Tíminn - 27.11.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 27. nóvember 1993
I Kina „spretta skýjakljúfar upp eins og gorkúlur,' sagði maður
fyrir skömmu nýkominn þaðan að austan.
ráðum kommúnista. Má af því
nefna andstöðu Kínverja utan
Kína við kommúníska valdhafa
þess, menningarbyltingu svokall-
aða með hörðum áróðri gegn
kenningum Konfúsíusar (sem
voru ríkissiður í Kína um Iangán
aldur), eyðileggingu menningar-
minja í þeirri sömu byltingu o.fl.
Jafnhliða þessu er mikið atriði að
miklu fleiri Kínveijar en Japanir
eru erlendis og þá sérstaklega í
Suðaustur-Asíu, aðalvettvangi
keppninnar þeirra á milli.
Þegar fjallað er um komandi
kínverskt risaveldi í efnahags-
málum, væri því e.t.v. réttara að
tala um Kínverja en Kína.
Þ.e.a.s. Kínvetja jafnt í Kína, í
„þremur litlu tígrunum (eða
drekunum)' Tævan, Hongkong
og Singapúr og „í dreifingunni'.
fólk kínverskrar ættar sem fjöl-
mennt er sérstaklega í Suðaust-
ur-Asíulöndum og má sín mikils
þar í fjár- og efnahagsmálum.
Annar heimshluti hefur nýlega
orðið mikilvægur vettvangur fyr-
ir dreifingarkínveija með mikl-
um innflutningi þeirra: Norður-
Ameríka. í fjölmiðlum er nú tal-
að um „Stór-Kína' og þá átt við
Kína sjálft, fyrrnefnd þijú kín-
versk smáríki og Kínveija í dreif-
ingunni. Á alþjóðavettvangi er
reiknað með að allir þessir aðilar
standi að vissu marki saman á
þjóðernisgrundvelli, hvað sem
viðhorfum í stjórnmálum og til
.hugsjóna' líði.
Samkvæmt einni heimild búa
nú um 55 milljónir Kínveija ut-
an Kína og kváðu þeir þegar eiga
meiri gjaldeyrisforða en Japan.
Meðal dreifingarkínverja eru
fjölmennastir þeir, sem ættaðir
eru frá strandfylkjum Suður-
Kína. Kínverjar utan Kína hafa
þegar fjárfest þar tvisvar til þrisv-
ar sinnum meira en Japanir og
Bandaríkjamenn samanlagt.
Mest af fjárfestingunum frá „litlu
tígrunum' og dreifingarkínveij-
um er í syðri strandfylkjunum.
Ættarböndin milli íbúa þeirra og
landa þeirra í dreifingunni skipta
í því sambandi miklu máli. íbúar
Guangdong Iíta þegar á fylki sitt
sem efnahagslega þungamiðju
Kína.
Stöðugleikasinnar
Kína, Hongkong og Tævan hafa
aukið sameiginlega hlutdeild
sína í heimsversluninni (verslun-
in þeirra á milli, sem þrefaldaðist
á sl. 15 árum, ekki meðtalin) úr
1,8% í 5% síðan 1980 og Banda-
ríkin, Japan og Þýskaland eru
einu ríkin sem á þeim vettvangi
eru verulega ofar Kínveijum. J
Stór-Kína sameinast kunnátta
Taívanmanna í tækni og stjóm-
un, Ieikni Hongkongmanna sem
miðlara í fjármálum og verslun,
ódýrt vinnuafl og auðlindir Kína
og aðgangur að vaxandi smá-
sölumarkaði og markaði fyrir
iðnaðarvörur í Indónesíu,
Singapúr og Tælandi. Allt þetta
tengist saman af sameiginlegri
menningu og víðtækum fjöl-
skylduböndum," skrifar austur-
asíufræðingur einn. Hann telur
líkur á að þetta fjölþætta veldi
eigi eftir að eflast að mun og aö í
keppni við það muni Japan ekki
standa ýkja vel að vígi.
Ljóst er á hinn bóginn að mörg
Ijón em í vegi „Stór-Kína" og þá
einkum gífurlegt rask og kerfis-
vandamál í Kína sem fylgt hafa
hraðri þenslu í efnahagsmálum.
Þrátt fyrir ófáar blikur á lofti er
ætlan allmargra að tiltölulega h'til
hætta sé á „alvarlegum' átökum
í Austurlöndum fjær á næstunni.
Það stafar af því, er sagt, að þar
hafa efnahagsmálin algeran for-
gang og þeim sem ráða ferðinni
þar er að því skapi annt um að
viðhalda stöðugleika og forðast
átök af áhættusamara taginu.
13
Með sínu nefi
Nú styttist í 1. desember, fullveldisdaginn, og því er ekki úr vegi
að vera aðeins á þjóðlegu og hátíðlegu nótunum í a.m.k. öðm
lagi þáttarins í dag. Þess vegna varð „Þingvallasöngur' fyrir val-
inu sem fyrra lagið að þessu sinni, en ljóðið er eftir Steingrím
Thorsteinsson og lagið eftir Helga Helgason.
Seinna lagið hins vegar á ættir sínar að rekja til Vestmanna-
eyja, til tvímenninganna Áma úr Eyjum og Oddgeirs Kristjáns-
sonar, en þetta er lagið „Vor við sæinn' sem hefur í áraraðir
verið með vinsælustu sönglögum.
Góða söngskemmtun!
ÞINGVALLASÖNGUR
c
Öxar við ána
F G7 C
árdags í ljóma
F C G7 C D G
upp rísi þjóðhð og skipist í sveit.
C
Skjótum upp fána,
D7 G
skært lúðrar hljóma,
D7 G Em C D7 G
skundum á ÞingvöII og treystum vor heit.
C
Fram, fram, aldrei að víkja!
F Dm G
Fram, fram, bæði menn og fljóð!
C
Tengjumst tryggðarböndum,
F
tökum saman höndum,
G7 C
stríðum, vinnum vorri þjóð!
VOR VIÐ SÆINN
G
Bjartar vonir vakna
E7 Am
í vorsins ljúfa blæ,
D7
bjarmar yfir björgum
G
við bláan sæ,
C
fagur fuglasöngur
C7 G
nú fyllir loftin blá,
E7 Am
bijóstin ungu bifast
D7 G
af bhðri þrá.
C
í æðum ólgar blóð
G
í aftansólarglóð,
D7 G
ég heyri mildan hörpuslátt.
C
Ég heyri huldumál,
G
er heiha mína sál
A7 D7
við hafið svaít og sahrblátt.
Komdu vina kæra,
ó, komdu út með sjó,
bylgjur klettinn kyssa
í kvöldsins ró.
Viltu með mér vaka,
þú veist ég elska þig.
Komdu, vina kæra,
og kysstu mig.
c
E7
t.:
< >< ► ;
! f :
T
l l l I I i
0 2 3 14 0