Tíminn - 08.03.1994, Page 8

Tíminn - 08.03.1994, Page 8
8 Þriöjudagur 8. mars 1994 Listi Schindlers Liam Neeson í hlutverki sínu sem Schindler. Nýlega var frumsýnd í Há- skólabíói nýjasta kvik- mynd Stevens Spielberg, Schindler's List. Hún var á dögun- um tilnefnd til 11 Óskarsverö- launa, m.a. sem besta myndin, fyrir bestu leikstjóm og auk þess er Liam Neeson tilnefndur fyrir bestan leik í aöalhlutverki, en hann leikur titilhlutverkiö, Oskar Schindler. Spielberg hlaut fyrir stuttu Golden Globe verölaunin fyrir bestu leikstjóm, auk þess sem Schindler's List var kjörin besta myndin. Þessi verölaun þykja oft gefa tóninn um hvaöa myndir eru líklegastar til aö hljóta sjálf Óskarsverblaunin. Það þarf vart að kynna Steven Spielberg fyrir kvikmyndahúsa- gestiun, enda hafa myndir hans notið fádæma vinsælda í gegnum árin. Síðasta mynd hans, Jurassic Park, er aðsóknarmesta mynd allra tíma og hefur frá því hún var fmmsýnd halað inn 800.000.000 dollara. Hann hefur leikstýrt og/eða framleitt 7 af 20 aðsóknar- mestu myndum allra tíma, árang- ur sem enginn kvikmyndagerðar- maöur getur státað af. Myndir eins og E.T., Jaws, Close Encounters of the Third Kind, Raiders of the Lost Ark, Indiana Jones and the Temple of Doom, Indiana Jones and the Last Cmsa- de, The Color Piuple og nú síðast Jurassic Park hafa gert nafn hans ódauðlegt í kvikmyndasögunni. Þrátt fyrir þessa gríðarlegu vel- gengni hefur Spielberg aldrei hlotið Óskarsverölaun, þótt oft hafi hann verið tilnefndur. Vib afhendingu Óskarsverölaunanna árið 1987 hlaut hann þó örlitla sárabót þegar hann hlaut Irving G. Thalberg-verðlaunin fyrir framlag sitt til kvikmynda. 1994 er talið veröa ár Spielbergs, því erfitt mun þykja ab ganga fram- hjá honum enn einu sinni, enda þykir Schindler's List stórfenglegt verk. Myndin byggir á bók ástralska rithöfundarins Thomas Keneally, sem fjallar um ævi Oskars Schindler, en hann stórgræddi á innrás Þjóðverja í Pólland. Hann gekk í nasistaflokkinn, þótt hann hefði lítinn áhuga á stjómmálum og notfæröi sér óspart sambönd sín þar. Hann tók við verksmiöju, sem nasistar tóku herfangi, og græddi vel með ólaunaöa gybinga í vinnu hjá sér. í fyrstu nagaði samviskan hann lítið, en þegar helförin hófst fyrir alvöru hætti hann lífi og limum til að vernda og síðar bjarga lífi meira en 1100 gyðinga sem unnu í verksmiðju hans. Myndin dregur nafn sitt af því að til ab bjarga þeim skrifar Schindler lista meö nöfnum starfsmanna sinna, sem flytja skuli til Bmnnlitz, lítils bæjar við landamæri Póllands og íekkó- slóvakíu.'Mennimir á listanum, sem þekktir voru sem Schindler- juden, voru alls 800 talsins. Kven- mennimir, sem störfuðu fyrir hann, um 300 talsins, vom fyrir mistök sendar í útrýmingarbúðir í Birkenau. Schindler lagbi sig í gíf- urlega hættu til að bjarga þeim þaðan og tókst það með miklu baktjaldamakki. Þetta var í eina skiptið sem einstaklingum var sleppt frá Birkenau með nafna- kalli. Schindler's List er mjög ólík því sem áhorfendur eiga að venjast frá Spielberg, sem þekktari er fyrir ævintýrgmyndir. Myndin er um KVIKMYNDIR 180 mínútur ab lengd fyrir það fyrsta og öll tekin í svart-hvítu. Eins og áður sagöi er það Liam Neeson sem leikur Oskar Schindler, en með önnur helstu hlutverk fara Ben Kingsley, Ralph Fiennes og Caroline Goodall. Það vekur athygli ab aðalleikararnir em fæstir mjög þekktir, nema þá helst Kingsley, sem fékk Óskarinn fyrir að leika Gandhi í sam- nefndri kvikmynd. Það er óhætt að fullyrða aö Spi- elberg kemur hér nokkub á óvart, því honum hefur tekist misvel upp þegar hann hefur gert „alvar- legar" myndir. Hann er sjálfur gyðingur og lærði að þekkja töl- umar frá nemanda ömmu sinnar, sem lifði af útrýmingarbúðavist, því hann sýndi Spielberg töfra- bragö með því að sýna honum tölurnar á handleggnum á sér. Þegar hann sneri handleggnum vib, kom talan 9 í stað 6 ábur. Spi- elberg telur myndina eiga mikið erindi við samtímann, því komin sé á legg ný kynslóð sem lítiö sem ekkert viti um helförina. „Sú saga má aldrei gleymast," segir Spiel- berg. ■ HEIÐAR jÓNSSON SNYRTIR SVARAR: Ofurlítinn formála þarf fyr- ir fyrstu spumingunni sem lögð er fyrir Heiðar að þessu sinni. í síðasta þætti Ingós og Völu í sjónvarpinu var fjallað um útlit fólks og holdafar, kjörþyngd og allt þaö. í upphafi skýrði Heiðar Jónsson frá þeirri skoðun sinni að ekki væri til neinn algildur mælikvarði á hvemig fólk á að vera í laginu og kjörþyngd varla til heldur, nema sem einhvers konar viðmiðun. Sýningardömur og keppendur um fegurð séu varla venjulegt fólk að því leyti ab til þess eru gerðar allt aðrar og öðru vísi kröf- ur um útlit en alls þorra kvenna — og manna. Sagði Heiðar að fráleitt væri að steypa alla í sama mótið og ab fólk þyrfti ekki að hafa einhverjar óskaplegar áhyggjur af holdafari sínu eða hvernig líkaminn væri af guði gerður. Þeir, sem næstir tóku til máls í þættinum, fögnuðu viöhorfi Heiöars og töldu það eðlilegt, en er frá leið var öll umræöan kom- in í gamla farið: hvemig á að halda sér grönnum, hvaða kúrar em bestir og ab andleg heilsa sem líkamleg sé undir því kominn að maður sé ungur og grannur. Spumingin, sem beint er til Heiðars, er: Hvers vegna fer svona umræöa og skoðun alltaf í sama farveg með sömu niöur- stöðu, þótt allir viöurkenni að þetta granna, unglega útlit er ekki eins lífsnauðsynlegt og alltaf er verið að halda fram? Heiðar: Mannskapurinn er svo óskaplega heilaþveginn af áróðri og auglýsingunni um grannan líkama og unglegan að það er sáluhjálparatriði aö halda sjálfs- ímyndinni í þeim farvegi. Fegurðardrottningar og sýning- ardömur hafa atvinnu af því að vera grannar og með allt að því staðlað útlit. Og fólk vill trúa því að svona eigi allir að vera, leika það sjálft. Þetta er óskaplegur misskilning- ur, því líkamsbygging fólks er svo misjöfn. Sumir em stórbeinóttir aðrir meö smá og fínleg bein, sumir em þéttvaxnir, aðrir alltaf grindhoraðir og veröur hver og einn að gera hið besta úr því sem honum eöa henni er gefiö. Ekkert gefur eins gott útlit og heilbrigði og hollir lífshættir em besm fegurðarmeðölin. Þyngd á aö miöst við hollustu og fata- aeg Hvemig a6 vera? smekkurinn svo aftur eftir ytra útliti. En fegurðin og útlitið er háð höröusm sölu sem um getur. Hún er svo hörö að þótt fólk viti betur og öll skynsemi segi því að það geta ekki allir verið ungir og grannir og fallið inn I ímynd tískuheimsins, að þab getur ekki losaö sig við þessa ímynd. Allt óhóf, ofát eða of ströng megrnn, er óhollt. En nokkur aukakíló em ekki til og allar kon- ur geta verið fallegar á sinn hátt þótt þær passi ekki inn í haröan heim tískufyrirsætanna. Þá er spuming um áhrif streitu á húð og hár og hve oft þarf ab bera næringu í hárið til ab halda því fallegu. Svar: Húð og hár nærist innan frá og ef það lætur á sjá vegna streitu eba af öömm orsökum er gott að taka lýsi og góð krem geta aldrei gert nema gott. Ekki er hægt að gefa nein end- anleg svör um hvenær hár er fal- legt eða hve oft þarf að þvo það og næra. En gób klipping er gmnnurinn að fallegu hári og hér á landi emm við svo heppin að eiga hárgreiðslufólk á heims- mælikvarða, ekki síst í klippingu. Hárvömr em seldar á þessum hárgreiðslu- og rakarastofnum, aðrar vörur en fást á hinum al- menna markaði. Án þess aö halla á nokkum, því alltaf em undan- tekningar, þá ráðlegg ég fólki að kaupa þessa vöm þar og láta fag- fólkið vega og meta hvort hárið er fíngert, gróft, fitnar, þornar, endar slitnir, þurrir, bom feitur. í dag er hægt aö fá viðeigandi vömr við öllu þessu. Það þarf að- eins að fá rétta aðila, fagfólkið, til að leiðbeina eftir því sem vib á. Ertu ekki búinn að tryggja þér númer í Happdrættinu?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.