Tíminn - 19.01.1994, Blaðsíða 6
6
Siíiiiiww
Mi&vikudagur 19. janúar 1994
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Rusl af öskuhaugum á ísafirbi í fjörunni vib flugbrautina gegnt flugstöbvar-
byggingunni.
Austurland
Vopnafjörbur:
Öllu starfsfólki
Tanga hf. sagt upp
Öllu starfsfólki Tanga hf. var
sagt upp störfum fyrir áramót
vegna hráefnisskorts. Ekki var
ákveöiö hvenær vinna hæfist
aftur þar sem unfangsmiklar
breytingar eru fyrirhugaöar á
vinnslukerfi fyrirtækisins og
þá einnig vegna sjómanna-
verkfallsins. Sett veröur upp
ný flæöilína í húsið og krefst
þaö verulegra breytinga innan-
húss þar sem færa þarf til
veggi og byggja nýja og færa
til vélar.
Næg atvinna var í húsinu allt
sl. ár og er þaö ekki síst aö
þakka Rússafiskinum. Sam-
kvæmt níu mánaöa ársupp-
gjöri var afkoma fyrirtækisins
á síöasta ári því nokkuö góð.
Seyöisfjöröun
Fjögur störf fyrlr
fatlaða
Fyrirtækiö frú Lára var stofnað
1987 og hóf rekstur ári síöar.
Stjórnarformaður er Þórdís
Bergsdóttir. Þar hefur ýmis
starfsemi verið undanfariö s.s.
minjagripagerð og annar smá-
iönaður og sala þeirrar fram-
leiöslu. Undanfarin tvö ár hef-
ur fastráðinn framkvæmda-
stjóri unnið þar, Loise Heite.
Hún er bandarísk og kenndi
um árabil viö Seyðisfjarðar-
skóla.
Nú er unniö að undirbúningi
ullarvinnslu á vegum fyrirtæk-
isins og hafa verið fest kaup á
húshæði að Öldugötu 9. Rann-
sóknaráö ríkisins hefur lánað
endurgjaldslaust til tveggja ára
ullarvinnslufyrirtæki, tætara
og spunavél. Markmið ullar-
vinnslunnar er að framleiða
band úr alíslenskri ull fyrir
handverks- og listafólk og til
vefnaðar. Slíkt band er ekki til
á öllu landinu utan þess sem
örfáir einstaklingar eru aö
vinna í höndunum. Síðan er
markmiðiö að í tengslum viö
ullarvinnsluna verði starfrækt
vefstofa.
í ullarvinnslurmi og vefstof-
unni er í framtíöinni gert ráð
fyrir 10 störfum, þar af verði 5
störf fyrir fatlaða. Nú þegar
hafa fjórir fatlaðir hafið hluta-
starf vib undirbúningsvinnu,
s.s. við að taka ofan af ull
(skilja tog frá þeli).
Þess má geta að miklir mögu-
leikar eru á að skapa fleiri og
fjölbreyttari störf fyrir fatlaða í
þessu húsnæöi vegna stærðar
þess. Landssamtökin Þroska-
hjálp hafa styrkt þetta verkefni
og greiba hálf laun umsjónar-
manns eöa til verkstjórnar 4
fötluðum starfsmönnum.
VESTFIRSKA
| FRÉTTABLAÐlol
ISAFIRÐI
Plastpokaregn yfir
fluqbrautina
Unaanfarið hefur gríðarlegt
magn af stórum plastpokum
utan af rækju fokið af rusla-
haugum ísafjaröar yfir á flug-
brautina. Hefur ruslið setið
fast á brautarljósum, í girðing-
um og byggingum og starfs-
menn flugvallarins hafa haft í
nógu aö snúast vib að losa sig
við ruslið.
„Við emm margbúnir ab tala
við bæjaryfirvöld um þessi mál
og við getum alveg eins talað
hér við vegginn," sagöi einn
starfsmannanna. „Það er jafn-
vel hætta á að þetta plastdrasl
fjúki á flugvélar í flugtaki og
þá þarf ekki ab spyrja um af-
leibingarnar. Bærinn ber
ábyrgð á þessu."
Seladrápib í Skjald-
bjarnarvík
í lok október síðasta haust
fundu selveiöimenn frá
Dröngum á Ströndum hátt á
fjórða tug dauðra útselsskópa í
Skjaldbjamarvík á Ströndum.
Neðri kjálkana vantaði á selina
en þeir em notaðir sem sönn-
unargögn þegar hringorma-
nefnd greiðir fyrir selina.
Sögðu Drangamenn ab að-
koman hefði verið heldur
sóðaleg og því var málið kært
til lögreglu og því haldið fram
ab þama væri um veiðiþjófnað
að ræða.
Á þessum tíma vom Finnbogi
Jónasson og Þráinn Arthúrs-
son, báðir frá ísafirði, við úts-
elskópaveiðar í Bolungarvík á
Hornströndum, sem er litlu
Finnbogi Jónasson og Þráinn Arthúrs-
son, meintir sakamenn ímálinu.
norðar en Skjaldbjarnarvík.
Voru þeir yfirheyrðir af lög-
reglunni á Isafirði vegna þessa
máls og teknir af þeim yfir 80
útselskjálkar. Finnbogi hefur
sagt að hann hafi aldrei í
Skjaldbjarnarvík komið og
veiöiþjófhaðurinn væri trúlega
svibsetur af Drangamönnum
til að koma höggi á þá félag-
ana.
Að sögn Ríkharðs Mássonar,
sýslumanns Strandasýslu, mim
Sigurður Richter, rannsókna-
mabur á Keldum, bera kjálk-
ana saman við hausa sem sótt-
ir voru í Drangavík hálfum
mánuði eftir að atburöurinn
átti sér stað. Þá fundust aðeins
tvö selshræ á vettvangi.
Samtök selabænda hafa talaö
um að kosta DNA-rannsókn,
en ekki verður af henni ef
hægt er að leysa málið á ódýr-
ari hátt.
UÐURNESJA
I f= R feT-n r=t
Metár í Bláa lóninu
108 þúsund gestir komu í Bláa
lónið á síöasta ári. Er þetta
mesti fjöldi baðgesta á einu ári
frá því ab lóniö var opnaö.
Aukning er mest í erlendum
ferðamönnum að sögn Kristins
Benediktssonar, framkvæmda-
stjóra baðhússins við Bláa lón-
ið,
Árið 1992 komu um 80 þús-
und gestix í Bláa lónið og 1991
voru gestirnir 89 þúsund og
var það metár. Kristinn sagði
að áætla mætti að um 130 þús-
und manns hefðu á síöasta ári
komið á Bláa lóns svæðiö ef
taldir væru með allir þeir sem
kæmu til að skoða svæðið og
lónið.
Opiö var um áramótin í lón-
inu og í vikunni á eftir komu
um 1000 manns í lónið. Þá var
töluvert um erlenda ferða-
menn sem hér dvöldu yfir ára-
mótin.
Nýlega tók Heilsufélagið vib
Bláa lónið hf. við rekstri bab-
hússins og mun annast frekari
uppbyggingu ferðaþjónustu á
Bláa lónssvæðinu.
Suöurnes:
Kristján Pálsson
maður ársins
Kristján Pálsson, bæjarstjóri í
Njarðvík, var valinn af lesend-
um Suöumesjafrétta og hlust-
endum Brossins, maður ársins
1993. Fjöldi tilnefninga barst
og margir einstaklingar nefnd-
ir. Þá var Jón Kr. Gíslason val-
inn íþróttamaður ársins.
„Undirbúningur að stofnun
Eignarhaldsfélags Suðurnesja
stendur hæst að mínum dómi
á síðasta ári, en síbasta árið er
Kristián Pálsson, og Jón Kr. taka á
móti viburkenningum sínum.
búið að vera einstaklega
skemmtilegt. Þá bæði á sam-
eiginlegum vettvangi sveitarfé-
laganna og hér í Njarðvík,"
sagði Kristján þegar hann var
spurður að því hvað hann
teldi bera hæst frá síðasta ári.
Kristján varð bæjarstjóri í
Njarðvík árið 1990 en hafði
ábur verib bæjarstjóri í Ólafs-
vík. „Ég er búinn að starfa að
sveitarstjórnarmálum síðan
1977. Ég var sveitarstjóri á
Súgandafirði í þrjú ár en flutti
eftir það til Ólafsvíkur til að
taka viö rekstri útgerðarfyrir-
tækis." Að sögn Kristjáns var
margt ab gerast á vettvangi
sveitarstjómanna á síbasta ári.
Eignarhaldsfélag Suðurnesja
var stofnað og sagöist Kristján
telja að stofnun þess hefði ver-
ib mikill móralskur ávinningur
fyrir Suðumes, enda hafi náðst
góð samstaða um það mál.
„ Nýjar metsölubœkur" kynntar. Pétur Már Ólafsson útgáfustjóri hjá
Vöku-Helgafelli, Ólafur Ragnarsson forstjóri og Helga Þóra Eibsdóttir
markabsstjóri. Tímamynd
Vaka býbur
ódýrar bækur
Vaka-Helgafell hefur stofnað
sérstakan bókaklúbb, „Nýjar
metsölubækur", þar sem boðið
er upp á nýjar metsölubækur
eftir erlenda höfunda, sem ekki
hafa komið út áður á íslensku.
Vegna hagstæbra samninga er
hægt aö bjóða þessar bækur á
meira en helmingi lægra verði
en á hliðstæöum bókum fyrir
jól*
Vaka-Helgafell gekkst fyrir
könnun mebal landsmanna þar
sem spurt var hvernig bækur
þeir vildu lesa. Niðurstaðan
varð ab flestir vildu nýjar,
þýddar metsölubækur eftir er-
lenda höfunda, innbundnar. í
kjölfarið var tekin ákvörðun
um stofnun bókaklúbbsins. Til
þess að geta boðið bækurnar
sem ódýrastar var leitað allra
leiöa til hagræðingar við
vinnslu þeirra. Prentunin var
m.a. boðin út og kom hagstæö-
asta tilboðið erlendis frá. -ÁG
Grundartanga-
höfn stækkuö?
Stjóm Grundartangahafnar hefur
ákveðiö að kanna möguleika á
stækkun hafnarinnar. Þegar hef-
ur verið óskað eftir því við Haf-
rannsóknarstofnun að hún vinni
ákveðnar grunnupplýsingar í
sambandi vib hafnargerö á
Grundartanga. Ástæöan fyrir
hugmyndum um stækkun hafn-
arinnar er að stór skip, sem flytja
hráefni til Jámblendiverksmiðj-
unnar, geta ekki lagst ab bryggj-
unni eins og best yrði á kosið.
Á seinni áram hafa aðföng til
Járnblendiverksmiðjunnar á
Grandartanga verið flutt með æ
stærri skipum. Þau hafa ekki get-
að lagst að bryggju nema fyrir
enda hafnargarðsins. Þess vegna
hafa menn rætt um nauösyn þess
að lengja hafnargarðinn. Allt
bendir til að stækkun hafnarinn-
ar yrði ódýr framkvæmd, því
mjög aödjúpt er í Hvalfirði og
ekki þarf aö byggja neinn skjól-
garb. Nóg er að byggja hafnar-
garö beint út í fjöröinn.
Ýmsar hugmyndir hafa verið
uppi um frekari uppbyggingu
iðnaöar á Grundartanga, sem
sumar hverjar myndu kalla á
bætta hafnaraðstöðu.
Ab sögn Jóns Hálfdánarsonar,
formanns stjórnar Grundar-
tangahafnar,*er máliö ekki komið
á þaö stig að hönnun hafnar-
garösins sé hafin, en búast má
viö að ákvörðun um að hefja
hönnun veröi tekin eftir nokkra
mánuði. -EÓ
Landsmót ab Laugarvatni:
Búist við allt ab
2500 keppendum
Búist er við 2.200-2.500 kepp-
endum á landsmót UMFÍ, sem
haldið veröur aö Laugarvatni
dagana 14.-17. júlí nú í sumar.
Undirbúningur vegna mótsins
er í fullum gangi og ekkert
viröist vera í veginum fyrir því
að halda megi myndarlegt
mót.
Að sögn Ólafs Arnar Haralds-
sonar, framkvæmdastjóra móts-
ins, er búist við á milli 6.000-
7.000 áhorfendum á mótið, en
bjartsýnustu menn gera ráð fyrir
15.000 áhorfendum. Er í þessu
sambandi horft til landsmótsins
sem haldið var á Laugarvatni áriö
1965, en þangað komu um 25
þúsund manns, að því talið er.
Ólafur sagði aö framkvæmdum á
Laugarvatni vegna mótsins væri
að mestu lokib. í haust hefði ver-
ið lokið viö gerð íþróttavallar, en
á vormánuðum yrðu hlaupa-
brautir, sem lagbar era gerviefn-
um, kláraðar. Þá er á staðnum
nýlegt íþróttahús og sundlaug,
sem tekin var í gagnið fyrir
tveimur áram.
Skráningarfrestur til þátttöku á
mótinu er liðinn. Keppnisgreinar
á landsmótinu vera með hefð-
bundnu sniöi, þ.e. frjálsar íþrótt-
ir, sund, starfsíþróttir og bolta-
greinar. Nokkur áhersla verður
lögö á körfubolta, en átján körfu-
boltalið, þar á meðal öll þau
bestu í landinu, hafa skráð sig til
þátttöku.
En landsmótiö er ekki bara
íþróttakeppni. Á mótinu í sumar
veröur mikil áhersla lögb á fé-
lagslega þáttinn, svo sem sam-
vera fjölskyldunnar, ræktun lýbs
og lands, skógrækt og fleiri slík
málefni sem ungmennafélögin
settu á oddinn á fyrri hluta aldar-
innar. -sbs, Selfossi