Tíminn - 03.03.1994, Síða 5

Tíminn - 03.03.1994, Síða 5
Fimmtudagur 3. mars 1994 iwiiiygjij- 5 Ari Skúlason: Vanþekking, hlutdrægni og ofstæki hagfræbiprófessorsins Hugleiöing vegna greinar Þorvaldar Gylfasonar í Fjár- málatíöindum „Eigi aö síöur verða hagfræðing- ar að gæta þess vandlega að láta ekki málflutning sinn eða ráð- gjöf stjómast af stjómmálasjón- armiðum eða sérhagsmunum." Þessi seming var lokaorð í grein prófessors Þorvaldar Gylfason- ar, sem birtist í Fjármálatíðind- um nú nýverið og fjallaði um Norðurlönd í kreppu. Ég er hagfræðingur. Ég er reyndar ekki prófessor og vinn fyrir pólitísk samtök. Ég er ekki flokksbundinn, en samt dettur mér ekki í hug aö halda því nokkum tíma fram að ég sé hlutlaus hagfræðingur. Ég er vinstrisinnaður og vinn fyrir ASÍ. Ég er félagshyggjumaður og þar af leiöandi er ég auðvitað ekki hlutlaus. Ég held því líka fram að prófessor Þorvaldur Gylfason sé ekki hlutlaus frekar en ég. Umrædd grein hans í Fjármálatíöindum og ýmis fyrri skrif segja mér aö hann sé frjáls- hyggjumaður. Þessi grein hans sýnir blákalt að hann er á móti verkalýðshreyfingunni óg telur starf hennar og áherslur valda ýmsu þjóðfélagslegu böli. Skrif Þorvaldar em ekki hagfræði. Þau em ekki hlutlaus. Þau em pólitísk. Þetta vita allir hagfræð- ingar hér á landi. Okkur hag- fræðingum innan verkalýös- hreyfingarinnar hefur aldrei dottið í hug að taka Þorvald al- varlega sem hagfræðing. Til þess er hann allt of pólitískur. Tað merkilega er að ég þekki engan hagfræðing innan at- vinnurekendasamtakanna sem tekur hann alvarlega heldur. Skoðanir og skrif Þorvaldar um landbúnaðarmál og málefni vinnumarkaðar sýna okkur klár- lega að hann hefur mjög á- kveðnar skoöanir í stjómmál- um. Það er auðvitað gott og blessað, en þá er ekki heiðarlegt aö koma fram undir nafni ó- háðrar hagfræði. Það geri ég ekki og það dettur Vilhjálmi Eg- ilssyni heldur ekki í hug að gera. Fyrir utan að snúast um stjómmálaskoðanir lýsir grein Þorvaldar mikilli vanþekkingu á VETTVANGUR málefnum vinnumarkaðar og þá kannski sérstaklega íslensks vinnumarkaðar. Raunvemleiki Þorvaldar kemur úr kennslu- bókum og því er ekki að undra aö málflutningur hans sé með undarlegum hætti. Það væri allt of langt mál að rekja grein Þor- valdar lið fyrir lið, enda yrði þar augljóslega um pólitíska deilu að ræða á milli sjónarmiða fé- lagshyggju og frjálshyggju. Þar yrði ekki um hagfræðilega deilu að ræða. Ef kennsla Þorvaldar í Háskóla íslands um málefni vinnumarkaðar er í takt við það sem hann prédikar í umræddri grein, óska ég þess eins og Guð- mundur J. að nemendur séu gagnrýnir og hugsandi. Reyndar má spyrja aö því líka hvort það sé í verkahring Seðlabanka ís- lands að birta slíkar kenningar í Fjármálatíðindum. Ég hefði ekkert á móti því að fá álíka pláss og Þorvaldur í þessu riti til þess að viðra mínar skoðanir. Launaþróuná Norðurlöndunum Þorvaldur heldur því fram að raunlaun hafi hækkaö svo mik- ið á Norðurlöndunum eftir 1990 að verkalýðshreyfingin hafi verðlagt verkafólk út af vinnumarkaðnum. Við hvað er Þorvaldur að miða í þessu sambandi? Er hann að miða við eigin óskir eða raunveruleikann? í meðfylgj- andi töflu má sjá þróun raun- launa á Norðurlöndunum, í ná- lægum EvTÓpulöndum og svo í Bandaríkjunum og Japan á þess- um tíma. Allar tölumar em teknar úr ritum OECD og eiga við um launaþróun í iðnaði. Tölumar sýna greinilega að raunlaun hafa hækkaö minna á Norðurlöndunum en í flestum nálægum löndum á sama tíma. Bandaríkin hafa lækkað, en Jap- an hækkað mikið. Ef meðaltal Noröurlandanna er borið sam- an við nálæg Evrópulönd, kem- ur í ljós að raunlaunin hafa hækkað mun minna. Raunlaun hafa reyndar ekki hækkað í Danmörku vegna launahækk- ana. Þar er orsökin lítil verð- bólga, sem fyrst og fremst or- sakast af litlum launabreyting- um. Tölurnar fyrir Finnland gefa ekki góða mynd af ástand- inu þar, vegna þess að útflutn- ingsiönaðurinn þar gengur vel og tölumar em fyrir hann. Aðr- ar greinar hafa þurft að lifa viö mun óhagstæðari þróun og þar hafa laun hækkað mun minna. Mér finnst þessi kenning Þor- valdar því ekki standast raun- vemleikann. Kenningin gengur upp gagnvart Hollandi og Bandaríkjunum, en ekki gagn- vart öðmm löndum í þessu úr- taki, sem auðvitað sýnir ekki alla myndina, en þetta em ná- læg lönd og stærstu ríkin innan OECD. Kenningin er tekin úr hugmyndaheimi frjálshyggj- unnar, en raunvemlegar stærðir sýna allt annað. Áhrif verkalý&shreyfing- arinnar og atvinnuleysi Þorvaldur heldur því fram að sterk staða verkalýðshreyfingar- innar hafi skapað núverandi at- vinnuleysi að meira eða minna leyti. Hann telur að við stönd- um frammi fyrir vali á milli ó- jafnaðar og atvinnuleysis. Hér er markið ekki sett mjög hátt, hvort sem átt er við vísindi eða pólitík, sjónarhomið er ótrúlega þröngt. Skrif Þorvaldar lýsa ótrúlegri vanþekkingu á málefnum vinnumarkaðar bæði hér á landi og á Norðurlöndunum. Verka- lýðshreyfingin fer greinilega mikið í taugamar á honum og hann telur verkalýðsforingjana mjög sterka og ástæðu margs ills. Reyndar er þaö nú svo bæði á Norðurlöndunum og hér að umsamin launaþróun er eitt og raunvemleg launaþróun annað. Hér á landi em lágmarkslaun rúmlega 43 þús. kr. Taxtar verkafólks em flestir á bilinu 45- 50 þús. kr. Meðaldagvinnutekj- ur verkakvenna em um 70.000 kr. og meðaltekjur verkakarla hærri. Af þessu má augljóst vera að það em fleiri en verkalýðsfor- ingjamir sem ákvarða tekjumar. Lýsingar Þorvaldar um auka- greiðslur ofan á gmnnlaun mið- að við afköst og aðstæður, sem helst er hægt að skilja að aðeins tíðkist í Japan, eiga ótrúlega vel við um vinnumarkaðinn hér á landi. Hér em gmnnlaun lág, ýmiss konar afkastahvetjandi launakerfi mjög algeng og ég hef áður bent á hve langt er á milli umsaminna launa og raunvemlegra launa. Hama- gangur Þorvaldar við að finna pólitískum kenningum sínum stað í norrænum og sérstaklega íslenskum vemleika er svo mik- ill aö hann hefur ekki fyrir því að kynna sér staðreyndir máls- ins. Ungt fólk og atvinnuleysi Þorvaldur heldur því fram að of há laun ungs fólks skapi at- vinnuleysi þess, eins og hann telur að gerst hafi í Svíþjóð. Þetta á þó ekki beint við hér á landi. Hér á landi hefur at- vinnuleysi ungs fólks aukist mikið á síðustu missemm án þess að nokkrar breytingar hafi orðið varðandi laun og réttinda- mál þess. Unga fólkið hér á landi er enn á sama lága kaup- inu og það var, og launin hafa a.m.k. ekki farið fram úr vinnu- afköstum þess, eins og Þorvald- ur heldur fram. Kenningar á villigötum Frjálshyggjukenningar Þor- valdar Gylfasonar eiga hvorki við um íslenskan vinnumarkað né nokkum annan. Að byggja kenningar á því að öll vandamál verði til vegna launa og að aðrir kostnaðarliðir skipti litlu er ekki sérlega frjótt. Að segja atvinnu- lausu fólki og fólki á launum neðan við allt velsæmi að það þurfi að velja á milli aukins ó- jafnaðar og atvinnuleysis ber ekki vott um mikinn djarfhug. Sumir gætu kallað það raunsæi, en aðrir uppgjöf. íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir alvarlegum at- vinnuleysisvandamálum. Til þess að leysa þau þurfa allir að leggjast á eitt. Hugmyndir eins og þær sem Þorvaldur prédikar em hins vegar ekki neinum að gagni. Höfundur er hagfræftingur ASÍ. Þróun raunlauna í nokkrum ríkjum 1989-1992, 1989=100. 1989 1990 1991 1992 Þýskaland 100,0 103,0 106,4 108,7 Belgía 100,0 102,0 104,7 106,9 Holland 100,0 100,6 101,1 102,2 Bretland íoojo 103,8 105,0 106,3 Meðaltal íoo’o 102^4 104,3 106,0 Danmörk 100,0 102,1 104,1 105,6 Finnland 100,0 104,3 105,7 104,2 Noregur 100,0 100,9 102,4 .102,7 Svíþjóð 100,0 99,8 95,0 97,0 Meöaltal 100,0 101,8 101,8 102,4 Bandaríkin 100 98,2 97,2 96,5 Japan 100 102,6 105,2 107,3 Meðaltal 100 100,1 100,1 99,4 Um æviráðningu starfsfólks í Japan Til hins efnahagslega aft- urkipps síðustu undan- farinna ára hefur sagt minna í Japan en í öðmm helstu iðnríkjum, þótt ekki hafi það farið varhluta af hon- um. Hafa mörg japönsk fyrir- tæki fækkað starfsfólki. Á ráðningarskilmála þess reynir þess vegna, en ýmist .er um að ræða lausráðningu eða ævi- ráðningu. Uppsagnir í Japcm heyra að- eins undir tvær lagagreinar: 627. grein réttindalaganna svonefndu (nefndra Civil Code í enskri þýöingu), sem aðeins kveða á um 10 daga uppsagnarfrest, og 20 gr. vinnulöggjafarinnar frá 1947, sem lengdi uppsagnarfrest upp í 20 daga. Em ákvæði þessi að fyrirmyndum frá Vesturlönd- um. Að réttarvenju, sem dóm- stólar hafa markað, hefur laus- ráðið verkafólk í Japan þó hlot- ið mun meiri stöðuvemd en tíðkast á Vesturlöndum. Snemma á 20. öld tóku sum stærstu japönsku fyrirtækin upp æviráöningu starfsfólks, sem ýmist er rakin til fomra lénshátta eða hagkvæmni. Þótt mest sé um hana á meðal fólks í „ábyrgöarstöðum", nær hún niður til allra starfsþrepa. VIÐSKIPTI í lögum em engin ákvæði samt sem áður um æviráðningu, né er um hana skriflegt sam- komulag milli samtaka launa- fólks og fyrirtækja. Ráðning ævilangt er þannig aö heiðurs- mannasamkomulagi. í endumppbyggingunni í Jap- an á sjötta og sjöunda áratugn- um var japönskum fyrirtækj- um umhugað um æviráðningu starfsfólks og buðu stighækk- andi laun eftir lengd starfs- tíma. Að því kann að hafa stuðlað, að fyrst eftir stríðslok var allmikiö um verkföll og harðar vinnudeilur. Kveðast fyrirtæki og samtök launafólks vera ásátt um þrjár meginregl- ur: Varanlega ráðningu, sam- ráð um aðgerðir til aukningar framleiðni og uppskiptingu ávinnings af henni. Um þriðjungur launafólks í Japan hefur æviráðningu, að- allega karlar hjá stórum fyrir- tækjum. Fimmtungur til fjórð- ungur launafólks mun ráðinn til skamms tíma, þ.e. vera laus- ráðinn. í Intemational Labour Review, 4. hefti 132. bindis (1993) er grein um þessi efni, „Dismissal Protection in Jap- an" (eiginlega Skorður við uppsögnum í Japan) eftir Jo- hannes Schregle.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.