Tíminn - 27.11.1993, Síða 6
6
Laugardagur 27. nóvember 1993
Toppslagur í Parma
ITALSKI BOLTINN
Sævar Hrei&arsson
Á morgun fer fram 13. umferð
ítalska boltans og stórleikur á dag-
skrá í Parma. Þar fá heimamenn
meistara AC Milan í heimsókn, en
liðin eru efst og jöfn í deildinni
með 18 stig. Stöð tvö sýnir beint
frá leiknum og má búast við að
margir sitji spenntir við skjáinn.
CAGUARI-ROMA
Cagliari lék á fimmtudag gegn
Mechelen í Evrópukeppni félags-
liða í Belgíu og sigraði 1-3. Liðið
lék án þeina Josés Herrera, Franc-
escos Moriero og Francescos
Bellucci, sem allir voru í leik-
banni. Á morgun leikur liðið án
varnarmannsins Matteos Villa,
sem er í leikbanni.
Líklegt byrjunarlið: Fiori, Aloisi,
Pusceddu, Bisoli, Napoli, Firicano,
Herrera, Moriero, Valdes, Matte-
oli, Oliveira.
koma sigraði Lecce á Ólympíu-
leikvangnum um síðustu helgi og
er um miðja deild með 12 stig.
Tengiliðurinn sterki Giovanhi Pia-
centini lék ekki með vegna
meiðsla, en er nú á batavegi.
Hann hefur verið á séraefingum
ásamt miðverðinum Marco Lanna
og markverðinum Giovanni Cer-
vone, sem einnig hafa átt við
meiðsli að stríða, en vonast er til
að þeir verði allir tilbúnir í slaginn
á morgun. Sömu sögu er ekki að
segja af framheijanum Ruggiero
Rizzitelli, sem hefur ekkert æft
þessa vikuna.
Líklegt byrjunarlið: Cervone,
Garzya, Benedetti, Mihajlovic,
Lanna, Carboni, Hássler, Piacent-
ini, Balbo, Giannini, Cappioli.
INTER-JUVENTUS
Leikur Inter og Juventus á San
Siro er sjónvarpsleikur á ítah'u og
því ekki leikinn fyrr en á sunnu-
dagskvöld. Inter gerði góða ferð til
Englands á miðvikudag og lagði
Norwich í Evrópukeppni félagshða
með marki Hollendingsins Dennis
Bergkamp úr vítaspymu. Osvaldo
Bagnoh þjálfari var ánægður með
Uð sitt og sagðist ekki vilja breyta
uppstillingunni. Hann verður þó
að gera eina breytingu, þar sem
fyrirUðinn, Giuseppe Bergomi, er í
leikbanni. Inn í Uðið kemur An-
tonio Manicone, sem var í leik-
banni á miðvikudag, og Massimo
Paganin færir sig í stöðu Bergom-
is.
Líklegt byrjunarlið: Zenga, M. Pag-
anin, Orlando, Jonk, A. Paganin,
Battistini, DeU'Anno, Manicone,
Fontolan, Bergkamp, Sosa.
Juventus átti ekki í miklum erfið-
leikum með Tenerife á miðviku-
dag þegar Uðin mættust í Evrópu-
keppni félagsUða. Juve sigraði 3-0
með mörkum frá Andreas Möller,
Roberto Baggio og Fabrizio Ra-
vanelh. RavaneUi kom inn á sem
varamaður fyrir Gianluca ViaUi í
síðari hálfleik og það verður
senrúlega hlutskipti hans á morg-
un, þrátt fyrir að hann hafi skor-
að. Roberto Baggio, Dino Baggio
og Antonio Conte eiga við meiðsU
að stríða eftir leikinn, en ekki er
búist við að þeir missi af leiknum
á morgun. Angelo Di Livio er ekki
löglegur með liðinu í Evrópu-
keppni, Giancarlo Marocchi tók
stöðu hans og stóð sig mjög vel.
Líklegt byrjunarlið: Peruzzi, Porr-
ini, Fortunato, D. Baggio, Kohler,
TorriceUi, Marocchi, Conte, ViaUi,
R. Baggio, MöUer.
LAZIOGENOA
Lazio tapaði á heimavelli fyrir
Torino um síðustu helgi og var
það í fyrsta sinn sem þeir töpuðu á
heimavelU á þessari leiktíð. Paul
Gascoigne er farinn að æfa að
nýju eftir meiðsU, en ólíklegt er að
hann komi strax inn í Uðið. Bak-
vörðurinn Giuseppe Favalli
meiddist í leiknum og leikur
sennilega ekkert næstu tvær vik-
ur. Pá er varnarmaðurinn Luca
Luzardi einnig meiddur, en hann
hefur verið í léttum æfingum
þessa viku. Tengiliðurinn Diego
Fuser var varamaður um síðustu
helgi, en verður hugsanlega not-
aður sem hægri bakvörður gegn
Genoa. Eigandi félagsins, Sergio
Cragnotti, er nú í haldi lögreglu,
sakaður um að hafa greitt nokkr-
um háttsettum stjórnmálamönn-
um mútur, þar á meðal er Andre-
otti, fyrrverandi forsætisráðherra
ítaUu.
Líklegt byrjunarlið: Marchegiani,
Fuser, Bacd, Di Matteo, Bonomi,
Cravero, Winter, DoU, Boksic, Di
Mauro, Signori.
Genoa keypti Lajos Detari frá Fer-
encvaros í Ungverjalandi fyrir
skömmu, en hann fékk ekki að
spUa með Uðinu um síðustu helgi,
þar sem FIFA hefur ekki samþykkt
félagaskiptin. Ferencvaros fékk
Detari frá Ancona í sumar, en hef-
ur ekki greitt umsamið verð,
þannig að Ancona fór fram á að
salan gengi til baka. Genoa sigraði
Inter um síðustu helgi með marki
frá Gennaro Ruotolo, sem Inter
hafði áhuga á fyrir skömmu. Fyr-
irliðinn Gianluca Signorini lék
ekki með vegna meiðsla, en er nú
farinn að æfa af fullum krafti að
nýju. Það er þó óvíst hvort hann
kemur inn í liðið eftir góða
frammistöðu hins tvítuga Luca
Cavallo í miðri vöminni. HoUend-
ingurinn John van't Schip kom
inn í liðið gegn Inter og stóð sig
með miklum ágætum. Roberto
Onorati, Roberto Lorenzini og
Tomas Skuhravy áttu allir við
smávægUeg meiðsli að stríða, en
verða sennilega til í slaginn á
morgun.
Líklegt byrjunarlið: Berti, Petrescu,
Galante, Caricola, Torrente, Ca-
vallo, Ruotolo, Bortolazzi, Van't
Schip, Skuhravy, Onorati.
NAPOU-REGGIANA
Napoli var óheppið að tapa fyrir
AC MUan á San Siro um síðustu
helgi. Svíinn Jonas Them kom þá
inn í liðið að nýju eftir meiðsli og
átti stórleik. í vikunni lék Napoli
æfingaleik gegn áhugamannaliði
og sigraði 3-2. Mario Massimo
Camso skoraði tvö mörk og Fau-
sto Pari eitt, en hvomgur hefur átt
sæti í liðinu að undanförnu. Á
morgun leikur Napoli án aðal-
markvarðar síns, Giuseppes Tagli-
alatela, sem er meiddur, en Raffa-
ele Di Fusco stóð sig vel gegn AC
Milan. Pá er framheijinn Giorgio
Bresdani einnig meiddur og óvíst
hvort Eugenio Corini getur leikið
með.
Líklegt byrjunarlið: Di Fusco, Ferr-
ara, Francini, Gambaro, Canna-
varo, Bia, Di Canio, Caroso,
Fonseca, Them, Pecchia.
Reggiana virtist hafa gert góð
kaup þegar félagið fékk þá Paolo
Futre og Dorin Mateut tU liðsins.
Futre var maðurinn á bak við sig-
ur liðsins á Cremonese um síðustu
helgi, skoraði fyrra markið og
Mateut það síðara í 2-0 sigri. En
Futre varð fyrir meiðslum undir
lok leiksins og leikur sennilega
ekkert næstu þrjá mánuði. Á
morgun verður liðið einnig án
leikstjórnandans Giuseppes Sci-
enza, sem er í leikbanni.
Líklegt byrjunarlið: Taffarel, Parl-
ato, Zanutta, Accardi, Sgarbossa,
De Agostini, Morello, Esposito,
Padovano, Picasso, Mateut.
PIACENZA-FOGGIA
Piacenza mun sennilega eiga í
miklum vandræðum með Foggia á
morgun. Tveir leikmanna liðsins
eru í leikbanni og mesti marka-
skorari liðsins er meiddur. Þeir
Pasquale Suppa og Agostino Iaco-
belli eru í leikbanni vegna gulra
spjalda, og framherjinn Antonio
De Vitis hefur ekkert getað leikið
að undanfömu vegna meiðsla. Pá
hefur framheijinn Marco Ferrante
einnig verið meiddur, en vonast er
til að hann geti leikið á morgun.
Líklegt byrjunarlið: Taibi, Polonia,
Brioschi, Ferrazzoli, Maccoppi,
Lucci, Turrini, Papais, Ferrante,
Moretti, Piovani.
Foggia virðist aldrei ná að leika
leik án þess að einhver leikmanna
liðsins sé í leikbanni og á morgun
er það vamarmaðurinn Giordano
Caini sem fær það hlutskipti. En í
hans stað í liðið kemur David Bi-
anchini, sem var í leikbanni í síð-
ustu umferð. Pierpaolo Bresdani
hefur ekki æft með félögum sín-
um í vikunni vegna meiðsla, en
ætti að vera tilbúinn á morgun.
Líklegt byrjunarlið: Mancini, Nicoli,
Sjónvarpsleikur:
PARMA-AC MILAN
Parma getur stillt upp sínu sterk-
asta liði, að Belganum Georges
Grun undanskildum, en hann
leikur ekkert næstu mánuðina.
Liðinu hefur gengið mjög vel það
sem af er og varla hægt að finna
veikan hlekk í liðinu. Luca Bucd
kom frá Reggiana í sumar og hef-
ur staðið sig best allra markvarða
í deildinni, að mati ítalskra blaða.
AJlir vamarmennimir hafa verið
viðloðandi landsliðshóp ftala, og
Antonio Benarrivo er á góðri leið
með að tryggja sér stöðu hægri
bakvarðar hjá Arrigo Sacchi. Sví-
inn Tomas Brolin hefur leikið
sem tengiliður að undanfömu og
átt frábæra leiki ásamt Massimo
Crippa á miðjunni. f fremstu víg-
línu em svo Faustino Asprilla og
Gianfranco Zola. Asprilla hefur
slegið í gegn í vetur og þykir nú í
hópi bestu leikmanna heims og
Zola nýtur sín vel rétt fyrir aftan
hann. Ekkert pláss hefur verið
fyrir Alessandro MeUi í liðinu að
undanförnu og gamla kempan
Daniele Zoratto hefur haldið
honum fyrir utan Uðið.
Líklegt byrjunarlið: Bucci, Ben-
arrivo, Di Chiara, Minotti, Apoll-
oni, Sensini, Brolin, Zoratto,
Crippa, Zola, Asprilla.
AC Milan lék á miðvikudag gegn
Anderlecht í Belgíu í Evrópu-
keppni meistaraliða og gerði
markalaust jafntefli. Útlit er fyrir
að tveir þekktir leikmenn leiki
ekki oftar í treyju AC Milan.
Marco van Basten hefur átt við
erfið meiðsli að stríða og læknar
hafa tjáð honum að óráðlegt sé
fyrir hann að Ieika knattspyrnu
næstu mánuðina. Pví er talið lík-
legt að Van Basten leggi skóna á
hilluna. Dejan Savicevic er mjög
óánægður í herbúðum Milan eftir
að Frakkinn Marcel Desailly var
keyptur á dögunum. Hann hefur
gagnrýnt stjómendur liðsins og á
meðan félagar hans voru að
keppa í Belgíu æfði hann með
unglingaliði félagsins í Milanello,
höfuðstöðvum félagsins. Á morg-
un leikur Milan án Demetrios Al-
bertini, sem er í leikbanni; má
búast við að Marcel Desailly taki
stöðu hans og leiki með Roberto
Donadoni á miðjunni. Alessandro
Orlando verður sennilega á
vinstri kanti og Daninn Brian
Laudmp á hægri, en hann þótti
slakur á móti Anderlecht. f
fremstu víglínu verða sennilega
Jean-Pierre Papin og Marco Sim-
one, en einnig er hugsanlegt að
Rúmeninn Florin Raducioiu fái
tækifæri. Gaman verður að fylgj-
ast með hvort Gianluigi Lentini
fær tækifæri til að spreyta sig, en
hann hefur verið á bekknum að
undanförnu eftir að hann náði
sér af meiðslum. Líklegt byrjun-
arlið: Rossi, Panucci, Maldini,
Desailly, Costacurta, Baresi, Don-
adoni, Orlando, Papin, Laudmp,
Simone.
Asprilla hefur slegið í gegn með
Parma og það ver&ur fróolegt að sjá
hvað hann gerir gegn meisturum AC
Milan á sunnudag, en leikurinn er
sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2.
Chamot, Di Biacio, Bianchini,
Bucaro, Bresciani, Seno, Koly-
vanov, Stroppa, Roy.
SAMPDORIA-CREMONESE
Sampdoria leikur án bakvarðarins
Marcos Rossi á morgun, en hann
tognaði á læri gegn Foggia um síð-
ustu helgi. Varnarmaðurinn
sterki, Moreno Mannini, hefur
ekki getað æft af fullum krafti
þessa viku vegna veikinda og
Ruud Gullit og Vladimir Jugovic
eiga við smávægileg meiðsli að
stríða, en allir verða þeir með á
morgun. Fyrirliðinn Pietro Vierc-
howod kemur inn í liðið að nýju
eftir leikbann.
Líklegt byrjunarlið: Pagliuca,
Mannini, Dall'Igna, Gullit, Vierc-
howod, Sacchetti, Lombardo,
Jugovic, Platt, Mandni, Evani.
Cremonese tapaði fyrir Reggiana
um síðustu helgi og var það fyrsta
tap liðsins á útivelli í vetur. Frí-
herjinn Corrado Verdelli og tengi-
liðurinn Stefano De Agostini
meiddust á æfingu í vikunni, en
ekki alvarlega og verða sennilega
með á morgun. Alessandro Pe-
droni var rekinn útaf gegn Reggi-
ana fyrir að brjóta á Paolo Futre,
en samkvæmt sjónvarpsmyndum
kom hann ekki við Futre, þrátt
fyrir góða tilraun.
Líklegt byrjunarlið: Turd, Gualco,
Lucarelli, De Agostini, Pedroni,
Verdelli, Giandebiaggi, Nicolini,
Dezotti, Maspero, Tentoni.
TORINO-LECCE
Torino endurheimtir króatíska
bakvörðinn Robert Jarni eftir
tveggja mánaða fjarveru vegna
meiðsla. Hann kemur sennilega til
með að vera eini útlendingurinn í
liðinu, en Carlos Aguilera og Enzo
Francescoli hafa átt erfitt með að
tryggja sér sæti í liðinu. Þá hefur
Roberto Mussi átt við meiðsli að
stríða og leikur sennilega ekki
með, en hann vann sér sæti í
landsliði ítala fyrir skömmu.
Líklegt byrjunarlið: Galli, Sergio,
Jarni, Annoni, Gregucci, Fusi,
Sordo, Fortunato, Silenzi, Car-
bone, Venturin.
Lecce tók upp gamla siði og tap-
aði fyrir Roma um síðustu helgi.
Liðinu hefur enn ekki tekist að
næla í stig á útivelli í vetur og
ólíklegt að það breytist á morgun.
Framherjinn Paolo Baldieri er
meiddur og leikur ekki með, en
Stefano Trinchera, sem meiddist
um síðustu helgi, ætti að vera bú-
inn að ná sér.
Liklegt byrjunarlið: Gatta, Biondo,
Trinchera, Gerson, Ceramicola,
Verga, Gazzani, Melchiori, Russo,
Notaristefano, Ayew.
UDINESE-ATALANTA
Udinese hefur aðeins náð tveimur
stigum úr síðustu fimm leikjum,
en á möguleika á að bæta stöðu
sína á morgun þegar liðið mætir
Atalanta, sem hefur gengið ámóta
illa. Helsti markaskorari liðsins,
Marco Branca, hefur búið að
meiðslum undanfarnar vikur, en
ávallt leikið með og engin breyt-
ing verður á því nú. Markvörður-
inn Massimiliano Caniato missti af
síðasta leik vegna meiðsla og
Graziano Battistini tók stöðu hans
og stóð sig mjög vel. Þá er pólski
landsliðsmaðurinn Marek Kozm-
inski búinn að vera veikur í vik-
unni og leikur sennilega ekki með
á morgun. Stefano Desideri hefur
átt í erjum við stjómendur liðsins
og lék ekki með um síðustu helgi,
en þau mál virðast nú leyst.
Líklegt byrjunarlið: Battistini, Pelle-
grini, Rossini, Gelsi, Calori, De-
sideri, Adamczuk, Rossitto,
Branca, Pizzi, Statuto.
Atalanta hefur ekki enn fengið
stig á útivelli í vetur og er nú í
næstneðsta sæti deildarinnar með
sjö stig ásamt Udinese. Giuseppe
Minaudo og Pierluigi Orlandini
em tilbúnir í slaginn að nýju, en
þeir léku ekki gegn Parma um síð-
ustu helgi. Óvíst er hvort Roberto
Rambaudi og Franck Sauzée geta
leikið, en þeir eiga við meiðsli að
stríða og það kemur ekki í ljós fyrr
en á síðustu stundu hvort þeir
verða með.
Líklegt byrjunarlið: Ferron, Mag-
oni, A. Poggi, Valentini, Minaudo,
Montero, Orlandini, Sauzée,
Ganz, De Paola, Scapolo.
Getraunaspó:
1 Cagliari-Roma X
2 Inter-Juventus 1
3 Lazio-Genoa 1
4 Napoli-Reggiana 2
5 Parma-AC Milan 1
6 Piacenza-Foggia 2
7 Sampdoria-Cremonese 1
8 Torino-Lecce 1
9 Udinese-Atalanta 2
10 Brescia-Verona 1
11 Lucchese-Ascoli X
12 Padova-Cesena 1
13 Pescara-Pisa 1
Ath: Sölukerfi getrauna lokar kl. 20.30 í kvöld.