Tíminn - 03.03.1994, Qupperneq 3

Tíminn - 03.03.1994, Qupperneq 3
Fimmtudagur 3. mars 1994 3 Borgarstjóri vill fá öll framlög Reykjavíkurborgar til Atvinnuleysistryggingasjóös endurgreidd: Vill fá 148.000 kr. úr sjóðnum á mánuði fyrir hvert nýtt starf Borgarstjóri hefur lagt til ah reglum Atvinnuleysistrygginga- sjóös veröi breytit, þannig a& sjó&urinn geti lagt fram 400 milljónir kr. á móti ö&rum 400 milljónum sem Reykjavíkur- borg taki a& láni og allri fjár- hæ&inni veröi svo variö til sér- stakra átaksverkefna á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar. Gengi þetta eftir segir borgar- stjóri unnt aö ráöa í 650-700 störf í 2-6 mánuöi. Væri miöaö viö millitölur (675 störf x 4 mánuöi) þýddi þaö samtals 2.700 mánaða störf. Sé þeim deilt í 800 milljóna framlagiö verður niðurstaðan sú að hvert starf mundi kosta 296.000 kr. á mánuði, en þar af er þess vænst að helmingurinn (148.000 kr. á mánuöi) komi úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Auk þess vill borgarstjóri að borgin ráði í 200 afleysingastörf aukalega í átta vikur, sem kosta myndi 30 milljónir, eða 75.000 á hvert starf á mánuði. Hvaða reglum Atvinnuleysis- tryggingasjóðs þarf aö breyta til aö gera áðumefnda áætlun mögu- lega og hvers vegna kostar hvert starf svona mikið (u.þ.b. sexfaldar atvinnuleysistryggingabætur)? Tíminn spuröi Eggert Jónsson borgarhagfræöing nánar um þetta. Bótareglur túlka&ar of þröngt... „En eins og reglur sjóösins hafa verið túlkaðar þá hafa framlög (til átaksverkefna) verið tengd bóta- rétti þeirra einstaklinga sem bein- línis em ráðnir af atvinnuleysis- skrá til verkefnanna. Þannig greiddi sjóðurinn í fyrra nákvæm- lega sem nam bótarétti hvers ein- staklings, sem gat verið mjög mis- munandi, allt frá litlu broti upp í fullan bótarétt. Þetta var t.d. mjög ósanngjamt gagnvart þeim' sem höfðu verið lengi á atvinnuleysis- skrá, eða tilkynnt sig seint, vegna þéss að þeir vora sjálfir að reyna að útvega sér vinnu sem hafði kostað þá skertan bótarétt. Viö höfum haldiö því fram að þetta sé of ströng túlkun. Nær væri að miða við það, að ráðning fólks af atvinnuleysisskrá hlyti al- mennt aö hafa þau áhrif að hún drægi úr bótagreiðslum. Eins finnst okkur koma til álita að vera ekki í öllum tilvikum að miða þetta viö bótarétt fólksins, þótt í öllum tilvikum væri greiddur full- ur bótaréttur. Heldur ætti sjóös- stjómin að mynda sér skoðun á verkefninu og greiða frekar beinar fjárhæðir upp í þau verkefni sem henni fyndist að féllu að þessum átaksverkefnum eða atvinnuskap- andi aðgeröum," sagði Eggert. Launin a&eins 35-40% kostna&ar viö hvert starf... Varðandi hátt í 300 þús. kr. með- alkostnaö á mánuði við hvert starf sem ætlunin er að skapa (eða frá 190 til 380 þús. á mánuöi) m.v. framangreindar forsendur, benti Eggert á að launin væra aldrei nema hluti af kostnaði við hvert verkefni, mjög beytilegur aö vísu. Væri t.d. unnið aö ein- hverskonar viðhaldi eða mann- virkjagerð þá mætti margfalda launin með 2,5 eða kannski 3 til að fá heildarkostnað við verkið. Launin yrðu þá bara 35%-40%. „Við eram þessvegna að tala um að reglunum verði breytt þannig að sjóðurinn taki þátt í ööram kostnaði við verkið en ekki launa- kostnaöinum einum". „Erum nánast aö bi&ja um peninqana okkar til baka" Skýringuna á þessu segir Eggert ósköp einfalda. Borgarsjóður hafi greitt um 198 milljónir til At- vinnuleysistryggingasjóðs á síð- asta ári og eigi að greiða tæpar 240 milljónir á þessu ári, eða um 440 milljónir samtals. „Við eram hins vegar ekki búnir að fá nema um 40 milljónir til baka úr sjóðn- um. Við segjum einfaldlega: Það Þrátt fyrir mikiö atvinnuleysi í Reykjavík eru byggingamenn víba aö störfum eins og sjá má á þessarí mynd sem tekin var í höfuöstaönum í vikunni. Tímamynd cs er ekki hægt aö ætlast til að við sé- um að borga til atvinnuskapandi verkefna inn í sjóðinn, peninga sem reynist síöan hreinn viðbót- arkostnaður viö þau verkefni sem viö eram að reyna að finna handa atvinnulausu fólki. Viö eram nánast að biöja um peningana okkar tíl baka." Eggert bendir á að í samkomu- lagi ríkissjóös og Sambands sveit- arfélaga segir aö þetta fé eigi að renna til atvinnuskapandi verk- efna. „Það hefur bara ekki gert það, geröi þaö ekki í fyrra, og við bara unum því ekki." En vUji hvert sveitarfélag í land- inu fá nákvæmlega sitt framlag til baka úr sjóðnum, er þá ekki eðli- legra að þau noti sína peninga beint til atvinnuuppbyggingar, í staö þess aö borga þá fyrst í sjóö- inn og krefjast þeirra svo tU baka? „Aö sjáfsögðu hefði þaö veriö eðlilegra. En þaö hefði þó mátt segja sem svo að viss reynsla feng- ist í atvinnuleysistryggingakerf- inu með þessum hætti, þar sem yflrsýn yfir þau verkefni sem unn- ið væri að væri þá á einum stað. Það væri þá hægt að miða þekk- ingu og reynslu af þeim, sem gæti verið til hagsbóta". - HEI Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismaöur hvetur til þess aö atvinnu- lausum veröi boöin heilbrigöisþjónusta á sama veröi og örorkuþegum: Greiöa atvinnulausir lægri þjónustugjöld? Vestfirbingar rœba mjög naubsyn á nýsköpun og þróun en veita takmarkaban stubning: Atvinnuráðgjaía sagt upp störfum „Þaö er búiö aö segja upp þeim atvinnuráögjafa sem Bygg&a- stofnun og Fjóröungssamband Vestfiröinga hafa haft sameig- inlega. Þaö starf hefur ekki veriö auglýst aftur þannig aö mér sýnist a& stefnan sé aö fækka atvinnurá&gjöfum á Vestfjöröum," segir Jóna Val- geröur Kristjánsdóttir, þing- kona Kvennalistans á Vest- flöröum. Hún telur þessa ákvörðun heimamanna bera vott um skammsýni og gagnrýndi þessa ákvörðun á sameiginlegum fundi þingmanna kjördæmisins með Fjóröungssambandinu og hérðasnefnd Barðstrendinga sl. föstudag. En undanfarin þrjú ár hefur verið starfandi atvinnu- ráðgjafi fyrir Vestflrði með aö- setur á ísafiröi. „Það þarf aö bæta aðstöðu at- vinnuráðgjafa og fjölga þeim ef eitthvað er, til þess að reyna að finna frekari leiðir. Menn era alltaf að tala um aö auka ný- sköpun og þróun en það er lítið gert í því að styðja viö það," seg- ir Jöna Valgerður. Þótt hún sé talsmaður þess að aukið veröi við kvótann þá hvatti hún til þess á fundinum að haldið yrði opnum öðram möguleikum þar sem reynt yrði að styrkja annaö atvinnulíf eins vel og hægt væri. í því sambandi telur hún að það þurfi að skjóta styrkari stoöum imdir ferða- þjónustuna og þróa vinnslu á nýjum sjávarafuröum eins og t.d. á gullaxi. -grh Guömundur Ámi Stefánsson, heUbrigöis- og tryggingaráö- herra, segir aö til athugunar sé í heilbrigðisráðuneytinu aö veita atvinnulausu fólki a&- gang aö heUbrigöiskerfinu á sömu kjörum og örorku- og líf- eyrisþegum. Þetta sé hins veg- ar nokkuð snúiö í framkvæmd og óvíst hvemig reglur eigi aö setja um þetta ef fariö veröur út þetta á annað borö. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir al- þingismaður sagði á Alþingi í gær að það væri óeðlilegt að láta atvinnulaust fólk greiða fullt gjald fyrir aðgang að heilbrigðis- þjónustu. Þetta væri í flestum tílvikum ungt fólk meö skuldir á bakinu. Langvarandi atvinnu- leysi leiddi til þess að það þyrfti í meira mæli aö leita sér lækninga vegna líkamlegra og sálfræöi- legra kvilla, eins og Geðlæknafé- lag íslands hafi nýlega bent á. Ingibjörg sagöi að fullar at- vinnuleysisbætur væra rúmar 44 þúsund krónur á mánuði, en fullar örorkubætur 48 þúsund icrónur á mánuði. Hún sagði því óeðlUegt aö þessir hópar greiddu mishátt gjald fyrir þjónustu heU- brigðiskerfisins. Örorku- og lífeyrisþegar greiða 200 krónur fyrir komu á heilsu- gæslustöð þegar aðrir greiða 600 krónur. Örorkuþegar greiða 1/3 af því sem aðrir greiöa viö komu til sérfræðings og örorkuþegar fá afsláttarkort þegar þeir era komnir upp í 3.000 króna há- marksgjald. Aðrir þurfa að kom- ast upp í 12.000. Guðmundur Ami sagði að þetta mál væri í skoðun og hefði veriö þaö aUt frá því að landlæknir Norrœna félagib: íslenskum ungmennum mun bjóöast í sumar aö fara í starfs- kynningu til Færeyja á vegum Nordjobb eöa Norræna félags- ins. Þessi starfskynning er ætl- uö ungu fólki á aldrinum 18-26 ára. Þátttakendur veröa um 20 fra öllum Noröurlöndunum og borga þeir einungis feröir og vasapeninga. benti á þetta misræmi í lok síö- asta árs. Hann sagði að það væri nokkuð erfitt í framkvæmd að færa atvinnulausa niður í neðri gjaldaflokkinn því aö aðstæður þeirra gætu breyst mjög skyndi- lega. Þeir gætu nefnilega sem betur fer fengið vinnu. Það þurfi því að finna leið sem tryggði að atvinnulausir fengju þessa þjón- ustu á lægra verði en ekki þeir sem fengið hafa vinnu. -EÓ Starfskynningin stendur í þrjár vikur og veröur frá seinni hluta júlí fram í byrjun ágúst. Þátttak- endur vinna viö ýmis störf og flestir munu búa hjá fjölskyldum, tveir til fjórir hjá hverri. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast lífi og starfi Færeyinga og svo ungmennum annars staöar frá Norðurlöndunum. Starfskynning fyrir ungmenni í Færeyjum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.