Tíminn - 20.01.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.01.1994, Blaðsíða 5
Firpmtudagur 20. janúar 1994 5 Ólafur Guöjónsson: Ofstæki meirihluta borgarstjórnar Ýmislegt bendir til þess aö það sé pólitískt ofstæki sem hafi valdið þeirri deilu, sem verið hefur uppi milli starfsmanna og stjómenda hins nýja hlutafé- lags SVR hf. Auðvitað var það ekki annað en pólitískt ofstæki að breyta formi á fyrirtækinu án þess að ganga úr skugga um það, hvort þessi einkavæðing hentaði almenningssamgöng- um í Reykjavík. Breytingin á SVR var undirbú- in af mikilli leynd, án þess að máliö væri tekið fyrir í stjóm SVR, en formaðurinn einn, Sveinn Andri Sveinsson, stóð í þessum leyndarverkum fyrir yf- irboðara sína. Þetta var gert „af því bara", engar raunverulegar ástæður vom gefnar upp, t.d. rekstrarforsendur. í viðamiklum kynningarbæklingi var sagt: „hlutafélagsformið hentar fyrir- tækjarekstri betur". Svona al- mennt blaður, sem stenst enga rökræðu, var það sem fólki var boðið uppá í umræðunni. „Pólitísk afskipti minnka" í einmn kaflanum var sagt: „pólitísk afskipti minnka" og svo er að skilja að þegar pólitísk- ir fulltrúar borgarstjómar væm ekki lengur í stjóm, þá myndu ákvarðanir stjómarinnar verða „faglegri" en áður. Reynslan er þveröfug. Um mörg undanfarin ár hefur ríkt tiltölulega víðtæk sátt og friður um stjóm og stefnu SVR. Pólit- ísk afskipti af fyrirtækinu hafa þótt vera tiltölulega lítil — fram aö þessu. Það var ekki fyrr en of- stækisarmurinn í Sjálfstæðis- flokknum lét til skarar skríða aö sauð upp úr. Þá var sáttin rofin. Á vinnustaðnum er verið aö hóta fólki og mórallinn í fyrir- tækinu færður aftur til pólitísks ofstækis, sem fólk hefur lesib um frá kreppuámnum. Þeir, sem efast um þetta, þurfa ekki annað en lesa það sem haft var eftir Sverri Amgrímssyni, ab- stoðarforstjóra SVR hf., í Morg- „Mér er til efs að í sam- felldri samskiptasögu gamla SVR séu til dœmi um jafn mikið pólitískt ojfstœki, dylgjur og ruddaskap og hér er til vitnað. Samkvœmt þéssu er hin „faglega" yfir- stjóm fyrirtcekisins dott- in niður í sóðalegan pól- itískan pytt." VETTVANGUR unblaðinu 8. janúar sl. Hann veður fram af slíku ofstæki, að ekki hefur sést lengi. Maðurinn sakar stéttarfélagið, Starfs- mannafélag Reykjavíkur, um að halda „mönnunum í myrkri, halda að þeim einhverjum hræbsluáróbri..." Síðan segir að- stoöarforstjórmn: „Ég held að fyrst framan af hafi félagsgjöldin skipt félagið miklu máli, en það má ekki gleyma því að formaður Starfsmannafélagsins er í mið- stjóm Alþýðubandalagsins og nú þegar líður að prófkjöri og kosn- ingum þá býður mér svo í gmn að henni leiðist ekkert að halda þessu ástandi svona fram að kosning- um." Mér er til efs að í samfelldri samskiptasögu gamla SVR séu til dæmi um jafn mikib pólitískt ofstæki, dylgjur og mddaskap og hér er til vitnað. Samkvæmt þessu er hin „faglega" yfirstjóm fyrirtækisins dottin niður í sóðalegan pólitískan pytt. Lítilsviröing gagnvart starfsfólki Hin nýja yfirstjóm SVR hf. er líka að stíga ógæfuspor í sam- skiptasögu launafólks og yfir- manna með framkomu á borð við þá, sem hér hefur verið lýst. Það er nú ekki bara að starfs- mennimir hafi verið í myrkri og hræösluáróðri, heldur em þeir „hafðir að algerum leiksopp- um", segir Sverrir Afngrímsson í Mogganum. Að vísu em þetta svæsnustu ummæli sem yfirmennimir hafa látið frá sér fara í garð starfsfólksins síðustu mánuði. Starfsfólkið hefur auðvitað sínar leiðir til að viöhalda sjálfsvirð- ingu sinni andspænis svona viðhorfi. En væntanlega telur aðstoðar- forstjórinn sig hafa fengið pólit- ískt umboð til að tala á þennan hátt um starfsfólkið, stéttarfélag þess og talsmenn. Stabreyndin er nefnilega sú að frá því aö formbreytingin átti sér stað hef- ur yfirstjóm fyrirtækisins, for- stjórar og nýja stjómin tekið upp nýja háttu gagnvart starfs- fólldnu. Þessir abilar hafa alfarið neitað ab ganga til samninga við starfsfólkið. Kreddukarlar á villigötum í SVR-deilunni hefur veriö ráð- ist ab gmndvallarréttindum launafólks, sjálft félagafrelsið hefur verið hundsað. Það skondna er, að þetta er gert í nafni „markaðsfrelsis" og kreddunnar um yfirburði mark- aðarins. í fréttaskýringu Mogg- ans er haft eftir aðstoðarfor- stjóranum: „Þetta er sjálfstaett hlutafélag sem gert er að standa á eigin fótum og við verðum að gjöra svo vel að standa okkur." Ekki veit ég hvort þetta em meðvituð ósannindi eða óstjómleg sjálfs- blekking þessa kreddukarls. Auðvitað er SVR hf. ekki gert að standa á eigin fótum, þab em greiddir tugir og hundmð millj- óna króna úr sameiginlegum sjóðum borgarbúa til þessa fyrir- tækis. Og það stendur ekki einu sinni til að breyta því! Þvert á móti er í fyrirliggjandi fjárhags- áætlun borgarinnar gert ráð fyr- ir auknum framlögum til fyrir- tækisins. Ekki hefur ráðning ab- stobarforstjóra dregið úr rekstr- arkosmaði þessa fyrirtækis! Fyrirtækið er ekki bara verr rek- iö félagslega, þaö er rekstrarlega lakar rekið en áður. Þó var full- yrt aö með formbreytingunni einni yrði fyrirtækið allt „hag- kvæmara". Stabreyndin er nefnilega sú að þessari gjörð réði pólitískt ofstæki. Höfundur er vagnstjórl hjá SVR. Samtalsbók vi5 Molotov Denis Diderot. Molotov Remembers: Conversations with Felix Chuev, Ivan Dee, 438 bls., J 29,95. Rússneskur ævisagnahöfundur, Felix Chuev, átti viðtöl við Vy- acheslav Molotov síðustu 17 æviár hans. Viðtölin bjó hann til prentunar og kom samtals- bók þeirra út í Moskvu 1991 á vegum forlagsins Terra. í enskri þýbingu ritstýrðri af Albert Res- is, kom bókin 1993 út í Banda- ríkjunum. í ritdómi um hana í Economist 18. desember 1993 sagði: „Efnisflokkun, ekki tíma- röð, ræöur kaflaskiptingu. Sakir þess koma fram fjörlegri og víð- ari svipmyndir af Molotov og samtíö hans. Um alþjóðamál er hann stuttorður, eins og vandi hans var. En í köflunum „Með Lenín" og „Með Stalín" er hon- um liðugt um málbeinið. Þótt lesandanum kunni ab finnast, að Chuev hafi alla jafna ekki lagt nógsamlega að viðmælanda sínum að svara, lifnar yfir bók- inni í þessum köflum. í öllu því, sem Molotov segir, er megin- BÆKUR boöskapurinn sá, að Stalín hafi haft á réttu aö standa: „Að því kemur, aö Stalín fær uppreisn æm í sögunni. Þaö verður Stalín- safn í Moskvu. Án efa. Að al- manna ósk. Hlutur Stalíns var feiknarmikill." Kvikmyndir Hitchcocks The Films of Alfred Hítchcock eftir David Sterritt, Cambridge University Press, vii —165 bls. David Sterritt ritar um kvik- myndir í Christian Science Moni- tor, en í bók þessari fjallar hann um Alfred Hitchcock, einkum með tilliti til nokkurra frægustu kvikmynda hans: Blackmail, Shadow of a Doubt, The Wrong Man, Vertigo og The Birds. Hitchcock var fæddur í London 1899, sonur kaupsýslumanns, gekk á menntaskóla sem jesúítar héldu, og hóf störf í kvikmynda- veri 21 árs að aldri við gerb titla- spjalda í þöglum kvikmyndum. Fyrsta mynd hans, The Pleasure Garden, var fmmsýnd 1927. Ári ábur giftist hann Alma Reville, lífsfömnaut sínum til æviloka, en hún var líka abstoðarmaður hans við undirbúning og gerb kvikmynda. Fyrsta spennumynd Hitchcocks var The Lodger: A Story of the London Fog, en fyrsta mynd hans í Bandaríkjun- um var Rebecca, fmmsýnd 1940 og kjörin besta mynd ársins. Hitchcock dó 1980, er hann vann ab 54. kvikmyndinni, sem hann átti hlut að eða stjómabi. Denis Diderot Diderot eftir P.N. Furbank, Secker & Wartburg, 523 bls., £ 25. í ritdómi um bók þessa í Fin- ancial Times 25.-26. apríl 1992 sagöi: „Þótt Diderot sé best þekktur sem skipuleggjandi En- cyclopedie (frönsku „orbabókar- innar miklu"), sem einn fyrsti talsmaður hugmyndarinnar um „tré þekkingarinnar" og yfirleitt sem boðberi „upplýsingarinnar" ... þá rifjar Furbank upp fyrir les- endum, að á meðal ritsmíða Di- derots em margar ritdeilu-grein- ar og ritgerbir, listagagnrýni sem hann birti reglulega, leikverk 05 snjöll uppspunnin samtöl... A góðu og illu gekk í samskipmm hans bæði við Rousseau og Voltaire, en átakaminni vom samskipti hans vib aðra sam- starfsmenn sína vib alfræðibók- ina, D'Alembert, Holbach, Na- igeon, og viö Grimm barón... Einn mesti aðdáandi Diderots var Katrín mikla, sem lagði hon- um til fé mestallan starfsaldur hans og taldi hann á efri ámm á ab koma til St. Pétursborgar og leggja sér til ráð um stjómun keisaradæmis síns, þótt ekki tæki hún hinum fjölmörgu ábendingum hans."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.