Tíminn - 03.03.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.03.1994, Blaðsíða 4
4 mmmn Fimmtudagur 3. mars 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1917 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmiðja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánaðaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð f lausasölu 125 kr. m/vsk. Þáttaskil í Evrópu- samrunanum? Þau tíöindi hafa nú gerst að Finnar og Svíar hafa samið um aðild að Evrópubandalaginu. Enn er óljóst um samninga Norðmanna, en ljóst er nú að Austur- ríki mun ganga til samninga við bandalagið. Þegar samningagerðinni er lokiö þarf að leggja nið- urstöðuna í þjóðaratkvæðagreiðslu á Norðurlöndun- um. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur verið veruleg andstaða við aðild í Svíþjóð og mun meiri í Noregi. Hins vegar segja skoðanakannanir í Svíþjóð nú að fylgismönnum aðildar vaxi ásmegin. Fari svo að aðild verði samþykkt í Svíþjóð og Finn- landi, er Norömönnum vandi á höndum. Samskipti þeirra og Svía eru mjög náin og líklegt er að norska stjórnin bíði átekta og leggi samninginn, ef af verð- ur, í þjóðaratkvæði þegar ljóst er hvernig málið fer í Svíþjóð og Finnlandi. Verði niðurstaða jákvæð þar, aukast líkumar fyrir samþykkt í Noregi, svo framar- lega sem þeir ná árangri í málefnum sjávarútvegsins sem möguleiki er að sýna heimafyrir. Um það stend- ur slagurinn nú. Miðað viö þróunina nú, em vaxandi líkur á því að fjögur Efta-ríki gerist aðilar að Evrópubandalaginu. Þessi þróun ætti ekki að koma okkur íslendingum á óvart. Ætíð var ljóst að svo gæti farið. Ekki er neinn hljómgmnnur fyrir því hér á landi að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Það er hins vegar nauðsyn- legt fyrir okkur að fylgjast náið með framvindu mála. Tvíhliða samningar Evrópubandalagsins og íslend- inga gætu verið skammt undan. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að slá neinu föstu um niðurstööur þjóðar- atkvæðagreiðslu á Norðurlöndunum, en þessi mál hafa farið á vemlega hreyfingu með þeirri samninga- gerð sem stendur yfir þessa dagana. Ýmsir ráðamenn hafa lýst áhyggjum sínum af ein- angmn íslands á alþjóðavettvangi eftir að önnur Norðurlönd hafa farið inn í Evrópubandalagið. Þar fékk Norðurlandasamstarfið loks þann stimpil að það væri meira en skálaræður og kjaftavaðall. Vissu- lega veldur þessi þáttur áhyggjum, og hætt er við að ráðamehn þessara þjóöa verði uppteknir við að hasla sér völl í þessu nýja umhverfi, ef af aðild verður. Norðurlandasamstarfið hefur verið okkur mjög mik- ilvægt, ekki síst sá trúnaður sem hefur verið á sviði utanríkismála milli diplómata Norðurlandanna og hefur skapast af langvarandi samstarfi, líkri menn- ingu og afstöðu til mála. Hins vegar er ástæðulaust að fyllast einhverri örvæntingu í þessum efnum, allra síst fyrir þá sem hafa talið Norðurlandasam- starfið einskis virði. Við íslendingar verðum að fylgj- ast vel með framvindunni og meta okkar stöðu í samræmi við hana. Ef til tvíhliða samninga kemur við Evrópubandalagið, ætti það varla að verða verra viðfangs með Norðurlandaþjóöirnar inni, heldur en utan við. Ekki síst er ástæða fyrir okkur íslendinga að huga að því hvaða áhrif aðild Norðurlandaþjóðanna að Evr- ópubandalaginu hefur á hin víðtæku gagnkvæmu réttindi, sem samið hefur verið um á norrænum vett- vangi. Aðild Dana að EB hefur ekki haft áhrif á þessi mál, en mun svo verða áfram. Þetta eru spurningar sem þarfnast svara, ef af aðild Finna, Svía og Norð- manna veröur. Fyrir íslendingum liggur það verkefni nú, að undir- búa sig fyrir tvíhliða samninga. Sá undirbúningur sakar ekki, þótt þróunin verði önnur heldur en nú lítur út fyrir, eftir samningalotuna í Brussel síðustu daga. Bakkað í strætó Þá er íhaldið búið að þjóðnýta aftur strætóbílstjórana í Reykjavík, aðeins nokkrum mánuöum eftir að þeir vpru nauðugir viljugir einkavæddir. Borgarstjómarmeirihlutinn er þar með búinn að skapa sér sess á spjöldum sögunnar með því að finna upp nýtt og áður óþekkt rekstrarform. Þetta rekstrarform er raunar svo nýtt að enn hefur ekki fundist á það nafn við hæfi, en í aðal- atriðum snýst það um að op- inberir starfsmenn vinni sem launþegar á almennum vinnu- markaði hjá einkafyrirtæki í opinberri eigu. Segja má aö þessi síðasta uppákoma í SVR- málinu í Reykjavík hefji þenn- an skrautlega farsa í æðra veldi. Hagræðingin og rekstr- arbatinn, sem borgarstjómar- meirihlutinn hefur fullyrt að myndi fylgja í kjölfar breyt- ingarinnar á SVR í hlutafélag, hefur látið á sér standa og varla verður hagræðingin og skilvirknin meiri við það að SVR hefur nú í þjónustu sinni opinbera starfsmenn, sem sinna einhvers konar vinnu- skyldu hjá einkafyrirtækinu, en þiggja annars laun og rétt- indi frá borginni samkvæmt ákveðnum reglum. Fróðlegt verður að sjá hvemig Markús Öm Antonsson borgarstjóri eða sérstakur aðkeyptur ráð- gjafi hans í strætómálinu og núverandi frambjóðandi á D- listanum, Inga Jóna Þórðar- dóttir, ætla að rökstyðja það að með núverandi skipan verði auðveldara fyrir SVR að Hilmar Helgi stofna til samstarfs við önnur samgöngufyrirtæki í ná- grannasveitarfélögunum. Valtaö fram og aftur Sannleikurinn er sá að SVR- málið var á sínum tíma keyrt í gegn með slíku offorsi að því má líkja við skriðdreka, sem valtaði yfir bæði almennings- álit og starfsmenn fyrirtækis- ins. Fljótlega kom í ljós að GARRI þessi skriðdreki var, eins og ítölsku skriðdrekamir í seinna stríðinu, meö fjóra gíra áfram og tólf aftur á bak. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið að bakka meö málið næstum því frá fyrstu tíð og þessi síðasti áfangi markar endapunktinn á langri og erfiðri braut yfirbót- arloforöa og pólitískra mann- fóma, m.a. í prófkjöri flokks- ins. Það, að þetta síðasta skref var loksins tekið, sýnir síðan hversu örvinglaðir sjálfstæðis- menn em orðnir og hversu heitt þeir hafa þráö að losna við þann pólitíska kláða, sem SVR olli þeim. En þó kláðinn sé horfinn í bili, er hinn pólit- íski skaði þó skeður og horf- urnar satt best að segja ekki góðar fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Einvígi Hilmars og Helga Pé Ef þróunin verður áfram sú sem skoðanakannanir gefa til kynna — síðasta könnun sýndi að íhaldið næði fimm borgarfulltrúum og R-listinn tíu — þá er ljóst að sjálfstæðis- menn eru í mjög vondum málum. Og þó svo að borgar- stjóri og hans menn komi nú á síðustu vikum kjörtímabilsins allt í einu fram með umfangs- miklar atvinnutillögur, sem miða að því að koma sem flest- um í vinnu fyrir annarra manna fé fyrir kosningar, þá er óvist að það muni duga til. Á R-listanum er Helgi Pé nefni- lega kominn í baráttusætið og ef Garri þekkir Helga rétt, mun hann eldd gefa eftir fyrr en í fulla hnefana, enda veit Helgi manna best að „fólk er yfirleitt orðið ósköp þreytt á því að enginn getur lengur neitt" í núverandi borgarstjómar- meirihluta. Það verður því óneitanlega fróðlegt að fylgj- ast með einvíginu milli fimmta manns D-listans, sem er væntanlega Hilmar Guð- laugsson, og ellefta manns R- listans, hins eina sanna Helga Pé. Garri Fjarlög Verslunarráðs Verslunarráð íslands tók upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að auka Alþingi leti og endur- semja fjárlögin. Vinnunefndir sömdu nýju lögin og vora þau lögð fram á aðalfundi ráðsins í síðustu viku undir heitinu Raunhæfur niðurskurður ríkis- útgjalda. Talsvert hefur verið fjallaö um fjárlög Verslunarrráðs, m.a. hér í Tímanum, og því ekki þörf á að kynna þau í einstökum atrið- um. En öll ganga þau út á það að ríkisreksturinn eigi að borga sig og að auðvelt sé aö spara og skera niður hér og hagræða þar. Fækka á þingmönnum, ráðherr- um, styrkþegum, aumingjum, skólum og öll óþarfaeyðsla bönnuð. Eignir ríkisins verði leigöar, og ríkisumsvifin boðin út og kom- ið verði upp samkeppnishugsun innan ríkiskerfisins. Hér er ekkert pólitíkusaþras eins og: stefnt skal að..., heldur: „Ríkisstofnunum verði sett skýr markmið og árangur mældur." Svona eiga sýslumenn að vera. Þeir sem kunna Af því að þeir hjá Verslunarráði hafa bæði verslunar- og pen- ingavit, svo ekki sé talað um rekstrarkunnáttu, er guðsþakk- arvert að þeir skuli leggja þjóð- inni lið til að kippa broguðum fjárlögum í lag. Ekki veitir af að kenna veslings ríkisstjóminni að hnoöa saman fjárlögum. Þegar Verslunarráð verður búiö aö koma skikki á fjárlögin, getur það farið að snúa sér aö öðram aökallandi verkefnum og rétt atvinnuvegina af. Tilvaliö væri að byrja á versl- uninni. Að sögn kaupmann- anna sjálfra hefur hún engan rekstrargrandvöll (fremur en ríkisreksturinn) og er sam- keppnin hana hreint að drepa. Fjárfestingar í verslunarhús- næði era margfalt meiri en þörf er á. Búðarrými á mann er miklu meira en þekkist í nokkra öðra landi og fjöldi verslana og kaupmanna sömuleiðis, miðaö við íbúafjölda. Samkeppnin felst í því að tvö eða þrjú stórfyrirtæki era á góðri leið með að ganga af flest- um eða öllum öðram verslun- um dauðum. Samt er alltaf verið að byggja meira og meira verslunarhús- næði og ætti Verslunarráö að at- huga hvort það hefur ekki aö- gang að steypuhrærasala og byggingavörainnflytjanda til að forvitnast um hvaða undur era hér á ferð. Áreiðanlega þýðir ekkert að spyrja kaupmenn um það. Kannski bankamenn skilji furðuverkið. Hagræbi Smáinnflytjendur, kallaðir töskuheildsalar á fagmáli, era á annað þúsund talsins. Þar að auki sjá mikil heildsölufyrirtæki með skrifstofur upp á margar hæðir og vörageymslur á stærð við nokkur frystihús landinu fyrir nauðþurftum að utan. ' En rekstur og umfang verslun- arinnar í landinu er sjálfsagt mjög við hæfi. Annars væri Verslunarráð búið að setja vinnunefndir í málið og leið- beina heildsölum og kaup- mönnum. Þeim yrði sýnt fram á að umsetningin eykst ekki neitt þótt verslunum fjölgi og byggð- ar séu hallir og musteri yfir þann mikla atvinnuveg sem höndlunin er. Verslunarráð gerir ráð fyrir í sínum fjárlögum að bannaö verði með lögum að reka rrkis- sjóð með halla. Hugmyndin er fín, enda veit ráðið að halla- rekstur er óhagkvæmur og ekki nokkur vandi að komast hjá honum með niðurskurði og hagræöingu, eins og margsýnt er fram á í doðrantinum þeim mikla, sem geymir fjárlög Versl- unarráðs. Það verður mikil hreinsun þeg- ar Verslunarráð fer að taka til hjá verslunar- og iönfyrirtækj- um á svipaðan hátt. Kaup- mönnum og forstjóram verður bannað að tapa. Svo einfalt er það. Svo er athugandi hvort ekki sé hagkvæmast að leggja Alþingi og ráðherra alveg niður. Versl- unarráö veit svo miklu betur hvemig á að reka þjóðarbúið og getur sem best gert það í hjá- verkum, eins og að semja ein lít- il fjárlög. En ekki veröur betur séö en að á meðan leiki öll verslunin laus- um hala. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.