Tíminn - 10.03.1994, Page 11

Tíminn - 10.03.1994, Page 11
FimrTitudagur 10. mars 1994 Um írland og djöfulinn jiirgen Elvert: Geschichte Irlands. Orlgina- lausgabe. Deutscher Taschenbuch Verlag 1993. Alfonso di Nola: Der Teufel — Wesen, Wirkung, Geschichte. Mit einem Vorwort von Felix Karlinger. Aus dem Italienischen iibersetzt von Dagmar Turck-Wagner. Deutscher Taschenbuch Verlag 1993. Höfundur írlandssögunnar kennir við Kielarháskóla, sagn- fræöi. Græna eyjan á sér langa sögu — harmsögu oft á tíðum — vestasti útvöröur Evrópu, ísland er sá nyrsti. Saga írlands og at- buröir sögunnar lifa enn á vorum tímum í átökum, sem eiga sér kveikju fyrir mörgum öldum. Nú á dögum búa um 4,5 milljónir á eynni, þar af 3 milljónir í Eire og 1,5 milljónir á Norður-írlandi, sem telst undir bresku krúnunni. Um 90% íbúa írska lýðveldisins eru kaþólskir. Á Norður-írlandi eru um 50% mótmælendur og um 35% kaþólskir. Elstu byggð á írlandi má rekja aftur á 8. öld f. Krist, þá miö steinöld þar, frá 6. til 3ju aldar verður landnám Kelta rakiö og síðan segir höfundur byggðasögu írlands áfram. Karþa- gómenn komu til írlands, Tacitus minnist á írland og svo líöur tím- inn. Höfundur kemur síöan aö vikingum, strandhöggi og búsetu norrænna manna á Irlandi, þeim fylgdi kaupskapur og rán og stofnun verslunarstöðva. Eng- lendingar koma síöar, löngu síðar og þá hefst harmsaga írlands á 17. öld meö Cromwell og hans fylgj- umm, sem settust að á jörðum Ira og hröktu þá brott. Höfundur rek- ur söguiia mjög nákvæmlega allt fram á okkar tíma. Þetta er viða- mikiö rit, alls rúmlega 500 blað- síöur og er nýjasta handhæga rit- ið sem fjallar um þessa sögu. Bók- fræðilistinn er 15 blaðsíður í smáu letri. Þetta er vönduð og vel unnin saga, greinargóö og ítarleg. Rit Alfonso di Nola kom út á ítölsku 1987 og heitir á fmmmál- inu: „11 diavolo. Le forme, la stor- ia, le vicende di Satana e la sua universale e malefica presenza presso tutti i populi, dall'anticita ai nostri giorni", gefiö út af New- ton Compton editori í Rómaborg. Hér segir frá djöfli og öllum hans Fréttir af bókum SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON myndbreytingum frá upphafi mannheima. Meðal allra þjóða og allt fram til vorra daga. Þetta er viökvæmt efni mörgum, því víða er djöfull á róli og oftar en ekki í dulargervi eða incognito. Hann á það til að bregöa sér í engils líki, koma fram sem hræsnisfullur guðsmaður fullur af kærleika og umhyggju, jarmandi um jöfnuð; einnig bregöur kauði sér í gervi illyrmisins og prikar þá um jörö- ina sem týrann og óþokki, kúg- andi þjóðir og álfur. En tilgangur- inn er samkvæmt kristnum kenn- ingum, að spilla sköpunarverkinu og þá fyrst og fremst kórónu sköpunarverksins, manninum sjálfum, spilla honum og fylla hann með falsi og lygi og etja honum til hinna verstu verka — þjófnaðar, níöingsháttar og morða — eða gera hann að inn- antómu fífli sem dansar á mark- aöstorgum hégómleikans og leit- ar sér afþreyingar í eftirsókn fáf- engilegra hluta og trúðleika. Djöfull hefur fylgt mönnunum frá upphafi, löngu fyrir daga kristninnar, eins og höfundur rekur í ritinu. Meðal fmmstæðra þjóöa, meöal Grikkja og Róm- verja, Germana og Kelta og í Eg- yptalandi og Mesópótamíu. Síöan koma til kenningar Gyðinga. Hann starfaði einnig í Japan og Kína. Höfundur ræðir um Antikrist, djöflatrú og galdrafáriö, um þá sem haldnir em djöfli og aðferðir til þess aö reka hann út. Djöfull þjóðsagnanna og djöfullinn í íslömskum trúarbrögðum. Loka- kaflinn er um djöfulinn og geröir hans og áhrif nú á dögum. Er djöfullinn til, er hið alilla til? Afleiðingar og áhrif þess, sem nefnt er illt, em vissulega til og hafa verið frá öndveröu. Djöfull- inn er persónugervingur illskunn- ar og höfundur telur hann vera „prójektion" — frávarp — mennskrar ímyndunar. Hann er „ekkert", en það, sem menn kalla Sálir fordœmdra fœröar í ríki djöfulsins. djöful og ekkert er, verður hlut- gervingur í sálardjúpunum og veröur sem fráhvarf í „ekkert", en þetta ekkert verður tákn hins djöfullega og ill verk em talin þaðan komin. Bók di Nola er 460 blaðsíöur með miklu myndefni og ágætri biblíógrafíu. Höfundur skrifar mjög skýrt og vel og hér er að finna skoðanir manna og kenn- ingar um þessa „persónu". Áhug- inn á dulhyggju, dulfræöum og allskonar okkúltisma hefur farið mjög vaxandi síöustu tvo áratugi og víða hafa djöfladýrkendur færst í aukana. Fyrirmyndimar í illsku og óþverraskap manna hafa aldrei verið jafn augljósar og látið jafn mikið aö sér kveða og á þess- ari öld, svo það er ekki að undra þótt pokurinn veröi mörgum hugstæöur. Og ekkert kemur kauöa eins vel og vera álitinn „ekkert", hugarburður, duldar hvatir, sem taka á sig þessa mynd, svo hann getur valsaö um eins og honum best hentar. ■ DAGBÓK ayiViVlViVVi Fimmtudaqur 10 mars 69. daqur ársins - 296 daqar eftir. 10. vlka Sólris kl. 8.04 sólarlag kl. 19.13 Dagurinn lengist um 7 mínútur Fétag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 í dag í Risinu. Breiðfirbingafélagiö Félagsvist verður spiluð í kvöld, fimmtudaginn 10. mars, kl. 20.30 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Allir velkomnir. Verð- launaveitingar. Kattavinafélag íslands heldur aðalfund sinn sunnu- daginn 20. mars n.k. kl. 14 að Kattholti, Stangarhyl 2 í Ártúns- holti. ísland í augum Hvítrússa Sýningin „ísland í augum Hvít- rússa" verður opnuö í húsa- kynnum MÍR, Vatnsstíg 10, nk. laugardag 12. mars kl. 14. Á sýningunni em myndverk eftir hvítrússneska listamann- inn Arlen Kashkúrevitsj, en hann dvaldist hér á landi ásamt Ljúdmilu konu sinni í 3 vikur á sl. sumri og hélt þá sýningu sem vakti verðskuldaða athygli þeirra sem sáu. Á sýningu MIR að þessu sinni em allmargar andlitsmyndir af íslendingum, sem hann teiknaði hér á landi, þ.á m. myndir af Auði og Hall- dóri Laxness. Þá em sýndar myndskreytingar Arlens við Eddukvæöi hin fomu og Atóm- stöð Halldórs Laxness. Einnig prentuö gögn tengd listamann- inum, m.a. greinaflokkur sem hann og kona hans rituðu í menningartímarit í Minsk, höf- uðborg Hvítarússlands, um ís- landsferðina. Sýningin „ísland í augum Hvítrússa" verður opin á Vatns- stíg 10 næsta hálfan mánuðinn, á virkum dögum kl. 17-18, um helgar kl. 15-18. Norræna húsið: Finnskur rithöfundur les úr nýrri bók sinni Hér á landi er nú staddur finnski rithöfundurinn Henrik Jansson. Hann hefur áður kom- iö hingað til lands til að hitta ís- lenska rithöfunda. Nú er hann að semja nýja bók, sem hefur viss tengsl við Island. Hann nýtur styrks frá finnska ríkinu til þessarar heimsóknar nú. í kvöld, fimmtudaginn 10. mars, kl. 20 ætlar Henrik Jans- son að lesa úr nýrri bók sinni, Nattsmycken. Bókin hefur hlotið góðar viðtökur og hrós gagn- rýnenda í Finnlandi. Auk þess aö lesa upp ætlar Henrik að sýna myndband, sem hann hefur gert við þrjá af text- um bókarinnar og er þar ofiö saman texta, kvikmynd og tón- list. Auk ritstarfa sinna hefur Hen- rik Jansson skrifað bókmennta- gagnrýni og fjallaö um rokktón- list, auk þess sem hann hefur gert tónlistarmyndbönd sem hafa verið sýnd í finnska sjón- varpinu. Allir em velkomnir á fyrirlest- urinn og aðgangur ókeypis. SKÁKÞRAUT Stratil-Tozer, Oakham 1990. Hvemig vinnur svartur? a b c d e f g h 1........ Dxg5 vinnur mann, ef Bxc6 þá FIxf4. n APÓTEK Kvöld-, nætur- og heJgidagavarsla apóteka í Reykjavík frá 4. til 10. mars er i Laugavegs apóteki og Holts apóteki. Þaó apótek sem fyrr er nefnt ann- ast ertt vörsluna frá Id. 22.00 aö kvöldi til Id. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upp- lýsingar um læknís- og lyQaþjónustu em gefnar ( sima 18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórtiátíöum. Simsvari 681041. Hafnarfjöróun Hafnarfjaröar apótek og Noröurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá Id. 9.00-18.30 og ti skiptis annan hvem laugardag Id. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600. Akureyrí: Akureyrar apótek og Stjðmu apótek eru opin virka daga á opnunartima búöa. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og heJgidagavörslu. Á kvöldin er opiö i því apóteki sem sér um þessa vörslu, tl Id. 19.00. Á helgidögum er opiö frá Id. 11.00-12.00 og 20.00- 21.00. Á öömm timum er lyfjafræöingur á bakvakL Upplýs- ingar em gefnar í sima 22445. Apótek Keflavíkun Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kJ. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaö i hádeginu mili kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö ti kl. 18.30. Opiö er á laug- ardögum og sunnudögum k). 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kJ. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garóabær. Apótekiö er opiö mmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. mars 1994. Mánaöargreiöslur Elli/örorkulifeyrir (gmnnlifeyrir).......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir............................11.096 Full tekjutrygging ellilifeyrisþega.•......22.684 Full tekjutrygging örorkulifeyrisþega........23.320 Heimilisuppbót............................. 7.711 Sérstök heimilisuppbót...................... 5.304 Bamalifeyrir v/1 bams ..................... 10.300 Meölag v/1 bams .......................... 10.300 Mæöralaun/feöralaun v/1 bams..................1.000 Mæöralaun/feöralaun v/2ja bama................5.000 Mæöralaun/feöralaun v/3ja bama eöa fleiri..10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaöa .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaöa ............11.583 Fullur ekkjulifeyrir.........................12.329 Dánarbætur i 8 ár (v/sfysa)..................15.448 Fæöingarstyrkur..............................25.090 Vasapeningar vistmanna ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratiygginga...............10.170 Daggreiöslur Fullir fæöingardagpeningar.................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstakJings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 09. mars 1994 Id. 10.51 Oplnb. Kaup vtðm.gengl Sala Gengl tkr.fundar Bandaríkjadollar 72,42 72,62 72,52 Sterlingspund ....107,99 108,29 108,14 Kanadadollar 53,45 53,63 53,54 Dönsk króna ....10,852 10,884 10,868 Norsk króna 9,765 9,795 9,780 Sænsk króna 9,049 9,077 9,063 Finnsktmark ....13,046 13,086 13,066 Franskur franki ....12,465 12,503 12,484 Belgiskur franki ....2,0580 2,0646 2,0613 Svissneskur franki. 50,47 50,63 50,55 Hollenskt gyllini 37,75 37,87 37,81 Þýsktmark 42,41 42,53 42,47 hölsk lira ..0,04288 0,04302 0,04295 Austum’skur sch 6,029 6,047 6,038 Portúg. escudo ....0,4109 0,4123 0,4116 Spánskur peseti 0,5135 0,5153 0,5144 Japansktyen 0,6886 0,6904 0,6895 ....103,50 103,84 101,56 103,67 101,41 SérsL dráttarr. ....10Ú6 ECU-EvrópumynL... 81,91 82,17 82,04 Grísk drakma ....0,2923 0,2933 0,2928 KROSSGÁTA 1 2 3 1 * 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 1 n 7 18 19 34. Lárétt 1 beð 4 mild 7 bók 8 óvissa 9 framandi 11 upphaf 12 boðorð 16 ofna 17 fugl 18 elska 19 hóp- ur Lárétt 1 frestaöi 2 tré 3 steypibaðið 4 loki 5 þjálfa 6 kjaftur 10 síðdeg- is 12 eyða 13 aftur 14 askur 15 drottinn Lausn á síðustu krossgátu Lárétt I fró 4 fát 7 las 8 öri 9 áskonm II öfl 12 kúptara 16 áti 17 sór 18 lin 19 tak Lóðrétt 1 flá 2 ras 3 ósköpin 4 förlast 5 ám 6 tin 10 oft 12 kál 13 úti 14 róa 15 ark

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.