Tíminn - 19.01.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.01.1994, Blaðsíða 2
2 Mni' ■ Miðvikudagur.19. janúar 1994 Tíminn spyr... Er Kvennalistinn ólöglegur meb tilliti til jafnréttislaga? Elsa Þ. Þorkelsdóttir. framk væmdastj óri Jafnréttisráðs: „Nei. Á meðan Kvennalistinn skilgreinir sig sem tímabundna aðgerð til að bæta stöðu kvenna, þá fellur hann mjög skýrt og klárt undir 3. gr. jafn- réttislaga. Síðan er það auðvitað líka svo að Kvennalistinn, aö mér skilst, heimilar körlum inn- göngu í samtökin en stillir þeim ekki upp á framboöslista. Þaö veröur tæpast túlkað sem brot á jafnréttislögum. Aftur á móti ef þessi tímabundna aðgerð væri ekki fyrir hendi, þá væri svarið kannski ekki eins einfalt." Aniia Ólafsdóttir Bjömsson þingkona: „Nei, það er af og frá og Kvennalistinn er alveg löglegur og hefur alltaf verið. Þetta er ekki í fyrsta eða síöasta skipti sem Kvennalistinn er núna að jafna ákveöið misvægi sem ver- iö hefur í pólitíkinni. Aö því leyti til þá ætti hann jafnvel að framfylgja jafnréttislögum meira en ýmsir aörir flokkar. Ég bendi einnig á að þaö vom svo sem litlar athugasemdir geröar við þá flokka sem stilltu lang- tímum saman einungis karl- mönnum í ömgg framboðssæti. Þaö veldur í rauninni því mis- ræmi sem ennþá er á milli kvenna og karla. Þar aö auki er- um viö meö kvennapólitísk sjónarmið sem konur hafa mót- ab og þvi eðlilegt að þær komi þeim á framfæri." Ámi Johnsen alþingismaður: „Þab skal ég ekki segja um. En í Afríku em þeir nú ab leggja niður aðskilnaðarstefnuna." Framleibslugeta Víkuráss tvöfalt meiri en á gólfallra nýrra íbúöa sem byggöar eru á íslandi: Samið um sölu á íslensku spónaparketi til Evrópu Þessirþrír sjá um aö koma parketinu á milli landa. Lengst til vinstrí er Bernard Oriol, framkvœmdastjórí Isorex, sem fram- leiöir plöturnar sem unniö er úr. Til hœgri er Þröstur Lýösson, framkvæmdastjóri Isimex, sem er eigandi Scandic parkets og milli þeirra situr Erik Knudsen frá Clunz í Danmörku, sem sér um söluna eriendis. Tímamynd:cs „Kostir þessa nýja parkets eru margir. Þab er íslensk gæöaframleibsla sem stenst Evrópukröfur, þab er gegn- heilt, höggþolib, rakahelt og þolir mikinn umgang," sagbi Þórbur M. Þórbarson, rábgjafi markabsdeildar Húsasmibjunnar, vib kynn- ingu á samningi um útflutn- ing á íslensku spónaparketi, undir vörumerkinu „Scandic parket". Samib hefur verib vib trésmibjuna Víkurás í Keflavík um framleibsluna, sem átti fyrir eitt fullkomn- asta framleibslufyrirtæki í sinni grein á íslandi, og þótt víbar væri leitab. Áætlub framleibsla er 60.000 fer- metrar á þessu ári, en gæti orbib um 300.000 fermetrar meb fullum afköstum. Þab er, svo dæmi sé tekib, kring- um tvöfalt gólfrými allra íbúba sem árlega hafa verib byggbar á íslandi síbustu ár- in. Parketið er framleitt fyrii ný- stofnað fyrirtæki, Isimex hf., sem kom þessum samningum á. Upphaflega var svipað par- ket þróað hjá Tré-X í Keflavík, en það hefur nú verið aðlagað kröfum og þörfum Evrópu- markaðarins. Parketið er fram- leitt úr svokölluðum „OSB triply" - plötum sem fram- leiddar em í Frakklandi úr sér- unnum stómm fumspónaflög- um. Hjá Víkurási em plötum- ar sniönar niður, nótaðar og tappaðar, og parketið pússað og tvílakkaöar. Parketið er framleitt í tveim þykktum, 12 mm, sem lagt er fljótandi, og 22 mm til klæðningar beint á gólfbita. Parketiö er framleitt í nokkrum limm. Glunz Scandinavia AS í Dan- mörku, hefur gerst söluaðili Scandic parkets erlendis. Fyrir- tækið ætlar að kynna það á norrænni byggingarvömsýn- ingu sem haldin verður í Dan- mörku í mars n.k., m.a. á gólfi sýningarbássins. Erik Knutsen frá Glunz upplýsti að gólfefna- markaður í Danmörku væri samtals kringum 1.400.000 fermetrar á ári af öllum teg- undum. Samkvæmt því gæti Víkurás í Keflavík, með fullum afkösmm, annað klæöningu á meira en fimmta hvert gólf (21%) sem klædd em í Dan- mörku árlega. Markaðurinn einskorðast þó alls ekki við Danmörku, því Glunz í Dan- mörku er einungis eitt af fjölda dótmrfyrirtækja Glunz ÁG í Þýskalandi, sem einnig á dótmrfyrirtæki í Ausmrríki, Hollandi, Frakklandi Sviss og Bretlandi. Enda er ársvelta þess um 58 milljaröar, sem t.d. svarar til meira en helmings fjárlaga íslenska ríkisins. Húsasmiðjan sér um sölu Scandic parketsins á íslandi. Með mikilli hagræðingu og góðri samvinnu allra segja þeir Húsasmiðjumenn aö tekist hafi að lækka verðið í kringum 20% og verði fermetrinn seld- ur á um 1.500 krónur (ná- kvæmlega 1.499 kr.) í verslun- um Húsasmiðjunnar. Úthlutaö úr sjóði Ludvigs Storr Úthlutaö hefur verið fimm milljónum króna úr Menning- ar- og framfarasjóði Ludvigs Storr, en tilgangur sjóösins er að smðla að framförum á sviði jarðefnafræði, byggingariðnað- ar og skipasmíða með því aö styrkja vísindamenn á þessu sviði. Sjóðurinn er sjálfseignar- stofnun í vörslu Háskóla ís- lands. Þeir sem styrkinn hlum ab þessu sinni vom Límtré hf, 1,5 milljón til verkefnisins „Límdar samsetning^r á timburvirkjum og prófanir á þeim. Útgerðar- tækni hf, 1,3 milljón til verk- efnisins „Ventlasnúningsmæl- ir". RT hf, 1,2 milljónir til verk- efnisins „Stöbugleikamælir" og Línuhönnun hf, ein milljón til verkefnisins „Tæknilegir eigin- leikar íslenskra bergtegunda". Fordæma samsæri ríkis- stjórnar og útgerðar Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefur sent frá sér álykmn þar sem „gerræðis- legri framkomu ríkisstjómar Davíbs Oddssonar" gagnvart sjómönnum er harblega mót- mælt. Segir I ályktuninni, að svo virð- ist sem útgerðarmenn hafi haft á bak við sig loforð ríkisstjómar- innar um lög á sjómenn ef verk- fallið drægist á langinn. Sam- starf ríkisstjómarinnar og út- gerðarmanna undir lokin við að brjóta á bak aftur baráttu sjó- manna sé augljóst og birtist m.a. í setningu brábabirgðalag- anna undir nótt, lögskráingu áhafna og tafarlausri brottför skipanna ábur en blekið var þomaö af pappímnum. Þá gagnrýna þingmenn Alþýöu- bandalags að ekki skyldi haft samráð við sjávarútvegsnefnd við lausn deilunnar. Víðtækrar sáttar um sjávarútvegsstefnuna hafi ekki verið leitað, en það geti aldrei orbið sátt um fyrir- komulag sem feli í sér ígildi eignarréttar á óveiddum fiski og ab sá réttur færist sífellt á færri hendur. -ÁG Vaxtalœkkun hjá íslandsbanka: Vextir lækka um 1,2-3% íslandsbanki hefur ákvebib ab lækka vexti á óverbtryggbum útlánum um 1,2-2% á föstudag. Eftir þessa lækkun hafa nafn- vextir á almennum skuldabréf- um lækkab um tæp 10% frá því í byrjun ágúst. Vaxtalækkunin skilar sér þó ekki aö öllu leytd sem kjarabót fyrir viðskiptavini bankans. í frétt frá bankanum í gær segir, að eftir þessa lækkun verði vaxtamunur innlána og útlána innan við 2% og óraunhæft sé ab ætla að hann standi undir þeim þjónustukostn- abi sem hann nú ber. Því verbi naubsynlegt ab endurskoba gjald- skrá bankans á næstunni meb því a morgun að færa hana nær því sem þjón- ustan raunvemlega kostar. Vextir fjögurra lánaflokka lækka. Víxlar og kjörvextir úr 9,40% í 8,20%, yfirdráttarlán úr 13,75% í 12,00%, Visa-skiptigreiðslur úr 15,95% í 13,95% og kjörvextir al- mennra skuldabréfa úr 9,5% í 8%. -ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.