Tíminn - 11.03.1994, Síða 11
Föstudagur 11. mars 1994
11
Gunnar Oddsson
bóndi í Flatatungu, 60 ára
Góður vinur minn, Gunn-
ar í Tungu, er sextugur í
dag. Já, mannsævin er
ótrúlega skömm, jafnvel þótt
hún nái efstu mörkum. Og þó
rúmar hún heila veröld af hugs-
unum og athöfnum — af ástúð
og gleði og stundum einnig, því
miður, af sorg og hatri. Svo
margslungin er mannleg ævi.
Sextugur maöur er að vísu ekki
gamall — enda efa ég ekki að
enn eigi Gunnar langan spöl
ófarinn uns kemur að marka-
línunni miklu. En sextugur
maður er þó nógu gamall orð-
inn til þess að um hann megi
fella nokkum dóm. Sem sveit-
ungi hans og nágranni í hálfan
fjórða áratug sendi ég honum
örfá kveðju- og ámaðarorð.
Gunnar Oddsson er fæddur og
uppalinn í Flatatungu á Kjálka
og þar hefur heimili hans staðið
alla stund. Foreldrar hans vom
hjónin Sigríöur Gunnarsdóttir
frá Keflavík í Hegranesi og Odd-
ur Einarsson bóndi í Flata-
tungu. Barnalærdóminn nam
hann heima — mest hjá Einari
föðurafa sínum — utan sex
vikna vem í Bamaskóla Akra-
hrepps. Hann las utan skóla
undir Iandspróf, sem hann tók
á Akureyri. Var einn vetur í
Bændaskólanum á Hólum og
lauk þar búfræðinámi. Fór síö-
an í Framhaldsdeildina á
Hvanneyri og tók kandídats-
próf vorið 1958. Starfaði um
skeið sem ráðunautur hjá B.S.S.
Árið 1964 kvænist Gunnar,
ÁRNAÐ HEILLA
Helgu Ámadóttur frá Akranesi.
Kaupir jörð og áhöfn af foreldr-
um sínum ári seinna og hefur
stundað búskapinn síðan.
Helga er vel gerð úrvalskona,
sem staðið hefur vel í sinni
stöðu viö hlið bónda síns. Böm
þeirra em: Einar flugmaður,
Ámi sagnfræðinemi, Kári kenn-
araháskólanemi og Sigríður
fj ölbrautaskólanemi.
Gunnar Oddsson er mikill fé-
lagsmálamaður og hefur gegnt
fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit
sína og hérað — án þess þó að
hafa nokkum tímann sóst eftir
vegtyllum eða völdum. Harm
sat lengi í stjóm B.S.S. og for-
maður seinni árin og búnaðar-
þingsfulltrúi. Stjómarmaður í
K.S. um árabil og formaður í
nokkur ár. í framleiðsluráði
landbúnaðarins, sem fulltrúi
sláturleyfishafa, svo og í stjórn
Búvömdeildar SÍS. í forystu-
sveit samtaka framsóknar-
manna lengi, einnig í fjölmörg-
um starfsnefndum á vegum
samtaka þessara allra. Hann var
í sveitarstjóm og er nú deildar-
stjóri Akradeildar K.S.
Gunnar hefur frá unga aldri
verið áhugasamur um þjóðmál
og félagsmál margvísleg og
fylgst þar vel með öllu. Hann er
heilsteyptur rökhyggjumaður
og skoðanafastur. Hann fyrirlít-
ur alla sýndarmennsku. Hann
er prúðmenni og eigi framgjarn
fyrir eigin hönd, enda hlédræg-
ur að eðlisfari. Er andvígur allri
tækifærismennsku og nýtur
trausts. Gunnar er skarpgreind-
ur maður, viðræðusnillingur
hvort heldur er um gamanmál
eða alvöm, gæddur ríkri frá-
sagnargáfu. Hann er ágætlega
ritfær og rökfastur ræöumaður
og eigi undanlátssamur. Er
fljótur að átta sig á kjama hvers
máls. Sinnir stærri málum, en
lætur fremur hin smærri af-
skiptalaus. Hann er sjálfstæður í
skoðunum, rökvís í hugsun og
málsnjall. Á létt með að skylm-
ast með orðum, ef hann vill það
við hafa og geiga þá hvergi lög-
in. Gunnar er félagshyggjumað-
ur ágætur. Hann hefur, eins og
fyrr greinir, verið um árabil
áhrifamaður í héraðsmálum, af
því að honum vom falin marg-
vísleg störf á þeim vettvangi.
Störf, sem gáfu honum færi á að
koma á framfæri skoðunum
sínum og vilja. Og hann er at-
kvæöamikill af því aö hann er
hvergi hálfur, ætíð heill. Hann
leggur sjálfstætt mat á hvert
mál. •
En vinnubrögðum Gunnars
Oddssonar á málþingum fylgir
enginn hávaði. Hann reynir
aldrei að sýnast. Hann skilur að
frjáls og heilbrigð samtök ein-
staklinga em gmndvöllur þess
að hagsmunum heildarinnar sé
best gætt. Hann er einbeittur
baráttumaður fyrir öllum þeim
stærri málum, sem að hans
borði berast. Hann er einlægur
baráttumaður þeirra, sem
minna mega sín og höllum fæti
standa í lífsbaráttunni. En hann
leggur áherslu á vönduð vinnu-
brögð í félagsstarfi.
Gunnar hefur alla tíð haft
ákveðna og fastmótaða stjóm-
málaskoðun. En pólitískar orr-
ustur, sem tíðkuðust hér um
slóðir áður fyrr, em aflagðar.
Flatneskjan sýnist nú öllu
meiri. Kannski er það ekki
verra. Þó hugsar fólk um stjóm-
mál, en líklega öðmvísi en fyrr.
Gunnar Oddsson fylgist vel
með öllum hræringum. Hann
er hreinskilinn og heilsteyptur
drengskaparmaður og dettur
aldrei í hug að tala tungum
tveim — annarri hér, hinni þar.
Hann metur allt af eigin dóm-
greind, hefur ákveðnar skoðan-
ir á mönnum og málefnum og
heldur þeim fram við hvem
sem er og hvar sem er, hvort
sem mönnum líkar það betur
eða verr. Hann berst til síðasta
manns fyrir þeim málstað, sem
hann telur réttan vera, án þess
að hugsa eitt andartak um eigin
frama eða hag.
Mér sýnist að greina megi tvo
meginþætti í ævistarfi Gunnars
í Tungu. Hann er um árabil
áhrifamaður í búnaðarsamtök-
um héraðsins, samvinnusam-
tökum og stjómmálastarfi, sem
fyrr segir. Og hann er bóndi af
lífi og sál — gróinn sveitamaður
— en með opinn huga fyrir öllu
mannbótarstarfi. Hann hefur
yndi af ræktunarstörfum og er
snjall búfjárræktarmaður.
Gunnar er víðlesinn og nátt-
úmfróöur. Vel skáldmæltur, en
sinnir þeirri iðju lítt — lætur
skylduna við lífið og heimilið
sitja í fyrirrúmi.
Vafalítið hefur Gunnar átt þess
kost, sem ungur maður, að
ganga þann veg að ætla mætti
að opinn stæði til embættis-
frama, sem svo er kallað. Til
þess hafði hann alla burði. En
ég hygg að það hafi aldrei
hvarflað að Gunnari annað en
að gerast bóndi.
Hann hefur ánægju af að vera
í glöðum hópi vina — er gróinn
sveitamaður og unir sér best
heima. Hann er heitur unnandi
vors og gróanda í náttúm lands,
í lífi þjóðar. íslenskur bóndi af
lífi og sál. Gunnar hefur aldrei,
sem betur fer, þurft að slíta þær
rætur, sem binda hann órofa
böndum við þá mold, sem
hann er vaxinn upp úr og ann.
Hann ber í brjósti óbugandi ást
til alls, sem íslenskt er, og þó
einkum skagfirskt.
Ég get vel ímyndað mér að í
dag bærist hið innra með
Gunnari sú hugsun og sá sann-
leikur, að engin þjóð á sveitum
og sveitalífi meira að þakka en
íslenska þjóðin.
Ég þakka Gunnari liðnu árin
og sendi heillaóskir í bæinn.
Konráð Gíslason
UMSJON: BJORN ÞORLAKSSON
íslandsmótib í sveitakeppni:
Undankeppnin
hefst í dag
íslandsmótiö í opnum flokki í sveitakeppni hefst í dag kl.
15.00 á Hótel Loftleiöum með þátttöku 40 sveita. Spilað er í 5
riölum og komast tvær efstu í hverjum riðli í úrslitin. Tvær
umferðir veröa spilaðar í dag, þrjár á morgun og tvær á
sunnudaginn. Spilamennska hefst kl. 11.00 bæöi laugardag
og sunnudag og mun mótinu ljúka um kl. 19.00 á sunnudag.
Búið er að breyta fyrirkomu-
lagi keppninnar frá því sem
veriö hefur en. leikimir hafa
verið styttir niður í 24 spil í
stað 32 áöur og verðurþað til
þess að undankeppnin tekur
nú aðeins þrjá daga í stað fjög-
urra áður.
Eftirfarandi sveitir keppa um
helgina:
A-riðiIl:
1. Tryggingamiðstööin
2. Aron Þorfinnsson
3. Jóhann Stefánsson
4. L.A. Café
5. Bjöm Friöriksson
6. Guðlaugur Sveinsson
7. Metró
8. Jón Þ. Bjömsson
B-riðill
1. Eiríkur Kristófersson
2. Glitnir
3. Brynjar Olgeirsson
4. Hjólbarðahöllin
5. Magnús Magnússon
6. Vélaleiga Sigga Þór
7. Sparisjóður Keflavíkur
8. Herðir
C-riðiIl
1. Alfreð Viktorsson
2. Þorgeir Jósefsson
3. Valur Símonarson
4. Borgarapótek
5. V.Í.B.
6. Símon Símonarson
7. Birgir Örn Steingrímsson
8. Þorsteinn Bergsson
D-riöiU
1. Sparisjóðiu Siglufjarðar
2. Icemac
3. Sigfús Þórðarson
4. Kristófer Magnússon
5. Brynjólfur Gestsson
6. H.P. Kökugerð
7. Kjöt og Fiskur
8. Landsbréf
E-riöill
1. Hermann Tómasson
2. Hlynur Magnússon
3. S. Ármann Magnússon
4. Bíóbarinn
5. Sigurbjöm Haraldsson
6. Sproti-Icy
7. Kristján Blöndal
8. Sigiuður Sigurjónsson
Núverandi íslandsmeistarar í sveitakeppni, sveit Sparísjóbs Siglufjaröar. Þaö
veröur fróölegt aö sjá hvort siglfirska fjölskyldan nœr aö haldi dampi í
íslandsmótinu í sveitakeppni en undankeppnin fer fram nú um helgina á Hótel
Loftleiöum.
Áfram meö
bridgeþrautir
Þættinum hafa borist nokkur
vinsamleg bréf og þakkar
ofanritaður undirtektimar. Þó
hefur verið kvartað undan því
aö bridgeþrautir Tímans hafa
legið niðri nú um nokkurt
skeið og er full ástæöa til að
ráða þar bót á. í tilefni af
íslandsmótinu í sveitakeppni
er sjálfsagt að rifja upp
öryggisspilamennskuna en
spilið til hægri kom fyrir í
Englandi fyrir allmörgum
ámm. Það hefur síðan verið
notað í kennslubækur um
öryggisspilamennsku og
furðumargir falla á prófinu.
Suður opnar á grandi og
norður stekkur í 6. Útspilið er
♦ T. Hvemig er hægt að tryggja
sér 12 slagi, burtséð frá því
hvemig spil andstæðinganna
raðast?
* GT964
V T9852
♦ D73
+ -
4, ÁD
V ÁKG
« ÁKG5
* ÁKGT
Suöur Vestur Norður Austur
lgrand pass ógrönd p/allir
Útspil: *T
Þetta er aðeins spuming um
tímasetningu. Suður á 9 slagi
beint og þarf að búa til þrjá í
viðbót án þess að missa stjóm
á spilinu. Tíguldrottningin er
eina samgangsspilið við
blindan og því er nauðsynlegt
að varðveita hana vel.
Útspilið er drepið heima og
spaðadrottningu spilað. Vöm-
in verður að dúkka því annars
ertu kominn með 12 slagi. Þá
spilaröu hjartagosa. Ef vömin
drepur þá em komnir tveir
aukaslagir í blindum. Þegar
hjartagosinn fær að lifa þarf
suður aðeins að búa til einn
slag í viðbót og hann kemur
með því að spila lauftíunni.
Laufdrottningin verður þar
með eini slagur vamarinnar.
Þannig var spilið í raun:
♦ K83
V D743
♦ T9
+ D965
♦ GT964
V T9852
♦ G73
+ -
N
V A
S
* 752
V 6
♦ 8642
+ 87432
+ ÁD
V ÁKG
♦ ÁKG5
+ ÁKGT
Sveitakeppni Noröurl. vestra:
Sparisjóöurinn vann
Norðurlandsmótið í sveita-
keppni var haldið á Hótel Læk
á Siglufirði dagna 4.-6. mars sl.
Styrktaraðili mótsins var ís-
andsbanki. Þátt tóku 18 sveitir
og vom spilaðar sjö umferðir,
24-spila leikir. Að leikslokum
stóð sveit Sparisjóðs Sigluf-
jarðar uppi sem sigurvegari
(Ásgrímur, Jón, Bogi Anton,
Ólafur, Steinar) með 142 stig
eftir haröa baráttu. Sveit
Stefáns Stefánssonar, Akureyri
varð önnur með 139 stig og
Sveit Magnúsar Magnússonar,
Akureyri varð þriðja með 131
stig.