Tíminn - 20.01.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.01.1994, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 20. janúar 1994 % UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM „Hvemig fór ég ab því?“ spurbi Ottó Marvin og leit upp úr myndabókinni, er hann var spurbur hvort hann myndi eftir því þegar hann datt í djúpa pollinn. Foreldramir, Cunnar Ingi Valgeirsson og Kristín jónasdóttir, koma hinsvegar aldrei til meb ab gleyma því atviki. Eystra-| hornl Mabur árslns 1993 Maður ársins hér í A- Skafta- fellssýslu var valinn Gunnar Ingi Valgeirsson. Þá nafnbót hlaut hann fyrir björgun mannslífs, en hann var svo gæfusamur ab bjarga tveggja ára syni sínum, Ottó Marvini, frá dmkknim í mars sl. Það voru hlustendur Top- bylgjunnar sem völdu mann ársins, en Top-bylgjan, Eystra- Hom og Hótel Höfn stóðu að kjörinu, sem fram fór á nýárs- fagnaði Hótels Hafinar. Atvinnuleysi Um tvö hundruð manns em nú á atvinnuleysisskrá hjá Verkalýðsfélaginu Jökli og enn fleiri ganga atvinnulausir, þar sem undirmenn á bátaflotan- um, sem nú em í verkfalli, em ekki inni í þessari tölu. Fiskvinnslustöðvarnar eru lokaðar og einu bátarnir sem fá að róa eru smábátar með kvóta, en þeir komast ekki á sjó nema þegar best er veður og blíöast. Þeir hafa þó fengið ágætan afla 'þá fáu daga, sem þeir hafa róið síðan um ára- mót, og verð á mörkubum hef- ut verið upp á það bésta vegna mikillar eftirspumar. Suwwtofea FRÉTTABLAÐIÐ SELFOSSI Áfengisvamanefnd Selfoss: „Áfengi selt án leyfis" Áfengisvamanefnd Selfoss vill ab ráðinn verði sérstakur vín- eftirlitsmaður með vínveit- ingahúsunum í bænum. Þá telja nefndarmenn sig hafa rökstuddan grun um að á tveimur veitingastöðum fari fram áfengissala án þess að Ieyfi sé fyrir hendi. Einnig sé uppi þrálátur orðrómur imi aö landi sé seldur á vínveitinga- stöðunum á Selfossi. Þetta em alvarlegar ásakanir á hendur veitingamönnum í bænum. „Það er þörf á róttækum að- gerðum, ef menn vilja hafa þessi mál í lagi. Lögregían hef- ur ekki staöið sig í stykkinu með eftirlit á þessum stöðum," sagbi Þórbur Á. Gunnarsson, einn nefndarmanna. Á fundi nefndarinnar flutti Þórður tillögu þess efnis að ekki yrði mælt með endumýj- un vínveitingaleyfa eða nýjum leyfum, eins og eftirliti meb vínveitingahúsum væri nú háttað. Sú tillaga var aðeins samþykkt af tveimur nefndar- mönnum af fimm, en tillög- unni fylgdi harðorð greinar- gerð í fimm liðum. í öðrum lið greinargerbarinn- ar segir m.a. orðrétt: „Nefndin telur sig hafa rökstuddan grun um að á tveimur stöðum hér í bæ fari fram áfengissala án þess að um leyfi sé að ræða. Þess má geta að báðir þessir staðir hafa sótt um leyfi, en verið synjað." Undir þetta skrifa fjórir nefndarmenn af fimm og allir nefndarmenn skrifa undir þann lið greinar- gerðarinnar þar sem segir ab í gangi sé þrálátur orðrómur um landasölu á vínveitingastöðum á Selfossi. Þá er greint frá því í greinar- geröinni að vitað sé um stað sem ekki virði reglur um opn- unartíma og loki ekki fyrr en ,síöasti gestur fer. Á sama stað séu oft mjög ungir gestir. SS áformar ab flytja alla nauta- slátrun á Selfoss Sláturfélag Suðurlands áformar nú að flytja alla nautgripaslátr- un frá Vík og Kirkjubæjar- klaustri á Selfoss. Þetta er talið spara félaginu 1-2 milljónir kr. á ári. Á móti kemur aö slátmn eystra hefur skapað dágóðum hópi sveitafólks eins til tveggja daga aukavinnu í mánuði hverjum. Páll Lýðsson, stjómarformað- ur SS, sagbi að engin ákvörðun hefði verið tekin, en beðið væri eftir áliti atvinnumála- nefndar í hreppunum. Ab- spurður um hvort ekki væri langt að flytja naut austan af Síbu á Selfoss, benti Páll á að það væri þó styttra en að flytja sunnlensk naut norður á Havmmstanga, eins og gert var í sumar. Góbar horfur í framleiöslu ein- inqahúsa „Þab hefur verið samdráttur í framleiðslunni frá því sem var fyrir 1985, en hún hefur verið að stíga uppávið núna upp á síðkastið," sagði Óskar Jóns- son, sölu- og ftamleibslustjóri hjá S.G. einingahúsum hf. á Selfossi, um horfur í fram- leiðslu á einingahúsum. Það var árið 1965 sem Sigurð- ur Guðmundsson hóf fram- leiðslu á íbúðarhúsnæði í ein- ingaformi. Fyrst var aðeins um framleibslu á timburhúsum að ræba, en síðan var í kringum það stofnað innflutningsversl- un með timburvörur og skyld- an varning. í tengslum við S.G. búðina er síðan vélavinna og önnur vinnsla á timbri fyrir almenning. Fyrirtækið varð að hlutafélagi árib 1982. Skagablaðið AKRANESI 1993 metár í fæb- inqum á Akranesi Faéoingar á Sjúkrahúsi Akra- ness voru fleiri á nýliðnu ári en verið hefur allt frá árinu 1979. Alls fæddust 210 böm á Créta Cubmundsdóttir varb fyrst til ab fceba bam á hinu nýhafna ári á Sjúkrahúsinu á Akranesi. fæöingardeildinni í fyrra, 18 fleiri en árið á undan. Þetta er 9% aukning á milli ára. Tvennir tvíburar komu í heim- inn hér á Akranesi í fyrra. Aðr- ir em Akurnesingar, en hinir em utan bæjarins. Hlutdeild Skagamanna í fjölda fæðinga jókst verulega frá árinu 1991. Það ár eignuð- ust Skagamenn 76 nýbura á móti 116 bömum utan bæjar- ins. Carbyrkjubœndur óttast leyfban innflutning á garb- yrkjuafurbum: „Sömu lögmál í garöyrkju og skipasmíöum" „í raun gilda sömu lögmál fyrir afkomu garðyrkjunnar og skipasmíðaiðnabinn. Okkur garbyrkjubændum er ókleift að keppa á sanngirnisgrundvelli vib niðurgreiddan innflutning frá Evrópu — rétt eins og hér- lendar skipasmíðastöbvar geta ekki keppt við kollega sína er- lendis, sem fá mikinn stuðning frá rikinu," segir Kjartan Ólafs- son, formabur Samtaka garð- yrkjubænda. Um áramótin, með tilkomu EES-samningsins, var opnað fyrir innflutning nokkurra tegunda grænmetis og blóma vissan tíma úr ári og það án nokkurra vemdartolla. Segir Kjartan að slíkt geti riðið mörgum garbyrkjustöbvum aö fullu, en margar þeirra standi illa. Varöandi leyfðan innflutning er hægt að taka tómata sem dæmi. Innflutningur, án nokk- urrar verndar gagnvart inn- lendri framleiðslu, er leyfður frá 1. nóvember fram til 15. mars á vetri hverjum. Innlend framleibsla er á markaðnum frá 15. apríl og fram til loka októ- ber. Innflutningur á fimm teg- undum blóma er leyfður frá 1. desember og fram til loka april. Misjafnt er hve stóran hluta ársins hægt er að framleiða blóm í íslenskum gróðurhús- um. Þetta er kjarni þess, sem EES-samningurinn kemur vib garðyrkjuna. Að sögn Kjartans Ólafssonar hafa forystumenn garðyrkju- bænda átt fundi með ráða- mönnum í ráðuneytum vegna þessa. Vilja þeir, ab í málsbætur við þennan leyfða innflutning verði felldir niður tollar af ýms- um aðföngum til garðyrkjubú- skapar. Einnig hafa þeir átt fundi með mönnum hjá Raf- magnsveitum ríkisins um sölu- skilmála á rafmagni og jafnvel hagstæðari kjör í kaupum á raf- orku. Slíkt er mikilvægt fyrir af- komu greinarinnar, þar sem raflýsing með sérstökum lömp- um gerir nú kleift að stunda ræktun við fullkomna lýsingu jafnvel í svartasta skammdeg- inu. Segir Kjartan menn hafa tekiö þessum málaleitunum vel, en þorir ekkert að segja um árangur þess. „Þetta er jafn óút- reiknanlegt og veðráttan," segir hann. „Það verður mjög fljótt hægt að sjá hvort garðyrkjan lifir þetta af. Ef ekkert verður að gert, munu einhverjir heltast úr lestinni von bráðar, þaö er aö segja þeir sem verst standa nú þegar," sagöi Kjartan Ólafsson. SBS, Selfossi Erum ein í heiminum um að fá að borga McDonald's með korti Sá sögulegi atburður varð hjá McDonald's í Reykjavík að tek- ið var við kreditkorti til greiðslu fyrir veitingar í fyrsta sinn í heiminum í þessari stóru veit- ingahúsakeðju, sem starfar þó vítt og breitt um veröldina. Virðist þetta glöggt vitni þess hvað íslendingar hafa orbið miklum mun háðari greiðslu- kortunum en nokkur önnur þjóð um víða veröld. Þjónusturit Visa hefur það líka eftir eiganda McDonald's að hann vildi með þessu svara þörfum viöskiptavinanna, þótt þetta séu óvenjulegir viöskipta- hættir. Erlendis tíðkist víðast hvar að fólk greiði lægri upp- hæöir með peningum, en hér á landi beri fólk iöulega einungis á sér kreditkort eða ávísanir. Væri ekki merkilegt rannsókn- arefni af hverju Islendingar hafa orðið öðrum fyrri til að af- leggja notkim peninga að veru- legu leyti? -HEI \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.