Tíminn - 27.11.1993, Síða 5

Tíminn - 27.11.1993, Síða 5
Laugardagur 27. nóvember 1993 5 Húsaleigubætur eru krafa ungs fólks Húsaleigubætur eru ein helsta krafa ungs fólks í húsnæðis- málum í dag. Fólk dvelur æ lengur í foreldrahúsum og er ein ástæða þess sú að erfiðara er að eignast þak yfir höfuðið en oft áður. Sam- kvæmt upplýsingum frá LÍN búa nú um 40% lánþega hans í for- eldrahúsum og hefur þeim fjölgað hratt undanfarin ár. Samkvæmt könnun sem framkvæmd var árið 1985 fara íslendingar seinna að heiman en ungt fólk í Danmörku og Svíþjóð. Séreignaformið er algengasta húsnæðisform á íslandi. Eftir til- komu húsbréfakerfisins getur fólk fengið lcmgtímalán til húsnæðis- kaupa fyrir allt að 65% af kaup- verði íbúðarinnar. Það þýðir að fólk þarf að eiga eða útvega sér á annan hátt 35% af verði íbúðar- innar. Ef keypt er íbúð á fimrn og hálfa milljón er því að hámarki hægt að fá húsbréf að verðmæti 3.575.000 krónur. Mismuninn eða 1.925.000 krónur verður fólk því að eiga eða útvega á annan hátt. Ýmsir hafa bent á nauðsyn þess að lánshlutfall í húsbréfakerfinu verði hækkað fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Ætía má að kraf- an um 35% eigið fé sé ein helsta orsök þess að ungt fólk ráði ekki við húsnæðiskaup. Ungt fólk sem er nýbúið í námi á flest lítið sparifé jafnvel þótt það sé í fríu húsnæði og fæði í foreldrahúsum. Þeir sem eru í þeim sporum en eru samt yf- ir tekjumörkum í félagslega kerf- inu eiga því margir þann eina kost að leigja sér húsnæði. Á ráðstefnu um húsnæðismál ungs fólks sem haldin var á mið- vikudag kom fram sterk krafa unga fólksins um að teknar yrðu upp húsaleigubætur, meðal annars til að auðvelda lei'gjendum að leggja fyrir. Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra tók undir þessa kröfu. Hún sagði að þær yrðu að veruleika, spumingin væri aðeins hvenær það yrði. Búseturéttaríbúðir eru tiltölulega nýr kostur á íslenskum húsnæðis- markaði. Innan búsetakerfisins eru þrír möguleikar sem miðast við tekjur og eignir viðkomandi. Bæði er inn að ræða félagslegan búsetu- rétt og almennan og hægt er að fá langtímalán fyrir allt að 90% af íbúðaverðinu. Innan félagslega kerfisins hefur orðið töluverð upp- bygging síðastliðin ár en samt eru félagslegar íbúðir ennþá aðeins um 9% af íbúðum á íslandi. Annars vegar er um að ræða félagslegar eignaríbúðir og hins vegar félags- legar kaupleiguíbúðir. Almenn skilyrði til að eiga rétt á úthiutun frá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur eru þijú: Að viðkomandi eigi ekki íbúð fyrir; að hann sé innan við ákveðin tekjumörk (1,7 milljónir fyrir einstakling og 2,1 milljón fyr- ir hjón) og eigi lögheimili í Reykjavík 1. júlí það ár sem sótt er um. Auk þess verður að sýna fram á greiðslugetu sem er metin hjá húsnæðisnefnd sveitarfélaga. Byggingasjóður verkamanna lánar 90% af kaupverði félagslegra eign- aríbúða þannig að útborgunin er aðeins tíundi hluti kaupverðsins. Lánin eru til 43 ára og bera 2,4% vexti. Vextimir era endurskoðaðir með vissu árabili og heimilt er að hækka þá í samræmi við breyting- ar á tekjum kaupandans. Umsókn- ir um félagslegar íbúðir eru að jafnaði mun fleiri en íbúðirnar sem eru í boði. Þeir ganga fyrir með íbúðir sem eiga við erfið hús- næðis- og/eða félagsleg vandamál að stríða. Einnig skiptir greiðslu- geta miklu máli. -GK FRÉTTASKÝRING Guðfinna B. Kristjáns- dóttir Ásdis og Tommi, sonur hennar, vilja eignast eigiS heimili Tímamynd Ami Bjarna Þrjú í ein- staklings- íbúð Asdís Elvarsdóttir er ung reykvísk móðir. Á ung- lingsárunum bjó hún með föður sínum í leigu- íbúð. Þegar íbúðin var seld ákvað hún að reyna að kaupa sér íbúð á eigin spýtur. ,Ég vildi ekki fara út á leigumarkaðinn. Mér fannst óásættanlegt að borga jafnmikið í leigu á mánuði og fólk, sem er að kaupa, borgar í afborganir. Mér fannst ég alveg eins geta fleygt peningunum. Ég átti ekki mikla peninga eða um þijú hundruð þúsund krónur sem var skylduspamaðurinn minn. Ég fékk hálfa milljón í bankalán og fann mér litla einstaklingsíbúð, um 23 fermetra sem kostaði rúmar tvær milljónir. Það hvíldu á henni 700 þúsund og restina fékk ég með húsbréfum. Þessi íbúð var ágæt fyrir mig eina en þegar ég missti vinnuna réð ég ekki við að borga af lánunum. Eina leiðin fyrir mig eftir það var að flytja heim til mömmu og stjúpa míns og leigja íbúðina mína út. Þegar hér var komið sögu átti ég von á bami og þess vegna reyndi ég ekki að leita mér að vinnu. Núna er Tommi, sonur minn, orðinn níu mánaða og við pabbi hans ætlum að reyna að stofna okkar eigið heimili. Eftir að hafa athugað nokkra möguleika höfum við ákveðið að flytja öll þijú í íbúðina mína þótt það verði sennilega frekar þröngt um okkur. Okkur datt í hug að sækja um hjá húsnæðisnefnd Reykjavíkur en þar sem pabbi hans Torruna hefur lögheimili í Kópa- vogi gekk það ekki upp. Kannski sækjum við um á næsta ári. Ég er ekki að kvarta því ég hef það mjög gott hjá mömmu en auðvitað vill maður eignast sitt eigið heimili." -GK 1STOKKHÓLMUR - Carl Bildt, forsætisráð- herra Svíþjóðar, mun eiga fund með Clinton Banda- ríkjaforseta og tíu nýbökuðum bandarískum Nóbelsverðlauna- höfum í Hvíta húsinu 1. des nk., en þá verður Bildt á heimleið frá Rússlandi og dvelur aðeins fáeinar klukkustundir á banda- rískri grund. JÓHANNESAR- BORG- S-afríski nas- istaleiðtoginn Eugene Terre Blanche hvetur stuðnings- menn sína til að stela skotvopn- um og fá eiginkonum sínum til vamar, en Nelson Mandela hef- ur spáð því að þúsundir saklauss hvíts fólks muni týna lífinu ef hvítir hægrisinnar koma af stað borgarastyijöld. .Vopnbúið kon- ur ykkar, stelið byssum ef þess gerist þörf, í nafni frelsis föður- lands okkar,' sagði Blanche. 3WOLFSBURG, Þýskalandi - Adam Opel bflaverksmiðjumar, dótturfyrirtæki General Motors, saka Volkswagen-verksmiðjum- ar um iðnaðamjósnir og að hafa fengið Jose Ignatio Lopez, þá- verandi starfsmann Opel og nú framleiðslustjóra Volkswagen, til að stela teikningum af nýrri gerð smábíla sem verið er að hanna. Samkvæmt rannsóknar- skýrslu óháðrar skoðunarstofu, sem Volkswagen afhenti frétta- mönnum í gær, er ekki hægt að finna neitt sem rennir stoðum undir þessa fullyrðingu. Ferdin- and Piech, stjórnarformaður VW, sagði við þetta tækifæri að tap samsteypunnar stefndi í um tvo milljarða marka á þessu ári og svipað af dótturfyrirtækinu Seat á Spáni. MARSEILLES Franska Iögreglan hefur handtekið 3 5 manns í Marseilles og París sem gmnaðir em um rán, morð, fjárkúgun og aðra glæpastarfsemi á frönsku Rívíerunni. Handtökurnar eru gerðar í kjölfar lögreglurann- sókna á a.m.k. 15 morðum og fjölda vopnaðra rána sl. 10 ár í S-Frakklandi, sem talin hafa verið þáttur í uppgjöri glæpa- flokka. Meðal hinna handteknu eru glæpaforingjarnir Francis Vanverberghe, sem kallaður er .Belginn", og Jacky Imbert sem kallaður er „Surtur'. 5MAASTRICHT - „Evr- ópsk flugfélög, sem ekki geta staðið undir sér, eiga ekki tilverurétt. Ríkisstjórnir, sem halda lífi í shkum félögum með því að dæla fé í rekstur þerra, hefta eðlilega endumýjun og uppbyggingu flugs í álfunni,' segir Peter Bow, forstjóri hol- lenska flugfélagsins KLM. Bow, sem situr í sérfræðinganefnd á vegum Evrópuráðsins, segir að hætta beri ríkisstyrkjum og rík- isrekstri flugfélaga og þau beri að einkavæða, enda tapi ríkis- rekin flugfélög félaga mest. 6MOSKVA - Boris Jelt- sín, forseti Rússlands, hefur varað flokka og samtök, sem taka þátt í kosn- ingabaráttunni fyrir þingkosn- ingamar í desember, við því að allur kosningaáróður gegn stefnu hans í sjónvarpi muni verða stöðvaður og frjálsum stöðvum, sem senda muni út slíkt dagskrárefni, verði um- svifalaust lokað. Mikhaíl Gor- batsjov, frv. forseti Sovétríkj- anna, lét í gær í ljósi áhyggjur sínar yfir því að lýðræði væri fótum troðið í Rússlandi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.