Tíminn - 11.01.1994, Side 8
8
Þri&judagur 11. janúar 1994
Borgarieikhúsib:
EVA LUNA. Eftir Kjartan Ragnarsson og
Óskar jónasson.
Byggt á sögu Isabel Allende.
Tónlist og söngtextan Egill Ólafsson.
Leikmynd: Óskar jónasson.
Leikstjórí: Kjartan Ragnarsson.
Frumsýnt á Stóra svibinu 7. janúar.
Það má kallast óvenjulegt
uppátæki að íslenskt leikhús láti
semja leikgerð upp úr útlendri
samtímasögu, og það sögu frá
Suður- Ameríku, eins og Evu
Lunu Isabel Allende frá Chile.
En sú skáldkona hefur orðið
vinsæl hérlendis, ekki síst eftir
að hún kom hingað í eigin per-
sónu og mikiö með hana látið.
Ég verð að viðurkenna að ég
þekki lítt til verka Isabel Al-
lende. En af Evu Lunu aö dæma
sýnist mér hún muni ofmetinn
höfundur. Þetta verk hefur ekki
til að bera neina skáldlega dýpt
og virðist að persónusköpun
harla mjóslegið og melódramat-
ískt. Hins er skylt að geta að
saga og leikrit er sitt hvað, eins
og allir vita. Það má vera að
sögukonunni Isabel Allende sé
ekki sýnt fullt tillæti í leikgerð-
inni og saga hennar búi yfir ein-
hverju dulmögnuðu andrúms-
lofti, sem ekki hafi skilað sér í
sýningu Kjartans Ragnarssonar
og Borgarleikhússins. Svo mikið
er víst að þaö var ekki þar.
Að þessu sögðu skal þess getið
að sýningin í Borgarleikhúsinu
er ásjálegt leikhúsverk og heldur
áhuganum vakandi lengst af.
Að vísu er hún býsna löng, þrír
og hálfur tími með hléi, en það
er raunar orðin viðtekin lengd
sýninga í leikhúsum vomm.
Hún hefur líka sitthvað til að
bera sem fallið getur áhorfend-
um í geð. Þó ekki væri annað en
þaö að leikhúsið tjaldar hér öllu
til í búnaði og hefur lagt alúð
við sýninguna, sem er einkar
myndræn. Efnið er líka að-
gengilegt, svolítið spennandi.
Menn fá kannski léttan hroll
við að sjá hér á sviði baráttuna
milli fasískrar herforingjastjóm-
ar og skærujiöa uppi í fjöllum,
með einhvers konar suðuramer-
íska Sölku Völku í sjónarmiðju.
Hitt er lakara að það næst varla
nein spenna í átökum þessara
afla. Það er víst fremur sök höf-
undar og ófullnægjandi per-
sónusköpunar en leikstjóra að
frelsisbarátta alþýðunnar, eins
og henni er lýst hér, lætur
áhorfandann lítt snortinn.
í sem skemmstu máli er hér
sögð saga stúlkunnar Evu Lúnu,
sem missir móður sína ung, er
tekin í fóstur og á illa ævi, en
sýnir snemma sjálfstæði og
uppreisnarvilja. Hún hefur mik-
ið ímyndunarafl og talar sífellt
við móður sína látna, enda segir
hún margsinnis að dauðinn sé
ekki til. Karlmenn dragast að
þessari stúlku eins og flugur að
ljósi. Hún lendir í slagtogi með
skæmliða, en yfirhershöfðingi
og valdamaður fellir hug til
hennar. Hún þolir barsmíðar og
Vinningstölur
laugardaginn
VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPF’HÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 0 5.728.623
Z. 4af5^ 13 46.836
3. 4af5 189 5.557
4. 3aÍ5 5.733 427
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.835.755 kr.
upplýsingar:s!msvari91 -681511 lukkul!na991002
Svibsmyndir eru íburbarmiklar.
Yfirborðslegt
sjónarspil
LEIKHUS
pyndingar lögreglu, en lendir
svo hjá góðhjörtuðum araba,
sem hún þó verður að yfirgefa
vegna hræsnisfullra fordóma
umhverfisins. Margir aðrir
koma við sögu og leikurinn
berst á hommabúllu, hómhús,
til fjalla og víðar. Að lokum sér
Eva Lúna að þeir höfuðand-
stæðingar, skæmliöinn hennar
og hershöfðinginn, muni eins
og „tvær hliöar á sama pen-
ingi". Hér mun fólginn hinn
femíníski boðskapur verksins,
— konan sem ber fram málstað
lífs og friðar gegn karlveldi
vopnabræðranna, þótt þeir
standi raunar hvor sínu megin
víglínu og séu reiðubúnir að
murka lífið hvor úr öörum.
Sagan á sviðinu er sögö í end-
urliti, þ.e. Eva Lúna, sem er
skáld, segir sögu sína fyrir sjón-
varpsstöð sem rekin er af hug-
deigum tækifærissinna. Atriða-
skipting er ör og liðmannleg og
gemr hér að líta tæknibúnað
leikhússins vel nýttan. í heild
ber sýningin vitni kunnáttu,
góðum smekk og natni Kjartans
Ragnarssonar, sem löngu er al-
kunnugt. Hitt er lakara, þar sem
sýningin er auglýst sem söng-
leikur öðrum þræði, að músíkin
var furðu ósérkennileg og laus
viö að vera grípandi, lengstum
bara leiðinleg að mér þótti. Ekki
bættu söngtextar úr skák, því
flestir heyrðust mér þeir óskáld-
legt klúður sem varla hékk í
ljóðstöfum. Texti leiksins var
raunar allur fremur flatneskju-
legur og bókmálskenndur, enda
auövitað tekinn úr bók! Varla
getur heitið að brygði fyrir vel
oröaöri eða hnyttinni setningu.
Það er mikiö lagt á komunga
leikkonu að túlka hlutverk Evu
Lúnu, sem er á sviðinu nærri all-
an tímann. Sólveig Amarsdóttir
er aöeins tvítug að aldri og þess
vegna skortir hana augljóslega
þroska til að gera hlutverkinu
full skil. Að vísu skal um leið
sagt að það er engan veginn eins
djúpt og margþætt og það er
langt — og á sú athugasemd
raunar viö hlutverk í leiknum
yfirleitt. En með handleiðslu
hins reynda leikstjóra skilar Sól-
veig hlutverkinu svo að vel má
við una og nýtur æskuþokka
hlutverkib.
síns. Sviðsframkoman er góð,
hún hreyfir sig eðlilega og er lif-
andi og frjálsleg allan tímann.
Raddbeitingu er hins vegar
áfátt, röddin liggur of hátt og
verður því framsögn blæbrigða-
snauð og stundum þvinguð og
óskýr, enda skortir á tamning-
una. En hvað sem kann að líða
efasemdum um að rétt hafi ver-
Sérkennilegur píanisti
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar-
innar 6. janúar vom um margt
eftirminnilegir. Á efnisskrá vom
tvö stórverk: 3. píanókonsert
Rakhmaninoffs og 3. sinfónía
Bmckners. Tónsprota stýrði
Osmo Vanska, aðalstjómandi
hljómsveitarinnar, en einleikari
í píanókonsertnum var „finnski
píanósnillingurinn" Olli Mu-
stonen; hann virbist vera u.þ.b.
hálfþrítugur að aldri. Tónleika-
skráin segir um Mustonen að
frábær tækni og sérstæð túlkun
hans hafi heillaö tónleikagesti í
Evrópu jafnt sem Bandaríkjun-
um. Eins fór þab hér, að sérstæð
spilamennska snillingsins unga
lét engan ósnortinn, þótt með
mismunandi hætti væri. Þeir,
sem ekki þekktu konsertinn fyr-
ir, vom yfir sig hrifnir, en öðr-
um varð nánast óglatt vegna
„afskræmislegrar túlkunar", auk
þess sem látbragð listamannsins
var svo sérkennilegt að læknar
og læknanemar komu með að
minnsta kosti þrjár mismun-
andi sjúkdómsgreiningar í hlé-
inu. Hitt leyndi sér hins vegar
ekki, að Mustonen er gríöarlega
flínkur píanóleikari, enda vildu
sumir skýra framkomu hans
þannig ab Rakhmaninoff sé svo
leibinlegt og ómerkilegt tón-
skáld að eðlilegt sé ab afburða-
maður eins og Mustonen leitist
við að snúa konsertnum upp í
harmþmnginn skopleik.
Sergej Rakhmaninoff (1873-
1943) var mikill píanósnillingur
og frumflutti sjálfur 3. konsert-
inn í New York árið 1909, þar
sem hann var á tónleikaferö.
Sagt er ab hann hafi spilað kons-
ertinn af yfirlætisleysi og án eld-
glæringa, sem þá er sennilega
hinn „rétti háttur". Spila-
TONLIST
mennska Mustonens var þvert á
móti mjög bólgin og tilþrifa-
mikil, sem vafalaust er nokkuð
freistandi, því konsertinn hvílir
að vemlegu leyti á einleiks-
hljóðfærinu, þannig ab hljóm-
sveitin er nánast í hlutverki
undirleikara lengst af. Og þar að
auki þurfa einleikarar nú til dags
ab skapa sér sérstöbu meb öllum
ráöum í heimi harönandi sam-
keppni. Allt um það sýndi Olli
Mustonen sig að vera óvenju-
lega snjall píanisti, sem senni-
lega gæti þroskast til ýmissa
átta, og full ástæða er til þess að
fylgjast með þeim atburðum.
Anton Bmckner (1824-1896)
var ákvebiö á „Wagnerslínunni"
í tónsmíðum sínum, og tón-
ið ab fela svo ungri konu jafn-
stórt hlutverk, skal síst úr því
dregið að Sólveig er álitleg leik-
kona og ástæða til að vænta
hins besta af henni á þeirri
þroskabraut sem hún nú á fram-
undan.
Önnur hlutverk em öll miklu
smærri en þetta og yfirleitt er
þeim fullvel skilað, án þess ab
stórtíðindum sæti. Edda Heið-
rún Backman er ágæt Mimi og
ekki síbri sem klæðskiptingur-
inn Melechio. Svo syngur Edda
öðmm bemr og hefði því þurft
að hafa björgulegri lög. — Karl-
mennirnir í lífi Evu Lúnu: Rodr-
iguez Péturs Einarssonar, Hu-
berto Ellerts A. Ingimundarson-
ar og Riad Halabi Egils Ólafsson-
ar: — allir fóm þeir ámælislaust
meb hlutverk sem raunar em
ekki annað en framhliðar og
gerðu því ekki miklar kröfur.
Maður hefði einkum viljað sjá
Pétur Einarsson leika á fleiri
strengi en hlutverk hershöfð-
ingjans gefur tilefni til.
í smærri hlutverkum er fastalib
Borgarleikhússins: Siguröur
Karlsson er fígúra mikil sem
kallast Bróðirinn og situr tíðum
á klósettinu, Valgerbur Dan
Systirin harðlynda, Þór Tulinius
Rolf blaðamaður, Steinunn Ól-
afsdóttir hin ástsjúka Zulema.
Ónefnd em Steindór Hjörleifs-
son sem sjónvarpsstjórinn, Ása
Hlín Svavarsdóttir sem móðirin
framliðna, Soffía Jakobsdóttir
sem gubmóðirin, Þröstur Leó
Gunnarsson, Ari Matthíasson
og Magnús Jónsson í litlum
hlutverkum. Sérstaklega höfðu
leikhúsgestir gaman af Karli
Guðmundssyni sem Maddö-
munni — mellumömmu; þaö
var uppteiknað af ósvikinni
skopgáfu eins og við þekkjum
hjá Karli. Fjöldi aukaleikara og
statista er mikill, og em hópat-
ribi yfirleitt vel unnin og stíl-
hrein. Leikmyndin er svipmikil
með sínum háu tröppum og
stöllum, og ljósabeitingin á
stóran þátt í ab skapa áferðar-
góðan sjónrænan ramma um
sýninguna.
Leikfélag Reykjavíkur tjaldar
þannig öllu til í þessum leik og
leikhúsfólkið sýnir faglega getu
sína, ef þörf hefði verið að stað-
festa hana. Af sýningunni má
hafa þokkalega kvöldskemmt-
un, hún er alveg nógu mikið
sjónarspil til þess. Ég hlýt þó ab
játa að ég sé ekki hvers vegna
fariö var að snúa þessari skáld-
sögu í leikrit, fremur en ein-
hverri annarri veigameiri sem
stendur okkur nær, — úr því
menn vilja alltaf vera ab leika
skáldsögur.
Gunnar Stefánsson
leikaskráin segir að upphaflegt
form 3. sinfóníu hans hafi
geymt ýmsar tilvitnanir til
óperaskáldsins mikla, sem síðan
hafi verið teknar út hver af ann-
arri uns ekki sé nema ein eftir.
En burtséð frá því er þetta mikil-
fengleg tónlist og wagnerísk í
sniöum, litauðug og áhrifamik-
il. Margt var þama glæsilega
gert hjá Sinfóníuhljómsveitinni
eins og endranær, en hins vegar
mun stjórnandanum hafa sám-
að dálítiö áberandi mistök í inn-
komu blásara á einum eba
tveimur stöðum — a.m.k. var
hann síður en svo glaðlegur þeg-
ar hann yfirgaf sviðið í lok tón-
leikanna. Áheyrendur vom hins
vegar flestir glaðir ab loknum
eftirminnilegum og að sumra
dómi ágætum tónleikum.
Sig.St.