Tíminn - 20.01.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.01.1994, Blaðsíða 10
’TO ’fimrntodagurf20,ljanúar 1994 Stálverkamenn í Ruhr-héraöi mótmœla lokun ibjuvers: Mikib og vibvarandi atvinnuleysi hefur dregib úr áliti margra á stjómmálamönnum. 1994: Kosningaárið Gamalgrónir forustuhópar í stjórnmálum horfa kvíönir fram á veginn S ÁR fara fram kosningar í Danmörku, Finnlandi, Sví- þjóð, Þýskalandi, Hollandi, Austurríki, Ungverjalandi og á Ítalíu, auk þess sem kosið veröur á Evrópuþing. Verður þá ákveðið að talsverðu leyti hvem- ig „pólitíska landslagiö" lítur út í álfunni nokkur næstu árin, auk þess sem tiltölulega mörgum Evrópumönnum gefst færi á aö láta í ljós álit sitt á stjómmála- mönnum sínum. Hætt er við að margir í þeirri starfsstétt horfi fram á veginn með nokkrum kvíöa um þessar mundir. Eitt af því, sem viröist ætla að einkenna síöasta áratug aldarinnar, hvað Vesturlöndum a.m.k. og raunar fleirum viðvík- ur, er takmarkað og minnkandi álit almennings á stjómmála- mönnum og stjómmálaflokk- um, sérstaklega þeim sem styðj- ast við gamalgrónar hefðir í stjómmálum. Málsókn vofir yfir helmingi þing- heims Einhverjir em að segja um Ítalíu að þar komi gjarnan fyrst í ljós steftiur og straumar og tilhneig- ingar á ýmsum sviöum, sem breiðist út um álfuna okkar. Vera má að enduneisnarstefnan og fasisminn séu þá nefndir sem dæmi. Kannski vilja þeir, sem bera fram kenningu þessa, rök- styðja hana með því að halda því fram að ítalir séu með örlyndara móti af Evrópumönnum að vera (sem er raunar nokkuð almennt álit) og þar af leiðandi „fljótir til". Hvaö sem líður gildi þeirrar kenningar, verður því ekki á móti mælt að ítalir hafa undan- fariö gengið Vestur-Evrópu- manna lengst í því að snúa baki viö forustukjarna sínum í stjóm- málum. Gífurleg spilling ítalska fomstukjamans er til nefnd sem skýring á því. Núverandi löggjaf- arþing Ítalíu liggur undir siíkri fyrirlitningu að hæpiö er aö ann- ars eins séu dæmi í þingræðis- sögunni. Fundir þess em haldnir undir vemd þrælvopnabs varð- liös og komi alþýöan fyrir utan þinghúsib auga á þessa kjörnu fulltrúa sína, æpir hún að þeim að þeir séu þjófar og ræningjar og ab það ætti ab hengja þá. Störf þings þessa undanfama mánuði hafa helst verið þau ab draga á langinn að það veröi leyst upp. Enda væri um helm- ingur núverandi ítalskra þing- manna fyrir löngu kominn í klæmar á lögreglu og saksóknur- um, ef ekki væri þinghelgin þeim til vemdar. „Grasrótarlýb- ræbi" eba „upp- lýstir leibtogar"? Spámar um úrslit næstu ítölsku þingkosninga, sem kannski fara fram eftir nokkrar vikur, em yfir- leitt á þá leið að í þeim veröi staöfest útþurrkun þeirrar „pólit- ísku miðju" (kristilegra demó- krata og fylgiflokka þeirra), sem mestu hefur rábið í stjómmálum landsins frá lokum heimsstyrj- aldarinnar síðari. Um þaö hvað við taki, er allt í meiri óvissu. Verða þab fyrrverandi kommún- istar eöa nýífasistar, sem nú hafa ásamt Norblendingabaridalagi mestan byr í seglin ítalskra stjómmálaflokka? Gerir Norð- lendingabandalag alvöm úr því að kljúfa Norður-Ítalíu frá öbr- um hlutum landsins í raun, fái þaö fylgi sem dugi til þess? Eða má kannski búast viö sögulegu samkomulagi fyrrverandi kommúnista og nýfasista? Mið- að við vissar tilhneigingar, sem farið er að örla á í evrópskum stjómmálum (og ekki einungis í Rússlandi), er slíkt varla óhugs- andi. Hmn gamla flokkakerfisins í Kanada skömmu fyrir áramót bendir til þess aö gamalgrónum forustukjömum í stjómmálum Vesturlandaríkja sé hætt, einnig þeim sem ekki fer af tiltakanlegt spillingarorð. Þegar verið er að finna ab lýð- ræöinu í Evrópu um þessar mundir, er oft tilnefnt einkum tvennt. Annað er að lýðræðiö sé farið að ganga úr sér, vegna þess að almenningur sé orðinn alltof hiröu- og afskiptalaus um stjóm- mál. Lausnin sé virkari stjóm- málaþátttaka almennings, gras- rótarlýbræbi. Ýmsir, sem efast um gildi þessarar kenningar, telja hana lyftistöng fyrir þab sem kallaö er lýðskrum, af hálfu BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON jafnt hægri-, vinstri- og miðju- manna. Annað, sem gjaman er tínt til sem ástæða til vandræða evr- ópska lýðræðisins, er að hörgull sé á upplýstum leiðtogum meb djarflegar fyrirætlanir og fram- tíðarsýnir, sem „líkt og Móse leiöi fólkib yfir eyðimörkina til fyrirheitna landsins," eins og einn fréttaskýrandinn orðar það. Þessi kenning fæbir af sér oftrú á forustuhópa, segja þeir sem hana gagnrýna, og býður jafnvel heim „bónapartisma". Rábsmenn, lýb- skrumarar, skör- ungar Mebal þýskra stjómmálafræð- inga hefur því nýlega verið hald- ið fram að flokka megi stjóm- málamenn Vesturlanda í þrennt: „ráðsmenn", „lýðskrumara" og „stjómmálaskömnga". Einkenni góðs „ráösmanns" eru, að sögn áminnstra fræbimanna, að hann beitir sér fyrir því, sem hann heldur ab þorri almennings vilji helst, en kemur ekki fram meö neitt nýtt frá sjálfum sér. Hann megi reikna meö vinsældum, þegar almenningur búi við góðan hag og sé ömggur meb sig. Á erf- iðum tímum halli hinsvegar gjarnan undan fæti fyrir „ráðs- manninum", því aö sé almenn- ingur kvíðinn eöa hræddur ætlist hann til þess að stjómmálamað- urinn komi fram með úrræði sem almenningur sjálfur treysti sér ekki til aö uppgötva eða eiga frumkvæöi að. „Lýðskmmarinn" sé hinsvegar í essinu sínu á erfiðum tímum, hann aii á kvíða almennings og hæni hann að sér með ótæpileg- um loforðum um úrræði. „Stjóm- málaskömngurinn" átti sig vel á kvíða almennings, en hefji sig yf- ir þann kvíða. Hann taki alþýö- una í einskonar sálræna hópmeð- ferð til að hjálpa henni að losna viö kvíða og hræðslu. Ekki kemur fram af skrifum um þetta, sem greinarhöfundi era handbær, hvort stjómmálafræðingamir reikna meö að „stjómmálaskör- ungurinn" geri eitthvab fram yfir það að telja almenningnum trú um með velheppnaðri áróðurs- terapíu að kvíði hans sé ástæðu- laus. Eðlilegt má kalla að spurt sé, hver líklegastur sé til að ná mest- um árangri á kosningaárinu mikla, rábsmaburinn, lýðskmm- arinn eða skömngurinn. Víst er um það, ab talsvert er um ótta og vöntun á öryggistilfinningu með- ai kjósendanna, sem þeir biðla til. Tveir evrópskir leibtogar í stjómmálum (Balladur, forsœtisrábherra Frakklands, og Kohl, sambandskanslari Þýskalands): „rábsmenn ", „lýbskrumarar" eba „skörungar"? /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.