Fréttablaðið - 03.03.2009, Blaðsíða 20
16 3. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
JESSICA BIEL ER 27 ÁRA Í DAG
„Ég elska að vera einhver
önnur en ég er í smá tíma.
Ég nýt hverrar mínútu í
annarra manna skinni.“
Leikkonan Jessica Biel er af
ættum indjána, Þjóðverja,
Frakka, Breta og Íra.
MERKISATBURÐIR
1200 Bein Jóns Ögmundssonar
biskups eru tekin upp.
1879 Fyrsta konan, Belva Ann
Bennett Lockwood,
kemur fram fyrir hæsta-
rétti Bandaríkjanna.
1984 Kristján Harðarson slær
27 ára gamalt Íslandsmet
í langstökki og stekkur
7,79 metra.
1991 Lettland og Eistland
ganga til atkvæða um
sjálfstæði frá Sovét-
ríkjunum.
1997 Björk Guðmundsdóttir
tekur við tónlistarverð-
launum Norðurlandaráðs
í Ósló.
2005 Steve Fossett er fyrstur til
að fljúga einn umhverfis
jörðina án þess að stoppa
nema til þess að taka
eldsneyti.
Réttingaverkstæði Jóa á Dalvegi var
stækkað á dögunum og bætti það við
sig mannskap. Á þessum síðustu og
verstu tímum þykir það tíðindum sæta
að fyrirtæki séu stækkuð en Jóhann
Örn Jóhannsson, bifvélavirki og eig-
andi verkstæðisins, segir einfaldlega
meira að gera.
„Við höfum frekar bætt við fólki
og enginn lækkað í launum eða misst
vinnu hjá okkur,“ segir Jóhann. „Í dag
er allt annað hugarfar hjá kúnnunum.
Nú er gert meira við en ekki keypt nýtt
eins og hér áður þegar ekki mátti vera
ein rispa á hlut. Fólk tekur því bara að
það fáist ekki nýtt og lætur gera við það
gamla.“
Jóhann hóf reksturinn einn árið 1993
en árið 1998 voru tíu manns farnir að
vinna við fyrirtækið. Það var svo á vor-
dögum síðasta ár, á tíu ára afmæli fyr-
irtækisins, að ákveðið var að fara út í
framkvæmdir og verkstæðið stækkað
úr 340 fermetrum í 800 fermetra.
„Það var orðið þröngt um okkur því
þessi iðnaður er plássfrekur. En fram-
kvæmdirnar voru ákveðnar áður en
bankarnir hrundu svo ekki var hægt að
bakka með þetta og við tókum stökkið,“
segir Jóhann og bætir því við að rekst-
urinn gangi mjög vel. „Núna vinna
þrettán manns í fyrirtækinu.“
Jóhann segir galdurinn bakvið gott
gengi fyrirtækisins í dag þann að rekst-
urinn hafi farið stigvaxandi hægt og
rólega gegnum árin. Fjölskyldan sinni
fyrir tækinu en Jóhann rekur verkstæðið
ásamt konu sinni auk þess sem þau reka
bílaleigu sem börnin þeirra sjá um.
„Maður er aldrei í fríi en er í vinn-
unni alltaf einhvern hluta um helg-
ar líka. En það er bara eðlilegt þegar
maður rekur fyrirtæki. Það er mjög gott
að snúast í öllu sjálfur, ég hef alltaf gert
það. Ég hef þó haft fólk í þeim störfum
sem ég þekki ekki vel, eins og í mót-
töku og peningamálum, ég vinn sjálfur
alltaf á gólfinu og finnst gott að vinna
með strákunum. Ég er mjög ánægður
með hópinn og eiginlega hefur sama
fólkið unnið hjá mér frá upphafi. Menn
hafa hætt ef þeir hafa flutt burt en yfir-
leitt ekki út af öðru. Við hjónin skúrum
saman á sunnudögum og þá þrífum við
líka bílaleigubílana með dótturinni svo
það er alltaf í nógu að snúast.“
Starfsemi verkstæðis Jóhanns snýst
um bílasprautun og réttingar. Í hugum
flestra eru verkstæði grútskítug af
smurningu og stórhættulegt að stíga
þar fæti inn í sparifötunum. Kunnug-
ir segja þó verkstæðið hjá Jóhanni svo
snyrtilegt og fínt að þar megi hæglega
halda fínustu veislur.
„Við héldum nú einu sinni ferming-
arveislu hér á gamla verkstæðinu. En
það er vissulega okkar aðalatriði að
hafa verkstæðið snyrtilegt, að þetta sé
engin skítakompa heldur venjulegur
vinnustaður. Það líður öllum vel hérna
sem er númer eitt tvö og þrjú.“
heida@frettabladid.is
RÉTTINGAVERKSTÆÐI JÓA: STÆKKAÐI VIÐ SIG HÚSNÆÐIÐ Í MIÐRI KREPPUNNI
Höfum vaxið hægt og rólega
MIKILVÆGT AÐ ÖLLUM LÍÐI VEL Jóhann Örn Jóhannsson, eigandi réttingaverkstæðis Jóa, segir sama hópinn hafa unnið hjá sér í mörg ár en
nýverið stækkaði Jóhann verkstæðið og réð fleira fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í tilefni af 400 ára afmæli
stjörnusjónaukans eiga
framhaldsskólanemar á
Norðurlöndum nú möguleika
á að komast til eyjunnar La
Palma á Kanaríeyjum og
framkvæma stjörnuathugan-
ir með Norræna stjörnusjón-
aukanum sem er fullkominn
2,6 m spegilsjónauki.
Hið eina sem þeir þurfa
að gera er að skrifa rit-
gerð um eitthvað stjarn-
vísindalegt og munu höf-
undar bestu ritgerðarinnar
í hverju Norðurlandanna
ferðast saman á vit ævintýr-
anna. Sá er lendir í öðru sæti
á Íslandi fær svo stjörnu-
sjónauka í verðlaun. Rit-
gerðin skal ekki vera lengri
en 3.000 orð og henni á að
skila fyrir 1. maí á netfang-
ið keppni@2009.is eða til eðl-
isfræði- og/eða stjörnufræði-
kennara í hverjum fram-
haldsskóla.
Góð ritgerð er miði til La Palma
STJÖRNUÞOKUR Það verður
kannski eitthvað í líkingu við
þetta sem nemarnir munu sjá
með hjálp stjörnusjónaukans í
Palma.
Kvikmyndin Atómstöðin eftir samnefndri skáld-
sögu Halldórs Laxness, var frumsýnd þennan dag
fyrir 25 árum. Leikstjóri var Þorsteinn Jónsson og
með helstu hlutverk fóru Tinna Gunnlaugsdóttir
og Gunnar Eyjólfsson.
Aðalsöguhetjan er Ugla, bóndadóttir sem
kemur til Reykjavíkur til að læra á orgel. Hún
ræðst í vist hjá þingmanninum Búa Árland og
fjölskyldu hans. Sagan segir frá samningum ís-
lenskra stjórnvalda við Bandaríkin um herstöð í
Keflavík og flutninga beina Jónasar Hallgrímsson-
ar til Íslands, þar sem Búi Árland þingmaður fer
með lykilhluthverk. Bókin var afar umdeild þegar
hún kom út árið 1948 enda fjallaði hún um
mikið hitamál í íslensku samfélagi, „sölu Íslands“.
Halldór var harður andstæðingur herstöðvarinnar
og er bókin jafnan sögð framlag hans til þeirrar
umræðu. Inn í söguna fléttast einnig ástir þeirra
Uglu og Búa og samband hennar við börn hans.
Einnig kemst Ugla í kynni við litríka karatktera
og kynlega kvisti eins og Organistann, sem Ugla
nemur hjá, og ýmsa gestir sem sækja hann heim.
Fyrirmyndin að Organistanum er jafnan talin vera
Erlendur í Unuhúsi en Halldór tileinkaði bókina
minningu hans.
ÞETTA GERÐIST: 3. MARS ÁRIÐ 1984
Atómstöðin frumsýnd í bíó
M
YN
D
/N
A
SAÁstkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Þorvaldur Ólafsson
Hæðargarði 33, Reykjavík,
lést á Landakoti föstudaginn 27. febrúar.
Siggerður Þorvaldsdóttir Baldur S. Baldursson
Guðbrandur Þór Þorvaldsson Bryndís D. Björgvinsdóttir
Júlíana P. Þorvaldsdóttir Guðmundur M. Björgvinsson
Atli Þór Þorvaldsson Hafdís Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þorlákur Jónsson
frá Kiðjabergi,
Kistuholti 3, Biskupstungum,
lést 26. febrúar. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju
föstudaginn 6. mars kl. 14.00. Jarðsett verður á Stóru-
Borg. Fyrir hönd samferðamanna og vina,
Sigríður Stefánsdóttir, Bræðratungu.
Okkar elskulegi eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Þorbjörn Friðriksson,
Boðagranda 7, Reykjavík,
andaðist að hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn
25. febrúar. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtu-
daginn 5. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á minningarsjóð KR, sími: 510 5314.
Elín Helgadóttir
Friðrik Þorbjörnsson Hulda Mjöll Hauksdóttir
Helgi Magnús Þorbjörnsson
Elín, Anna Björg, Þórunn, Þorbjörn, Haukur
og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
Sólborg Marinósdóttir
Laugarnesvegi 116,
sem lést á Landspítalanum þann 23. febrúar síðast-
liðinn, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstu-
daginn 6. mars klukkan 15.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Ás, styrktarfélag. Sérstakar þakkir
fá læknar og hjúkrunarfólk á blóðlækningadeild
Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun
og alúð.
Rudolf Ásgeirsson
Ásgeir Marinó Rudolfsson Guðbjörg D. Tryggvadóttir
Sverrir Þór Rudolfsson Anna Wahlström
Anna Rudolfsdóttir Reynir Þór Reynisson
Áslaug J. Marinósdóttir
Þorsteinn Marinósson
og barnabörn.