Tíminn - 29.12.1993, Qupperneq 1

Tíminn - 29.12.1993, Qupperneq 1
54% ungs fólks og aldraðra hafa tekjur undir skattleysismörkum bls. 5 Leikdómur um sýningu Þjóðleikhússins á Mávinum bls. 3 Miðvikudagur 29. desember 1993 S JÁLFSTÆ8UR, MÁLEFNALEGUR OG GAGNRÝNINN 245. tbl. 11. árg. Verð í lausasölu 125 kr. Verkamanna- launin hækk- að um 55% en skatturinn um 116% Skattleysismörkin ættu að vera 73.460 kr. í stað 57.230 kr. Skattleysismörk í staðgreiðsl- unni ættu að vera um 73.460 kr. núna í janúar, í stað 57.230 kr., hefðu þessar stærðir hækkað í samræmi við lánskjara- vísitölu frá því staðgreiðsluskattur var upp tekinn í ársbyrjun 1988. Þar á ofan ætti persónufrádráttur- inn nú að vera um 25.860 kr., eða nærri 2 þúsund kr. hærri en hann raunverulega er. Af þessu leiðir að þó svo heiti að verkamannalaun hafi hækkað um nærri 55% að meðaltali síðan staðgreiðsluskatt- urinn var upp tekinn, þá hafa verkamannalaun eftir staðgreiðslu aðeins hækkað um 44% á sama tímabili. Á þessu tímabili hefur framfærslukostnaður hækkað um 78%, þannig að vonlegt er að mörgum þyki pyngjan sín létt. í ársbyrjun 1988 voru heildar- mánaðartekjur verkakarla 69.900 krónur að meðaltali, hvar af þeir borguðu 9.808 kr. í staðgreiðslu- skatt, eða 14%. Núna munu verkamannalaunin vera kringum 108.000 kr. á mánuði, hvar af skatturinn tekur 21.220 kr., eða hátti'20%. Hefði skattprósentan hins vegar haldist óbreytt (35,2%) og per- sónufrádráttur hækkað jafnt og lánskjaravísitalan (eins og sagt var á sínum tíma að hún ætti að gera), þá þyrfti verkakarlinn aðeins að sjá á eftir 12.160 kr. í staðgreiðslu- skattinn. Þannig að þrátt fyrir 14% kaupmáttarrýmun á þessu tíma- bili, þá hefur staðgreiðsluskattur- inn samt hækkað um rúmlega 9.000 krónur á mánuði (108.700 kr. á ári) umfram það sem hann átti að gera miðað við óbreytta skattprósentu og persónuafslátt. Þannig að þótt svo heiti að með- altekjur verkakarla hafi hækkað um nærri 55% á þessum árum, þá hafa sömu tekjur eftir skatt aðeins hækkað um rúmlega 44% — eða einungis rúmlega helming þeirrar 78% hækkunar, sem orðið hefur á framfærslukostnaði á þessu sex ára tímabili síðan staðgreiðsluskattur- inn var tekinn upp. Ef meðaltekjur verkakarla hefðu hins vegar hækkað í samræmi við framfærslukostnað, ættu þær að vera um 124.700 kr. á mánuði á fyrsta fjórðungi ársins 1994. Af slíkum tekjum fara nú um 28.200 krónur í staðgreiðsluskatt, miðað við 41,79% skattprósentu og 23.915 kr. persónuafslátt. Miðað við skatthlutfall (35,2%) og per- sónuafslátt þegar kerfið var upp tekið, væri staðgreiðsla af þessum tekjum rúmlega tíu þúsund krón- um lægri, eða um 18.040 krónur á mánuði. Hækkunin er 56% á tímabilinu. Ef miðað væri við lægri laun, t.d. meðaltekjur verkakvenna (eða af- greiðslukvenna), væri skattahækk- unin þó hlutfallslega ennþá meiri. Meðaltekjur verkakvenna eru í kringum 87.800 kr. á mánuði um þessar mundir. Af slíkum tekjum verður verkakonan að sjá af nærri 12.800 kr. í staðgreiðsluna núna í janúar. En miðað við 1988 hlut- föllin tæki skatturinn aðeins um 5.300 krónur. Skattur verkakon- unnar hefur því hækkað um 142% á tímabilinu. Þetta þýðir að útborg- að kaup verkakonunnar væri nú kringum 10% hærra, ef skatturinn hefði haldið sömu skattprósentu og persónuafslætti óbreyttum að raungildi frá 1988. Kannski kemur skattahækkunin þó hvað þyngst við þá, sem eru á ennþá lægri launum. Maður með 73.000 kr. mánaðarlaun væri nú undir skattleysismörkum miðað við upphaflegu hlutföllin. En núna í janúar verður slíkur maður að borga tæpar 6.600 krónur í stað- greiðsluskatt. Má því segja að laun- in hans hafi lækkað úr 73.000 kr. niður í 66.400 kr. að raungildi. HEI reuter Skilnaðarstund í Sarajevo Eftir ítrekaðar tafir og eins árs seinkun hafa skipulagðir flutningar á óbreyttum borgurum frá umsetinni Sarajevo- borg hafist. Átta fyrstu rúturnar með um fjögur hundruð manns innanborðs fóru frá borginni í gær áleiðis til Lucavica sem er á serb- nesku yfirráðasvæði skammt frá hinni stríðshijáðu höfuðborg Bos- m'u. Þaðan heldur flóttafólkið til öruggra svæða í Serbíu og Króatíu. Alls er áætlað að 1265 borgarar yf- irgefi borgina í „flóttalestinni" að þessu sinni, en átök hafa blossað upp að nýju, og er nú víða barist í Bosníu, þar sem stórskotaliðs- skærur Serba og Múslíma hafa sprengt upp allar vonir um vopna- hlé yfir hátíðamar. Frá Zagreb berast þær fréttir að Mate Granic, utanríkisráðherra Króatíu, kalli eftir hlutlausu griða- svæði fyrir Króata í Bosníu, sem liggja undir ásókn Bosmuhers og vill hann að öryggisráð SÞ kalli saman fund hið fyrsta til að fjalla um ástandið í Bosníu. Norðmenn beita viðskipta- þvingunum í blóra við EES- og GATT-samninga Þeir aðilar, sem vom að láta smíða fyrir sig skip í Noregi og þágu til þess ríkisstyrk, vissu að það var háð því skilyrði að þeir fæm að norskum óskum um veiðar á þeirra hafsvæðum. Skip, sem komu hingað til lands t.d. í hitteðfyrra og í fyrra, em með ákvæði þessa efnis í þessu endur- greiðslufyrirkomulagi þeirra,' seg- ir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Hann segir jafnframt að þetta skilyrði Norðmanna sé ástæðan fyrir því að nýjustu og fullkomn- ustu frystitogarar landsins hafa ekki stundað veiðar í Smugunni. Formaður LÍÚ vill þó ekki meina að þetta skilyrði Norðmanna hafi skaðað viðkomandi útgerðir. Svo virðist sem norsk stjómvöld hafi orðið uppvís að því að ástunda viðskiptaþvinganir gagnvart ís- lenskum útgerðum, sem skipt hafa við ríkisstyrktar skipasmíðastöðvar þeirra og einnig í gegnum norska banka. Þetta virðast Norðmenn gera blygðunarlaust, þrátt fyrir gerða EES- og GATT-samninga þar sem viðskiptaþvinganir em ekki heimilaðar. „Þetta skilyrði er bara í alsíðustu samningum, sem gerðir hafa verið við Norðmenn. Þannig að við skul- um bara játa það hvor fyrir öðrum að engin þessara útgerða hafði þá hugleitt að fara til veiða á þessum hafsvæðum,* segir formaður LÍÚ aðspurður hvort það skjóti ekki skökku við að útgerðarmenn, sem allajafna hafa talið sig vera tals- menn athafnafrelsis og andstæð- ingar hafta, skuli svo sækja sér helsi til Noregs. Kristján segir að ekki sé að vænta neinna sérstakra viðbragða frá LÍÚ vegna þessa og segir þetta mál vera alfarið á hendi viðkom- andi útgerða. GRH I DAG Hugsanlega mun Húsnæöisstofnun leita eftir lánsfé frá útlöndum blaðsíða 4 Ellefu þúsund manns hafa fariö í áfengismeö- ferö síðan SÁÁ tók til starfa blaðsíða 5 Leiöakerfi SVR hf. veröur endurskoöaö frá grunni á nýju ári blaðstða 5 ÞJONUSTA íþróttir bls. 6 Sjónvarpsdagskrá bls. 8 Gengisskráning bls. 10 Bíó bls. 11 618300 Fólksfjölgun á íslandi 1943-1993 1965 1970 1972 1977 1982 1985 1988 1993 Efri línan sýnir beina jjölgun en sú neðri hlutfallslega jjölgun. Heimild Hagstofa íslands

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.