Tíminn - 29.12.1993, Side 5
Miðvikudagur 29. desember 1993
tímlnn
5
Um 54% ungra og
aldraðra undir
skattleysismörkum
Um 3.600 hjón og 3.700
einhleypir yfir „hátekju-
skattsmörkunum'" 1992
Tekjum er misskipt milli lands-
manna, eins og öðrum lífsins
gæðum. Pannig sýna t.d. skatt-
skýrslur síðasta árs að rúmlega
7.300 einstaklingar og hjón voru
með tekjur yfir .hátekjuskatts-
mörkum" (200 og 400 þús.kr. á
mán.), en á hinn bóginn um tíu
sinnum fleiri, eða rúmiega
73.000 framteljendur, með tekj-
ur undir skattleysismörkum (60
þús.kr. á mánuði).
íslendingar 16 ára og eldri
voru um 193.400 á síðasta ári. Af
þeim voru hátt á sjötta þúsund
alveg tekjulausir, hvar af meira
en helmingurinn voru giftar kon-
ur.
Rúmlega 73 þúsund framtelj-
endur reyndust með tekjur undir
skattleysismörkum, þ.e. undir
721.000 kr. árstekjum. Meðal
þeirra voru drjúgur helmingur
(54%) allra á aldrinum 16-30 ára
og einnig sama hlutfall allra sem
orðnir voru eldri en sjötugir.
Sömuleiðis kom í ljós að
helmingur allra giftra kvenna
hafði tekjur undir skattleysis-
mörkum, en aðeins um 11 % gif-
tra karla. Pá vekur athygli að ríf-
lega fjórðungur (27%) allra ein-
stæðra foreldra var með tekjur
undir skattleysismörkum í fyrra,
þ.e. lægri en 60.000 kr. á mán-
uði.
Þessi hlutföll snúast við, þegar
kemur að tekjumörkum hátekju-
skatts — 200 þúsund kr. mánað-
artekjum einhleypra og 400
þús.kr. mánaðartekjum hjóna.
Ríflega fjórðungur allra giftra
karla var yfir 200 þús.kr. mark-
inu, en hins vegar aðeins rúm-
lega 1% giftra kvenna. Og aðeins
3,5% einstæðra foreldra lentu í
þessum hóp. Þegar tekur voru
lagðar saman, reyndust aðeins
6,7% hjóna (um 3.600 hjón) yfir
400 þús.kr. markinu í fyrra. Álíka
margir einhleypir voru yfir 200
þús.kr. tekjum á mánuði.
-HEI
Guömundur Ami Stefánsson heilbrigöisráðhen-a óskar Þórarni Tyrfingssyni, formanni SÁA, til hamingju meö afmæliö. Viö
hliö þeirra er Ólafur Ólafsson landlæknir. Tlmamynd Ami Bjama
Ellefu þúsund farið í áfeng-
ismeðferð hjá SÁA
Sjúkrastöð Vogs 10 ára í gær
SÁÁ hélt upp á tíu ára afmæli
sjúkrahússins Vogs í gær, 28. desem-
Leiðakerfi SVR endur-
skoðað frá grunni
Til greina kemur að fjölga
ferðum og breyta aksturs-
leiðum til að auka farþega-
fjöldarm, segir fram-
kvæmdastjóri stjómar-
nefndar um almennings-
samgöngur
Forsvarsmenn Strætisvagna
Reykjavíkur ætla að standa fyrir
heildarskoðun á leiðakerfi vagn-
anna á næsta ári. í framhaldi af því
verða væntanlega teknar ákvarð-
anir um breytingar á kerfinu og
jafnvel á tíðni ferða. Farþegum
SVR hefur fækkað stöðugt síðast-
liðna þrjá áratugi, og sé aðeins tek-
ið mið af síðustu tveimur áratug-
um hefur þeim fækkað um helm-
ing.
Hörður Gíslason, framkvæmda-
stjóri stjómamefndar um almenn-
ingssamgöngur, segir að menn séu
mjög opnir fyrir því að skoða
Farþegum SVR hefur fækkað ár frá ári og nú telja stjómendur fyrirtækisins
tímabært að endurskoöa leiöakerfi og tlöni feröa.
Borgarráð
samþykkir
8,4% lág-
marksutsvar
Borgarráð samþykkti á fundi
sínum í gær að leggja til við
borgarstjóm, að útsvarsgreiðsla
í staðgreiðslu árið 1994 verði
8,4%.
Hér er um að ræða lágmarks-
prósentu samkvæmt lögum,
sem sett vom fyrir jól og breyttu
lögum frá 1990 um tekjustofna
sveitarfélaga. Áður en þessi
breyting var gerð var sveitarfé-
lögum í sjálfsvald sett hvað út-
svarsprósentan væri há.
breytingar á leiðakerfinu. „Það er
áformað að gera heildarskoðun á
leiðakerfinu á næsta ári. Það þýðir
ekki aðeins að leiðimar, sem vagn-
amir aka, verði skoðaðar, heldur
verður allur pakkinn skoðaður og
þar með tíðni ferðanna. Það er til
dæmis hægt að auka tíðnina á
þeim tíma dagsins sem vagnamir
em mest notaðir.'
Hörður bendir á að kannanir
sýni að til þess að fólki finnist það
ekki þurfa að bíða eftir vögnunum
megi ekki líða meira en fimm til
sex mínútur á milli ferða. „Ég get
ekki sagt til um hvort það komi til
greina að fjölga ferðum svo mikið
hér á álagstímum, enda þarf til þess
mjög mikinn vagnakost.'
Hörður segist álíta að fargjöldin
skipti ekki miklu máli. „Fargjöldin
em það lág héma að það borgar sig
að taka strætó, þótt menn eigi b£l.
Samkvæmt talningu á notkun
græna kortsins er meðalfargjaldið
með því undir fimmtíu krónum.'
Margt hefur þegar verið gert til
að reyna að fjölga farþegum, að
sögn Harðar. „Á þessum tveimur
áratugum hefur aksturinn sífellt
ber. Forsvarsmenn SÁÁ em ánægðir
með árangurinn sem náðst hefur
þennan áratug, bæði árangurinn af
meðferðarstarfinu sem slíku og ekki
síður þá viðhorfsbreytingu sem orðið
hefur í þjóðfélaginu gagnvart áfengi
og áfengissjúklingum. í afmælisfagn-
aðinum sagði heilbrigðisráðherra
það fjarri sanni að ósamkomulag
ríkti á milli hans og SÁÁ.
Frá því að Vogur var opnaður
hafa innlagnir í afeitmn og meðferð
verið alls um 25 þúsund og innlagnir
í framhaldsmeðferð um 11 þúsund.
Meðalaldur þeirra, sem leita sér
meðferðar, er 35 ár. Alls hafa 11 þús-
und manns farið í áfengismeðferð
síðan SÁÁ hóf starfsemi árið 1977.
Meðferðarstarf SÁÁ hófst í des-
ember 1977 með starfrækslu lítillar
móttökudeildar í Reykjadal í Mos-
fellssveit til að afeitra áfengissjúk-
linga og aðra vímuefnaneytendur og
veita þeim fyrstu meðferð. Starfsem-
in fluttist að Silungapolli tveimur ár-
um síðar og var þar þangað til Vogur
var tekinn í notkun þann 28. desem-
ber 1983. Bygging sjúkrahússins var
merkur áfangj í starfi SÁÁ og mikið
átak lá þar að baki, enda kostaði hún
tæpar 200 milljónir króna á núvirði.
Byggingin var kostuð að tveimur
þriðju með söfnunarfé, ríkið veitti
byggingarstyrk, en afganginn fjár-
magnaði SÁÁ með lántökum.
í ræðu sinni í afmælisfagnaðinum
í gær sagði Þórarinn Tyrfingsson, for-
maður SÁÁ, að besti árangur starfs
SÁÁ væri viðhorfsbreyting almenn-
ings gagnvart áfengi og þeim vanda-
málum sem því tengjast. Hann vitn-
aði í kannanir frá árunum 1984 og
1988, sem leiddu í ljós að tæplega
60% þeirra, sem luku tíu daga með-
ferð á Vogi og fjögurra vikna fram-
haldsmeðferð, hættu að drekka, þ.e.
af þeim sem voru í sinni fyrstu með-
ferð. Þetta er góður árangur að mati
Þórarins, en mikilvægi meðferðar-
starfsins liggur ekki síður í því að þar
safnast saman reynsla og þekking,
auk þess sem starfsfólk getur betur
en Oestir aðrir aflað upplýsinga um
neyslu vímuefna í þjóðfélaginu.
Guðmundur Árni Stefánsson
heilbrigðisráðherra flutti einnig
ávarp. Hann sagði að samkvæmt ný-
afgreiddum fjárlögum geti SÁÁ hald-
ið uppi jafn umfangsmikilli starfsemi
á næsta ári og á þessu. Hann sagði
það vera fjarri sanni að ósamkomu-
lag ríkti milli sín og SÁÁ, þrátt fyrir
skoðanaskipti þeirra á milli að und-
anfömu. -GK
verið að aukast, bæði með því að
ekið er inn í ný hverfi og með því
að þétta kerfið annars staðar. Tíðni
ferðanna var ekki breytt fyrr en
1991 og það var þá afleiðing af
mikilli fækkun farþega. Á þessum
tíma var vagnakosturinn líka mikið
endumýjaður og núna bjóðum við
upp á mjög góða vagna. Auk þess
höfum við varið miklum pening-
um í kynningar og auglýsingar-
starf.'
Samkvæmt tölum frá Hagstof-
unni hefur farþegum strætisvagna
fækkað stöðugt undanfama þrjá
áratugi, um Ieið og skráðum fólks-
bílum hefur fjölgað að sama skapi.
Hörður segir að til að mæta auk-
inni samkeppni við einkabílinn
hafi þess verið gætt að kaupa alltaf
bestu fáanlegu vagna. „Strætis-
vagnamir geta aldrei keppt að öllu
leyti við einkabílinn, en þeir eru
ódýrari kostur og auk þess eru
vagnamir mjög góðir. Forsendum-
ar em þannig fyrir hendi og þess
vegna viljum við komast að því af
hverju fólk notfærir sér þessa þjón-
ustu ekki í meiri mæli.'
-GK
Fiskar finna ekki til
Það em hverfandi líkur á því að
£
fiskar finni til í þeim skilniugi
sem við leggjum í orðin,' segir Gísli
Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma,
í grein í síðasta tölublaði Eldis-
frétta.
Ástæða þess að fiskar finna ekki
til sársauka er að mati Gísla eink-
um sú, að í heila fiska er engirm
heilabörkur og í miðtaugakerfinu
er hvergi að finna „tilsvarandi
stjómstöð sem gæti tekið að sér
það hlutverk heilabarkarins að
túlka þá skynjun sem við köllum
sársauka.'
Máli sínu til stuðnings vísar
Gísli m.a. til rannsókna, sem benda
til þess að fiskar séu tilfinninga-
lausir gagnvart stungu og „bíta þeir
þrálátlega aftur og aftur í hvassan
öngul án þess að fælast í burtu við
fyrstu lífsreynslu.'
Auk fiska, þá telur Gísli að
hverskonar sársaukaskynjun komi
ekki til hjá ánamöðkum. Hann
segir í grein sinni að maðkurinn sé
heilalaus og taugakerfi hans sé að-
eins byggt upp af skyn- og hreyfi-
taugum.
-GRH
Nýir útvarpssendar
Ríkisútvarpið hefur lokið upp-
se
setningu tveggja 100 watta
FM-endurvarpssenda fyrir Þor-
lákshöfn og Mosfellsbæ og ná-
grenni. Sendarnir eiga að bæta
hlustunarskilyrði á þessum
svæðum.
Sendir í Þorlákshöfn sendir út
dagskrá Rásar tvö á 101,6 megar-
iðum (MHz). Sendir fyrir Mos-
fellsbæ og nágrenni sendir út
dagskrá Rásar eitt á 88,3 megar-
iðum og dagskrá Rásar tvö á 96,7
megariðum.