Tíminn - 27.11.1993, Page 12

Tíminn - 27.11.1993, Page 12
Laugardagur 27. nóvember 1993 12 Efnahagsveldið sem hraðast vex Kínverjar frekar en Kína BAKSVIÐ Dagur Þorleifsson A' FLUGVELLINUM við Bangkok bíður fólk í langri röð eftir flugi með Uzbek Airlines til Tasjkent, höf- uðborgar fyrrverandi sovétlýð- veldisins Úsbekistans. Með sér hefur það heilmikið af famaði og ýmsum varningi öðrum sem það hefur keypt ódýrt í Tælandi og hyggst selja með drjúgum hagn- aði í fyrrverandi sovétlýðveldum. Með frásögn á þessá leið hefst grein í Svenska dagbladet um nýja tíma í Austur- og Suðaust- ur-Asíu. Og greinarhöfundur bætir við: .Rússland, sem fyrir aðeins nokkrum árum var vold- ugt heimsveldi, er orðið annars flokks ríki, meðal annars í þriðja heiminum.' „Eðlilegri" átök Umskipti þessi hafa haft sírí áhrif á valdajafnvægið í Austur- löndum fjær. Þar höfðu Sovét- ríkin svo að segja fram á sína síð- ustu stund mikil áhrif. Nú stynja fréttaskýrendur með vissri eftir- sjá: Þá var þetta allt ofur einfalt. öðrum megin stóðu Sovétríkin og bandamenn þeirra, Víetnam, Laos, Kambódía og Afganistan, hinum megin Bandaríkin, Japan, Kína (vegna þykkjunnar milli þess og Sovétríkjanna) og minni ríki á svæðinu sem ekki voru undir stjórn kommúnista. Ind- land reyndi að standa mitt á milli þessara blakka. Johan Galtung, kunnur norsk- ur fræðimaður um friðarmál, skrifaði fyrir mörgum árum að þegar hræðslan við kommúnis- mann væri liðin hjá myndu eldri og .eðlilegri' átök aftur koma upp á yfirborðið. Það hefur sýnt sig allvíða, t.d. í Austurlöndum fjær. Varla verður því haldið fram að dregið hafi úr spennu og árekstrahættu á því svæði þótt kalda stríðið geisi ekki lengur, þvert á móti er spennan þar nú flóknari og óútreikanlegri en fyrr. Þijú stórveldi hafa um þessar mundir mest áhrif á svæðinu, Bandaríkin, Japan og Kína. Það fyrstnefnda vill halda í forræði sitt þar á sviðum stjóm-, her- og efnahagsmála, en er ekki eins einbeitt og fyrr í þeim efnum, vegna vandkvæða í efnahags- málum og fleiru heima fyrir og minnkandi fúsleika margra Bandaríkjamanna til að leggja í mikinn kostnað við að halda Bandaríkjunum í hlutverki for- ustuveldis heimsins. Það stafar bæði af efnahagsörðugleikum og vöntun á sameinandi óvini. ítök Japans erlendis eru að lang- mestu leyti efnahagslegs eðlis, en þar í landi vex fylgi aðilum sem vilja að það verði á ný stórveldi á sviði stjórnmála með ekki ein- ungis efnahagsvald, heldur og þervald, að baki. Kína, segja sumir fréttaskýrendur, gerir nú allt hvað það getur til að fylla það tómarúm sem varð til er ítök Sovétríkjanna á sviðum stjórn- og hermála í Austur- og Suður- Asíu hurfu. Því er haldið fram að Kína leitist nú við að koma sér inn í sitt forna hlutverk sem svæðisstórveldi; aðrir bæta kannski við að sú viðleitni af hálfu þess hafi þegar hafist um leið_ og kommúnistar komust þar til valda. Bandaríkjasinnaö Víetnam Af þessum sökum vex nú æva- fom þykkja milli tveggja menn- ingarlega náskyldra granna, Kína og Víetnams. Meðal undarleg- heitanna (miðað við ástandið eins og það var „í gær') í Aust- urlöndum fjær um þessar mund- ir er að af öllum ríkjum þar kvað nú hið kommúníska og fyrir skömmu sovétsinnaða Víetnam sækjast hvað mest eftir áfram- haldandi bandarískri nærveru í heimshlutum þessum. Víetnam, sem tekið hefur upp kapítalisma, telur sig berskjaldað eftir missi pólitískrar og hernaðarlegrar vemdar Sovétríkjanna og treystir Bandaríkjunum best til að vemda sig í staðinn. „Ef Bandaríkin mæltust til þess að fá aftur flotastöðina sína gömlu í Danang myndu Víet- namar samþykkja það,' er haft eftir vestrænum kaupsýslumanni með sambönd í Hanoi. Laos, sem síðan 1975 hefur verið víetnamskt fylgiríki, er far- ið að opna landið fyrir kínversk- um ítökum til mótvægis við þau víetnömsku. Enn meira hafa aukist áhrif Kína í Búrma (er nú heitir opinberlega Myanmar), sem þegar er að mati sumra fréttaskýrenda orðið kínverskt fylgiríki. Kambódía, sem var til skamms tíma víetnamskt fylgiríki, er enn á ný komin í andstöðu við erfða- óvin sinn Víetnam og farin að gera á hendur því landakröfur. Kambódíustjórn hefur einnig þungan hug á Tælandi, öðrum erfðaóvini Kambódíu, sem styð- ur Rauða kmera. Á bak við það er bæði viðleitni Tælendinga frá fomu fari til að hafa Kambódíu sem leppríki og timbur og gim- steinar sem tælenskir kaupsýslu- menn fá með góðum kjömm frá yfirráðasvæðum Rauðra kmera. Kambódíumenn tortryggja Kína einnig vegna sambanda þess við Rauða kmera og má vera að þeir hafi nú helst hug á Japan sem bakhjarli. Ekki lengur litli bróðir Um stórveldin þrjú, sem hér eiga hlut að máli, skrifar Bill Po- well í Newsweek að þau séu öll haldin „slíkum hroka af menn- ingu sinni að maður stendur á öndinni.' Meðal þess sem nú hefur breyst í samskiptum þeirra er að Japan er farið að þreytast á hlutverki sínu sem „litli bróðir' Bandaríkjanna í alþjóðastjórn- málum og þá sérstaklega í Aust- urlöndum fjær. Japanir líta svo á (eins og þeir raunar þegar gerðu á árunum milli heimsstyrjalda) að óhjákvæmilegur grundvöllur öryggis þeirra sé að utanríkis- verslun þeirra og efnahagslegir hagsmunir erlendis séu tryggðir og helst að í þessu verði áfram- haldandi þensla. Nú er mat jap- ansfræðinga að Japanir telji að áhrif með efnahagslegan styrk eingöngu að baki dugi ekki leng- ur til að viðhalda þessum meinta öryggisgrundvelli; þar þurfi áhrif á sviðum stjóm- og hermála að bætast við. Japan notaði þátt sinn í gæsluvernd Sameinuðu þjóðanna í Kambódíu með góð- um árangri til að koma sér upp ítökum þar og í Japan em margir þeirrar skoðunar að ráðamenn þeirra eigi að nota þátttöku í þessari starfsemi S.þ. áfram í sama tilgangi. Japönum hefur vaxið sjálfs- Fró Víetnam — þar blómstrar nú kapítalisminn. siglingaleið verði hertar. Japan á fjölmörg olíuskip, sem eru svo traustlega byggð að sáralítil hætta er á að olía leki úr þeim. Olíufloti Kína er ekki eins vist- hæfur. Krókur Kínverja á móti því bragði er að efla sem hraðast verslun sína og samgöngur við Búrma, með það fyrir augum að innflutningsverslun Kína fari að drjúgum hluta fram yfir það land. Baksvið valdataflsins í Austur- löndum fjær einkennist hvað helst af svo mikilum efnahags- vexti margra ríkja þar að sumum þykir furðu gegna. Til skamms tíma var Víetnam á botninum efnahagslega, en nú bregður svo við að hagvöxtur þar er hraðari en í flestum öðrum löndum Suð- austur-Asíu. Á bak við það eru fjárfestingar fyrirtækja frá Frakk- landi, Singapúr og Hongkong í fataiðnaði, raftækni og ferða- mannaþj ónu stu. Nú er algengt að spáð sé að Kyrrahafssvæðið verði þunga- miðja efnahagslífs heimsins á næstu öld í stað Norður-Atlants- hafssvæðisins. Og almennt er gert ráð fyrir að innan Kyrra- háfssvæðisins haldi Austur-Asía áfram að eflast hlutfallslega. 1983 var verslunin yfir Kyrrahaf f fyrsta sinn meiri en yfir Atl- antshaf. 1991 var verslunin inn- an Austurlanda fjær í fyrsta sinn meiri en yfir Kyrrahaf. Síðast en ekki síst eru ófáar spár á þá leið Clinton og Hillary — bandarisk nólægð almennt talin draga úr hættu ó átökum. traust — og þar með þjóðemis- hyggja á ný — vegna mikils ár- angurs í efnahagsmálum, og mikill efnahagsvöxtur í Kína er einnig undirstaða vaxandi sjálfs- trausts þar. í Kína virðist vera al- menn skoðun að það hafi á al- þjóðavettvangi lítið upplifað annað en niðurlægingu frá óp- íumstríðinu við Breta 1839-42 (er Bretar tóku af því Hongkong) og jafnvel á síðustu áratugum jafnan átt undir högg að sækja gagnvart Bandaríkjunum, Sovét- ríkjunum og Japan. Nú sé tími til kominn að Kína hefjist til ekki minna veldis en var á tímum fyrri Qingkeisara. Þegar er út frá þessu í gangi þrí- hliða keppni milli Bandaríkj- anná, Japans og Kína og er lík- legt að hún fari harðnandi. Hætta er talin á að hraðvaxandi harka færist í keppni tveggja síð- amefndu stórveldanna ef Banda- ríkin draga sig að talsverðu leyti tilbaka af svæðinu. Þar af leið- andi virðist vera á svæðinu nokkur samstaða (einnig í Kína og Japan) um nauðsyn þess að Bandaríkin verði þama nálæg og alláhrifamikil áfram. Malakkasund, Búrma Keppni Japans og Kína er þegar orðin alláberandi, t.d. um Ma- lakkasund. Um þá sjóleið fær Austur-Asía olíu, sem er henni einkar mikilvæg, frá Austurlönd- um nær. Nú leggja Japanir til af riddaraskap í anda umhverfis- yerndar að öryggisráðstafanir gegn olíuleka á þessari fjölfömu að Kína verði „efnahagslegt risa- veldi 21. aldar'. „Stór-Kína" Meðal ástæðna til þess, er sagt, má nefna að hollusta og sjálfs- ímynd Japana eru nátengdar Japan sem landi og ríki, hjá Kín- verjum, sem varla eru síður þjóðhverfir, hinsvegar öllu frem- ur Kínveijum sem þjóð eða kyn- þætti. Hollusta við fjölskyldu og ætt er og trúlega enn meira at- riði hjá Kínverjum en Japönum. Þessi munur á Japönum og Kín- verjum kann að hafa aukist á þessari öld, er talsvert mtl hefur að ýmissa ætlan komist á holl- ustu Kínveija gagnvart Kína sem ríki af völdum.afnáms keisara- dóms og ýmislegs sem fylgdi yfir-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.