc
velur á hvora málinu það lærir. Ég
er með BA-próf í þýsku frá Há-
skóla íslands og valdi þess vegna
þýskuna. Námið í deildinni er
sambland af fjölmiðlafræði og
blaðamennsku. Maður lærir líka
almannatengsl, siðfræði og sögu
og hluti af náminu er starf inni á
fjölmiðlum. Ég starfaði í nokkra
mánuði á dagblaði og eins héldu
fyrirlestra hjá okkur ritstjórar
margra stórra fjölmiðla. Fyrir fólk
sem talar þýsku er þetta mjög góð-
ur skóli. Ég held að það sé betra að
læra blaðamennsku í Evrópu en í
Bandaríkjunum því evrópskir fjöl-
miðlar era líkari okkar en banda-
rískir.'
Eftir heimkomuna starfaði Jó-
hanna Vigdís hjá útgáfufyrirtæk-