Tíminn - 03.03.1994, Qupperneq 10

Tíminn - 03.03.1994, Qupperneq 10
WIIIIPEfl Fimmtudagur 3. mars 1994 rrio Leiftur- sókn Berlusconis Þingkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins (27.-28. mars) á Ítalíu er bebið meö nokkurri óþreyju, eins og eðlilegt má kalla eftir þab sem á undan er gengib þar. Kosningafyrirkomulagi hefur þar verið breytt eftir fyrirmynd- um frá Bretlandi og Frakklandi og eiga smáflokkar því erfitt uppdráttar. Hafa ítalir því hvaö stjómmálum viðvíkur hópab sig í þrjú stór bandalög, sem lát- ið er heita (meb einföldun nokkurri) að séu til hægri, vinstri og í miöju. Miklu meiri tíðindum þykir sæta að Silvio nokkur Berlus- coni hefur í furöu skjótri svipan orðið mest umtalaöi og vinsæl- asti stjómmálamaöur landsins. Berlusconi, sem er rúmlega hálf- sextugur að aldri og stundum kallaður Ross Perot Ítalíu, á þrjár sjónvarpsstöðvar, fleiri áhrifamikla fjölmiðla auk margra annarra fyrirtækja og of- an á það eitt vinsælasta knatt- spyrnufélag landsins, AC Milan. Hann er helsti leiðtogi banda- lags hægrimanna, en í því em auk nýstofnaðs flokks hans Norðlendingabandalag og ný- fasistar, sem skipt hafa um nafn og kallast nú Þjóðarbandalag. Ólíklegt bandalag Bandalag þessara tveggja flokka er með nokkrum ólíkindum, því að á milli þeirra er slík þykkja að varla getur heitið að þeir talist við. Norðlendingabandalag vill víötæka sjálfstjóm fyrir Norður- Ítalíu, nýfasistar leggja hinsveg- ar í samræmi við uppruna sinn áherslu á allt landið verði undir sterkri mibstjóm. Norðlend- ingabandalag fyrirlítur Þjóöar- bandalagið sem fasista og inni í þessu er líka rígur og andstyggö á milli Norður- og Suður-ítala, en fylgi nýfasista er mestanpart í suður- og miðhluta landsins. Vegna fjandskaparins milli þessara bandamanna fara sam- skipti þeirrá fram svo að segja eingöngu gegnum Berlusconi, og er hann þar af leiðandi í lyk- ilaöstöðu í hægrifylkingunni. Hann v^itir bandamönnum sín- um ótakmarkaöan aðgang að sjónvarpsstqbvum sínum og þeir hjálpa honum í staðinn til ab skipuleggja flokk hans, enn harla lausan í reipum. Nefhist sá flokkur Forza Italia (Áfram ítal- ía), eftir hvatningarhrópi fót- boltamanna. Kosningaáróbri Berlusconis er svo lýst í stómm dráttum að hann lofi’öllum öllu fögm og Ítalíu einkar glæstri framtíb, „nýju ítölsku undri". Bandalag hægrimanna er sagt samheldnara en hin tvö, og seg- ir það út af fyrir sig nokkra sögu um ástandið í stjómmálum landsins. Á nokkrum vikum hefur fjölmiölafursti og eigandi vinsœls knattspyrnuliös oröiö atkvœöamesti stjórn- málamaöur Ítalíu BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Lýðræðisflokkur vinstrimanna (kommúnistaflokkurinn fyrr- kristilegum demóluötum, eins- konar ríkisflokki Ítalíu frá lok- um síðari heimsstyrjaldar, og samtök imdir fomstu Marios Segni, fyrrverandi kristilegs demókrata sem komst í álit með því að beita sér fyrir breytingum þeim sem nú em orðnar á kosn- ingafyrirkomulaginu. Nefnist fyrmefndi flokkurinn Alþýöu- fíokkur, en samtök Segnis Italíu- sáttmáli. Segni gekk nauöugur til þess bandalags, þar eð hann óttast að spillingaróorðiö á kristilegmn demókrötum muni loöa við Alþýðuflokkinn. Reyndi Segni því lengi vel aö ná Berlusconi (t.v.) og Bossi: traustasta bandalagiö. verandi) og bandamenn hans urðu aðalsigurvegarar borgar- og sveitarstjómakosninganna seint á s.l. ári. En vinstrifylking- unni hefur síöan gengiö illa að „halda dampinum", enda hafa aðilar herinar, átta ab tölu, átt erfitt með að koma sér saman um frambjóðendur til þing- kosninganna. Ennfremur er sumra mál að Achille Occhetto, leiötogi Lýðræðisflokks vinstri- manna og þar meb helsti leið- togi vinstrifylkingarinnar, sé miður vel til foringja fallinn. í miðjubandalaginu em helstir tveir aðilar: flokkur sem stofn- aöur var upp úr rytjunum af samkomulagi um kosninga- bandalag annaðhvort við Um- berto Bossi, leiðtoga Norblend- ingabandalags, eða Occhetto, en hvomgt tókst. Samkvæmt niðurstööum skob- anakönnunar, sem fram fór fyr- ir skömmu, er Forza Italia nú eini stjómmálaflokkurinn þar- lendis sem er í sókn, hinir tapa annaðhvort fylgi eöa standa í stað. Niðurstöðunum sam- kvæmt hafbi Forza Italia laust fyrir miöjan febrúar fylgi um fjórbungs kjósenda og hafði þá fjórfaldaö fylgi sitt frá því skömmu eftir áramót. Meb myndun hægrisamsteyp- unnar em orðin þau tímamót í ítölskum stjórnmálum aö nýfas- istar em ekki lengur „utangarðs- menn". Vemlegar líkur em á ab þeir verbi meö í næstu stjóm, þar eð með hliðsjón af leiftur- sókn Forza Italia em allmiklar horfur á að hægrisamsteypan verði sigurvegari þingkosning- anna og fái jafnvel þingmeiri- hluta. „Tvö helstu hjart- ansmál ítala" Ekki fer á milli mála að Forza It- alia á árangur sinn fyrst og Mussolini: pólitískir afkomendur hans ekki lengur„utangarös". fremst að þakka leiðtoga sínum og fyrirtækjum hans, einkum sjónvarpsstöðvunum sem ná inn á hvert heimili, og knatt- spymuliði. Sjónvarp og knatt- spyma em tvö helstu hjartans- mál ítala, skrifar þýskur blaba- maður. Berlusconi nýtir hvort- tveggja til hins ýtrasta og hefur þar að auki gott lag á fjöldan- um, einkum efnameiri hluta hans. Hann er glænýr í stjóm- málunum og óorö það, sem ítalskir stjórnmálamenn al- mennt hafa fengið á sig heima fyrir síðusm árin, hefur ekki náð til hans. Aö vísu er því haldið fram, að hann muni ekki frekar en aðrir helstu fyrirtækjaeigend- ur og -stjórnendur landsins hafa verið laus við spillingu þá, er ítalska þjóðfélagið var undirlagt af á kaldastríðstímanum, og í fjölmiðlum er gefið í skyn eða jafnvel fullyrt að hann hafi þá verið í góðum samböndum viö áður áhrifamikla en nú ill- ræmda menn eins og Andreotti og Craxi og jafnvel enn skugga- legri aðila. En hann hefur hing- að til getað hrist það allt af sér. Það er kannski ábending um aö ítalir, hughrifamenn talsverðir sagðir, séu farnir að þreytast á eldmóðnum í baráttunni gegn spillingunni. Fréttaskýrendur ýmsir em helst á því aö Berlusconi sé af ákveð- inni gerð ítalskra stjómmála- manna, sem skotið hafi upp á ýmsum öldum, ekki síst á tím- um ólgu og breytinga. Þeir eigi það sameiginlegt aö vera lítillar ættar og dugandi lýðskmmarar, sem lofi glæstri framtíö, gjaman meö tilvísan til glæstrar fortíð- ar, og hafi í kringum sig mikla viðhöfn. Einhver hefur sagt að á slíkum leiðtogum sé nokkur ópemstíll. Slíkir vom, skrifa fréttaskýrendumir, t.d. Cola di Rienzo, sem komst til valda í Róm á 14. öld meb stuðningi al- þýöu og lofaði að endurreisa Rómaveldi hiö foma (páfar sátu þá sem leppar Frakkakonunga í Avignon), og Mussolini.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.