Tíminn - 11.03.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.03.1994, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 11. mars 1994 Varanleg breyting til batnaöar í rekstri Eimskipafélags íslands: Afkoman batnaði um Mikil umskipti uiöu í rekstri Eimskipafélags ís- lands hf. á síöasta ári. Raunveruleg rekstrarafkoma batnaöi um tæplega 750 milljónir króna milli áranna 1992 og 1993. Forsvarsmenn félagsins stefna aö því aö leggja höfuöáherslu á flutninga á Noröur-Atlantshafi og jafnframt er unniö aö endurskoö- un innanlandsflutninga meö þaö aö markmiöi aö minnka kostnaö og bæta þjónustu, einkum í land- flutningum og vöruafgreiðslu. Þetta er meðal atriöa sem komu fram á aöalfundi Eimskipafélags- ins, sem haldinn var í gær. Fram kom í greinargerö Harðar Sigur- gestssonar, fórstjóra félagsins, aö félagiö skilaöi hagnaöi upp á 368 milljónir króna á síðasta ári, en heildartekjur félagsins og dóttur- fyrirtækja þess námu rúmum 8 milljöröum króna. Áriö 1992 nam tap af rekstri 41 milljón króna. í raun em umskiptin meiri heldur en þessar tölur gefa til kynna. Ef litiö er á reikningslega niöurstööu fyrir skatta, nam rekstrartap áriö 1992 214 milljón- um króna, en hagnaður fyrir skatta á síðasta ári var 527 millj- ónir. Arösemi eigin fjár ársins 1993 var 9%, sem er svipað og undanfarin ár, aö undanskildu ár- inu 1992. Auknar tekjur og sparnabur í rekstri Umskiptin í rekstrinum eiga sér þrjár meginskýringar. í fyrsta lagi hefur náöst verulegur árangur í minnkun kostnaöar. í árslok 1991 setti félagiö sér þaö mark- miö aö minnka tiikostnað um 15% á þremur ámm. Þessar spam- aðarhugmyndir hafa náö fram aö ganga. Undanfarin tvö ár hefur kostnaöur minnkaö um 10% á flutningseiningu. Einna mestur árangur hefur náðst í lækkun stjómunarkostnaðar, eöa 8% milli ára. Hagræðingin hefur í heild í för með sér a.m.k. 200 milljóna króna spamað á ári. í annan stað hafa tekjur af flutn- ingum Eimskips aukist, en það má aö stærstum hluta rekja til aukinna flutninga frá landinu, sem hefur gert meira en aö vega upp á móti samdrætti í flutningi á vömm til landsins. í þriöja lagi hafa meiri umsvif erlendis skilað á' annaö hundrað milljónum króna í aukinni veltu. Þessar tekj- ur skila sér vel, vegna þess aö yfir- leitt er um aö ræöa betri nýtingu á þeim flutningsleiðum sem em starfræktar. Þessu til viöbótar kemur aukin velta vegna gengis- fellingar íslensku krónimnar í árs- lok 1992 og um mitt ár 1993. Eimskipafélagið er óumdeilan- lega stórt og öfiugt fyrirtæki í ís- lensku efnahagslífi og stendur jafnframt mjög tiaustum fótum. Eigið fé félagsins er samkvæmt ársreikningi 4.645 milljónir. Hlutfall eigin fjár er 47%. Veltufé úr rekstri er 1461 milljón króna og tvöfaldaöist frá árinu á undan. Langtímaskuldir hafa minnkaö milli ára úr rúmlega 3 milljöröum í 2,7 milljaröa króna. „Það má segja að þaö hafi oröiö gífurleg umskipti í rekstrinum á síöasta ári og ég tel aö þau eigi að geta veriö varanleg," sagði Þorkell Sigúrlaugsson, framkvæmdastjóri þrounarsviös, í samtali viö Tim- ann fyrr í vikunni, en undir hann heyra m.a. kynningarmál. „Hvaö okkur varöar má segja að dæmið hafi snúist viö á árinu, hver sem niöurstaöan verður hjá öömm fyrirtækjum. Almennt geri ég ráö fyrir aö útkoman veröi heldur betri hjá fyrirtækjum á árinu í fyrra en árið þar áður." Samfelldar arb- greiðslur í 18 ár Á aðalfundinum var samþykkt aö greiða hluthöfum út 10% arð og jafnframt aö auka hlutafé um 10% meö útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. Þetta er annaö áriö í röö Indribi Pálsson, stjórnarformabur Eimskips. „ Fremur spurning hvenœr heldur en hvort félagib mœtir vax- andi erlendri samkeppni." sem hlutafé er aukiö um 10%. Samfellt hefur verið greiddur 10% aröur af hlutabréfum frá árinu 1976, aö ámnum 1991 og 1992 undanskildum, en þá var greidd- ur 15% aröur. í árslok 1993 var skráð hlutafé í Eimskip rúmlega 1230 milljónir króna, en eigiö fé rúmlega 4,6 milljaröar. Munurinn á þessum stæröum endurspeglast í háu gengi hlutabréfa í félaginu, en þau seldust á 3,7- og allt upp í 4,7- földu nafnverði á síöasta ári. Heildarflutningar Eimskips vom um 990 þúsund tonn á síöasta ári á móti 913 þúsimd tonnum árið 1992, sem svarar til rúmlega 8% aukningar. Auknir flutningar frá landinu em aö óvemlegu leyti á kostnað annarra innlendra sicipa- félaga. Viöbótina má rekja til auk- ins útflutnings almennt, en þar vega þungt flutningar á frystum fiski fyrir innlenda og erlenda aö- ila og útflutningur á fiskimjöli. Skipulagsbreytingar Skipulagsbreytingar í rekstri tóku gildi í byrjun þessa mánaöar. - Skipulag félagsins skiptist nú í fjögur sviö í staö þriggja áöur, meö framkvæmdastjóra yfir hverju sviði. Þau em flutnings- sviö, fjármálasviö, þróunarsviö og rekstrarsvið, sem er nýtt og ber ábyrgö á rekstri flutningamið- stöövar, skipa, gáma og annarra tækja félagsins. Markmiö breytinganna er, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, að aögreina betur flutningaþjónustu og sölustarfsemi frá daglegum rekstri tækja og búnaöar. Þá er annars vegar horft á þann þátt sem aflar félaginu tekna, flutn- inga og þjónustu. Hins vegar að halda kostnaði sem lægstum og reka flutnings- tækin á sam hagkvæmastan hátt, og skipulagiö er aö þessu leyti ekki frábmgöiö því sem þaö var á árunum 1986-1989. Af öðmm breytingum má nefna aö skipu- lagi upplýsingavinnslu er breytt, en hún heyrir undir fjármálasviö og er útvíkkun á starfi tölvudeild- ar. Markmiðiö er að sinna betur stefnumótun og vinnu á sviöi upplýsingavinnslu. Norbur-Atlantshaf forgangsverkefni Starfsemi Eimskips hefur tekiö mikium breytingum á þeim 80 ár- um sem félagið hefur starfaö. Á Indriði Pálsson skipti flutninga- markaöi Eimskips í fjóra þætti. Þeir em flutningar til og frá land- inu bæöi á stykkjavöm og heilum förmum, flutningar innanlands meö skipum og bílum, flutninga- þjónustu milli Evrópuhafna og ýmissa staða innan Evrópu og flutningaþjónusm á Noröur-Atl- antshafi. Félagiö skilgreinir Noröur-Atl- antshaf sem sinn „heimamarkaö" og menn búa sig undir vaxandi samkeppni í tengslum viö þær breytingar sem em aö verða á al- þjóölegu viöskiptaumhverfi. „Eimskip lítur svo á aö þaö sé fremur spurning um hvenær en hvort félagiö muni mæta vaxandi erlendri samkeppni. Rekstur fé- lagsins tekur alltaf miö af þessari staöreynd," sagöi Indriöi í ræðu sinni. Forsvarsmenn Eimskipafélagsins líta á þjónusm á Noröur-Atlants- hafi sem forgangsverkefni, enda sé þekking þeirra á þeim markaöi mest. Stefnan er aö sinna „heima- markaöinum" — Nýmndnalandi, Grænlandi, íslandi, Færeyjum og ausmr til Noregs — sem best og vera leiöandi aöili viö aö tengja saman byggöirnar á þessu svæöi. Aukin áhersla á landflutninga Annar þáttur, sem nú er lögð rík- ari áhersla á, er flutningar innan- lands. í tengslum við bætt vega- kerfi sjá menn fram á bætta land- flutninga. Flutningar á landi em reyndar ekki nýtt verkefni í rekstri Eim- skips. Félagiö er þegar umsvifa- mesta landflutningafyrirtækiö á íslandi. Árlega flytja um 30 vöm- flutningabílar, sem em í rekstri félagsins, um 300 þúsund tonn. Hér er aö langmestu leyti um fluminga er tengjast inn- og út- flutningsverslun að ræöa, en þar em fiskflutningar fyrirferöarmest- ir. Vemleg aukning í útflutningi á frysmm sjávaramrðurn, meiri geymsluþörf og breyttir flum- ingshættir krefjast aukins geymslurýmis. Ein af stærstu framkvæmdunum, sem fyrirhug- aöar em á vömflutningamiöstöð- inni viö Sundahöfn, er bygging frystigeymslu sem rúmi tvö til þrjú þúsund tonn af frystum fiski. Gert er ráö fyrir aö þessi bygging verði tekin í notkun í árslok. Frekari vaxtarmöguleikar Eim- skips sem flumingafyrirtækis á ís- Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvœmdastjóri þróunarsvibs. „ Um- skiptin í rekstrinum eiga ab geta verib varanleg. * Tímamyndir CS landi em ekki mildir og hljóta aö ráðast af vexti þjóöarbúsins. Fram kom í greinargerö Haröar Sigur- gestssonar að stemt er að því aö auka tekjur af erlendri starfsemi, en markmiðiö er aö þær tekjur verði 18-20% af heildarveltu fýr- irtækisins á næstu ámm. Eitt af framtíöarmarkmibunum er aö auka flutningaþjónusm fyr- ir vibskiptamenn, t.d. erlendis. Þetta getur annars vegar skapab aukin umsvif og tekjur og hins vegar minnkaö flumingskosmaö á íslenskum vörum, sem fluttar em áfram eftir umskipun erlend- is. í þriðja lagi geta hagstæðir samningar um flutningaþjónusm erlendis stytt vemlega þann tíma sem tekur aö koma vörunni á áfangastaö. Sem dæmi um þetta nefndi Ind- riöi Pálsson notkun frystigáma til flutnings á frystum loönuafurb- um frá yfirstandandi vertíö á markað erlendis. Loönan fer beint úr frystingu í frystigáma, sem fluttir em vikulega með áætlunar- skipum til Evrópuhama. Þaöan fer hún meö hraöskreiöum gáma- flutningaskipum til Japans. Fram- leiöendur þurfa þannig ekki að geyma loönuna í frystiklefum meb tilheyrandi aukakostnaöi og aukameðhöndlun. Meö hagstæð- um samningum við skipafélög er- lendis er tryggt ab flutningstím- inn er 40-50 dagar í staö 60-80 daga, sé loönan lestuö í erlend frystiskip. Þegar Eimskip var stofnað árið 1914 og ákvöröun tekin um smíði á gufuskipinu Gullfossi, var félag- iö kallað óskabarn þjóöarinnar. Þetta var á tímum vaknandi þjóö- ernisvitundar og íslendinga þyisti í efnahagslegt og pólitískt sjálf- stæöi. Síöan þá hefúr þjóöfélagiö tekiö stakkaskiptum. „Eimskip er ekki lengur óskabam þjóðarinnar meö sama hætti og þá. Aðstæö- urnar breytast sífellt. Eimskip er flutningafyrirtæki, rekiö í haröri samkeppni. Ég heföi meiri áhyggjur af því ef félagið væri aö tapa peningum heldur en nei- kvæðu viöhorfi vegna hagnaöar," sagbi einn hluthafa á fundinum í gær. Þetta er kannski lýsandi fyrir viö- horfsbreytingu til fyrirtækja sem talin hafa veriö stór á íslenskan mælikvaröa. Indriöi Pálsson vék ab þessu atriöi og sagöi ab sér virt- ist þetta viðhorf vera aö breytast nokkuð á síöustu misserum. „íslendingar eru aö átta sig á því aö hér á landi veröa ekki tryggb viðunandi lífskjör nema lands- menn eigi stór og öflug fyrirtæki, sem hafa alla buröi til aö keppa á alþjóðamörkuðum. Fyrirtækin þurfa aö skila hagnaði og verða af hagkvæmnisástæbum aö vinna saman aö almennum málum. Þannig ná þau betri árangri í nauösynlegri nýsköpun og efl- ingu atvinnulífsins, öllum lands- mönnum til heilla og hagsbóta." -ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.