Tíminn - 27.01.1994, Page 4
4
Fimmtudagur 27. janúar 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmiöja
Frjálsrar fjölmiblunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Atvinna er
mannréttindi
Það er ekki ósjaldan sem opinber umræða hefst um
mannréttindi og fram stíga ýmsir frömuðir í mann-
réttindamálum, sem hafa sannleikann sín megin um
hve mikilvæg slík réttindi séu þegnum hvers þjóðfé-
lags. Ekki skal gert lítið úr mannréttindum eða þeirri
umræðu yfirleitt. Hitt vekur þó nokkra furðu hve eitt
svið verður útundan í mannréttindaumræðunni.
Það eru atvinnumálin og það, sem á að vera réttur
hvers þjóðfélagsþegns, að hafa atvinnu.
Atvinnuleysið er mesta þjóðfélagsvandamálið um
þessar mundir. Meðan þúsundir manna ganga at-
vinnulausar mánuðum og árum saman, kemur fyrir
lítið þótt viðskiptajöfnuður sé hagstæður og lítil
verðbólga. Meðan svo háttar til í atvinnumálum sem
nú, er ekki allt í lagi í þjóðfélaginu.
Þótt atvinnuleysið í landinu sé nú þegar orðið eitt
mesta útgjaldamál ríkissjóðs, er það ekki nema önn-
ur hliðin á málinu. Hin hliðin er sú, sem er ennþá
geigvænlegri. Það eru þau áhrif, félagsleg og efna-
hagsleg, sem atvinnuleysi hefur á einstaklinga sem
fyrir því verba. Það brýtur niður sjálfsímynd þeirra
og sjálfsvirðingu og eflir tilfinningu fyrir því að
þjóðfélagið hafi hafnað viðkomandi. Fólkið hættir
að geta staðið við sínar skuldbindingar og það eykur
vonleysi þess.
Nú er svo langt um liðið síðan atvinnuleysi fór að
gera vart við sig svo um munaði, ab þessi hliðaráhrif
eru farin að koma fram af fullum þunga. Það er ekki
lengur tíma- eða árstíðabundið, heldur varanlegt.
Þetta eru gjörbreyttar aðstæður í þjóðfélaginu og það
er skylda stjórnvalda á hverjum tíma að leita allra
ráða til þess að snúa þessari uggvænlegu þróun við.
En hvað er til ráða? Hvað getur orðið til þess að
snúa þróuninni við, við þær aðstæður sem nú ríkja?
Við þessum spurningum eru ekki til einföld svör, en
eigi að síður skulu hér nokkur atriði gerð að umtals-
ehii.
í útgjöldum ríkissjóðs þurfa þau verkefni, sem auka
atvinnu og tekjur, að hafa forgang. Því miður verður
ekki séð ab nýsamþykkt fjárlög sýni slík forgangs-
verkefni. Þau viðbótarútgjöld, sem ákveðin voru í
kjarasamningum vegna atvinnumála, eru ekki farin
að hafa áhrif nema að litlu leyti í atvinnulífinu.
Helmingurinn af því fjármagni, sem kynnt var til
þessara mála, voru ónýttar heimildir til fram-
kvæmda frá árinu 1992. Þaö er óhjákvæmilegt, eins
og ástandið er nú, að örva framkvæmdir með bein-
um hætti með frumkvæði ríkissjóðs. Fjárfesting er sú
minnsta frá stríðslokum og þess sjást merki meðal
annars í hörmulegu atvinnuástandi í byggingariðn-
aði og þjónustu á því sviði. Hana þarf að auka. Það er
þó skammtímalausn, þótt óhjákvæmileg sé. Til
lengri tíma litið verður að efla þróunar- og rann-
sóknarstarfsemi og veita þeim, sem brjótast áfram
með nýjungar, aðgang að fjármagni, til dæmis með
þeim hætti að lánasjóðir séu hvattir til að kaupa
hlutafé í nýjum fyrirtækjum, sem skapa atvinnu.
Stööugur svartsýnisáróður stjórnvalda hefur haft
skaðleg áhrif. Það er þó ekki nóg að láta af honum.
Raunverulegar og varanlegar aðgerðir veröa að fylgja
í atvinnumálum landsmanna, undir þeim formerkj-
um að atvinna sé mannréttindi.
Heimatrúbob sjónvarpsins
Haukur Halldórsson upplýsti
um áhugaveröa hluti í um-
ræöuþætti í fyrrakvöld á veg-
um skrifstofu framkvæmda-
stjóra sjónvarps, en þaö fer að
verða afkastamesta fram-
leiðslueining innlends dag-
skrárefnis hjá RÚV. Það kom
fram hjá Hauki að framleið-
endur svokallaörar heimilda-
myndar, sem ríkissjónvarpið
lét gera um landbúnað í land-
inu, komu að máli við for-
mann Stéttarsambandsins og
sögðust vilja fá viöbrögð viö
gagnrýni, sem þeir hefðu safn-
að hjá óánægðum bændum á
ferð sinni um landið. Báru þeir
síðan upp gagnrýni þessara
bænda. Skilningur þáttagerð-
armannanna á gagnrýninni
var þó ekki meiri en það, að
Haukur þurfti aö útskýra fyrir
þeim í hverju hún fólst, enda á
formaðurinn gTeinilega vel
heima í umkvörtunum og um-
ræðunni, sem á sér stað í land-
búnaðinum.
Fréttastofa úti í
kuldanum
Augljóst er af þessu litla dæmi
að sérþekking á landbúnaðar-
kerfinu eða þeim málum, sem
heimildarmyndir eru gerðar
um fyrir ríkissjónvarpið, er
ekki talin vera slíkt aðalatriði
að eftir slíku sé leitað, þegar
fengið er fólk í verkið.
Sannlega er þetta raunaleg
staðreynd, þvi verið er að
kaupa efni dýrum dómum fyr-
ir skattfé, á sama tíma og ágæt-
is fagþekking, bæði í notkun
myndmiðilsins og á málefnum
landbúnaðar, er fyrir hendi
innan sjónvarpsins sjálfs.
GARRI
Þannig hefði t.d. fréttastofa
sjónvarps auðveldlega getað
búið til mjög frambærilega
heimildarmynd um íslenskan
landbúnað, þar sem tekið væri
af þekkingu og sanngimi á
málum. Fréttastofunni hefði
heldur tæplega farist þab verr
úr hendi að stjóma umræðu-
þætti í kjölfar slíkrar myndar.
Eflaust hefði líka verið hægt að
koma því þannig fyrir, þó að
umsjón með þættinum hefði
verið á hendi fréttastofu, að
mamma framkvæmdastjórans
fengi tækifæri til að tjá sig um
uppgræðslu, ofbeit og hlutverk
hrafna og annarra fugla him-
ins í landgræðslu á íslandi.
Spillingu sáð, spilling
uppskorin
Sannleikurinn er auðvitað sá
að sú dagskrárgerð, sem nú er
strmduð frá skrifstofu fram-
kvæmdastjóra sjónvarps, lýtur
ekki hefðbundnum lögmálum
eðlilegrar og faglegrar sjón-
varpsvinnu, heldur er hún pól-
itískt heimatrúboð. Þess vegna
hefur fréttastofan verið útilok-
uð frá þessum hluta starfsemi
sjónvarpsins, þrátt fyrir aö
augljósir faglegir yfírburðir
starfsmanna þar gefi tilefni til
að verkin séu unnin þar. Þvert
á móti er fréttastofan höfð í
fjárhagslegu og verkefnalegu
svelti, en labbakútar úr söfn-
uði framkvæmdastjórans úti í
bæ látnir vinna verkin sam-
kvæmt boðorðum æöstaprests-
ins. Svo vill til að landbúnaður
er eitt af því, sem ekki er í náð-
inni hjá pólitískum fram-
kvæmdastjóra ríkissjónvarps-
ins, og því telur hann sig þess
umkominn að verja almanna-
fé í að friðþægja hvötum sín-
um og einkavina sinna.
Þegar menn velta fyrir sér
þessum vinnubrögðum, er
hollt að minnast þess hvemig
framkvæmdastjórinn fékk
starf sitt og hvers vegna hann
er í þeirri aðstöðu sem hann er
nú. í þessu sannast rétt einu
sinni að pólitísk spilling er
ekki afmarkað fyrirbæri hjá ís-
lenskum stjómvöldum þessa
dagana. Hún gegnsýrir jafnt
vinnubrögð þeirra, sem útdeila
bitlingum, og þeirra sem
þiggjaþá. Garri
Félagslegur stórhugur
íslandsstiginn er dágóö búbót
fyrir Trátrappor ab í Nordsjö.
Þab er sérhæft fyrirtæki, sem
smíðar tréstiga. Stiginn, sem ber
hróður íslands alla leið til Norð-
ur- Svíþjóðar, er sérhannaður
inn í nokkrar félagslegar íbúðir í
Grafarvogi. Heitiö, sem er dýr-
mæt landkynning, er gripnum
gefið af framleiöandanum, sem
smíöar stigana samkvæmt
samningi viö Húsnæöisnefnd
Reykjavíkur.
Stigarnir eru 130 talsins og eru
settir upp í félagsleg raðhús, sem
ern 120-130 fermetrar að stærð.
íslandsstigarnir eru áreiðanlega
hinir vænstu aö allri gerð og sér-
hönnun þeirra og smíði hin
hagkvæmasta.
Hitt vekur meiri athygli í frétt
um íslandsstigann ab félagslega
húsnæðiskerfið sé að byggja
tveggja hæða stóríbúöir af þeirri
fjöldagrábu og á sama stað sem
um getur í frásögninni af stiga-
smíðinni.
Fyrir hverja?
Aðstoðarmaður félagsmálaráb-
herra, Grétar J. Gubmundsson,
gefur kaupendum félagslegra
íbúða gagnleg ráð í málgagni
fasteignabraskara 21. jan. s.l. Þar
skrifar hann að hjón, sem ekki
hafa meiri tekjur en 150 þús. á
mánuöi, ættu ekki að ráðast í
íbúðakaup fyrir 6 millj. kr. nema
þau eigi að minnsta kosti 1.5
milljón í handraöanum. Þeir,
sem hafa 80 þús. í mánaöarlaun,
veröa að eiga að minnsta kosti 2
millj. til að festa sér íbúð fyrir 6
millj.
Síðar skrifar aðstoðarmaður-
inn: „Við kaup á félagslegri
eignaríbúð þurfa kaupendur ab
greiöa 10% af kaupverðinu áður
en flutt er inn. Þetta reynist
mörgum þeirra, sem hafa lægstu
launin, ofviða."
Nú vaknar spumingin um fyrir
hverja 130 íslandsstigar eru
smíðaöir.
Nú kemur hvergi fram hve
mikib sérhönnuöu stigarnir frá
Trátrappor ab kosta og enn síður
hvaö tveggja hæöa raðhús upp á
Á víbavangi
120-130 fermetra leggja sig á í
félagslega íbúðakerfinu. En
harla ólíklegt er aö 150 þúsund
króna fjölskyldan ráði við slík
kaup, nema eiga svo sem sex
sinnum meira sparifé en dugir
henni til kaupa á 6 milljóna
íbúð.
Þeir, sem lægstu launin hafa,
eru vonlausir í þessu dæmi eins
og öllum öðmm og réttast að
tala ekkert um þá, fremur en
óhreinu lágstéttirnar á Indlandi.
Flottræflar
Hafa hönnuðir félagslega
íbúðakerfisins á islandi ekkert
þarfara fyrir stafni eða annab
við fjárframlögin og vaxtanibur-
greiöslumar ab gera en aö
byggja hundruð stór og rándýr
raðhús?
Hefur allt það fólk ekki hug-
mynd um hvar skórinn kreppir í
húsnæðismálum? Dettur þeim
ömurlegu flottræflum aldrei í
hug að það, sem þeir efnaminni
þurfa fyrst og fremst á að halda,
eru ódýrar og hagkvæmar íbúðir
og að stærð og byggingarkostn-
aður sé miðaður við greiöslu-
getu þeirra sem þörfin brennur
sárast á, en ekki þeirra sérgóðu
byggingaraðila, sem hafa alltof
lengi komist upp með að belgja
sig upp með asnalegum stab-
hæfingum eins og þeirri sem
þeim dugar ávallt best: „íslend-
ingar vilja búa veglega."
Aldrei er spurt hvort þeir hafi
efni á því og enn síður hvar á að
hola þeim niður, sem aldrei
komast yfir þau tekjumörk aö
geta eignast eitt eða neitt.
Á sama tíma og þúsundir fjöl-
skyldna em að missa heimili sín
undir hamarinn vegna greiðslu-
erfiðleika og tekjur launafólks
fara hríðlækkandi, dunda þursar
félagslega íbúðakerfisins sér viö
ab byggja stórt og veglega
handa fólki, sem hlýtur að vera
vel lobið um lófana, því ella
gengi dæmið alls ekki upp.