Tíminn - 19.01.1994, Blaðsíða 5
Mibvikudagur 19. janúar 1994
5
Anton Helgi Jónsson:
Elíefufréttir hefjast 23.12
Mabur sem allt veit hefur
tjáb mér ab Albert nokk-
ur Einstein hafl sett fram
kenningu varbandi afstæbi tím-
ans vegna reynslu sinnar af ís-
lendingi. Ekki veit ég hvab er
hæft í þeirri fullyrbingu manns-
ins, en ég hef öruggar heimiidir
fyrir því, aö á íslandi sé ekki óal-
gengt ab manneskjur sem álpast
inn í álfhól og hverfa í sjö ár eöa
lengur, uppástandi viö útgöng-
una ab þær hafi einungis brugöiö
sér frá í nokkrar mínútur. Þá er
þaö staöreynd aö allmargir ís-
lendingar eiga klukkur, en þær
munu þó ganga hver meb sínum
hraba.
Þaö má lengi velta því fyrir sér
hvemig — eöa hvort — tíminn
líður. En þegar sagnfræðingar
munu setjast inn á Þjóbarbók-
hlöðu eftir hundrað ár tÚ að fletta
dagblöðum frá janúar 1994 er
ekki víst ab þeir átti sig á tíðar-
andandum útfrá breiðum fyrir-
sögnunum og löngum fréttaskýr-
ingum. Oftar en ekki virðast smá-
atribi vera forsenda þess ab hægt
sé að skilja stóru fréttimar. Og eitt
svona smáatriði er kannski sem-
VETTVANGUR
ing sem stendur í auglýsingu fyrir
eina af leiksýningum Þjóðleik-
hússins þessa dagana: „Ekki er
unnt að hleypa gestum í salinn
eftir ab sýning er hafin."
Nú kunna ab liggja á bakvið
þessa hógvæm tilkyrmingu ein-
hverjar tækniiegar eöa listrænar
ástæður sem skýrast fyrst á sýn-
ingunni. En þær veröa tæpast á-
hugaveröar í samhengi sögunnar.
Þaö er hætt við því aö sagnfræð-
ingar framtíöarinnar muni spyrja:
Skyldu íslendingar einhvem tím-
ann hafa veriö óstundvísir? Eöa
var listafólkiö svona viðkvæmt á
taugum og merkilegt með sig? Ja,
svari nú hver fyrir sig.
Sem unglingur í skóla varb ég
fyrir barðinu á kennara sem þótti
merkilegur með sig. Hann neitaði
að hleypa þeim inn sem komu of
seint í tíma. Þetta þótti undariegt
og heilmikil frekja, bráðgáfuð
ungmenni og í alla staði efnileg
neyddust til þess aö hafa gát á
klukkunni ef þau vildu ekki missa
af kennslu. En það mátti kennar-
inn eiga, þrátt fyrir allt, að hann
kunni sitt fag. Hinsvegar var
hann alltaf álitinn sérvitringur, ef
ekki skrýtinn.
Ólíklegt þykir mér aö núoröib
verði böm og imglingar fyrir
baröinu á kennumm sem þyki
merkilegir með sig. Er ekki allt
orðið svo pedagógískt? En í haust
sem leib fór einn kunningi minn
á kvöldnámskeið og borgaði
drjúgan skilding, enda hafði þátt-
takendum verib lofað gagnlegri
fræöslu í auglýsingu fyrir nám-
skeiöið. Strax á öbm námskeiðs-
kvöldinu var þó eins og leiðbein-
andinn sjálfur hefði misst trú á
því að hann heföi nokkuð fram
að færa og lét sig vanta í byrjun
tíma. Máttu þátttakendur
skemmta sér við að góna hver á
annan í kortér eða lengur. En
þetta var sjálfsagt einsdæmi, eins
og allar svona sögur. Fólk mætir
of seint á fundi — eða boðar
fundi of seint, en það er alltaf
einsdæmi.
Ég hef það eftir konu sem víða
hefur þvælst að sumstaðar í fjar-
lægum löndum megi Evrópu-
menn gaumgæfa öll fýrirheit um
stefnumót á tilteknum tíma. Sá
sem segist ætla að hitta þig klukk-
an tólf á hádegi vonast bara eftir
því að hitta þig síðar á lífsleiðinni
og ekkert annað. Kannski það sé
eitthvab svipað með íslendinga.
Þeir hafa alltaf nægan tíma — og
um leið engan.
Á stúdentagarði var ég einu
sinni í nábýli við ungan mann
sem hafði enga hugmynd um
tíma. Það rann upp fýrir mér í
sambandi við mat og mataröflun,
þar sem við deildum eldhúsi. Pilt-
urinn virtist alltaf verða jafn hissa
þegar hann fór að svengja. Hann
kom þá æðandi fram úr herbergi
sínu, en átti aldrei neitt matar-
kyns í eldhúsinu og var hlaup-
andi í búöir þetta þrisvar til fjór-
um sinnum á sólarhring og virtist
aldrei ná þessu meö að skipu-
leggja innkaup. Hann var alltaf
svangur einmitt NÚNA. Án þess
að mér kæmi málið sérstaklega
við reyndi ég að útlista fyrir hon-
um ágæti innkaupalistans; ein-
faldur innkaupalisti gæti fækkað
hlaupum og minnkað kostnað,
en fékk jafnan sömu svör: Vertu
ekki meb þessi vandamál, þetta
reddast alltaf. Síöan fékk hann
hjá mér súrmjólk eða skrapp á
skyndibitastab.
Oft hefur mér dottið þessi
piltur í hug þegar íslendingar
hrósa sér fyrir að redda málunum,
nú síðast um helgina þegar ríkis-
stjómin lýsti yfir neyðarástandi
og setti bráðabirgbalög. Eitt verö-
ur ekki af íslendingum skafið: Þeir
hafa alltaf nægan tíma — og um
leið engan; þeir mæta alltaf of
seint og gera helst aldrei neitt fyrr
en í óefni er komið.
Glímt við gríska klassík
UrAntígónu.
Úr Fönikíumeyjum.
Nemendaleikhúsift: KONUR OC STRÍD.
Evn'pídes: Fönikíumeyjar. Sófókles:
Anbgóna. Arístófanes: Lysistrata.
Þýbendun Helgi Hálfdanarson og Krístján
Arnason.
Leikmynd og leikstjóm: Marek
Kostrzewski.
Abstobarieikstjóri: María Ámadóttir.
Frumsýnt í Hébinshúsinu 14. janúar.
Nemendaleikhúsið fæst sem fyrr
vib klassískar leikbókmenntir og
frumsýndi á föstudagskvöldið
þrjá fomgríska leiki, eða útdrátt
úr þeim, undir heildamafninu
Konurogstríð. Þetta er skemmtileg
hugmynd og tókst býsna vel, allt
á litið. Mest er þó um það vert að
vinnan við þetta viðfangsefni
hefur vafalaust verið hinum ungu
leikumm frjó og þroskavænleg. í
þetta sinn er leikstjófinn sóttur til
útlanda, hann er pólskur að upp-
runa, en býr og starfar í Svíþjóð.
Hvemig fara svo þessir þrír leikir
saman? Konyr og stríð á að vera
sameiginlegt viðfangsefni sem
tengir þá, tvo harmleiki og einn
gamanleik. Af þessum þremur á
þó Ántígóna, sem er kjami sýn-
ingarinnar, tæpast heima undir
þessari fyrirsögn. Hún er hins
vegar í efnislegu framhaldi af
Fönikíumeyjum og fer því vel á
að leika þá tvo harmleiki saman.
Lysistrata er svo af allt öðm tagi.
Hún virtist einkum þjóna þeim
tilgangi að létta sýninguna og
veita leikaraefnum færi á aö glíma
vib frábmgðiö viðfangsefni. Hins
vegar lengdi hún sýninguna
óþarflega mikið og hefði hún ver-
ið heilsteyptari með því að sleppa
síbasta verkinu. Um það verður
þó ekki fengist í þessu samhengi.
Sýningin er til þess fallin að
minna á hve mikilsvert er fyrir
okkur að eiga grísku klassíkina í
íslenskum búningi. Mest er þar
vert um það afrek Helga Hálfdan-
arsonar að þýba alla grísku harm-
leikina og komu þeir út í stórbók
1990. Þar em leikir Æskilosar, Sóf-
óklesar og Evrípídesar. Hefur Eyj-
ólfur Kolbeins ritaö ágæta grein
um þýöingar Helga í Andvara
1992. Kristján Ámason hefur
einnig unnið ágætt starf viö að
þýða gamanleiki og komu nokkr-
ir í þýðingu hans út hjá Bókaút-
gáfu Menningarsjóös meöan hún
var og hét. Þessum mönnum er
það að þakka að íslenskir leikhús-
menn geta hvenær sem er fært
okkur á sviði fomgríska leiklist í
fullgildum búningi og verður það
menningarstarf seint fullþakkað.
Sýningin í Héðinshúsinu hefst á
Fönikíumeyjtun. Þar segir frá
bræðravígum þeirra Eteóklesar og
Pólíneikesar, sona Ödípusar og
Jóköstu, sem var eins og kunnugt
er í senn móðir hans og eigin-
kona. Pólíneikes hefur hrakist í
útlegb, en kemur nú heim til ab
krefja réttar síns af Eteóklesi, sem
orðinn er konungur í Þebu. Hann
vísar bróður sínum á bug. Jókasta
móðir þeirra reynir árangurslaust
að sætta þá, en þeir berjast' og
falla báðir, en Jókasta sviptir sig
lífi. Antígóna systir þeirra heitir
aö heiðra þá báða fallna. Nú hefst
Kreon til valda í Þebu. — í beinu
framhaldi. af þessu er svo Antíg-
óna Sófóklesar, sem er liklega
þekktust grískra harmleikja.
Antígóna fjallar um átök Kreons
og hennar, þar sem hann setur
lög sem banna að Pólíneikesi sé
látnum nokkur viröing sýnd, en
hún metur meira hina helgu ætt-
arskyldu og rís gegn boði kon-
ungs. Sonur Kreons, unnusti An-
tígónu, bibur föður sinn að
vægja, en hann er ósveigjanlegur.
Ab lokum stendur Kreon einn á
rústum ríkis síns og ættar: Sonur
hans og eiginkona bæöi fallin fyr-
ir eigin hendi.
Ab lokinni þessari dramatík
kemur svo gamanleikur Aristófa-
nesar um Lysiströtu, sem fékk
stallsystur sínar til að knýja karla
sína til friðargerðar með því að
þær neiti þeim um hvílubrögð.
Þetta er leikandi léttur erótískur
leikur, sem leikaramir ungu fóm
meö af hjartans lyst. Nokkuð var
Lysistrata meira „módemíserað"
en hinir leikimir, að ytra búnaði,
einkum búningum, en kom ekki
að sök. Leikstjórinn hefur lagt
áherslu á að æskuþróttur nem-
endanna nyti sín í sýningunni og
tekist þaö vel, þótt deila megi um
áherslur.
Inntak leikjanna komst vel til
skila í þessum samandregnu gerb-
Úr Lysiströtu.
LEIKLIST
GUNNAR STEFÁNSSON
um þeirra og textameðferb var
hnökralítil. Jafnbestur var líklega
þáttur Fönikíumeyja. Þar naut all-
ur leikhópurinn sín vel. Mest
mæddi á Höllu Margréti Jóhann-
esdóttur sem Jóköstu og fór hún
sköralega með hlutverkið. Hilmir
Snær Guðnason og Þórhallur
Gunnarsson vora hinir hermann-
legustu í hlutverkum bræðranna
og Benedikt Erlingsson skemmti-
legur þjónn. Benedikt var líklega
sá úr hópnum sem dýpst náði í
túlkun sinni yfirleitt og virbist
þar upprennandi skapgerðarleik-
ari, sem vert sé að taka vel eftir.
Túlkim hans á Kreoni í Antígónu
var einnig mjög athyglisverð.
Titilhlutverk Antígónu lék Katr-
ín Þorkelsdóttir af skaphita. Hins
vegar er vafasamt hvemig leik-
stjórinn leggur áherslur í því
verki. Leikið er af miklum krafti,
svo að jaðrar við ofleik á köflrnn.
Túlkunin er nokkuð uppáþrengj-
andi við áhorfandann, veröur
eins konar ofskýring á efninu.
Kórstjórinn einn mælir fram hin
fögra kvæði, og þó aðeins í brot-
um, sbr. Margt er imdriö, sem að-
eins er flutt byrjun af, og fór hinn
tiginbomi skáldskapur þar mjög
forgörðum. Einnig er kórstjórinn
látinn leika alltof sterkt og sýna of
mikla afstöðu gagnvart atburðun-
um. Yfirleitt er allur þunginn sett-
ur gegn Kreoni og kemur það
jafnvel fram í stöðum og stelling-
um. Meö því raskast jafnvægi
átakanna. Það á ekki ab fara fram-
hjá neinum hve málstaöur hans
er rangur, en á móti kom að Bene-
dikt gæddi hann meiri „mann-
leika" en oft hefur verib gert, þótt
hann sé veikari sem valdsmaður.
Sigrún Ólafsdóttir túlkaöi vel ör-
væntingu ísmenu og Hilmir Snær
var þekkilegur Hemon. Aftur á
móti fór örlagaþunginn, sem vera
á í atriðinu með Teiresíasi (Halla
Margrét) mjög forgörðum og líkt-
ist það atriöi meira rifrildi.
í Lysiströtu kvebur mest ab Gub-
laugu Elísabetu Ólafsdóttur í titil-
hlutverkinu, en allur leikhópur-
inn er hinn snarlegasti þar, enda
ólíkt léttara viðfangsefni. Þama
njóta konumar sín einkum vel og
nábu vel saman; af þeim er aðeins
ónefnd Margrét Vilhjálmsdóttir.
Þórhallur Gunnarsson sýndi og
góðan kímnileik sem fógetinn af-
káralegi.
Salurinn í Héðinshúsinu er held-
ur ólánlegur, geimur mikill þar
sem örbugt er að ná leikhúslegu
andrúmslofti. Umbúnaður sýn-
ingarinnar var einfaldur og hæfbi
vel, nema hvað búningar vora
furðu skræpóttir, sbr. afkáralegan
búning varðmanns í Antígónu.
Svo er ekki annaö eftir en að óska
leikuranum ungu heilla á þroska-
braut.