Tíminn - 03.03.1994, Side 8

Tíminn - 03.03.1994, Side 8
8 yímliw Fimmtudagur B. mars 1994 Tölvuforrit í dómarasæti Veröa dómar framtíöarinnar kveönir upp meö s gamla dómshúsinu viö New York Centre Street er örtröö- in svipuö og á lestarstöö. Þar er unniö allan sólarhringinn og dómur fellur að meðaltali á tíu mínútna fresti. Þama era vændiskonur, tösku- þjófar og eiturlyfjaneytendur. Dómamir hljóöa flestir upp á lágar sektir eða almannaþjón- ustu þar sem fólk er dæmt til aö inna eitthvað verk af hendi í þágu samfélagsins. Dómamir viröast ekki skipta hina dæmdu hinu minnsta máli. Flestir þeirra halda áfram fyrri iöju og era fyrr en varir komnir fyrir réttinn á nýjan leik. Þetta er dæmi um áhrifaleysi hringiöuréttlætis stórborgarinn- ar. Nú hafa nokkrir lögmenn, dómarar og fólk úr viöskiptalíf- inu tekiö sig saman og ákveðið að gera skurk í málinu. Hópur- inn hefur komiö á fót því sem hann kallar dómshús framtíðar- innar. í þessari tilraun leikur tölvuforrit veigamikið hlutverk. Tugir tölvuskjáa era dreifðir um allt hús veggjum til al- mennra upplýsinga og á borö- um dómara og lögmanna til að vinna úr þeim málum sem tekin era til meöferöar. Allir skjáimir era tengdir við eina móður- tölvu. Tölvan hefur að geyma upplýs- ingar um þann sem þarf að svara til saka: Yfirlit yfir fyrri mis- gjöröir hans, lýsingu og tíma- setningu á því hvenær hann var handtekinn, stytta útgáfu á við- tali eða yfirheyrslu þar sem hinn ákærði gerir grein fyrir högum sínum eins og því hvort hann neyti eiturlyfja að staðaldri eöa hvort hann hafi fasta vinnu eða búsetu. Þegar mál era tekin upp kallar tölvuforritið upplýsingamar upp á skjáinn í þar til gerða glugga. í glugganum efst til hægri era upplýsingar um fyrri afbrot, uppi til vinstri ástæða síöustu handtöku. Gluggamir neðar á skjánum era ætlaöir undir málsmeðferð- ina og dóminn. í glugganum til vinstri birtist útdráttur úr yfir- heyrslunni. „Vandamál" eins og heimilisleysi eða alnæmissýking era undirstrikuð með rauðu. Glugginn neðst til hægri er ætl- aður dómaranum sérstaklega. músarsmell"? Þar kemur m.a. upp tillaga að dómssátt sækjanda og verjanda ef um slíkt er að ræða. Ef málið liggur ljóst fyrir gerir dómarinn ekki annaö en að smella með músinni og það er afgreitt. Tölvuréttlæti „Smelludómamir" verða þó frekar undantekning en regla eftir því sem Judith Kluger, for- seti dómsins, segir. Hún hafnar þeirri gagnrýni að dómurinn sé einskonar réttarfarslegt Disney- land. í nýja dómnum verða ekki aðr- ir leiddir fyrir rétt en þeir sem hafa játab á sig minniháttar af- brot. Önnur mál fara hefð- bundnar leiðir. Flóknara má það ekki vera til að tæknin nýtist eins og til er ætlast. Annað sem aðstandendur dómsins hafa sett sem skilyröi fyrir því að mál séu tekin þar fyrir er að hinn dæmdi taki strax út refsingu sína. Á efri hæðum dómshússins era félagsráðgjafar sem deila störf- um niður á þá dæmdu um leiö og dómamir era fallnir. í húsinu er líka hjúkranarfólk sem kann- ar hvort hinir dæmdu þjást af al- næmi, sýfilis, berklum eða lifrar- bólgu. Áfengissjúklingar og eit- urlyfjaneytendur era sendir í meðferð. Aðkomufólk sem á erf- itt með að tjá sig á máli inn- fæddra fær kennslu í undir- stöðuatriöum enskrar tungu. Þessi tilraun á ab standa yfir í þrjú ár og kostar sem svarar sjö- tíu milljónum íslenskra króna á ári. Fjárframlög til reksturins skiptast til helminga á milli New York-borgar og 28 fyrirtækja og stofnanna sem flest era til húsa í grennd við Times Square. Framkvæbib kom frá fyrirtækj- unum sem ábur höfðu horft ab- gerðarlaus á viöskiptavini og ferbalanga leita annaö vegna smáglæpa í hverfinu. Enn sem komið er virðist fjár- festingin hafa borgað sig. Þegar litið er til þess að einungis fjöra- tíu af hundraði þeirra sem era dæmdir eftir gamla kerfinu skila þeirri vinnu sem þeir era dæmd- ir til að inna af hendi þá er hlut- fallið í nýja fyrirkomulaginu tvöfalt hærra eða áttatíu af hundrabi. íbúar New York-borgar geta líka séð meb eigin augum hver árangur tölvuréttlætisins er því að þeir sem sinna störfum í þágu samfélagsins era í hvítum sam- festingum með belti þar sem á stendur „hverfisdómstóllinn". Der Spiegel/ÁþÁ Siguröur Líndal: Skyldur í staö réttinda Hér birtist fimmti og næst síðasti hluti erindis sem flutt var á fundi Lög- fræðingafélags íslands þann 3. febrúar. Tilefnið var hugmynd sem komib hefur fram um að Alþingi gefi lýðveldinu nýjan mannréttindakafla í 50 ára af- mælisgjöf. ÁÞÁ í upphafi máls míns var stutt- lega lýst handfestiun miðalda og af því má nokkuð ráða hvemig miðaldamenn nálguð- ust þaö viöfangsefni ab skilja á milli einstaklings og samfélags. Þeir lögðu frelsi og sjálfræði manna til grandvallar. í þjóðfé- laginu bundust menn einum og sömu lögum — landstjóm- endur sem landslýður — áþekk- um sáttmála, og tóku meb því á sig gagnkvæmar skyldur. Þessu frelsi fylgdi að vísu agaleysi í þjóðfélaginu og öryggisleysi fyrir almúga, þannig aö ekki er ástæða til að láta það varpa of mikilli glýju í augu sér. Hér er einungis verib að skírskota til grunnhugmynda. Staða manna í þjóðfélaginu var ekki ákvörö- uð með réttindagreinum, held- ur með yfirlýsingum um skyld- ur sem þeir vildu taka á sig. Og kæmi nú ekki til álita að hafna því viðhorfi, sem mótað- ist þegar brestir vora að koma í einveldisskipanina, og taka upp þráðinn frá miðöldum? Skylduákvæbi grundvöllur nýrrar stjórnarskrár í stjómarskrá, sem sett væri saman í þeim anda, yrði gengið að frelsi manna og grundvallar- réttindum sem vísum og sjálf- sögðum hlut. í inngangsyfirlýs- ingu eða sérstakri grein mætti minna á helstu grandvallar- reglur og þær stjómspekihug- myndir sem þjóðfélagið væri reist á. En í stab einstakra rétt- indagreina kæmi áhersla á skylduákvæði. 1. Almenn yfirlýsing um rétt- indi þjóöfélagsþegnanna. Það er sammæli allra Islendinga ab allir þegnar þjóðfélagsins skuli njóta mannhelgi, friðar, jafn- réttis og frelsis til orðs og at- hafna og friðhelgi eigna án alls manngreinarálits vegna kyn- ferðis, trúar, skoöana, þjóðem- is, kynþáttar, litarháttar, efna- hags eða annarrar stöðu með þeim takmörkunum einum, sem sett era í stjómarskrá þess- ari og landslögum. 2. Almennar skyldur þjóðfé- lagsþegnanna. Skylt er öllum Á MÁLÞINGI að hlýba lögum landsins og taka á sig þær skyldur sem lög bjóða. Nú er það ágreiningslaust ab eitt meginhlutverk ríkisins er að halda uppi lögum og reglu og til þess að rækja þá skyldu hefur því verið veittur einka- réttur til að beita valdi — beita ofbeldi, svo að talab sé um- búbalaust. Vegna þessa sérstaka hlutverks ríkisins er nauösyn- legt að tryggja þegnana með réttindagreinum á þessu af- markaöa sviði. Og þau ákvæbi væra í sérstökum kafla, sem gæti hljóðað eitthvað á þessa leiö: 3. Sérstök réttindi þjóöfélags- þegnanna. Enginn veröur sviptur frelsi nema lög heimili sérstaklega. Sá, sem stjómvöld svipta frelsi, á rétt til að bera málið undir dómara, sem ljúka skal málinu án ástæðulausrar tafar. Sá, sem tekinn er höndum, skal án tafar fá vitneskju um ástæður fyrir handtökunni. Hann ber án undandráttar ab leiöa fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus, skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, leggja rökstuddan úr- skurb á, hvort hann skuli settur í gæsluvaröhald. Engum manni skal haldiö í gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, og megi láta hann lausan gegn tryggingu, skal ákveða í dóms- úrskuröi hver trygging skuli vera. Engan má setja í gæslu- varðhald fyrir sök, sem aöeins varðar fésekt eba varðhaldi. Öllum skal tryggb réttlát meb- ferð mála sinna fyrir dómstól- um. Hvér sá, sem sakaður er um refsiverða háttsemi, skal talinn saklaus, uns sekt hans hefur verið sönnuð lögum sam- kvæmt. Enginn skal sekur fundinn um refsiverða háttsemi, nema brot hans hafi varðað refsingu að lögum á þeim tíma sem það var framiö. Ekki má heldur dæma menn til þyngri refsingar en heimilt var á þeim tíma þegar refsivert brot var framið. Sönnunarbyrði hvílir óskorab á ákæravaldinu. Víkja má frá þeirri reglu, þegar mikilvægir þjóöfélagshagsmunir krefjast, enda sé skýr heimild í lögum. — Með undantekningarregl- unni era sérstaklega höfð í huga brot sem lúta að meðferð áfengis og annarra fíkniefna. 4. Sérstakar skyldur þjóðfélags- þegnanna. Hver maður skal ábyrgjast hugsanir sínar og skoöanir, sem hann birtir fyrir almenningi eba lætur í ljós á annan hátt. — Hér er sleppt al- mennri yfirlýsingu um tjáning- arfrelsi af því að þess á ekki að vera þörf. Skylt er mönnum aö gæta frib- ar og allsherjarreglu við hvers konar mannfundi eða annan mannsafnað. — Ekki verður séð að þörf sé á að taka fram ab mönnum sé rétt að koma sam- an með fribsömum hætti. Það er sjálfsagður réttur; hins vegar er nauðsynlegt ab minna á að menn skuli fara með friði. Skylda má menn til aö ganga í félag, ef brýnir almannahags- munir krefjast, enda sé í lögum skilmerkilega mælt fyrir um valdsvið félags, skyldur og rétt- indi félagsmanna. — Réttur manna til að stofna félög í sér- hverjum löglegum tilgangi hlýtur ab vera sjálfsagður; hins vegar verður ab reisa rammar skoröur við því ab menn séu skyldaðir til að ganga í félög, þótt ekki sé ástæða til að banna það með öllu. Skylt er mönnum ab láta af hendi eign sína, ef almanna- þörf krefst. Þarf til þess lagafyr- irmæli og komi fullt verð fyrir. — Varla sýnist þörf á aö taka fram að eignarrétturinn sé frið- helgur, en hins vegar nauðsyn- legt að takmarka skyldu manna til afsala eignum sínum. Skylt er mönnum að þola skerðingu á atvinnufrelsi, ef al- mannaheill krefst, enda þarf lagaboð til. — Sama er að segja um þetta og eignarréttinn. At- vinnufrelsi er sjálfsagt, en allar takmarkanir á því verður að heimila sérstaklega. Skylt er hverjum þjóðfélags- þegn að gjalda skatta eftir því sem nánar er kvebib á í lögum. Skattálögur skulu ávallt ákveðnar áöur en tekna er afl- að. — Nauðsynlegt viröist ab minna á þessa skyldu, þó að þess ætti ekki ab vera þörf. Jafn- framt er ástæða til að banna afturvirkni skattalaga. Skylt er öllum að vemda nátt- úra landsins og auðlindir þess, svo að ekki spillist líf eða land að nauðsynjalausu. — Þetta sýnist betra orðalag en almenn yfirlýsing um ab vemda skuli náttúra landsins, þannig að ljóst sé aö þessi skylda hvíli ekki eingöngu á þeim sem með völdin fara, heldur öllum landsmönnum. Skylt er öllum að varðveita ís- lenska tungu og standa vörð um menningararfleifð þjóðar- innar. Hér á við það sama og áður er sagt. Ekki virðist minni ástæba til að minna á skylduna vib menningararfleifðina en náttúra landsins og náttúrlegar auðlindir. Sérhverjum vopnfæram manni er skylt að taka sjálfur þátt í vöm landsins eftir því sem nánar kann að vera fyrir mælt í lögum. Þetta er efnislega samhljóða 75. gr. stjómarskrár- innar. 5. Sameiginlegar skyldur við þegna þjóðfélagsins. Skylt er að veita þeim félagslega aðstoð af almannafé, sem geta ekki séð sér farborða vegna sjúkleika, örorku, elli eða annarra ástæðna, eftir því sem nánar er áskilið í lögum. — Hér er mælt fyrir um skyldu þjóðfélags- þegnanna við þá, sem standa höllum fæti, í stab þess að mæla fyrir um rétt þeirra til fé- lagslegrar aðstoðar. Skylt er að sjá hverjum þjóðfé- lagsþegni fyrir nauðsynlegri grannmenntun af almannafé, eftir því sem nánar er ákvebib í lögum. — Þetta ákvæði kemur í stað ákvæðis um að allir skuli eiga rétt til menntunar og fræðslu. Og nú má spyrja: Hvað vinnst við að breyta mannréttinda- greinum á þennan veg?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.