Fréttablaðið - 03.03.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.03.2009, Blaðsíða 14
14 3. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Spámaðurinn Sigmundur Um miðjan janúar skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson grein um Icesa- ve-skuldbindingar Íslands á bloggsíðu sína. „Ljóst er að fullyrðingar um að vonandi standi „aðeins“ 150 millj- arðar kr. eftir af Icesave-skuldbind- ingunni þegar eignir Landsbankans hafa verið seldar eru fjarri lagi,“ fullyrti hann. „Í ljósi aðstæðna er nær lagi að ætla að um 500 milljarðar muni að óbreyttu lenda á þjóðinni en ekki 150.“ Nú hefur komið í ljós að þessi digurbarkalega fullyrðing formanns- ins er heldur orðum aukin. Sig- mundur hafði reyndar rétt fyrir sér að einu leyti: Líklega lenda ekki 150 milljarðar á þjóðinni – heldur um 72 ef marka má yfirlýsingar skilanefndar Lands- bankans. Landbúnaðurinn til bjargar! Og á sama tíma og Sigmundur skrifar harðort blogg þar sem hann býsnast yfir aðgerða- og úrræðaleysi guðdótt- ur sinnar, ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, á þessum viðsjár- verðustu tímum í sögu þjóðarinnar stígur flokksbróðir hans, Höskuldur Þórhallsson, í pontu á Alþingi og segir: „Treystum á land- búnaðinn er yfirskrift Búnaðarþings. Þessi orð eru kannski það brýnasta sem þjóðin þarf að heyra í dag.“ Er það virkilega, Höskuldur? Alls kyns kverúlantar Þórlindi Kjartanssyni, frambjóðanda og formanni SUS, sárnar að sú mynd skuli stundum vera dregin upp af flokknum hans að hann sé ólýðræð- islegur og óvinsælar skoðanir séu jafnan þaggaðar niður. „Landsfundir Sjálfstæðisflokksins eru til dæmis virkilega lýðræðisleg samkoma þar sem alls kyns kverúlantar og upp- reisnarmenn fá sama svigrúm eins og hinir ráðsettu til þess að tjá sig,“ bloggar hann. Það er gott til þess að vita að menn sem hvika frá flokkslínunni njóta virðingar í Sjálfstæðisflokknum og að þeim sé til dæmis ekki strítt eða þeir uppnefndir. stigur@frettabladid.is Þegar ég var krakki og heyrði talað um bestu manna yfir- sýn, velti ég því stundum fyrir mér hverjir þeir væru þessir bestu menn, og hvar þá væri að finna. Í dag er ég að vona að þeir séu önnum kafnir við uppbygg- ingu samfélagsins með alla sína yfirsýn. Ég treysti því líka að þá sé að finna í fylkingunni sem sækist eftir þingsætum í næstu kosningum. Við hin eigum mikið undir því að svo sé. Krafa um breytingar á ásýnd stjórnmálaflokka hefur verið hávær undanfarið, en spyrja má hvort þeir sem svarað hafa kalli séu almennt líklegir til stórræða í þeim efnum. Við ber að fólk sem býður sig fram í stjórnmál- um hafi takmarkaðan skilning á eðli þeirra og umfangi. Er kannski að sækjast eftir virð- ingu og völdum, valdanna og virðingarinnar vegna. Aðrir hafa brennandi áhuga á þjóðmál- um og langar til að leggja sitt af mörkum. En ekki er of oft á það bent hversu mikilvægt það er að Alþingi endurspegli með einum eða öðrum hætti samfélagið. Að þar sitji hæfir einstaklingar sem hafa skilning á þörfum og hagsmunum mismunandi stétta og byggðarlaga. Raunverulegan skilning. Ekki eingöngu kontór- istar sem kunna skil á lögum og reglum, en eru ekki í tengslum við lifandi líf í landinu. Þegar litið er yfir þingheim á maður ekki að fá á tilfinning- una að megnið af þessu fólki gæti hafa verið í sama bekk. Þar ættu að vera bæði ungir, aldnir og miðaldra þingmenn. Iðnað- armenn, háskólamenn, lista- menn, atvinnurekendur, bændur, hagfræðingar, læknar, kennar- ar og verkamenn mættu gjarn- an vera í þessum hópi. Karlar og konur. Vöndum við valið? Það er útlátalaust fyrir okkur sem ekki erum á vettvangi að gagnrýna einsleitni og kalla eftir litríkari og kröftugri fram- bjóðendum. Hins vegar er það kannski óþarfi, því að það erum við sem röðum á framboðslistana og berum ábyrgð á þeim. Vönd- um við valið? Grundvallast það á hæfni viðkomandi eða vinar- greiða? Skoðum við heildina þegar við merkjum við nöfnin? Erum við ábyrg? Auðvitað fer því fjarri að menn séu einhuga um hvað prýð- ir góðan stjórnmálamann. Það segir sig sjálft. Enda kemur það yfirleitt ekki í ljós fyrr en hann hefur sinnt þingmennsku um hríð. Þó að heilmikið sé rætt og ritað um þessa stétt manna nú um stundir er ekki mikið fjall- að um hvað hún þurfi að hafa til brunns að bera. Það gerði hins vegar einn merkasti stjórnmála- leiðtogi lýðveldistímans, Bjarni Benediktsson, árið 1940 í ræðu sem hann flutti á fundi lýðræð- issinnaðra stúdenta um það leyti sem hann sjálfur tók við borgarstjórastarfi í Reykjavík. Hann sagði meðal annars: Þor og þekking „Til þess að taka að sér forsjá í málum annarra, að stjórna þeim, þarf ætíð mikla þekkingu. Stjórn- málamaðurinn verður meðal annars að þekkja land sitt, gæði þess og torfærur, þjóð sína, kosti hennar og galla, viðskipti hennar við aðrar þjóðir og geta gert sér grein fyrir, hver áhrif atburðir með þeim muni hafa á hag henn- ar. Svo verður hann að þekkja sjálfan sig, mannlegt eðli, veilur þess og styrkleika. Ekki er nóg að gera sér grein fyrir möguleikum og hafa skyn á að velja það rétta. Til viðbótar verður að hafa kjark til að standa með því sem maður telur rétt, og þora að framkvæma það, hvað sem tautar. Starf stjórnmálamannsins hlýtur því ætíð að verða örðugt, en örðugast er það þar sem lýð- ræðisstjórn ríkir. Annars staðar geta stjórnmálamenn látið sér í léttu rúmi liggja, hverja dægur dóma störf þeirra fá. En í lýðræðis landi verður hver sá sem halda vill áhrifum sínum, hver sá, er trúir á eigin málstað, að sannfæra almenning um að ákvarðanir hans og athafnir séu réttar. Þetta leiðir þann, sem til forystu hefur verið settur, eðli- lega oft í þá freistni að velja held- ur þá leiðina sem almenningi er geðþekkari, en hina, sem forystu- maðurinn telur rétta. En um leið er forystan farin og stjórn- málamaðurinn þar með búinn að bregðast skyldu sinni.“ Eigum við svona stjórnmála- menn í dag? Ábyrgð kjósenda JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Kosningar UMRÆÐAN Jórunn Frímannsdóttir skrifar um velferðarmál Hinn 8. október á síðasta ári sam-þykkti velferðarráð Reykjavík- ur sérstaka aðgerðaráætlun vegna bankahrunsins. Þá þegar var okkur, sem starfað höfum að velferðarmálum í borginni, ljóst að fram undan væru miklar áskoranir. Strax var hafist handa við að aðlaga þá þjónustu sem veitt er á þjónustumiðstöðvum borgar- innar að breyttri samfélagsstöðu og búa starfs- fólk undir aukið álag. Þremur mánuðum síðar samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur svo fjár- hagsáætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir auknu fjármagni vegna fjárhagsaðstoðar. En hver er staðan nú? Eins og öllum er ljóst hefur atvinnuleysi aukist hraðar en við var búist og fjárhagslega kreppir að hjá mörgum, jafnvel þó að fólk hafi atvinnu. Þegar litið er til síðasta árs kemur í ljós að fjöldi þeirra sem njóta ein- hvers konar þjónustu hjá Velferðarsviði hefur aukist um 24% á einu ári. Aukning í fjölda heim- ila sem fá húsaleigubætur hófst í október og hefur verið stigvaxandi. Umtalsvert stökk varð í nóvember hvað varðar fjölda atvinnulausra án bótaréttar sem njóta fjárhagsaðstoðar. Mælanleg aukning hefur einnig verið í þjónustu við börn á leik- og grunnskólaaldri. Í nokkur ár hefur verið stígandi í fjölda barnaverndartilkynninga í borginni, sem m.a. má rekja til aukinnar vit- undar almennings og fagaðila um mikilvægi þess að hafa samband við barnaverndaryfirvöld, ef grunur leik- ur á að börn þurfi á aðstoð að halda. Sérstaklega er nú fylgst með álagi hjá Barnavernd Reykjavíkur, enda sýnir erlend reynsla nauðsyn þess í efnahagskreppum. Á sama tíma og við stöndum vel- ferðarvaktina erum við líka að taka jákvæðar ákvarðanir varðandi atvinnusköpun fyrir fólkið og fyrirtækin í borginni. Ég hvet þá íbúa borgarinnar sem á þurfa að halda að kynna sér þjónustuna sem borgin býður. Hjá Reykjavíkurborg starfar mikill fjöldi reyndra sérfræðinga og fagfólks sem getur stutt við bak fólks og leiðbeint því um rétt sinn og möguleika. Á heimasíðu Velferðarsviðs, www. velferdarsvid.is, er að finna margvíslegar upp- lýsingar undir hnappnum: Upplýsingagátt vegna efnahagsástandsins og starfsmenn símavers borgarinnar taka vel á móti fyrirspurnum í síma 411 11 11. Höfundur er formaður velferðarráðs. Hver er staðan? JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR ... í nýjum umbúðum Sama góða CONDIS bragðið ... H vernig skal meðhöndla mjög skuldsett heimili og fyrirtæki er spurning sem enn er ósvarað. Framsókn- armenn hafa kynnt tillögur um að afskrifa flatt 20 pró- sent skulda íbúðakaupenda og fyrirtækja við vægast sagt dræmar undirtektir. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á þá ein- földu staðreynd í Fréttablaðinu í gær að tillögur framsóknarmanna henta best þeim sem hafa verið glæfralegastir í lántökum og skulda því hæstu upphæðirnar. Pétur Gunnarsson, sem hefur gegnt fjöl- breyttum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, sagði sig úr flokknum þegar tillögurnar voru kynntar og kvaddi með þeim orðum að þær væru hrægammakapítalismi dauðans og ekki til í þeim félagshyggja, Framsóknarmönnum til hróss má þó segja að þeim hefur lukkast að vekja athygli á hversu hægt þokast að setja fram leiðir til að taka á vandanum. Hitt er öruggt er að tillögur þeirra verða aldrei að veruleika, enda varla annað en eitt dýrasta kosningaloforð lýðveldisins. Það er líka tálsýn að til sé ein töfralausn sem hentar hvort tveggja fyrir heimilin og fyrirtækin. Í flestum tilvikum hlýtur mat á greiðslugetu hvers einstaklings og fyrirtækis að vega þyngst þegar bankarnir ákveða hvernig mál þeirra eru meðhöndluð. Eitt er að skuldbreyta, lengja í lánum eða frysta greiðslur tímabundið. Annað gildir þegar kemur að hreinum afskriftum skulda. Þar er hætta á alvarlegri mismunun bæði milli einstaklinga og fyrirtækja. Mikið hefur til dæmis verið rætt um nauðsyn þess að halda fyrir- tækjum gangandi. Þetta er háskaleg hugmyndafræði ef hún gengur of langt. Á meðan gengi krónunnar var sem sterkast og hér flæddi um ódýrt erlent fjármagn, þreifst alls kyns rekstur sem ekki er grund- völlur fyrir lengur. Fjölmörg slík fyrirtæki eru nú í gjörgæslu hjá bönkunum. Í grófum dráttum má segja að þeirra bíði þrír möguleik- ar: A) Núverandi eigendur fá skuldir niðurfelldar og halda rekstri áfram. B) Nýir eigendur kaupa, fá skuldir niðurfelldar og haldi rekstri áfram. C) Reksturinn fer í þrot og hættir. Hvaða leið verður fyrir valinu er í höndum bankanna. Hættan er sú að þeir taki hvert fyrirtækið á fætur öðru, afskrifi skuldir, og sendi svo aftur út í samkeppnina eins og nýhreinsaða hunda, undir því yfirskyni að verið sé að standa vörð um hagsmuni bankans. Vissulega getur það verið rétt, en slík afgreiðsla skekkir hins vegar mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem engar afskriftir hafa fengið. Þetta getur einnig framlengt offramboð á tiltekinni þjónustu með ómældu tjóni fyrir viðkomandi geira. Íslenskt samfélag ber til dæmis örugglega ekki jafn margar byggingavöru- og húsgagnaversl- anir nú og það gerði fyrir hrun. Efnahagsumhverfið hefur minnkað um nokkrar stærðir og samfélagið verður að laga sig sem hraðast að breyttum aðstæðum. Ákvarðanir um afskriftir, líf og dauða fyrirtækja eru teknar í bönkum sem eru að fullu í eigu ríkisins. Það er eðlileg og nauðsynleg krafa að skilmerkileg svör fáist við því á hvaða forsendum þessar ákvarðanir eru teknar. Stjórnmálamennirnir eru komnir með bank- ana í fangið og geta ekki skorast undan því að taka á þeim ábyrgð. Afdrif fyrirtækja og heimila í vanda: Afskriftir skulda JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.