Tíminn - 29.12.1993, Qupperneq 3
Miðvikudagur 29. desember 1993
timinn
3
LEIKLIST
GUNNAR STEFÁNSSON
m »11 * >c j* / •
Isjekhov i oöru ijosi
Erlingur Gíslason (læknirinn) og Guörún Gísladóttir (kona ráðsmannsins)
I Mávinum. Ljósmynd: Grímur/Þjóöleikhúsiö
Þjóðleikhúsið:
MÁVURINN
eftir Anton Tsjekhov.
Þýðing: Ingibjörg Haraldsdðttir.
Tónlist: Faustas Latenas.
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Leikmynd og búningar:
Vytautas Narbutas.
Leikstjóri: Rimas Tuminas.
Frumsýnt á Stóra sviðinu 26. des-
ember 1993.
'TT' 'W'vemig á að leika klassík
§■—| heimsins? Þetta kann að
X JLþykja undarlega spurt. Er
ekki komin hefð á það hvernig
menn túlka Shakespeare, Tsjekhov,
Ibsen? (Strindberg þarf víst ekki að
nefna, svo fullkomlega sem helstu
leikhús okkar hafa vanrækt þann
jöfur um áratugi). Ég býst við að hið
hefðgróna viðhorf sé býsna sterkt. í
vetur sýndi Nemendaleikhúsið fers-
ka og nýstárlega túlkun Guðjóns
Pedersen á Draumi á Jónsmessunótt
eftir Shakespeare. En þýðandinn,
Helgi Hálfdanarson, hefur ítrekað
komið því á framfæri að þessi sýning
hafi að vísu verið skemmtileg, en
enginn Shakespeare. Þarna virðist
liggja að baki sú hugmynd að
Shakespeare eigi að leika á ákveð-
inn hátt en ekki annan. Það skortir
skilning á því að list leikhússins hef-
ur sjálfstætt gildi, hver ný kynslóð
leikhúsmanna túlkar arfleifðina á
sinn hátt. Og leikhúsmenn hafa fullt
frelsi til að leika sér með klassísk
verk, reyna í þeim þanþolið upp á
nýtt, með djörfum tilraunum. Án
slíks leiks og leitar verður engin þró-
un í leikhúsi, fremur en öðrum list-
greinum.
Ég býst við að með tilvísun til
þess, sem að ofan var nefnt, muni
einhver segja að sýning Rimas Tum-
inas og samstarfsmanna hans frá Lit-
háen á Mávinum í Þjóðleikhúsinu
sé „enginn Tsjekhov". Þetta er
nefnilega allt önnur túlkun en við
höfum áður séð. Að vísu hefur
Tsjekhov ekki verið leikinn tiltakan-
lega oft hér, þótt muna beri bráð-
skemmtilega sýningu Borgarleik-
hússins á Platanov í fyrra. En hin
fjögur stóm og frægu verk hans eru
Kirsuberjagarðurinn, Þrjár systur,
Vanja frændi og Mávurinn. Vanja
var raunar leikirm í fyrra, en þá sýn-
ingu sá ég ekki. Mávurinn var leik-
inn í Iðnó 1971. Þá sýningu sá ég á
sínum tíma, en er hún ekki svo rík í
minni að ég megi rekja hana, en
áreiðanlegá var hún í „hefðbundn-
fiininn
Ritstjóri:
Ágúst Pót Ámason
Aðstoðarritstjóri:
Oddur Ólafsson
Fréttastjóri:
Stefán Ásgrímsson
Útgefandi:
Mótvxgi hf
Stjómarformaður:
Gunnlaugur Sigmundsson
Skrifstofustjóri:
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjóm og skrifstofur:
Hverfisgötu 33, Reykjavík
Póstfang: Pósthólf 5210,
125 Reykjavík
Aðalsími: 618300 Póstfax: 618303
Auglýsingasími: 618322
Auglýsingafax: 618321
Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans
Prentun: Oddi hf
Mánaðaráskrift 1400 kr.
Verð í lausasölu 125 kr.
um" angurværum stíl.
Rimas Tuminas lýsir viðhorfum
sínum í fróðlegu viðtali í leikskrá.
Hann segir: „Ég var orðinn þreyttur
á alvarlegri dramatík og í ljósi aldurs
míns og reynslu finnst mér ég geta
leyft mér að leika mér ofurh'tið að
leikhúsinu, leyft mér að hta það ekki
jafn alvarlegum augum og áður.
Mig dreymdi um að mega skoða
leikhúsið í öðru ljósi, í svohtið kát-
legra ljósi. Þetta er að nokkru leyti
að koma fram núna, með þessari
sýningu á Mávinum.... Sýning ætti í
raun ekki að hafa neitt upphaf og
ekki heldur neinn sérstakan endi.
Ég er farinn að horfa á lífið sjáht eins
og leikhús. Mér finnst þess vegna
óþarft að sviðsetja Mávinn."
Þessi sýning á Mávinum er mjög
athyghsverð og skemmtileg leikhús-
reynsla. Að vísu er hún ekki öh jafn
góð og reynir nokkuð á áhorfand-
ann með köflum. Hún kann líka að
eiga örðugra með að njóta sín hér,
þar sem við höfum svo takmarkaða
Tsjekhov-hefð á að byggja. Við er-
um kannski ekki tilbúin fyrir „leik"
af þessu tagi. Hitt er ég ekki í nein-
um vafa um, að koma Tuminas og
félaga og vinnan við þessa sýningu
hefur verið mikiil fengur fyrir leik-
húsið og veitt ferskum gusti inn í
það, sem við eigum vonandi eftir að
njóta í framtíðinni.
„Tsjekhov er uppfuhur af leik-
húsi," segir leikstjórhm í viðtalinu
sem ég vitnaði í. Og Mávurinn er
prýðisgott dæmi um það, meir að
segja bókstaflega. Persónur leiksins
eru að leika! Hann gerist heima hjá
Irinu leikkonu, sem lifir svo mjög í
leik sínum að hún ræður ekki við líf
sitt. Sonur hennar Konstantín er
misheppnað leikskáld. í leiknum er
hann að setja á svið leik og hefur
unga áhugaleikkonu, Nínu, tíl þess.
Þessa stúlku elskar hann, en hún
festir aftur á móti ást á rithöfundin-
um Trígórín, manni sem að sínu
leyti er eins og hol skum, tekur upp
minnisbók á viðkvæmri stund með
ástkonu sinni til að skrifa niður til-
svar sem hann gæti notað síðar.
Flestallar persónumar — nema
kannski hinn hrjúfi og jarðbundni
ráðsmaður — lifa í draumum og
sjálfsblekkingum, óhamingjusamar,
bíða eftir að eitthvað gerist, vafra
um bijóstumkennanlegar, skopleg-
ar og sorglegar í senn. Á þessum
mörkum skops og tára gerast hin
meistaralegu verk Tsjekhovs og það
er fyrsta skylda hvers leikstjóra að
túlka þá hárfínu blöndu.
Hér má segja að skopið verði yfir-
sterkara. En við verðum að minnast
þess að í skopfærslunni er einmitt
fólgin tilfinning þess tragíska. Og er
ekki einmitt hægt að tárast með
öðru auga, en hlæja með hinu að
þessum persónum, hinum vonlausa
kvennamanni Sórín, lækninum
Dorn (slíkir eru í öllum leikritum
Tsjekhovs) sem hefur koðnað niður
í fásinninu. Ellegar kennararæflin-
um Medvedénko, síhorfandi í pen-
inginn. En harmsaga verksins er þó
fyrst og fremst bundin Nínu. Hún er
mávurinn sem verður fyrir skod og
hrapar.
Leikstíllinn, sem hér er beitt, er
sem sé í ætt við skopgervingu, jafn-
vel trúðaleik með köflum. Þetta má
sjá í uppstillingu persónanna á svið-
inu. Stundum hreyfast þær eins og
trékallar, ganga afturábak, standa á
öðrum fæti, fara inn í skáp, upp á
stól o.s.frv. Kennarinn kúgaði fer út
á hnjánum. Sviðið er látið falla og
leikið á bak við það, líka framan við
það. f leikmyndinni er spilað á rým-
ið, á litina. Að ekki sé minnst á tón-
listina, sem er notuð á alveg óvenju-
legan hátt, stundum yfirgnæfir hún
það sem sagt er. Mikinn þátt í að
skapa annarlegan blæ á sviðið á lýs-
ingin. Ljóskastarar eru fremst á svið-
inu og lýsa upp, svo persónurnar
verða stundum skuggar á baksviði.
Hvað verður svo um hið harm-
skoplega verk Tsjekhovs í öllu
þessu? Hverfur það kannski út úr
myndinni? Nei, það gerist auðvitað
ekki, en hinu er ekki að leyna að
persónusköpun verður einhæfari
fyrir bragðið. Hins vegar fór leikara-
lið Þjóðleikhússins yfirleitt einkar
vel með hlutverk sín innan þess
ramma sem leikstjóri setur. Þetta er
ekki stjömuleiksýning og h'til ástæða
til að taka neina út úr, heildarmynd
leikstjórans er sterkust. Þó er ástæða
til að nefna sérstaklega Halldóru
Björnsdóttur sem er mjög álitleg
leikkona og vaxandi, hún fer með
hlutverk Nínu. Jóhann Sigurðarson
á góðan leik í hlutverki rithöfundar-
ins, sýnir vel fæmi sína. Aðrir leik-
endur em Baltasar Kormákur sem
kom þekkilega fyrir sem Konstan-
tín, þótt harrn réði ekki nógu vel við
hina dýpri og örvæntingarfyllri tóna
hlutverksins. Anna Kristín Arn-
grímsdóttir fór með hlutverk Irinu af
reisn. Róbert Arnfinnsson átti létt
með að draga upp mynd af Sórín og
Hjalti Rögnvaldsson af kennaran-
um. Þá em ótalin Gunnar Eyjólfsson
sem ráðsmaðurinn, ekki stórt hlut-
verk, nokkuð eintóna, Guðrún
Gísladóttir sem býr til smellna mynd
af Polínu konu hans, og Erlingur
Gíslason, læknirinn, ömgglega eins
og búast mátti við, en án stórra til-
þrifa.
Fleiri em smáhlutverk, en mál að
linni. Allt fellur hér saman og ekki
má gleyma að nefna sjálfa leikmynd
Vytautas Narbutas ásamt búning-
um, sem er í samræmi við hinn leik-
andi blæ sýningarinnar. — Þessa
sýningu á Mávinum ætti áhugafólk
um leiklist skilyrðislaust að sjá. Hún
setur nýjan skjálfta í leikhúsheim
okkar. Og það er áreiðanlega ekki
tilviljun að hann kemur úr þeim
hluta Evrópu þar sem gerjunin er
mest og óvissan. í slíku andrúmslofti
skapast jarðvegur fyrir tilraunir í list-
um sem öðm. Og á þeim þurfum við
að halda.
HANDSALK
ÍÍÍHl>
HnVSQNVH
Höfum til sölu
nokkurt magn af hlutabréfum
í Islenska Utvarpsfélaginu hf.
Upplýsingar veittar í síma 686111
í Handsal hf.
HANDSAL HF.
LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI • AÐILI AÐ VERÐBRÉFAMNGIÍSLANDS
ENGJATEIGI 9 • 105 REYKJAVÍK • SÍMl 686111 • FAX 687611
VINNINGSNUMER
í Jólahappdrætti
Krabbameinsfélagsins
------- Dregið 24. desember 1993. -
OPEL ASTRA GL: 108385 og 131154
OPEL CORSA GLS:
32214 og 39333
VINNINGARÁKR. 100.000:
Úttekt hjá BYKO, Heimilistækjum, fatauerslun, ferðaskrifstofu eða húsgagnaverslun.
47 16893 43473 66691 78251 92246 115141 134502
706 21596 44272 67832 80661 93716 115714 139525
1274 26041 48692 68373 81034 95828 116665 139960
2288 26561 49702 69570 82319 95955 116749 140203
3231 27968 50006 70367 84955 98222 116828 140980
4683 28207 52989 70571 86283 98974 117547 141273
5066 28780 54145 71696 86436 99039 122548 141790
5995 29750 54242 71901 86904 103505 124723 143415
6364 35054 57128 72747 87051 107872 126945 146442
11048 35603 57436 73086 88083 111664 131024 148017
12595 36464 60737 73314 89737 112868 131041 149396
14623 37837 62054 74071 90175 112912 131758 151510
15765 38674 63755 74637 90425 113789 132004 152807
15961 42244 64087 75314 90740 114260 133091 153445
16656 42456 64750 76290 91536 114849 133313 153557
Handhafar vinningsmiða framvísi þeim
á skrifstofu Krabbameinsfélagsins
að Skógarhlíð 8, sími 621414.
Krabbameinsfélagiö
þakkar landsmönnum
veittan stuðning.
4
I
Krabbameinsfélagið