Tíminn - 03.03.1994, Qupperneq 11

Tíminn - 03.03.1994, Qupperneq 11
Fimmtudagur 3. mars 1994 orll Stórfelldar framfarir í vændum í fjarskiptum Um þessar mundir er aö hefjast framkvæmd, sem á eftir að valda stórfelldum framfömm í fjarskiptum okkar við útlönd. Þetta er lagning ljós- leiöarasæstrengs, svonefnds CANTAT 3, sem lagður er frá Kan- ada noröur eftir botni Atlantshafs til Bretlands, Danmerkur og Þýskalands, með greinar til ís- lands og Færeyja. Stefnt er að því aö ljósleiðarinn veröi tekinn í notkun seint á þessu ári. Að undanfömu hefur orðið nokkur umræöa um útflutning á raforku frá íslandi með sæstreng til annarra Evrópulanda. í því efni em skiptar skoðanir og er skemmst að minnast umfjöllunar Jóns Sigurðssonar á Grundar- tanga, er líkti því við nýlendu- stefnu, þar sem íslendingar yrðu fómarlömb fjársterkra erlendra aðila. ísland eignaraðili Allt ööm máli gegnir um þá framkvæmd, sem hér um ræöir, þó að lítið hafi á opinbemm vett- vangi verið rætt um ljósleiðarasæ- strenginn. Hér er um 400 millj- óna dollara samstarfsverkefni að ræða milli 24 símafyrirtækja beggja vegna Atlantshafs, sem Póstur og sími er aðili að með 23 milljóna dollara framlagi. Væri synd aö segja að Símamálastofn- unin léti sinn hlut eftir liggja í aö vera þátttakandi í framfömm á fjarskiptasviðinu, eins og hér er raunin. Jón Þóroddur Jónsson, yfirverk- fræðingur fjarskiptasviðs Pósts og síma, hefur í blaðaviötali bent á að þessi þróun muni hafa áhrif jafnt á tómstundir og atvinnu, fjölmiðlun og fræöslu. Lægri kostnaður geri fleimm fýsilegt aö sinna störfum sínum, hvort sem er innanlands eöa utan, meö hjálp tölvu- og símasambands. Sá möguleiki opnist fólki að velja sér búsetu eftir eigin höfði og stunda fjarvinnslu verkefna fyrir aðila hvar sem er í heiminum. Þessi tækni geri fjölmiðlum fjárhags- lega kleift að nema ný lönd og bjóða upp á aukna þjónustu. Sæstrengurinn er lagður sömu leið og Golfstraumurinn fer, sem við megum þakka að ísland er byggilegt og býr að auðugum auðhndum til sjávarins. Vissulega mun þessi nýja, stórbætta teng- ing við umheiminn gera okkur kleift að taka virkari þátt í alþjóö- legu atvinnulífi á alla vegu og því verða til þess að efla þjóðfélagið á ýmsa lund. Meö tilkomu hans opnast ýmsir möguleikar á fjar- vinnslusviöi, sem meðal annars auðvelda allan gagnaflutning. Þessi merka framkvæmd á vænt- anlega eftir að skaffa mörg ný störf víðsvegar um land. Ingvi G. Ingvason, markaösfræð- ingur hjá Útflutningsráði, benti á það í grein í Morgunblaöinu í fyrravor aö hann teldi það næsta skref okkar íslendinga aö stofna fyrirtæki eöa samstarfshóp áhuga- aðila, sem ynni að markaðssetn- ingu og sölu á þjónustu íslenskra fyrirtækja er gætu unnið í fjar- vinnslu. Þá þyrfti Póstur og sími að vera í lykilhlutverki sem fjár- sterkur aðili. Ingvi bendir meöal annars á að með nýjustu tækni tengist íslendingar umheiminum á þann hátt aö það skipti engu máli hvort viðmælandi sé staddur í sömu götu eða annarri heims- álfu. Sæstrengurinn er í heild um 7.300 kílómetrar að lengd. Hann mun liggja um áttatíu kílómetr- um sunnan Vestmannaeyja, en frá honum verður grein til Vest- mannaeyja, sem kemur í land í Klaufinni, skammt frá Stórhöfða. Stjómbúnaði veröur komiö upp í Símstöðinni í Eyjum og frá henni verður síðan lagður strengur til lands á Suðurlandi. Vitað er að sæstrengir, eins og Scotice og Icecan, hafa orðið fyrir skemmdum vegna til dæmis veið- arfæra skipa. Reynt er að búa svo um hnútana nú, að ljósleiöara- strengurinn fái aö vera í friði. Þetta er meðal annars gert meö nýrri tækni og nákvæmari vinnu- brögöum við lagningu hans en áöur hafa tíðkast. Þess vegna ætti aö liggja fyrir ömgg staðsetning hans á botninum fyrir öll fiski- skip og aðra, sem em aö athafria sig á þeim svæðum sem sæstreng- urinn liggur um. Eigi að síður em gerðar fyrir- byggjandi ráðstafanir til aö tryggja sem best að samband rofni ekki við umheiminn. Fyrst í staö veröur notað núverandi ör- bylgjukerfi og annað aö Hraun- hóli í Vík í Mýrdal og mun allt að fjórðungur símarásanna fara um gervitungl til aö minnka líkur á algjöru sambandsleysi við um- heiminn ef sæstrengur bilar. Þeg- ar er búið að reisa jarðstöö á Höfn í Homafirði, sem mun í fyllingu tímans fyrirvaralaust geta tekiö við allri símanotkun sem annars fer um strenginn. Tífalt fleiri rásir til útlanda í sæstrengnum em þrjú ljós- þráðapör (3 þræöir) og á hverju pari er flutningsgetan 2,5 Gb/s, en hver Gb/s getur flutt þúsund milljón bita á sekúndu. Tvö pör veröa strax tekin í notkun, en þriðja parið verður til vara. Póstur og sími keypti einn sextánda þessarar flutningsgem eða einn 155 Mb/s straum, en hver Mb/s er milljón bitar á sekúndu. Seinna verður hægt aö tvöfalda þessa eign án þess að greiða nokkuö meira fyrir hana. Em því raun- vemleg kaup Pósts og síma tveir 155 Mb/s straumar, sem jafngild- ir flutningsgetu á þremur sjón- varpsrásum og 3780 talsímarás- um, en það er tífaldur rásafjöldi til útlanda miðað við það sem nú er. Hér er því meö tilkomu þessar- ar framkvæmdar um stórkostleg- an ávinning að ræða fyrir íslend- inga. eh. Verslunarráð á villigötum aö, má furðulegt heita að Verslunarráö íslands, sem hefir reyndum kaupsýslu- mönnum á að skipa og hag- fræðing í stöðu framkvæmda- stjóra, skuli boða samdráttar-, stefnu á samdráttarskeiði. Það er góð og gild regla að auka, en ekki minnka, opinber umsvif þegar lægö er og atvinnuleysi. Slíkt blæs lífi í viöskiptin og á því hagnast kaupmenn ekki síð- ur en launþegar. Ekki bætir þaö úr skák hjá þeim félögum í Verslunarráðinu að vilja ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir beina spjótum sín- um að sjúkum og öldruðum, þegar þeir krefjast kr. 8 millj- LESENDUR aröa spamaðar í heilbrigðiskerf- inu. Var ekki nógu hart að geng- ið af þeim Sighvati Björgvins- syni og Guðmundi Áma Stef- ánssyni? Það er kaldhæðnislegt að heild- amiðurskuröur í ríkisrekstri, sem Verslunarráösmenn vilja, er um kr. 12 milljarðar, en sú er nálega sama upphæðin og skatt- svikin em talin nema skv. ítar- legri könnun á sl. ári. Liggur ekki beinna við að uppræta skattsvikin og jafna fjárlagahall- ann með þeim hætti? Fyrirtæk- in í landinu hafa verið losuð við aðstöðugjaldið, en það var nán- ast eini skatturinn sem mörg þeirra greiddu. Á sama tíma vom skattleysismörk einstak- linga færð niður í sultartekjur. Nýlega var tilkynnt um þreföld- un verðs á sumum lyfjum. Sjúk- lingar hafa þó ekki kvartað, en það gerðu apótekarar! Ætlast verður til þess af hag- fræðingum aö þeir leiðbeini umbjóðendum sínum. Oftar gerist þó hitt að þeir bergmáli kröfur hagsmunahópa og sam- taka. Svo langt ganga þeir stundum í þeirri iðju aö fræöi- greinin snýst upp í andhverfu sína. Eldri borgari DAGBOK TT mars 62 dagur ársins - 303 dagar eftir. 9. vika Sólris kl. 8.29 sólarlag kl. 18.52 Dagurínn lengist um 6 mínútur Kvennadeild Skagfirb- ingafélagsins í Reykjavík Verðum með góukaffi í Drangey, Stakkahlíð 17, sunnudaginn 6. mars kl. 14. Kvennakór syngur og spiluö veröur félagsvist. Frá Samtökum iðnaöarins: Almennur félagsfundur um samkeppnismál Samtök iönaðarins halda al- mennan félagsfund um sam- keppnismál í samkomusalnum á Hallveigarstíg 1, í dag, fimmUi- daginn 3. mars, kl. 16. Georg Ól- afsson og Guðmundur Sigurðsson frá Samkeppnisstofnun munu fjalla um verkefni Samkeppnis- stofnunar, samkeppnislög og - regliu og svara fyrirspumum. Ný bók frá Skákprent: Arfur skáksnillings Skákarfur Aljekíns III eftir Alex- ander Korov er komin út á vegum Skákprents í þýðingu Jörundar Hilmarssonar. Ætti bókin að vera öllum skák- unnendum kærkomin. Tveir íslenskir strengja- leikarar „debutera" meb Sinfóníunni í kvöld, fimmtudaginn 3. apríl, verða sinfóníutónleikar í Há- skólabíói kl. 20. Hljómsveitar- stjóri er Jan Krenz og einleikarar Gréta Guðnadóttir og Svava Bem- harðsdóttir. Á efnisskránni er: Franz Schu- bert: Rosamunda, forleikur. W.A. Mozart: Sinfonia Concertante f. fiðlu og víólu. L. van Beethoven: Sinfónía nr. 3 — Eroica. Hljómsveitarstjórinn Jan Krenz er pólskur, fæddur 1926. Fyrir ut- an aö vera einn mikilvirkasti hljómsveitarstjóri Póllands hefur Krenz stjómað hljómsveitum eins og Lundúnafílharmóníunni, Orchestre de la Suisse Romande og Fílharmóníuhljómsveit Len- ingrad (St. Pétursborgar). Hann hefur stjómað á mörgum alþjóö- legum tónlistarhátíöum, einnig hefur hann fengiö verölaun fyrir hljóöritanir. Krenz hefur hlotib ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín að tónlistarmálum í Póllandi og víðar. Svava Bemharðsdóttir víóluleik- ari lauk doktorsprófi frá Juilliard School of Music í New York árib 1989, en fiðluleikarinn Gréta Guðnadóttir vinnur nú aö sinni doktorsritgerð um íslenska fiblu- tónlist við Florida State Univers- ity í Bandaríkjunum. SKÁKÞRAUT Wallner-Stopel, Austurríki 1980. Svartur leikur og vinnur. 1......Bc4. 2. Del, Dc3+ 3. Dxc3, Bfl mát. APÓTEK Kvðld-, nætur- og helgidagavarvla apóteka I Raykjavik frá 25. febr. til 3. mars er I Reykjavlkur apóteki og Borgar apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eítt vörsluna frá kl. 22.00 aó kvöldl tíl kl. 9.00 aó morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnu- dögum. Upplýsingar um læknis- og tyfjaþjónustu eru gefnar I síma 18888. Neyöarvakt Tannlæknafálags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Simsvari 681041. Hafnarfjöróun Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó- tek em opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og ti skiptis annan hvem laugardag Id. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Sljömu apótek eru opin virka daga á opnunaitima búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, rrætur- og helgidagavöislu. A kvöldin er opiö i þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, U U. 19.00. A helgidögum eropiö frá Id. 11.00- 1Z00 og 20.00- 21.00. A öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt Upplýs- ingar eru gefnar i sima 22445. Apótek Keflavikur Opið virka daga fiá Id. 9.00-19.00. Lauganl., helgidaga og almenna Iridaga Id. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað i hádeginu mili kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið B W. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum Id. 10.00-12.00. Akrsnes: Apótek bæjarins er opið virka daga ti kl. 18.30. A laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. Id. 13.00-14.00. Garóabær. Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugaidaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HHLSTU BÓTAFLOKKAR: 1. mars1994. Mánaðargneiöslur Elli/örorkulifeyrir (gnjnnlífeyrír)......... 12.329 1/2 hjónalifeyrir.......................... 11.096 Full lekjutrygging ettilifeyrisþega..........22.684 Full tekjutrygging örorkulifeyrisþega........23.320 Heimilisuppbót..............................7.711 Sérstök heimilisuppbót.........._.............5.304 Bamalifeyrir v/1 bams........................10.300 Meölag v/1 bams ......................... 10.300 Mæðralaun/feöralaun v/1 bams..................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur12 mánaða .............11.583 Fullur ekkjulifeyrir.........................12.329 Dánarbætur i 8 ár (v/slysa)..................15.448 Fæðingarstyrkur..............................25.090 Vasapeningar visbnanna ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggreiöslur Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningarfyrirhvertbamáframfæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 02. mars 1994 kl. 10.56 Opinb. viðmgengf Gengl Kaup Sala skr.fundar Bandaríkjadollar 72,10 72,30 72,20 Stertingspund ....107,62 107,92 107,77 Kanadadollar ......53,38 53,56 53,47 Dönsk króna ....10,803 10,835 10,819 Norsk króna 9,760 9,790 9,775 Sænsk króna 8,984 9,012 9,998 Finnsktmark ....12,974 13,014 12,994 Franskur franki ....12,454 12,492 12,473 Belgískur franki ....2,0590 2,0656 2,0623 Svissncskur franki. 50,41 50,57 50,49 Hollenskt gyllini 37,79 37,91 37,85 Þýsktmark 42,43 42,55 42,49 hölsk líra ..0,04277 0,04291 0,04284 Austum’skur sch 6,030 6,048 6,039 Poftúg. escudo 0,4124 0,4138 0,4131 Spánskur peseti 0,5291 0,5309 0,5300 Japanskt yen 0,6974 0,6994 0,6984 ....103,35 103,69 103,52 SérsL dráttarr. ....101,33 101,63 101,48 ECU-EvrópumynL... 81,85 82,11 81,98 Grísk drakma ....0,2926 0,2936 0,2931 KROSSGÁTA 1 2 3 1 * S 6 7 “ 9 10 11 12 13 14 15 16 1 17 18 19 29. Lárétt 1 auðveld 4 gróður 7 gruna 8 fjörug 9 nesin 11 gímald 12 týn- ist 16 hrós 17 grasskera 18 hlass 19 ullarílát Lóbrétt 1 leikföng 2 heiöui; 3 forfaðir 4 geðvond 5 gifta 6 stjaka 10 megnaði 12 sjó 13 endir 14 greina 15 dreitill Lausn á síðustu krossgátu Lárétt I ból 4 sál 7 úri 8 krá 9 kandíss II ger 12 óveruna 16 mær 17 síu 18 arð 19 tað Lóbrétt 1 búk 2 óra 3 lingerö 4 skírust 5 árs 6 lás 10 der 12 óma 13 vær 14 nía 15 aub

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.