Tíminn - 27.01.1994, Qupperneq 10

Tíminn - 27.01.1994, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 27. janúar 1994" Aöalstöövar Stasi í Austur-Berlín: bákn sem hmndi nœstum viönámslaust. Af þeim, sem spáöu í framtíðina á öldinni sem bráöum er ljðin, eru tveir rithöfundar, Bretinn George Orwell (1903-1950) og Sovétmaöurinn Andrej Amal- rik (1938-1980) meðal þeirra þekktustu. Sá síðarnefndi sótti raunar innblástur í spádóms- verk hins fyrrnefnda, 1984, er hann ritaði sitt spádómsverk, Verða Sovétríkin enn til 1984? Eigi aö síður voru þeir síður en svo á einu máli um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Á dögum Orwells var völlurinn sem mestur á fasisma og kommúnisma. Sá fyrmefndi tapaði að vísu heimsstyrjöld nokkrum ámm fyrir dauða Or- wells, en vegur kommúnism- ans var þá meiri en nokkm sinni fyrr. Árið áöur en Orwell lést hafði hann lagt Kína und- ir sig og Stalín, fyrirmynd að félaga Napóleoni í Dýrabœn- um (Animal Farm), annarri þekktri bók eftir Orwell, og Stóra bróður í 1984, var aídrei voldugri. Tæknin snerist gegn harb- stjórnum Meö hliðsjón af þessu hafði Orwell litla trú á aö frelsið ætti mikla framtíð fyrir sér. Hann gerði ráð fyrir að framfarimar í tækni yrðu alræðisríkjum í hag, að þeim yTði með tækn- ina á valdi sínu í lófa lagið að hafa svo nákvæmt eftirlit með hverjum einstaklingi að ekkert smáatriöi í lífi einstaklingsins gæti farið fram hjá öryggis- þjónustu ríkisins. Þannig er þab í framtíðarríkinu sem lýst er í 1984. Aðalpersónan Win- ston Smith þorir ekki annaö en iðka leikfimi heima hjá sér, Sá síöarnefndi reyndist sann- spárri, enda þekkti hann alrœöiskerfi Sovétríkjanna inn- an frá BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON þar eð ríkið hefur fyrirskipað það; láti hann það hjá líða kemst ríkið undireins að því með hátækni sinni. Teldist einhver hafa brotið boð ríkis- ins, urðu örlög hans óhjá- kvæmilega fangelsanir, pynd- ingar, heilaþvottur, útþurrk- un, sama hve lítið brotið var og jafnvel þótt það væri ómeð- vitað eða kæmi ekki fram í öðm en óvenjulegri breytni í einhverju tilliti. Varla verður því haldið fram að þessi framtíðarsýn Orwells hafi verið alveg út í hött, en hann sá ekki fyrir að hvað tækninni viðvíkur snemst vopnin ab talsverðu leyti í höndum harðráðra stjórna, þannig ab tæknin gerði and- stæðingum þeirra mögulegt að komast framhjá eftirliti þeirra, með þeim árangri ab harð- stjórnin varð síður skilvirk. Síðasti íranskeisarinn hafði á að skipa leyniþjónustu, er skipulögb var og tæknivædd með bandarísku CIA sem fyrir- mynd og með hennar hjálp, auk þess sem hún hafbi frjáls- ari hendur við störfin en fyrir- myndin. En kassettum með ræðustúfum Khomeinis aja- tolla, sem þá sat í París í skjóli franskra yfirvalda, var smygl- að inn í íran, þar sem þær æstu fólk upp með alkunnum af- leiðingum. Athyglin, sem sjónvarpsstöðvar heimsins sýndu Suður-Afríku, átti drjúg- an þátt í að kollvarpa apart- heid-kerfinu. Teleföxin, sem stúdentar í Peking fengu frá kínverskum stúdentum á Vest- urlöndum, áttu að líkindum Orwell: svartsýnn fyrir frelsisins hönd. verulegan þátt í að koma af stað uppreisninni þar 1989. Tómatsósa en ekki sinnep Ekki verður annað séð en ab Amalrik hafi, þegar öllu er á botninn hvolft, reynst meiri spámaður en Orwell. Sovétrík- in em ekki lengur til, enda þótt þau drægju fram lífið nokkrum ámm lengur en Am- alrik hafði ætlað. Hann var andófsmaður, eins og sovéskir stjómarandstæð- ingar vom þá kallaöir, og var þar af leiðandi settur í fanga- búðir og síðan neyddur til að dveljast á afskekktum stööum. Þannig fékk hann reynslu af sovéska kúgunarkerfinu innan frá. Það var ab vísu tröllaukið og þunghent, en Amalrik þótt- ist sjá að mikið vantaði á aö það væri skilvirkt og taldi því ólíklegt að það næði tilætluð- um árangri til lengdar. Þegar hann um síðir var sloppinn vestur fyrir tjald (til heims Or- wells), varð hann hissa og hneykslaður á því hve margir Vesturlandamenn virtust hafa háar hugmyndir um sovéska kerfið sem öflugt og stöbugt. Vesturlandamönnum gafst nokkuð skýr innsýn í eftirlits- og kúgunarkerfi sovétblakkar- innar eftir að austurþýska rík- ið leið undir lok, en þá fengu yfirvöld sameinaðs Þýskalands aðgang ab skjalasafni austur- þýsku öryggisþjónustunnar, Stasi, eins og það lagöi sig. Skýrslur þeirrar stofnunar frá njósnumm og „eftirlitsmönn- um" vom ekkert smáræöi, enda mun hún hafa „fylgst með" svo að segja hverjum einasta borgara alþýðulýð- veldisins. Og því fór fjarri að það eftirlit væri aðeins í orði kveðnu. Um rithöfund, sem yfirvöld gmnuðu um andófs- tilhneigingar, má t.d. lesa í Stasi-skýrslum að hann hafi gengið út kvöld eitt og keypt sér pylsu í sölutuminum á horninu og beðið um tómat- sósu meö, en ekki viljað sinn- ep. Ef ab líkum lætur, var Stasi með skilvirkari stofnunum af því tagi í sovétblökkinni. Þeg- ar lesiö er um starfsemi henn- ar, er ekki laust við að eitt og annað í því minni á 1984 Or- wells. Vesturþýska sjónvarpíb Eigi að síður hmndi austur- þýska kerfið svo að segja mót- spymulaust. Meðal ástæðna til þess má nefna vesturþýska sjónvarpiö, sem þá var búið að ná inn á flest austurþýsk heimili áratugum saman. Það var of vinsælt til þess að yfir- völd treystu sér til að taka það af fólki. Sjónvarpið var aðeins á byrjunarstigi er Orwell lést. Hann hefur því ekki séð fyrir vinsældir þess og kannski ekki heldur hugsað út í að oft em takmörk fyrir því hve stjórnir þora að vera harðráðar. Ekki reyndist Amalrik að vísu sannspár um allt. Hann taldi þannig að þrýstingur utan frá, sérstaklega frá Kína, yrði úr- slitaástæðan til hmns Sovét- ríkjanna. Vestrænir sovétfræð- ingar yfirleitt virðast á hinn bóginn þeirrar skoðunar aö fjandskapur kommúnísku stórveldanna tveggja hafi eflt samstöðu með íbúum Sovét- ríkjanna og þar með heldur styrkt þau. En benda má á að vigbúnaðarkapphlaupið varð efnahagslífi Sovétríkjanna gíf- urlegt álag, sem áreiðanlega átti talsverðan þátt í að svo fór sem fór. Fjandskapurinn á milli ráðamanna í Peking og Moskvu var meðal ástæðna til þess vígbúnaðar, en aö vísu líklega enn frekar kalda stríðið við Vestrið. Afganistanstríðið, sem varð Sovétríkjunum mik- iö sálrænt áfall, gat Amalrik að sjálfsögðu ekki séb fyrir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.