Tíminn - 11.03.1994, Síða 3

Tíminn - 11.03.1994, Síða 3
Föstudagur 11. mars 1994 3 Ragnar Óskarsson veröur bœjarstjóraefni minnihlutaflokkanna í Vestmannaeyjum: Sameiginlegt frambob í Vestmannaeyjum Alþýöuflokkur, Alþýðu- bandalag og Framsóknar- flokkur hafa náö samkomu- lagi um aö bjóöa fram sam- eiginlegan framboöslista fyr- i r bæjarstjómarkosningamar í vor. Jafnframt hefur náöst samkomulag um aö Ragnar Óskarsson, bæjarfulltrúi Al- þýöubandalagsins, veröi bæjarstjóraefni listans. Sjálfstæöisflokkurinn náöi meirihluta í bæjarstjómar- kosningunum fýrir fjómm ár- um, en á kjörtímabilinu þar á undan höföu Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsókn- arflokkur fariö meö stjóm bæj- arfélagsins. Reyndar hafa þess- ir tveir aöilar skipst á aö stjórna bæjarfélaginu á liðn- um kjörtímabilum. Ragnar Óskarsson sagöi að þessir þrír flokkar hefðu unnið saman í meirihluta og minni- hluta í mjög mörg ár. Þetta samstarf hafi gengið vel og m.a. þess vegna hafi flokkarnir talið heppilegt að ganga tíl samstarfs með beinum hætti fyrir kosningar í stað þess að bíða með það þangað tll eftir kosningar. Ragnar sagði að sú ákvörðun meirihluta sjálf- stæðismanna í bæjarstjóm að fækka bæjarfulltrúum úr 9 í 7, hafi einnig ýtt undir það að Grunur leikur á aö markvisst sé veriö aö ýta konum út af vinnumarkaöi: Sparkaö vegna kynferbis? Elsa S. Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráös, segir það vera brot á jafnréttis- lögum og brot á almennum mannréttindum ef litiö sé á konur sem varavinnuafl, og þeim frekar sagt upp störfum en körlum af því aö þegar heröi aö eigi þeir aö ganga fyr- ir meö yinnu vegna þess sjón- arniiös aö þeir séu karlar. Á síðustu misserum hafa vakn- að grunsemdir um aö markvisst sé verið að ýta konum af vinnu- markaöi auk þess sem almennar , aðgeröir gegn atvinnuleysi af hálfu stjómvalda, bæjar- og sveitarfélaga höfða mun frekar til karla en kvenna. Á sama tíma hefur niöurskurður hjá ríkinu komiö einna helst niður á stofn- unum og þeim störfum sem konur vinna í. Framkvæmdastjóri Jafnréttis- ráðs segir að ef veriö sé aö bola konum út af vinnumarkaði ein- göngu vegna kynferðis þá hljóti Búnaöarþing skorar á stjórnvöld aö eyöa óvissu um hvernig GATT-samningunum veröi beitt hér á landi: Vilja sameiningu Búnaöarþing samþykkti meö 23 samhljóöa atkvæöum aö fela stjóm Búnaöarfélags ís- lands aö vinna áfram aö sam- einingu félagsins viö Stéttar- samband bænda á grundvelli þeirrar vinnu sem unnin hef- ur veriö. Fjórir sátu hjá vib af- greibslu ályktunarinnar. Þessi niöurstaöa þýöir aö þetta Búnaöarþing verbi ab öllum líkindum þab síbasta í röö- inni. Jón Helgason, formaður Bún- aðarfélags íslands, sagði þetta merka niðurstöðu. Það sé ein- dreginn vilji bænda aö menn snúi bökum saman í baráttu fyr- ir hagsmunamálum sínum. Jón sagði að nú yröi haldið áfram í ákveðið var að bjóða fram sameiginlegan lista. Hann sagði að þessi fækkun hefði getað leitt til þess að Sjálfstæð- isflokkurinn fengi meirihluta bæjarfulltrúa þó að mikið vanti upp á að hann fengi meirihluta atkvæba. Sameig- inlegt framboð flokkanna þriggja tryggi besta mögulega nýtingu þeirra atkvæða sem þeim er greitt. Þá sagði Ragnar aö framboð R-listans í Reykja- vík hafi óbeint haft áhrif á þessa ákvörðun flokkanna. Samkomulag flokkanna felur í sér að Alþýðuflokkurinn fær fyrsta sætið, Alþýðubandalag- ið annað sætið, Framsóknar- flokkurinn þriðja sætið, Al- þýðuflokkurinn fjórða sætíð, Alþýðubandalagið fimmta og Framsóknarflokkurinn sjötta sætíð. Ákveðið hefur verið að Guð- mundur Þ. B. Ólafsson íþrótta- fulltrúi skipi fyrsta sætið, Ragnar Óskarsson kennari skipi annað sætib, Svanhildur Guðlaugsdóttir starfsmaöur Sjúkrahúss Vestmannaeyja skipi þriðja sætið og Guðný Bjamadóttír hjúkrunarfræð- ingur skipi fjórða sætið. -EÓ Nemendaleikhúsiö: Sumar- gestir eftir Gorkí Nemendaleikhúsib frumsýnir 16. mars næstkomandi leik- ritiö Sumargestir eftir Maxím Gorkí. Þetta er þriöja verkefni leikhússins. Nýlega lauk sýn- ingum á leikverkinu Konur og stríö, en þaö var Verk sem var samsett úr þremur fom- um grískum leikritum í leik- stjóm Pólverjans Marek Konstrzewski. Kjartan Ragnarsson leikstýrir Nemendaleikhúsinu við upp- setningu á Sumargestum. Leik- mynd og búninga gerir Stígur Steinþórsson. Viö uppsetning- una hefur Nemendaleikhúsiö fengið fjóra gestaleikara frá Leikfélagi Reykjavíkur til libs við sig. Þetta em þau Magnús Jónsson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Sigurður Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson -EÓ það að vera sameiginlegt hags- munamál aðila vinnumarkaöar- ins að þrengja uppsagnarréttinn þannig að atvinnurekendum sé gert skylt að vera með einhverj- ar rökstuddar skýringar fyrir uppsögn. Hún segir að ísland sé sér á báti hvab varði almenn réttindi launafólks í samanburði við það sem gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndun- um. „Þetta hefur lengi verið krafa verkalýöshreyfingarinnar og maöur skyldi ætla að þetta væri sameiginlegt hagsmunamál beggja aðila að koma í veg fyrir handahófskennd vinnubrögð og misrétti. Hvað varbar átaks- verkefnin þá finnst mér auðvit- að að þar eigi merm að skoða þörfina og þar eigi að gera kon- um og körlum jafnt undir höfði, konum þó kannski meira, því at- vinnuleysi meðal þeirra er meira en karla," segir framkvæmda- stjóri Jafnréttisráös. -grh þeim samningavibræðum sem staðið hafa yfir síðasta hálfa ár- iö. Hann sagöi að ef tillagan um sameiningu fengi jákvæðar viö- tökur í skoðanakönnun meðal bænda í vor gætu ný samtök bænda formlega tekið til starfa um áramót eöa fljótlega á nýju ári. Jón sagði að Búnaðarþing hefði einnig rætt talsvert um þá alvar- legu stööu sem landbúnaðurinn væri í,að ekkert væri vitað um hvemig GATT- samningunum yrði beitt hér á landi. Búnaðar- þing skoraði á stjómvöld ab taka þegar af skarið um þab. Því var sérstaklega beint til stjóm- valda ab bæta rekstrarstöbu garðyrkjunnar. -EÓ Stefán Alfrebsson lögreglumaöur heldur hér á tœkjabelti sem margir segja aö sé naubsynlegt öryggistœki lögreglumanna. Tímamyn cs Öryggi stefnt í hættu? Lögreglumenn hafa í mörgum tilfellum keypt á eigin kostnað búnaö sem þeir telja nauösyn- legan í starfi sínu. Núgildandi reglur um búnaö og tæki lög- reglumanna í starfi era löngu úreltar og víöa er mikilvægur búnaöur til ab tryggja öryggi lögreglumanna og borgaranna ekki til. Samkomulag um þessi mál milli dómsmálaráðuneytisins og Landssambands lögreglumanna frá síðastliðnu vori hefur ekki skilað þeim árangri sem lögreglu- menn vonuöust eftir. Ragnar Þór Árnason, aðstoðarvarðstjóri í Reykjavík, ritaöi grein um þessi mál í nýjasta hefti Lögreglu- mannsins, tímarits Landssam- bands lögreglumanna. Ragnar Þór sagöi í viötali vib Tímann ab lögreglumenn telji að ýmis búnaður sem notaður er er- lendis þurfi að vera viöurkenndur hér til að öryggi lögreglumanna og borgaranna sé sem best tryggt. Dæmi um slíkan búnað séu svo- kölluð tækjabelti. „Þab er mikil- vægt að lögreglumenn geti geymt þau grunntæki sem þeir þurfa ab nota, þannig aö hægt sé að grípa til þeirra fljótt og ömgg- lega. Margir lögreglumenn í Reykjavík hafa keypt sér slík belti á eigin kostnað. Við höfum leitaö til skósmibs í bænum sem fram- leiöir beltin fyrir okkur og eins hafa sumir keypt innflutt belti." Önnur baráttumál lögreglu- manna em til dæmis að allir lög- reglumenn sem starfa úti við, hafi handtalstöð, að keyptur sé atgeir til að losa fólk sem er klemmt inni í bílum, að þeir hafi abgang að flotgöllum, kastlínu og fleiri björgunartækjum til að bjarga fólki úr sjó og svo fram- vegis. „Ekki síst em þaö bílamálin sem við viljum fá í lag. Að það séu keyptir sterkir og öryggir bílar og komiö á samræmdri stefnu um hvemig bíla eigi að kaupa. Það er bæöi hagkvæmara í inn- kaupum og eins gerir það lög- reglustöðvunum auðveldara aö hafa algenga varahluti á lager. Margir bílar sem em til í dag era alls ekki nothæfir sem lögreglu- bílar." í samkomulagi Landssambands lögreglumanna og dómsmála- ráðuneytisins sem gert var fyrir ári er tiígreint hvaða búnabur eigi ab koma til úthlutunar árlega. Ragnar segir að lögreglumönnum finnist ab samkomulagið nái ekki jafn fljótt fram að ganga og æski- legt væri. „Viö lítum á þetta sam- komulag sem lið í kjarasamningi lögreglumanna frá síöastliðnu vori. Dómsmálaráðuneytib hefur sýnt þessum málum skilning en okkur finnst að framkvæmdin mætti ganga betur. Sum tækj- anna sem átti aö kaupa á síðasta ári em t.d. ekki til ennþá og ekk- ert bólar á þeim sem á ab kaupa á þessu ári." Samkvæmt núgildandi lögum hefur dómsmálaráðuneytiö ákvörðunarvald um hvaða bún- aður er keyptur fyrir lögregluna. Ragnar á sæti í ráðgjafanefnd sem hefur það hlutverk að setja fram tillögur til ráðuneytisins um tækja- og öryggisbúnað. „Þab er ósk Landssambands lögreglu- manna að allur búnaöur sem lög- reglumenn eiga að nota, sé tiltek- inn í reglugerð, þannig að þab leiki enginn vafi á því hvort lög- reglumaður eigi eða eigi ekki að nota tiltekinn búnab. Þetta er ekki síst vegna réttaröryggis lög- reglumanna. Það hefur ekki enn verið dómtekið mál vegna bún- aðar sem lögreglumaður hefur beitt í starfi en það á ekki að bíða eftir að slíkt gerist. Þær reglur sem em til núna em úreltar." -GBK /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.